Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 14

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 14
Bolvískur aflaskipstjóri eða skagfirskur hrossakóngur Ekki er hægt að segja annað en að útsýnið úr skrifstofu sjávarútvegsráðherra sé við hæfi. Höfnin og hafið er það sem blasir við Einari Kristni Guðfinnssyni þegar hann situr við skrifborð sitt í ráðu- neytinu við Skúlagötu. Hann er, eins og flestir aðrir landsmenn alinn upp í mikilli nálægð við sjóinn og lærði fljótt að lífið er fiskur. Sjómannablaðinu lék forvitni á að vita hvernig það var að vera barn í sjávarþorpi úti á landi. „Eins og flestir sem alist hafa upp í sjávarplássum eins og Bolungarvík get ég sagt, að það voru forréttindi. I minningunni finnst mér sem allir dagar hafi verið góðir. Fjölskyldan mín stóð fyrir miklum atvinnurekstri í Bolungarvík á þessum tíma og maður heyrði á hverjum degi rætt um lífs- björgina sem var hafið. Ég skildi því mjög fljótt þýðingu þess að vel fisk- aðist og vel gengi í sjávarútveginum. Ennfremur lærði ég líka snemma að þeir sem stæðu fyrir atvinnurekstri á svona stað hefðu það sem menn kalla í dag „samfélagslegar skyldur” en í minni fjölskyldu þótti það eðlilegur hluti þess að reka fyrirtæki.” Að þjóna samfélaginu Einar segir þessar samfélagslegu skyldur hafa verið af ýmsum toga. „Sem dæmi má nefna að reynt var af fremsta megni að beina viðskiptum heim í hérað, hvort sem það voru viðskipti við iðnaðarmenn, kaup á varningi eða annað. Einnig var lagður metnaður í það að neita aldrei fólki um vinnu. Aherslan var alltaf fólgin í því að þjóna samfélaginu sem best. Núna tek ég eftir því að margir telja ástæðu til þess að auglýsa slík viðhorf með blaðamannafundum og kynningum en á þeim tíma datt það engum í hug enda var þetta bara þáttur í því að reka fyrirtæki.” Þegar Einar er inntur eftir því hvort þetta hafi verið ríkjandi viðhorf útgerðarmanna segir hann svo vera. „Utgerðirnar í kringum landið eru mikill þáttur í atvinnusköpuninni og oft eru þessir aðilar í forystu í sínum sveitarstjómum. Ég held að sjávarút- vegurinn sé enn í dag mjög samgróinn öllu mannlífinu víða um landið. Ég horfi til þess með söknuði hversu atvinnufyrirtækin voru opnari, það þurfti ekkert að fara í hvítan slopp og setja nethúfu á hausinn til að fara inn í frystihús. Þeir sem áttu mæður sem unnu þar fóru þangað ef þeir þurftu á því að halda. Fyrirtækin, sjávarútveg- urinn og fiskvinnslan stóðu opin fyrir hverjum krakka og flest okkar unnu í einhverjum tengslum við sjóinn þegar við höfðum aldur til.” Ungur í saltfiskinn Börn og unglingar tóku fullan þátt í atvinnulífinu á Bolungarvík þegar Einar var að alast þar upp. „Ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára gamall þegar ég fékk fyrsta starfið mitt sem fólst í því að breiða saltfisk undir stjórn afa míns og nafna. Næsta vinna sem ég tókst á við var að skera skreið en það gerði ég stundum á vorin áður en ég fór í sveitina. Það þótti eðlilegur hlutur að krakkar tækju þátt í atvinnulífinu og ég held að enginn hafi haft slæmt af því. Þvert á móti þá höfðum við gott af þessu við lærðum að meta þýðingu vinnunnar og við krakkarnir fengum fyrir þetta aukapening. Ég held að blessað Evrópusambandið hefði átt að spyrja okkur krakka af minni kynslóð og þá aðra eldri og yngri álits áður en farið var að setja reglur og tilskipanir um vinnu barna og ungmenna. Þegar ég komst á unglingsárin var ég fyrst og fremst að vinna í frystihúsinu, við togaralöndun og byggingarvinnu. Einu sinni var reynt að nota mig í búð, það gekk mjög illa. Ég gafst upp þegar ég var fenginn til að taka þátt í vörutalningu og látinn telja varaliti. I morgunkaffinu fékk ég mér vinnu útí frystihúsi.” Enginn þrýstingur var þó á Ein- ari að starfa við fjölskyldufyrirtækið. „Foreldrar mínir lögðu einfaldlega á það áherslu að koma mér til þroska með jákvæðu en ákveðnu uppeldi og það var alltaf lögð á það áhersla að ég finndi mér þá slóð sjálfur sem ég vildi feta í lífinu. Eins var lögð mikil áhersla á að það við okkur systkinin að þótt faðir minn, afi og frændur stæðu í atvinnurekstri skapaði það okkur enga sérstöðu. Til min voru gerðar ná- kvæmlega sömu kröfur og til annarra stráka á svæðinu og ég fór að vinna með nákvæmlega sama hætti og þeir. En auðvitað var sjórinn stór hluti af daglegu lífi manns. Þegar maður fór í skólann og hitti syni sjómann- anna var umræðuefnið alltaf hvernig fiskaðist daginn áður. Var pabbi minn að fiska meira en pabbi þinn? Sam- keppnin snérist ekki síður um hvað bátarnir höfðu verið að fiska en það hvernig fótboltaliðunum hefði geng- ið í íslenska eða enska boltanum. Ég ólst þvi upp í aðdáun á sjómönnum og skipstjórar voru fyrirmyndir okkar strákanna á þessum tíma. Þeir voru fáir sem ekki ætluðu að verða fengsæl- ir skipstjórar þegar þeir urðu stórir. Ég var svo heppin að eiga móð- urætt norður í Skagafirði. Ég dvaldi í skjóli afa og ömmu á Sauðárkóki með systkinum mínum og foreldrum þar sem pabbi rak á þessum síldarplan á Siglufirði og um sjö ára aldurinn fór ég í sveit á Syðra Skörðugili í Skaga- firði og var því lítið í Bolungarvíkyfir sumarið fram yfir fermingu. Á vorin eftir skóla áður en ég fór norður og á haustin áður en skólinn hófst vann ég síðan algenga vinnu eins og aðrir krakkar fyrir vestan, mest við að skera af skreið og hengja upp fisk. Það er þess vegna kannski ekld að undra að dagdraumarnir mínir um framtíðina hafi verið svolítið misjafnir á þessum árum. Stundum þegar ég hugsa til baka átta ég mig á því að það togaðist á í mér að vera bolvískur aflaskipstjóri eða skagfirskur hrossakóngur. “ í læri hjá Jóni Baldvin En það átti ekki fyrir honum að liggja því árið 1971 hóf hann nám við Menntaskólann á Isafirði sem beindi honum aðra leið. „Það var mjög skemmtilegur tími, þetta voru frumbýlisár menntaskólans en ég var i öðrum árgangi skólans. Þarna var öflugur skólameistari, Jón Baldvin Hannibalsson. Hann hafði haft lag á því að ráða til sín tiltölulega marga, unga kennara. Ég átta mig á því núna að i mörgum tilvikum var um að ræða fólk innan við þrítugt og úr þessu varð mjög skemmtilegt samfélag. Ég lagði nú enga ofuráherslu á námið en tók þeim mun ,eiri þátt í félagsstarfi. Skólinn var afrakstur baráttu ýmissa Vestfirðinga fyrir menntaskóla. Það er mjög athyglisvert að við nemendurnir vorum þess meðvitaðir að skólinn var að gefa okkur tækifæri sem enginn annar hafði fengið, þ.e. menntun í nágrenni heimabyggðar. Okkur fannst við því hafa skuld að gjalda og félags- starfið miðaði ekki síst að því af okkar hálfu að miðla einhverju, til dæmis á menningarsviðinu til íbúa ísafjarðar og nágrannabyggðarlaganna.” Einar var alla tíð mjög áhugasamur um sögu og segir það hafa verið kveikj- una að þjóðfélagslegum áhuga sínum. Pólitíkin hafi síðan komið í kjölfarið, ekki síst í Menntaskólanum. „ Heima var pólitík ekki rædd mjög mikið. Faðir minn stóð fyrir umsvifamiklum atvinnurekstri og hann átti hug hans allan. Móðir mín var hins vegar þá sem „Þegar ég komst á ung- lingsárin var ég fyrst og fremst að vinna í frysti- húsinu, við togaralöndun og byggingarvinnu. “ nú ofurpólitísk og smitaði mig örugg- lega af þeirri bakteríu sem ég hef ekki losnað við síðan, enda eru þau Einar Olgeirsson bræðrabörn! En það var þó fyrst og fremst í menntaskólanum sem ég ánetjaðist þessum ósköpum fyrir alvöru. Þar lærði ég hluti sem á margan hátt opnuðu augu mín og þar fór fram mikil pólitísk umræða. Kenn- aramir voru margir hverjir vinstri menn, við vorum hins vegar all nokkr- ir mjög harðskeyttir hægri menn í hópi nemendanna og mættum kenn- urunum og pólitískum andstæðing- um eins og jafningjum okkar. I þessu umhverfi hætti maður að óttast að taka umræðuna og þama steig ég mín fyrstu skref í ræðumennsku og hafði ekki ómerkari leiðbeinanda en sjálfan Jón Baldvin. Ég hef stundum strítt honum á því að hafa verið ráðinn til þess af skattborunum að kenna mér pólitísk fræði og árangurinn þekki svo allir.” Úr MÍ á Vísi Nokkur skólaleiði hafði gert vart við sig eftir menntaskólanámið og þvi réð Einar sig sem blaðamann hjá Vísi haustið 1975 undir stjórn Þorsteins Pálssonar. „Ég hafði ráðgert að starfa við blaðið í eitt ár og fara þá í háskóla en svo fór að ég vann þar í tvö ár. Ég lærði gífurlega mikið á því starfi og hefur sú reynsla komið mér að mikl- um notum. Þennan tíma nýtti ég einnig til að taka ákvörðun um frekara nám, enda ýmsar leiðir til. Niðurstað- an varð sú að ég ákvað að fara til Bret- lands í háskóla og nema þar hagfræði og stjómmálafræði og útskrifðaist svo með gráðu í hinu síðarnefnda,” segir Einar en neitar því að þá hafi stefnan verið tekin á pólitíkina þó áhuginn hafi verið ódrepandi þá sem nú. „Ég var svo sem ekki búinn að ákveða það á þessum árum hvað ég endanlega yrði. Þessi fög voru mitt áhugasvið og ég vildi að læra það sem hugur minn stæði til, burtséð frá því hvert það myndi leiða mig. Óbilandi áhugi minn á stjórnmálum hafði að sjálfsögðu sitt að segja en hugur minn stóð alltaf til þess að vera fyrir vestan, rætur mínar vom þar. Þó var ég bæði búinn að búa í Reykjavík og í útlönd- um. Síðan þróast mál þannig þegar ég var búinn að vera fyrir vestan í 1-2 ár að útgerðastjóri fyrirtækisins ákvað að draga sig í hlé og ég var fenginn til að taka að mér starfið. Ég sinnti því svo þar til ég fór á þing árið 1991 enda hafði pólitíkin verið hobbíið mitt og ég var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins öll þau ár sem ég var fyrir vestan” Þrátt fyrir að vera alinn upp í sjáv- arplássi æxlaðist það aldrei svo að Einar legði sjómennskuna fyrir sig sem lífsstarf. “Ég tel mig búa að því alla ævi að hafa alist upp í Bolungarvík og kynnst í návígi þeirri atvinnugrein sem heyrir undir ráðuneyti mitt. Ég hefði alls ekki viljað hafa verið án þeirrar reynslu sem uppvöxturinn og starf að sjávarútvegi hefur veitt mér. Ekki síst núna. ‘Eg finn það á degi hverjum hvernig það er að nýtast mér og ég er viss um að það ræður mestu um þær góðu viðtökur sem ég hef fengið hjá starfandi fólki í sjávarútvegi í núverandi starfi mínu og fyrir það er ég afskaplega þakklátur,” segir Einar K. Guðfinnsson í lokin.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.