Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2020, Síða 43

Víkurfréttir - 11.06.2020, Síða 43
– Uppáhaldstónlistartímabil? 1950–1970. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Bara flest allt í útvarpinu eða á Spotify. – Hvers konar tónlist var hlust- að á á þínu heimili? Óperur og klassísk tónlist. – Leikurðu á hljóðfæri? Ekki í dag, nei. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Horfi ekki neitt brjálæðislega mikið á sjónvarp. Horfi á Netflix og Sky-sjónvarpsstöðvarnar. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Löggudrama (911) og Chicago Fire. – Besta kvik- myndin: Dirty Dancing. – Hver er uppá- haldsbókin þín og/eða rithöf- undur? Allt með Margit Sandemo, þá sér- staklega Ísfólkið. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heim- ili? Ég geri æðislegan heitan brauðrétt. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Chilli-sultan sem ég og bóndinn búum til. – Hvernig er eggið best? Í salati. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á það til að vera ekki nógu hörð við sjálfa mig. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Frekja, óheiðarleiki og snobb. – Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun: Make life count? – Hver er elsta minningin sem þú átt? Man ekki hversu gömul ég var en ég var á ferðalagi með mömmu og pabba, sé ég belju míga úti á túni og segi við mömmu að það þyrfti að setja bleyju á beljuna, það væri ekki hægt að láta hana pissa úti. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: JÆJA. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Keflavík 30. júni 2013. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hver er hún, hvað er hún að gera, hvert fer hún? – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Elvis Presley, keyra fallegu bíl- unum og syngja. – Hvaða þremur persónum vild- irðu bjóða í draumakvöldverð? Elvis Presley, Barack Obama og Guðna Th. forseta. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Frekar erfitt að geta ekki hitt ætt- ingja og vini og knúsað þau ræki- lega. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Svona hæfilega mikil, já. – Hvað á að gera í sumar? Grilla og vonandi ferðast. – Hvert ferðu í sumarfrí? Hvert ferðu í sumarfrí? Allt opið ekkert ákveðið. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Reykjanesið eins og það leggur sig! – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu … ... til Hawaii. Dirty Danc ing FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – Deildarstjóri á leikskólastigi Sumarátak námsmanna – Könnun á ferðavenjum Velferðarsvið – Liðveisla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Nesvellir - rútuferð með leiðsögn Þriðjudaginn 16. júní verður boðið upp á rútuferð um Suðurnesin. Lagt verður af stað kl. 13:00 og komið til baka kl 16:00. Farið verður frá Reykjanesbæ út í Garð, Sandgerði og Ósabotnaleið til baka. Leiðsögumaður er Rannveig Garðarsdóttir og er ferðin endurgjaldslaus. Skráning er í síma 420-3400 en henni lýkur 12. júní kl. 16:00. 17. júní í Reykjanesbæ Margt verður til skemmtunar á 17. júní í Reykjanesbæ. Kynnið ykkur dagskrá á vef Reykjanesbæjar og í Víkurfréttum Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum í 40 ár // 43

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.