Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2020, Side 39

Víkurfréttir - 11.06.2020, Side 39
Tilnefning til hvatningarverðlauna 2020: Áskorun & ævintýri í garðinum okkar Heiti verkefnis: Áskorun & ævintýri í garðinum okkar. Skóli sem það tilheyrir: Tjarnarsel. Nöfn þeirra sem standa að verkefninu: Kennarar, börn og foreldrar í Tjarnarseli. Lýsing á verkefninu: Í janúar 2013 hóf þróunarverkefnið Áskorun og ævintýri göngu sína í Tjarnarseli sem fólst í að umbylta flötu úti- svæði skólans í náttúrulegan garð þar sem áskoranir og ævintýri biðu barnanna dag hvern. Markmið verkefnisins var að breyta útileiksvæði Tjarnarsels og skapa öruggt, náttúrulegt umhverfi sem hvetur börnin til leiks, rannsókna, sköpunar og hreyfingar. Garðurinn er sífelldri þróun en í byrjun júní ár hvert er haldinn vinnu- dagur þar sem kennarar, börn, fjölskyldur þeirra og aðrir velunnarar skólans taka höndum saman og búa hann undir sumarið. Það er smíðað og lagfært, gróðursett og snyrt svo fátt sé nefnt. Tilnefning til hvatningarverðlauna 2020 Lærum saman í gegnum orðin Heiti verkefnis: Lærum saman í gegnum orðin. Skóli sem það tilheyrir: Háaleitisskóli. Nöfn þeirra sem standa að verkefninu: Jóhanna Helgadóttir og Jurgita Millerienė ásamt öðrum kennurum Háaleitisskóla. Lýsing á verkefninu: Þetta er þróunarverkefni sem Jóhanna og Jurgita hófu haustið 2018 í samfélagsfræði með 6. bekk. Tilgangur verkefnisins er: • Að auka orðaforða nemenda. • Efla orðskilning nemenda. • Kenna nemendum aðferð í að auka eigin orðaforða. • Skipuleggja vinnu með hugtökum fyrir nemendur með mismunandi námsgetu. Verkefnið nýttist mjög vel skólaárið 2018-2019 í samfélagsfræði og fljót- lega vildu aðrir kennarar taka upp aðferðina. Haustið 2019 innleiddu stjórnendur skólans hafa aðferðafræðina í öllum námsgreinum. Jóhanna Helgadóttir og Jurgita Millerienė, kennarar í Háaleitisskóla. Inga Sif Stefánsdóttir og Árdís Jónsdóttir frá Tjarnarseli. Sjáðu þessa mynd! Það er ekkert mál að taka myndir á þessa síma í dag Helgi, sjáðu bara þessa! Kjartan Már, bæjarstjóri, og Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs, glugga í síma bæjarstjórans. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Hjallagötu 4, Sandgerði, lést á Landspítalanum við Fossvog laugardaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju þriðjudaginn 16. júní kl. 13. Guðmundur Þórðarson Pálmar Guðmundsson Kamilla Guðmundsdóttir Smári Guðmundsson Fríða Dís Guðmundsdóttir Þorsteinn Árnason Surmeli Særún Lea Guðmundsdóttir Guðjón Örn Sigurðsson og ömmubörn. VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum í 40 ár // 39 Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.