Sjómannadagsblaðið - 11.06.2006, Side 31
h
11. JÚNÍ 2006 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
31
Okkar bestu kveðjur
á sjómannadegi
J^yóáúrrijárnurrl
. 8fl = HEÐINN =
TT9 Stórás 6 • IS-210 Garðabæ
Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hedinn.is
Hér hætti
Michael Guðvarðarson er 82 ára
Reykvíkingur sem ólst upp í Skaga-
firði. Hann hefur verið á Hrafnistu í
Hafnarfirði í 2 ár og líkar vel. „Mér
haetti að fara aftur eftir að ég flutti
hingað og ég held, svei mér þá, að ég
hafi yngst á þessum tveimur árum,”
segir hann.
Michael segir að það hafi ekki ver-
ið erfið ákvörðun fyrir hann að flytja
á Hrafnistu, „en konan mín var ekki
hrifin af hugmyndinni. En eftir að
við fluttum hefur hún alveg skipt
um skoðun og sér hálf partinn eftir
því að hafa ekki flutt hingað fyrr.”
Þau hjónin fengu inni í leiguíbúð
í Boðahlein en nýta sér alla þjón-
ustu sem boðið er uppá á Hrafnistu.
„Hér tökum við þátt í félagsstarf-
inu og borðum alltaf í hádegismat
á Hrafnistu, en fáum kvöldmatinn
sendan heim og borðum hann í
litlum eldhúskrók í íbúðinni okkar.
Mér finnst ég vera kominn í örugga
höfn hér á Hrafnistu og þarf ekki að
hafa áhyggjur af neinu. Hér erum
við í vernduðu umhverfi og það er
gott til þess að vita að hér er starf-
rækt hjúkrunardeild sem bíður eftir
manni ef heilsan bilar. Já, það er
ekki hægt að hugsa sér betri dvöl en
hér ábesta elliheimili landsins, “ seg-
ir Michael.
f-