Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 56

Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 56
Keflavík, meistaraflokkur karla: Þéttur og hávær hópur stuðningsmanna tólfti maðurinn Markmið og væntingar sumarsins: Liðið hefur vakið athygli á undir- búningstímabilinu og meðal annars lagt nokkur Pepsi-deildar- lið, auk þess að gera jafntefli við Íslandsmeistara KR á útivelli. Allir sem koma að liðinu eiga sér það markmið að keppa á meðal þeirra allra bestu og bera þær væntingar til liðsins að vera í slagnum um að komast þangað í haust. Helstu styrkleikar liðs: Liðsheild metnaðarfullra leik- manna sem berjast hver fyrir annan og ætla sér árangur. – Helstu veikleikar liðs: Liðið er heilt yfir mjög ungt að árum sem getur stundum opin- berað að menn eru enn að læra fagið. Annað: Metnaður Keflvíkinga á knatt- spyrnu sviðinu er jafn mikill í dag og hann hefur nokkru sinni verið og langtímamarkmiðin háleit eftir því. Á sama tíma er knattspyrnu- deildin rekin með skynsamlegum hætti fjárhagslega og kjarni liðsins eru heimamenn, flestir ungir að árum. Við ætlum að komast þangað sem við eigum heima, á meðal þeirra allra bestu, og í fyrra fengu leikmenn okkar dýrmæta reynslu sem þeir njóta góðs af í ár. Lykilatriði hvað það varðar að endurreisa Keflavík sem eitt af bestu liðum landsins er þéttur og hávær hópur stuðningsmanna sem geta verið sem tólfti maðurinn á vellinum. Sameinumst um liðið okkar í einu og öllu, betur en aðrir. Þegar leikmennirnir finna fyrir sönnum og kraftmiklum stuðningi verður erfitt að stoppa okkur. Leikmannahópur: Markmenn: Sindri Kristinn Ólafsson, Þröstur Ingi Smárason. Varnarmenn: Anton Freyr Hauks Guð- laugsson, Cezary Wiktorowicz, Magnús Þór Magnússon (fyrirliði), Nacho Heras Anglada (kom frá Leikni Reykjavík), Rúnar Þór Sigur- geirsson, Sindri Þór Guðmundsson. Miðjumenn: Andri Fannar Freysson (kom frá Njarðvík), Edon Osmani, Frans Elvarsson, Ingimundur Aron Guðnason. Sóknarmenn: Adam Ægir Pálsson, Ari Steinn Guðmundsson (kom frá Víði), Davíð Snær Jóhannsson, Joe Gibbs (kom frá Ástralíu), Dagur Ingi Valsson, Jóhann Arnarsson, Kristófer Páll Viðarsson, Tómas Óskarsson, Kian Williams (kom frá Magna), Adam Róbertsson. Þjálfarateymi: Aðalþjálfarar: Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Markvarðarþjálfari: Ómar Jóhannsson. Sjúkraþjálfarar: Falur Daðason og Gunnar Ástráðsson. Liðsstjóri: Jón Örvar Arason. Búningastjóri: Þórólfur Þorsteinsson. Lykilleikmenn: Nacho Heras Anglada Frans Elvarsson Joe Gibbs Fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon. Reynsluboltarnir Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson ráða ráðum sínum á hliðarlínunni. VF-mynd: Hilmar Bragi Byrjunarlið Keflavíkur gegn KR. Efri mynd sýnir boltann í netinu hjá KR-ingum í leiknum. VF-myndir: Jón Örvar Arason 56 // VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum í 40 ár Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.