Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 11.06.2020, Blaðsíða 19
„niðurlægja, græða á þeim eða kúga“ fólki í þeim skólum sem ég hef verið bókuð og ég kann að meta það. Ég hef líka oft verið bókuð af foreldrafélögum í grunnskólum en þau geta einmitt farið fram á að fá fyrirlesara inn í skólana á skólatíma með fræðslu. – Hvernig kom það til að Fávita- fræðslan verður tekin upp á Akur- eyri? Grunnskólakennari á Akureyri hafði samband við mig og spurði mig hvað mér fyndist um að hann myndi nota efnið á síðunni minni til kennslu á unglingastigi. Mér fannst það auð- vitað bara sjálfsagt mál og gaf góðfúslegt leyfi. Í framhaldinu samþykktu svo bæjar- yfirvöld á Akureyri að áfanginn „Fávitar“ yrði valgrein í boði fyrir allt unglingastig í grunnskólum Akureyrarbæjar næsta haust. Þetta er auðvitað algjör heiður. Í kjölfarið á þessu hafa svo fleiri kennarar og skólastarfs- fólk í öðrum grunnskólum á Íslandi sett sig í samband við mig og óskað eftir nánari upp- lýsingum um fyrirkomulagið og lýst yfir áhuga á þessu verkefni. – Ákvaðstu að fara í bókaútgáfuna í framhaldið af því? Ég hafði verið með hugmyndina af bókaút- gáfu í kollinum í smá tíma en fyrirkomulagið á Akureyri hvatti mig til að láta verða af þessu. Mig langaði að koma þessum gríðarlega fjölda spurninga frá unglingunum og svörum við þeim á prent og stefni á að gefa út bókina Fávitar fyrir jól. – Hvernig verður bókin og hvernig á að kosta það verkefni? Fávitar verður fræðslubók, byggð á nákvæm- lega þeim spurningum sem íslenskir ungl- ingar hafa til samskipta, kynlífs, ofbeldis, fjöl- breytileika og fleira, og svör við þeim. Ég held hún muni bæði gagnast við kennslu, hvort sem það er innan eða utan skóla, eða til að skapa umræður heima fyrir. Þessi bók verður leiðarvísirinn sem ég sjálf sem unglingur hefði haft virkilega gott af því að hafa til hliðsjónar þegar ég var með ýmsar vangaveltur um lífið og tilveruna. Ég stefni á að gefa bókina út á eigin vegum og er þess vegna að safna fyrir útgáfukostnaðinum. Það er söfnun í gangi inn á Karolina Fund en sú síða er „all or nothing“ fjármögnunarverkefni sem hefur ákveðinn tímaramma, svo annað hvort tekst mér að safna upphæðinni allri eða ekki. Nú þegar er helmingi markmiðsins náð og það eru rúm- lega tuttugu dagar af söfnuninni eftir en pen- ingurinn færi meðal annars í að greiða fyrir umbrot, prófarkalestur, teikningar, prentun og dreifingu. Á Karolina Fund er m.a. hægt að forpanta bók eða bækur hjá mér og styrkja þannig útgáfuna. Fríður hópur í Grunnskóla Grindavíkur á ein um af fjölmörgum fræðslufyrirlestrum Sólborg ar. Fávitar er kyn- og kynlífs- fræðsla fyrir unglingastig. Fræðsla um kynhneigð, getnaða r- varnir, óléttu, blæðingar, útferð , kynsjúk- dóma, tékk, femínisma, karlmen nsku, sam- bönd, sambandsslit, suð, daður, brjóst, knús, kynlíf, druslur, mörk, líkamshá r, hjálpar- tæki, sæði, píkur, typpi, fyrsta skiptið, sjálfsfróun, sleipiefni, fullnægin gar, lög um kynferðisofbeldi og hóta nir og hvar aðstoð er að finna vegna ofbeldis. Með því að smella á merki Karolina Fund getur þú heitið á verkefnið Fávitar – Fræðslubók um fjölbreytileika, ofbeldi, samþykki og kynlíf. Teikning: Ethorio Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurnESjum í 40 ár // 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.