Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 10
Samanburður vertíða 50 ár aftur í tímann Júnímánuður kominn af stað og eins og greint var frá í síðasta pistli, þar sem talað var um hversu margt breytist í júni, og skulum við aðeins kíkja á það sem og líta á nýjustu afurð mína í útgáfumálum. Þessa fáu daga í júní hefur smá slatta verið landað í Grindavík og Sand- gerði en það sem vekur athygli er að engum afla hefur verið landað í Keflavík/Njarðvík. Í Grindavík hefur 573 tonnum verið landað og mest af því kemur frá stóru línubátunum. Páll Jónsson GK með 82 tonn, Sighvatur GK 79 tonn, Kristín GK 76 tonn, Fjölnir GK 73 tonn og síðan komu Áskell ÞH og Vörður ÞH báðir með sitt hvor 83 tonnin í land. Eins og sést þegar búið að er að leggja þetta saman að þá eru þetta 542 tonn og því aðeins um 30 tonn sem hafa komið aukalega frá smá- bátunum. Hrappur GK er með 4,5 tonn, Sæfari GK 4,1 tonn, Þórdís GK 3,3 tonn og Jón Pétur RE 3,8 tonn allir á færum og allir með fjóra róðra. Í Sandgerði hafa aðeins fleiri bátar landað afla og heildarlöndun er komin í 144 tonn í júní. Mest af því á Pálína Þórunn GK sem kom með 68 tonn í einni löndun. Aðalbjörg RE, sem er á dragnót, er með 22 tonn í fjórum róðrum. Af færabátunum er Fagravík GK með 3,5 tonn í þremur, Gréta GK 2,9 tonn í fjórum, Guðrún GK 2,6 tonn í þremur og Jói á Seli GK 2,4 tonn í þremur. Allir minni línubátarnir eru farnir í burtu frá Suðurnesjum, flestir fóru austur og nokkrir norður, en einn línubátur er eftir,það er Steinunn HF sem var með 5,1 tonn í tveimur róðrum í Sandgerði. Vertíðirnar 1970 og 2020 Förum aðeins í aðra sálma því alveg síðan árið 2005 hef ég skrifað um vetrarvertíðirnar, sem eru ár hvert frá 1. janúar til 11. maí. Gerði það fyrst í Fiskifréttir fram til ársins 2017 og bar þá alltaf saman vertíðir 50 ár aftur í tímann, t.d fyrsta var 2005 og 1955 og svo koll af kolli. Síðan árið 2018 hef ég gefið út þessi vertíðarrit sjálfur. Þetta eru engir risadoðrantar, hvert rit er um um 36 blaðsíður að stærð. Nýjasta ritið um vertíðina 2020 og vertíðina árið 1970 var að koma út. Í því er fjallað um vertíðirnar bæði árin, sem og birtur listi yfir alla þá báta sem náðu yfir 400 tonn árið 2020, en þeir voru um 90, og líka birtur listi yfir alla þá báta sem náðu yfir 400 tonn árið 1970. Bátarnir árið 1970 voru ótrúlega margir eða um 270 sem náðu yfir 400 tonn á þeirri vertíð og mjög margir bátar frá Suðurnesjum eru þar á blaði, þá lönduðu þeir bátar í Grindavík, Sandgerði, Keflavík og Vogum. Í þessu riti er líka smá innsýn inn í loðnubátanna árið 1970, togarana bæði árin og smábátana árið 2020 en þar er miðað við 200 tonn. Ef þið hafið áhuga þá getið þið pantað ritið í síma 6635575 (Gísli), 7743616 (Hrefna) eða á netfangið gisli@aflafrettir.is. Ritið kostar 3.000 krónur. Það má geta þess að nýtt Íslands- met var sett á vertíðinni 2020 þegar netabáturinn Bárður SH veiddi yfir 2000 tonn í net á vertíðinni, gamla metið var frá árið 1989 og aftur til ársins 1970 þá var Geirfugl GK sem setti Íslandsmet með mestum neta- afla á vertíð þegar að hann landaði þá yfir 1700 tonn á vertíðinni. Sem sé báðar vertíðir ansi merkilegar. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, sérfræðingur hjá Heyrnartækni, verður í Reykjanesbæ í júní. Reykjanesbær 23. júní 2020 Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á 10 // aFlaFrÉttir á SuÐurnESjum í 40 ár Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.