Morgunblaðið - 02.05.2020, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 2. M A Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 103. tölublað 108. árgangur
STEFÁN MÁNI
SENDIR FRÁ SÉR
ÁSTARSÖGU
HEKLAÐI
RISASTÓRA
MANDÖLU
SUNNA BJÖRK 12NÝ SKÁLDSAGA 42
Njóttu hækkandi sólar á rúntinum.
Uppáhaldsbíllinn þinn bíður!
HEKLA · Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/vefverslun
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við reynum alltaf að bregðast við ef vart verður við
olíu í höfninni,“ sagði Ólafur Þór Snorrason, hafnar-
stjóri í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri um-
hverfis- og framkvæmdasviðs bæjarins. Olíuslikja
þakti yfirborð stórs hluta Vestmannaeyjahafnar í
gær, eins og myndin ber með sér. Olíumengun í
höfninni og á rúmsjó við suðurströndina hefur valdið
því að olíublautir fuglar
hafa drepist, en sumum
hefur tekist að bjarga. Í
gildi er viðbragðsáætl-
un vegna bráðameng-
unar innan hafnar-
innar, í samræmi við
gildandi reglugerð. Við-
brögð ráðast af um-
fangi mengunarinnar.
M.a. er reynt að fella ol-
íuna út með sérstökum
efnum.
Ólafur sagði að ef olía færi í höfnina væri það
venjulega gasolía eins og sú sem er notuð til að knýja
skip. „Við höfum ekki orðið varir við neina svartolíu
innan hafnar. Venjulega kemur þetta úr bátum þeg-
ar verða einhver slys við áfyllingu eða vegna bil-
unar,“ sagði Ólafur. „Það er mjög hvimleitt þegar
þetta kemur fyrir. Við reynum allt sem við getum til
að halda þessu í góðu standi.“
Olíumengun sem talin er vera á rúmsjó við Suður-
land er af öðrum toga og er þar um svartolíu að
ræða. „Við vitum ekki hvaðan hún kemur,“ sagði
Ólafur. „Það hafa fundist olíublautir fuglar allt frá
Kötlutanga og vestur á Snæfellsnes.“ Talið er að
svartolían komi úr skipsflaki og finnst Ólafi það ekki
ólíklegt. „Ég veit að Landhelgisgæslan hefur leitað
að uppruna svartolíunnar en ekki fundið enn svo ég
viti.“
Olíumengun innan hafnar í Eyjum
Gasolíumengun í höfninni yfirleitt rakin til óhappa Alltaf reynt að bregðast við Óþekkt orsök
svartolíumengunar á rúmsjó við suðurströndina Fjöldi olíublautra fugla hefur fundist á stóru svæði
Olíublautir fuglar
» Mikið hefur borið á
olíublautum fuglum
við Vestmannaeyjar
og víðar í vetur.
» Sealife Trust hefur
hreinsað olíublauta
fugla.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Vestmannaeyjar Olíuslikjan sást greinilega í höfninni í gær. Meiri olíubrák en hér sést var innst í höfninni, að sögn sjónarvotts.
Rekstrartap Icelandair Group á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 26,8
milljarðar króna, eða 208 milljónir
dala, samkvæmt bráðabirgðaupp-
gjöri félagsins sem birt var í Kaup-
höllinni í gærkvöldi. Um er að ræða
EBIT-afkomu, en það er afkoma fyrir
fjármagnskostnað og skatta. Á fyrsta
ársfjórðungi í fyrra var rekstraraf-
koman, EBIT, neikvæð um tæpar 60
milljónir dala. Uppgjörið í heild sinni
verður birt 4. maí.
Afkoma félagsins var í takt við
væntingar og batnaði verulega á milli
ára fyrstu tvo mánuði ársins. Afkom-
an í mars var hins vegar töluvert und-
ir væntingum vegna heimsfaraldurs
kórónuveiru, að því er fram kemur í
tilkynningu frá Icelandair Group í
gærkvöldi.
Bráðabirgðatölur úr uppgjörinu
gefa til kynna að tekjur hafi dregist
saman um 16% og numið 26,9 millj-
örðum króna, jafnvirði 209 milljónum
Bandaríkjadala. Neikvæð þróun elds-
neytisvarna nam 6,6 milljörðum
króna, eða 51 milljón dala, og þá nam
virðisrýrnun viðskiptavildar í
tengslum við heimsfaraldur kórónu-
veiru 14,8 milljörðum króna, eða 115
milljónum dala.
Í tilkynningu Icelandair Group er
lausafjárstaða félagsins sögð vera yfir
því viðmiði sem félagið hefur unnið
eftir, en stefna þess er sú að lausa-
fjárstaða félagsins fari ekki undir 29
milljarða króna, jafnvirði um 200
milljóna dala, á hverjum tíma.
Miðað við áætlanir um áframhald-
andi lágmarkstekjuflæði er gert ráð
fyrir því að lausafjárstaða félagsins
fari undir viðmiðið á næstu vikum.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair, sagði í samtali við mbl.is í
gærkvöldi að félagið ætti næga fjár-
muni til þess að geta starfað áfram
fram að hlutafjárútboðinu sem er
fyrirhugað í júní. thor@mbl.is
Slæm afkoma Icelandair
Lausafjárstaða fer undir viðmið á næstu vikum Tekjusamdráttur nam 16%
Bandaríska matvæla- og lyfja-
eftirlitið gaf í gær út neyðarleyfi
fyrir notkun á lyfinu Remdesivir
við meðferð sjúklinga með CO-
VID-19 sjúkdóminn sem kórónu-
veiran veldur. Tilraunir með lyfið
benda til þess að það stytti bata-
ferlið um allt að fjóra daga.
Von er á þessu lyfi til Íslands inn-
an 10 daga, til meðhöndlunar fyrir
þá sem eru alvarlega veikir af
COVID-19 sjúkdómnum. Þetta stað-
festir Magnús Gottfreðsson, sér-
fræðingur í smitsjúkdóma-
lækningum.
„Þetta er fagnaðarefni og mjög
góðar fréttir,“ segir hann.
Remdesivir til Ís-
lands innan 10 daga