Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 26
Vildi vakna í líkama Tiger Woods og spila lokadaginn á Masters Anna María Sveinsdóttir væri til í að bjóða Michael Jordan og Tiger Woods í draumakvöldverð. Hún væri reyndar til í að vakna upp í líkama Tiger Woods og leika lokadaginn á Masters. Golf á hug Önnu Maríu í dag eins og sjá má af lestri svara við spurningum í netspjalli Víkurfrétta. Ef tímaflakk væri í boði færi Anna María reyndar á þann stað þar sem hún var 25 ára og átti mörg ár eftir í körfuboltanum, enda mun ævisagan fá titilinn Tvö líf – fyrir og eftir boltann! – Nafn: Anna María Sveinsdóttir. – Árgangur: 1969. – Búseta: Keflavík. – Fjölskylduhagir: Gift Brynjari Hólm Sigurðs- syni og eigum tvo stráka Hafliða Má og Sigurð Hólm og svo tvö barnabörn, Daníel Hólm og Hug- rúnu Önnu. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Ég er fædd og uppalin í Keflavík, í Háholtinu þar sem ég bý í dag. Mamma mín er Anna Pála Sig- urðardóttir og pabbi minn Sveinn Ormsson, ég á tvær systur Erlu og Helgu. – Starf/nám: Vátryggingarráðgjafi í TM. – Hvað er í deiglunni? Reyna að spila sem mest golf í sumar. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Ég held að ég hafi nú bara verið ágætis nemandi í grunnskóla. – Hvernig voru framhaldsskóla- árin? Framhaldsskólaárin voru mjög skemmtileg … var frekar lengi að taka stúdentsprófið, lét körfubolt- ann ganga fyrir. Það hafðist á end- anum en sé ekki eftir neinu, þetta var góður tími, eins og Gísli Torfa heitinn sagði við mig að skólinn færi ekkert frá mér en körfufbolta- ferillinn gerði það. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Íþróttakennari, væri alveg til í að vera það í dag, þá væri ég í fríi á sumrin og gæti spilað meira golf, annars er ég mjög ánægð í mínu starfi í TM. – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Daihatsu Charade, rauður með kýrauga, algjör kaggi. Við vinkon- urnar, Björg og Svandís, rúntuðum um allt land á honum. – Hvernig bíl ertu á í dag? Toyota Land Cruiser. – Hver er draumabíllinn? Mér finnst Land Cruiserinn mjög góður en annars er ég líka til í Volvo jeppa. – Hvert var uppáhaldsleik- fangið þitt þegar þú varst krakki? Það var dúkkan mín hún Bettý, lék mér mikið með hana en ég átti líka bangsa sem fór út um allt með mér og ég á hann ennþá. – Besti ilmur sem þú finnur: Mér finnst lykt af nýslegnu grasi æðisleg. – Hvernig slakarðu á? Ég er alsæl þegar ég er með ískaldan öl í góðu veðri og góðum félagsskap – Hver var uppáhaldstón- listin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Þegar ég var á þeim aldri, var það bara þessi „eitís“-tónlist annars held ég að ég verði bara pínu að setja pass á þessar tónlistar- spurningar, ég hlusta á mest allt en er mjög léleg t.d. í popppunkti og þess háttar tónlistarleikjum. – Leikurðu á hljóðfæri? Ég leik ekki á hljóðfæri og hef aldr- ei gert. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég horfi nokkuð á sjónvarp og þá aðallega íþróttir, stundum Netflix líka. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Leik með Liverpool! – Besta kvikmyndin: Ég er ekki mikil kvikmyndamann- eskja og nú fara vinkonur mínar í Stellunum að hlægja en Lion King og Stella í Orlofi eru mjög svo tímalausar. N etspj@ ll 26 // VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum í 40 ár Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.