Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Page 29

Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Page 29
11. JÚNÍ 2006 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29 Kennsl borin á óþekkta sjómanninn Gömul mynd af sjómanni prýddi for- síðu Sjómannadagsblaðsins á síðasta ári. Þá var blaðið tileinkað 100 ára afmæli togaraútgerðar á fslandi og myndin þótti hæfa efni blaðsins vel. Ekki var vitað af hverjum myndin var, né hver togarinn var. En nú vitum við það. Guðjón Hauksson fletti Morg- unblaðinu með morgunkaffinu dag- inn sem blaðið kom út og rak í rog- astans þegar hann sá mynd af föður sínum, Hauki Guðjónssyni, á forsíðu Sjómannadagsblaðsins. Þótt ég væri viss um að þetta væri faðir minn, fannst mér rétt að bera þetta undir móður mína, Sigríði Guðjónsdóttur. Hún var reyndar ekki farin að skoða Morgunblaðið þegar ég hringdi en var afskaplega glöð og ánægð þegar hún sá myndina,” segir Guðjón “og henni fannst mjög gleðilegt að mynd af hon- um skyldi vera á forsíðu Sjómanna- dagsblaðsins, því sjómennskan var hans líf og yndi.” Haukur Guðjónsson fæddist 4. október 1923 og lést 13. febrúar 1997. Guðjón segir föður sinn hafa stundað sjóinn frá árinu 1948 og fram til 1972 er hann kom í land og hóf störf í ál- verinu í Straumsvík. Guðjón telur að þessi mynd sé tekin um borð í togar- anum Röðli frá Hafnarfirði. Haukur Guðjónsson sinnti ýmsum störfum til sjós, var háseti, netamaður og mót- oristi, svo eitthvað sé nefnt. Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátiðisdegi þeirra TCHGI Félag skipstjómarmanna VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS öflugur málsvari fagmanna til sjós og lands S i gu r b j (> r n Bj örnsson yfirvc.lstjóri á Þerney RE-101 www.velstjori.is

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.