Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Page 2

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Page 2
2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11. JÚNÍ 2006 Kveðja til sjómanna Sjómannadagurinn er hvoru tveggja í senn baráttudagur og hátíðisdag- ur sjómanna. Hann var haldinn í fyrsta skipti árið 1938 í Reykjavík og á ísafirði. Talið er að um tvö þúsund sjómenn hafi tekið þátt í skrúðgöngu í höfuðhorginni. Á fáum árum breiddist þessi siður út um land og hefur lengst- um verið einn mesti hátíðisdagur árs- ins í mörgum sjávarplássum. Því mið- ur virðist hann hafa látið undan síga á stöku stað, en til að mynda i Reykjavík hefur hann gengið í endurnýjun líf- daga með Hátíð hafsins. Það er vel enda eigum við að hampa þeim verð- skuldað sem lagt hafa grunninn að þeim góðu lífskjörum sem við Islend- ingar njótum. Það var ekki tekið út með sældinni að færa samfélagið frá fátækt til velsældar en það tókst okkar kröftugu sjómönnum með einstakri elju og áræðni. Sjávarútvegurinn er undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar og hagsæld hennar byggist á honum. Það er óneit- anlega mjög sérstakt í hópi þróaðra þjóða sem búa við góð lífskjör - raunar ein þau bestu í heimi - að ein atvinnu- grein standi undir 60 prósentum vöru- útflutnings og 40 prósentum útflutn- ingstekna vöru og þjónustu. Þessu átta sig ekki allir á og í reynd þarf stundum að minna fólk á þetta, þegar það veltir fyrir sér hvaðan peningarnir koma á Islandi. Þeir koma sem fyrr úr grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar - sjávarútveginum. Hann er aflvaki einhverra bestu lífskjara í heimi. Þökk sé dugmiklu og hæfu fólki. Sjómenn lögðu grunninn að þeirri hagsæld sem við búum nú við en það gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Síður en svo. Hafið gefur og hafið tekur. Af því hefur íslenska þjóðin ekki farið varhluta, einkum reyndust stríðsár seinni heimsstyrj- aldarinnar okkur dýrkeypt í mannslífum. Á hverju ein- asta ári styrjaldarinnar misstu íslendingar fjölda sjómanna í hafið og þótt þeir færust ekki allir beinlínis af völdum hemaðarátaka olli stríðið og afleiðingar þess miklu um manntjónið. Sér- staklega var árið 1941 mikið hörmungaár í sögu íslensks sjávarútvegs. Þá týndu 125 íslenskir sjómenn lífi, flestir beint eða óbeint vegna ófrið- arins. Ekki höfðu orðið slíkir mannskaðar í röðum sjó- manna frá því á sjóslysaár- unum miklu um aldamótin 1700. Olíku er þó saman að jafna þar sem aðstæður allar voru mun frumstæðari og farkostir veikbyggðari þá en hartnær 250 árum síðar. Talið er að rúmlega 200 íslendingar hafi látið lífið af völdum stríðsins, nær allt sjómenn sem margir hverjir hvíla í votri gröf. I sjómannadagsræðu sinni í fyrra sagði Árni Matthiesen forveri minn í starfi frá því, að til að minnast þeirra sem þessi örlög hlutu í seinni heimsstyrj- öldinni ætlaði ríkisstjórnin að tryggja að nöfn þeirra allra yrðu skráð á minn- isvarðann Minningaröldur sjómanna- dagsins í Fossvogskirkjugarði. Að til- hlutan Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði var lögð mikil vinna í að fá sem gleggstar upplýsingar um þá íslensku sjómenn sem létust í síðari heimsstyrjöldinni. I ljós kom að nöfn níutíu og eins manns vantaði á Minn- ingaröldur sjómannadagsins. Urþessu hefur verið bætt og vonandi eru nú nöfn allra þeirra sem svona fór fyrir í stríðinu að finna á minnisvarðanum ogþeim sá sómi sýndur sem vera ber. Islendingar njóta í ríkum mæli nálægðar við gjöful fiskimið. Við höf- um skipað okkur í fremstu röð sjáv- arútvegsþjóða heims enda er íslenskur sjávarútvegur almennt á heimsmæli- kvarða. Þar á hann heima og afurðirn- ar bera þess merki. Á ferðum mínum erlendis hef ég orðið þess áþreifanlega var að horft er til Islands sem fyr- irmyndar á flestum sviðum grein- arinnar og lokið lofsorði á það sem hér er gert. Við vitum ósköp vel að ekki er allt fullkomið hér en það er talað af virðingu um auðlindanýtingu okkar, þekkingu, afköst, vöruvöndun, tækni markaðsþekkingu og svo mætti áfram telja. Það eru ekki mín orð, einhverra hlutdrægra eða annarra sem hugs- anlega eiga hagsmuna að gæta, heldur dómur þeirra sem vinna með okkur eða í samkeppni á erlendri grundu. Fiskurinn er framúrskarandi og það að hann er veiddur og í mörgum tilfellum unninn á Islandi er út af fyrir sig nægj- anlegt gæðavottorð, hafa margir haft á orði. Hingað sé að sækja margs konar kunnáttu, hvort heldur er í frumfram- leiðslunni eða á þjónustusviðum sem tengjast sjávarútvegi. Þetta höfum við löngum vitað en engu að síður lætur alltaf jafn vel í eyrum að heyra kröfu- harða viðskiptavini og keppinauta hafa orð á þessu. Minningaröldur Sjómannadagsins Sagan - Öryggismál Á Sjómannadaginn 2005 gat þáver- andi sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, þess að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nöfn þeirra sjómanna er létust í seinni heimsstyrjöldinni yrðu skráð á Minningaröldur Sjómanna- dagsins. Nöfnum 90 sjómanna hefur nú verið bætt við þau nöfn sem fyrir voru vegna styrjaldarátaka, en talið er að um 200 sjómenn hafi farist og hvíli í hinni votu gröf. Fyrir voru nöfn 113 þeirra sem fórust. Á Minningaröld- umar hefur nú á Sjómannadaginn 2006 verið skráð 441 nafn. Mörg sagan hefur verið skráð um hrikalegar mannraunir og hetjudáð sem íslenskir sjómenn lentu í og jafnvel eftir giftusamlega björgun var haldið til hafs á ný. Þær eru líka til skráðar heimildimar um æðruleysi sjómannskonunnar sem beið milli vonar og ótta um hvort gæfan fylgdi skipi og skipshöfn eiginmannsins. Og sorgarstundin þá prestur barði dyra og tilkynnti andlát eiginmannsins og fyrirvinnu heimilisins, frá konú og mörgum börnum sem aldurs vegna skynjuðu ekki stundina. Héldu áfram að leika sér þá prestur yfirgaf heimilið, en konan lokaði sig afsíðis um stund. En lífið hélt áfram sinn gang. Enginn lífeyrissjóður, engar tryggingar, eng- in áfallahjálp, en oftar en ekki gengu góðir grannar í hús með söfnunarbauk til handa sjómannsekkjunni og börn- unum. Sagan má ekki falla í gleymskunnar dá. Æska þessa lands á hverjum tíma verður að vita og muna söguna, upp- mnann og hvað þurfti að hafa fyrir því sem leiddi af sér nægtarbrunna nútímans. Þess vegna er þema Sjó- mannadagsins í ár helgað sjómönnum og fjölskyldum þeirra sem voru við út- kant íslands í styrjaldarátökum seinni heimstyrjaldar. Nýlega var þess getið í fréttum að 12 þúsund sjómenn hefðu farið í Slysavarnarskóla sjómanna. Sjómenn, sem hafa lent í sjávarháska, hafa að- spurðir oftast getið þess, að rétt við- brögð þeirra við björgun megi þakka þeirri kunnáttu sem þeir öðluðust í Slysavarnarskólanum. Það var sameig- inleg ákvörðun fulltrúa stéttarfélaga sjómanna, útgerðarmanna og sam- gönguráðuneytis til að fækka slysum á sjó, að enginn skyldi lögskráður á skip nema að undangengnu námskeiði í Slysavarnarskólanum. í landi er skýlaus krafa gerð til þeirra manna sem stjóma hvers konar tækjum til hífinga, eða gefa bendingar þeim er slíkum tækjum stjórna, skylt að sækja námskeið og afla sér rétt- inda til slíkra starfa. Þessi sjálfsagða krafa nær þó enn ekki til skipa og er umhugsunarefni hve lengi eigi svo við að una. Það liggur ljóst fyrir að það þarf að stuðla að enn frekara öryggi um borð í skipum og fækkun slysa. Sú hugsun að slys um borð í skipi sé eitthvað sem ekki er hægt að komast hjá og fylgdi áhættusömu starfi sjó- mannsins er horfin. Því þurfa hags- munaaðilar að halda vöku sinni og gefa því ávallt gaum hver næstu skref eiga að vera í þá átt að fækka slysum til sjós enn frekar. Nokkur ár eru liðin síðan haldin var ráðstefna um öryggismál sjómanna. Fer ekki að verða tímabært að útgerð- armenn, sjómenn og þeir sem að ör- yggismálum sjómanna vinna, beri saman bækur sínar? Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadag- inn. Stöndum saman og tökum þátt í hátíðarhöldum dagsins. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs Aðildarfélög Sjómannadagsráðs Að Sjómannadagsráði í Reykjavík og Hafnarfirði standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna: Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan Reykja- vík, Félag íslenskra skipstjórnarmanna (hafa nú sameinast í Félag skipstjómarmanna), Vélstjóra- félag íslands, Sjómannafélag Reykjavíkur, Félag íslenskra loftskeytamanna, Sjómannafélag Hafnarfjarðar, Matsveinaféiag íslands og Félag bryta. Tilgangur og markmið Sjómannadagsráðs eru m.a.: Að efla samhug meðal sjó- manna og hinna ýmsu starfs- greina sjómannastéttarinnar og vinna að nánu samstarfi þeirra. Að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanns- ins og hin mikilvægu störf sjómannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins. Að beita sér fyrir menningarmálum er sjó- mannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar. Að afla fjár til þess að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunar- heimili, vistunar- og end- urhæfingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. Að stuðla að byggingu og rekstri orlofshúsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og starfsmenn samtaka þeirra. Að beita áhrifum sínum á stjórnvöld til setningar löggjafar til styrktar framgangi markmiða Sjó- mannadagsráðs. Stjóm Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði skipa: Guðmundur Flallvarðsson, Sjómannafélagi Reykjavíkur, formaður. Hálfdan Flenrysson, Félagi skipstjórnarmanna, varaformaður. Guðjón Ármann Einarsson, Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Öldunni, gjaldkeri. Ásgeir Guðnason, Vélstjórafélagi íslands, ritari. Birgir Fl. Björgvinsson, Sjómannafélagi Reykja- víkur, varagjaldkeri. Það eru breyttir tímar í íslenskum sjávarútvegi. Deilur um fiskveiði- stjórnunarkerfið hafa rénað mikið, enda öllum ljóst að það er komið til að vera í þeim farvegi sem nú er. Um það þarf því ekki að þjarka frekar. Þetta kemur m.a. fram í því að óvild í garð greinarinnar og þeirra sem þar starfa hefur dalað. Umræða um sjáv- arútveg á opinberum vettvangi og hinum pólitíska líka hefur sömuleið- is minnkað mikið. Og reyndar eru vísbendingar um að þær séu hreinlega að snúast í aðra átt en áður. Bein- ast inn á önnur svið. Meginástæðan fyrir hófstilltari og fyrirferðaminni umræðu en oft áður eru þau kaflaskil sem að ofan er getið. Fyrir liggur að sjávarútvegi stjórnað í megindráttum á grundvelli framseljanlegs aflahlut- deildarkerfis, kvótakerfisins. Síðan höfum við krókaaflamarkskerfið eða smábátakerfið sem sumir kalla. Auk- inheldur önnur byggðaleg úrræði og ráðstafanir til að bregðast við sérstök- um aðstæðum. Það er búið að stilla af stærðirnar og marka þann ramma sem menn starfa innan. I sjávarútvegi eins og öðrum greinum atvinnulífsins er óvissan verst. Henni hefur verið eytt hvað snertir fiskveiðistjórnunarkerf- ið. Menn ganga að leikreglunum vís- um og spila eftir þeim. Með dugnaðarforka í fremstu röð, framúrskarandi hráefni og skýrt afmarkaðan leikvöll ganga íslenskir sjómenn stoltir til sinna verka; að færa björg í bú. Til hamingju með daginn. EinarK. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra Heiðraðir voru á Sjómanna- deginum 2005 Eyjólfur Eyjólfsson, matsveinn Sigfús Jóhannsson, vélstjóri Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri Eiríkur Eiríksson, sjómaður Grétar Bjarnason, sjómaður Forsíðumynd: Varðskipið Ægir á fullri ferð. Ljósmynd Landhelgisgæslan/Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður. Útgefandi: Sjómannadagsráð, Hrafn- istu, Laugarási, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs: Ásgeir Ingvason. Ritnefnd: Hálfdan Henrysson, Guð- mundur Lýðsson og Reynir Björnsson. Umsjón: KOM Almannatengsl / Sýningar ehf. Ritstjóri: Þorsteinn G. Gunnarsson Umbrot: svarthvitt ehf Ljósmyndir Hreinn Magnússon o. fl. Auglýsingar: Markfell ehf. Þórdís Gunnarsdóttir s: 866-3855 Prentvinnsla: Prentsm. Morgunblaðsins. Upplag: 67.000 eintök.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.