Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Óvenjulegt ástand hefur verið á olíu-
mörkuðum heimsins að undanförnu
vegna COVID-19 faraldursins.
Dregið hefur stórlega úr eftirspurn
eftir olíu, verð hefur fallið og olíu-
birgðir safnast fyrir. Skyndilega
varð mikil eftirspurn eftir geymslu-
rými fyrir olíu um allan heim.
Á einum tímapunkti í síðasta mán-
uði kom upp sú óvenjulega staða að
olíuframleiðendur borguðu með
olíunni, þ.e. borguðu eigendum
geymslurýma fyrir að taka við olí-
unni til geymslu.
Þetta ástand hefur náð til Íslands
því stór olíuflutningaskip hafa lagt
leið sína í Hvalfjörðinn. Þau koma
með olíu sem geymd verður í olíu-
birgðatönkunum þar. Olíudreifing
ehf. rekur þar stöð en leigir hana er-
lendum aðila. Hann nýtir að sjálf-
sögðu stöðina í því árferði sem nú
ríkir og alls staðar vantar geymslu-
rými.
Fyrir nokkrum dögum kom til
Hvalfjarðar olíuskipið FSL Singa-
pore með fullfermi, en skipið er
28.068 brúttótonn. Síðdegis á morg-
un, sunnudag, er annað skip væntan-
legt. Það heitir Castillo de Trujillo
og er 21.589 brúttótonn.
Ríkið eignaðist stöðina 1947
Bretar hernámu landið 10. maí ár-
ið 1940 og sendu hingað fjölmennt
setulið. Bandaríkjamenn hófu að
leysa þá af hólmi í júlí 1941. Hval-
fjörðurinn þótti afar gott skipalægi
fyrir herskip og voru reist þar mikil
hernaðarmannvirki.
Bandaríkjamenn reistu eldsneyt-
isbirgðastöð í landi Miðsands og
Litlasands við Hvalfjörð norðan-
verðan auk birgðastöðvar vegna
skipaviðgerða. Að stríðinu loknu
höfðu bandamenn ekki lengur not
fyrir stöðina og svo fór að íslenska
ríkið keypti hana af Bandaríkja-
stjórn í janúar 1947. Árið 1968 hóf
Atlantshafsbandalagið byggingu
olíubirgðastöðvar (4 tankar) í Hval-
firði. Síðar eignaðist íslenska ríkið
þá stöð en seldi hana til Skeljungs.
Olíubirgðastöð Olíudreifingar í
Hvalfirði er sett saman af níu geym-
um jafnstórum, sem eru 14 metra
háir. Þeir geta tekið við um 110
milljón lítrum. Hægt er að taka við
skipum allt að 50 þúsund brúttótonn.
Þegar olíuverðið hafði farið niður
úr öllu valdi hófust spákaupmenn
handa, keyptu mikið magn olíu og
leituðu eftir geymsluplássi. Meðal
annars var gripið til þess ráðs að
leigja risaolíuskip og fylla þau af olíu
til geymslu. Nýlega fékk Gísli Gísla-
son, hafnarstjóri Faxaflóahafna,
fyrirspurn að utan um það hvort
mögulegt væri að „geyma“ risa-
olíuskip í einhverjum firði á Íslandi.
Gísli svaraði erindinu neitandi, það
væri óframkvæmanlegt.
Morgunblaðið/Eggert
Í Hvalfirði Olíuskipið FSL Singapore kom á dögunum með farm sem dælt var í tanka olíubirgðastöðvarinnar þar. Annað skip er væntanlegt til Hvalfjarðar með farm á morgun, sunnudag.
Olían er geymd í Hvalfirði
Miklar olíubirgðir safnast fyrir í heiminum Höfðu áhuga á að „geyma“ risaolíuskip við Ísland
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn
þriðjudaginn 2. júní kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá fundarins
• Venjuleg ársfundarstörf, dagskrárliðir skv. grein 6.6
í samþykktum sjóðsins.
• Kynning tryggingastærðfræðings, tryggingafræðileg staða
LV og áhrif hækkandi lífaldurs.
• Önnur mál.
Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík, 30. apríl 2020
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ársfundur 2020
Lífeyrissjóður
verzlunarmanna
—
live.is
Frekari grásleppuveiðar á þessu fisk-
veiðiári verða bannaðar frá miðnætti í
kvöld. Um leið falla niður öll grá-
sleppuveiðileyfi. Þrátt fyrir það má
gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að
15 daga til þeirra sem veiddu grá-
sleppu 2018 eða 2019 á Breiðafirði,
svæði 2, samkvæmt leyfum sem tóku
gildi 20. maí eða síðar þau ár.
Veiðarnar eru stöðvaðar vegna
þess að heildaraflinn er að nálgast há-
marksafla.
„Hafrannsóknastofnun gaf út 4.646
tonna ráðgjöf fyrir veiðar á grásleppu
á þessu fiskveiðiári. Með þessari
reglugerð er verið að tryggja að veið-
arnar verði sem best í samræmi við
vísindalega ráðgjöf og það er mikil-
vægt fyrir alla hlutaðeigandi. Ekki
síst til að tryggja að þær vottanir sem
fyrir liggja tapist ekki,“ er haft eftir
Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarút-
vegsráðherra.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda
(LS), sagði að aflinn hefði verið nær
tvöfalt meiri nú en í fyrra. Leyft var
að veiða í 44 daga en grásleppunefnd
LS lagði til 39-40 daga til að byrja
með. Örn sagði slæmt að ekki gæfust
nema tveir dagar til að taka upp netin.
Hann sagði að sumir grásleppuveiði-
menn væru nýbyrjaðir og aðrir ekki
farnir af stað. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Hrognkelsi Veiðarnar hafa gengið mjög vel í vor, tvöfalt betur en í fyrra,
og verða stöðvaðar vegna þess að heildaraflinn er að nálgast hámarksafla.
Grásleppuveiðar
stöðvaðar í kvöld