Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 29
– Hvað er í deiglunni? Það er alla vega ekki að fara í útilegur í sumar, ég er meira svona hótel- maður. Annars er það helst á döfinni í dag að halda áfram að hugsa vel um fjölskylduna mína og fyrirtækið og rækta það eins vel og hægt er. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Ég var ágætur nemandi, krefjandi, orkumikill og nokkuð góður í leik- fimi. Held bara fínn drengur. – Hvernig voru framhaldsskóla- árin? Ég stundaði nám við FS og voru þetta góð ár enda kynntist maður mörgu fólki á þessum árum sem urðu vinir til lífstíðar og að sjálf- sögðu kynntist ég Elínu minni þarna þannig að það er ekki annað hægt að segja en þetta hafi verið góð ár. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég man ekki eftir neinu sérstöku en ætli ég hafi ekki haft þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta, hef reyndar atvinnu að einhverju leyti af fótbolta í dag :-) – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Toyota Corolla, standard týpa með vínilsætum, geggjaður bíll. – Hvernig bíl ertu á í dag? Toyota Landcruiser og Kia Stonic. – Hver er draumabíllinn? Volvo xc90 eru geggjaðir bílar, á eftir að fá mér svoleiðis bíl þegar ég verð stór. – Hvert var uppáhaldsleik- fangið þitt þegar þú varst krakki? Ætli það hafi ekki verið fót- boltinn. – Besti ilmur sem þú finnur: Það er svolítið skrýtið en lyktin inní búningsklefanum rétt fyrir leik í fótboltanum er sérstök, kannski ekki besti ilmur ef við getum kallað hann ilm en tilfinningin af spennu fyrir leiknum gerir ilminn góðan. – Hvernig slakarðu á? Í góðu fríi á sólarströnd með fjöl- skyldunni er besta slökunin. Einnig er góð slökun að fara út að hlaupa og hjóla, þannig hleður maður batt- eríin vel. – Hver var uppáhaldstón- listin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Það er auðvelt, U2, besta hljómsveit allra tíma :-) – Uppáhaldstónlistartímabil? Ég er alæta á tónlist, hlusta á flestar tegundir tónlistar þannig að það tímabil sem maður er í er líklega það besta. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Nýjasta platan hans Ásgeirs, Satt, er geggjuð. – Hvers konar tónlist var hlust- að á á þínu heimili? Þegar ég bjó hjá mömmu og pabba á Heiðarhorninu þá var Villi Vill oftast spilaður og er oftast spilaður enn í dag. – Leikurðu á hljóðfæri? Nei, gæti ekki bjargað lífi mínu með hljóðfæraleik. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég horfi mikið á sjónvarp, helst horfi ég á þætti á Netflix, Stöð 2 og RÚV en aðalsjónvarpsefnið mitt er þó íþróttir, þar horfi ég á allt sem ég kemst í tæri við og fæ að hafa sjón- varpið í friði. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Leikjum með Liverpool, það er ótrúlega margt sem ég er tilbúinn að fórna til að geta horft á leik með mínum mönnum. – Besta kvikmyndin: Shawshank Redemption er geggjuð mynd. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Ég les alveg rosalega lítið, líklega er uppáhaldsrithöfundurinn minn Arnaldur Indriðason þar sem ég hef ekki lesið bækur eftir neinn annan og besta bókin er Betty. Reyndar las ég bókina um Klopp líka en það er annað mál. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég vil meina að ég geri allt betur en allir hér á mínu heimili, ég kann að skera ost rétt, skera appelsínurnar rétt, sný klósettrúllunni líka rétt en það virðist vera mjög erfitt að ná því hvernig þær eigi að snúa. Svo vinn ég yfirleitt í öllum íþróttum. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Nautalund, verður að vera Medium Rear, þar er ég algjör meistari. – Hvernig er eggið best? Over Easy egg eru best. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á það til að hlaupa stundum á mig. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi og geta ekki gert það sem ég taldi upp áðan, skera ostinn rétt, sumir vinnufélagar mínir á Sjúkra- þjálfun Suðurnesja eru þarna algjör- lega ófærir í því. – Uppáhaldsmálsháttur eða til- vitnun: Be kind always. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég var að veiða með pabba í Brunná við bæinn þar sem hann ólst upp. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Nota þennan svolítið heima hjá mér við fjölskylduna ... æi viltu ná í þetta fyrir mig? – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég færi líklega til baka um fjögur, fimm ár, til Manchester og ég færi ekki í Liverpool-bolnum mínum á leikinn Manchester - Liverpool. Ég kæmist þá kannski inn á leikinn. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Maðurinn sem fór ekki í útilegu. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Donald Trump, ég myndi byrja á því að segja af mér forsetaembættinu og svo myndi ég líklega fara að spila golf á einhverjum af golfvöllunum mínum. – Hvaða þremur persónum vild- irðu bjóða í draumakvöldverð? Hef mikinn áhuga á að bjóða meistara Klopp í mat, held að það yrði mjög skemmtilegt. Svo væri ég alveg til í að detta í smá dinner með Bono og The Edge og spjalla um heimsmálin og fá þá svo til að taka lagið í stofunni hjá mér. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Þetta ár hefur ekki verið alveg uppá það besta, það má þó segjast eins og er að þegar það hægðist á öllu í kjölfarið á COVID-19 þá sá maður svolítið hlutina í réttu ljósi og sér hve heppinn maður er með fjölskyldu og vini. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Sumarið verður flott, líklega mikil vinna. Fótboltinn mun standa sig vel og maður á eftir að fara eitthvað um landið og kanna hótelin með fjölskyldunni. – Hvað á að gera í sumar? Fótbolti og sund lita sumarið hjá okkur. Vegna COVID þá frestuðust öll sundmótin og verða þau fyrir- ferðamikil næstu vikurnar. – Hvert ferðu í sumarfrí? Við munum líklega ferðast að mestu innanhúss en jafnvel verða farnar stuttar ferðir um landið þegar tími gefst til. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Fyrst myndi ég náttúrlega fara með þá á Garðskaga og skoða sólarlagið þar, algjörlega geggjað. Svo myndi ég fara með þá þennan helsta hring, Brú milli heimsálfa, Sandvík, Brim- ketil og Gunnuhver og ef þeir eiga nægilega mikinn pening þá myndi ég biðja þau að bjóða mér í Bláa lónið. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu.... ... til Ítalíu í frí með fjölskyldunni minni. Myndi líklega enda á Lake Como og hafa það huggulegt í tvær vikur. N et sp j @ ll Villi Vill Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum í 40 ár // 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.