Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 27
– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Pass! – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Þríf betur en allir en þeir eru mun betri í eldhúsinu en ég! – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Karamellutertan hennar mömmu, ég er að mastera hana. – Hvernig er eggið best? Hálf linsoðið. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Get pirrað mig á minnstu hlutum en er að reyna að gera það ekki, er allt í vinnslu ! – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki og ókurteisi. – Uppáhaldsmálsháttur eða til- vitnun: Ekki geyma til morguns það sem þú getur gert í dag! – Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég var á Mallorca með mömmu og pabba, fjögurra ára gömul. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Nákvæmlega, mögulega! – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Þegar ég var u.þ.b. 25 ára og átti nóg eftir í körfunni. Vildi óska þess að ég gæti enn æft körfu, ekkert endilega keppa bara æfa ... þetta var skemmtilegur tími ... – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Tvö líf – fyrir og eftir boltann! – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Ég væri til í að vera í líkama Tiger Woods og spila lokadaginn á Mast- ers. – Hvaða þremur persónum vild- irðu bjóða í draumakvöldverð? Ég myndi alltaf bjóða einhverjum af mínum skemmtilegu vinum en ef við förum út fyrir það myndi ég bjóða Michael Jordan, Jürgen Klopp og ég gæti ekki gert upp á milli vinkvenna minna í sauma- klúbbnum þannig að ég myndi bjóða Höddu vinkonu, þetta yrði geggjað kvöld og karlmennirnir mínir í fjölskyldunni myndu elda fyrir okkur ... þetta myndi ekkert endilega klikka! – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Eins og flestir aðrir ... mjög sér- stakt hingað til en það rætist von- andi úr þessu þegar líður á árið. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, já. Ég er nú alltaf frekar bjartsýn og reyni lítið að kíkja í baksýnis- spegilinn þannig að ég er bara bjartsýn fyrir sumrinu. – Hvað á að gera í sumar? Ég ætla að reyna að spila mikið golf, ferðast með hjólhýsið og sinna barnabörnunum eins mikið og hægt er. – Hvert ferðu í sumarfrí? Það er ekki ákveðið, ég læt bara veðrið ráða því hvert ég fer, nenni ekki að ferðast mikið í rigningu. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi fara með þau í Leiruna í golf og mat á eftir í Leirukaffi, svo myndi ég taka hring um Reykja- nesið eins og það leggur sig. Ég þyrfti meira að segja að skoða það betur það eru svo margir fallegir staðir hér á svæðinu. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... Ég myndi fara með Binna til Sevilla á Spáni, mér finnst það sjúklega kósý staður. Allt svo rólegt og þægilegt, gott að borða og drekka ... en núna tækjum við golfsettin með. Deildarmei stari 1995 FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum í 40 ár // 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.