Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 8

Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Borgarstjóri kynnti ársreikningReykjavíkurborgar í liðinni viku. Hann virtist hróðugur í til- kynningu á vef borgarinnar: „Þessi niðurstaða sýnir öðru fremur sterkan fjárhag borgarinnar eftir síðasta ár.“ Og bætti við: „Þessi niðurstaða er því gott veganesti inn í þær efnahagslegu þrengingar sem við erum að sigla inn í núna í kjölfar Covid-19.“    Í tilkynningunnivar rakin jákvæð rekstrarniðurstaða ársins 2019, að vísu minna jákvæð en áætlað hafði verið, og af því dregin sú ályktun að staðan væri sterk. Athygli vekur að þrátt fyrir bólgna upplýs- ingadeild borgarinnar tókst ekki að koma inn í tilkynninguna upp- lýsingum um hve mjög skuldir hafa vaxið frá árinu 2018. Skuldir og skuldbindingar borgarsjóðs hækk- uðu í fyrra um 4 milljarða króna í 112 milljarða og skuldir og skuld- bindingar borgarinnar í heild sinni, að fyrirtækjum meðtöldum, hækk- uðu um nær 21 milljarð í 345 millj- arða.    Eins og oddviti sjálfstæð-ismanna í borginni benti á gerðist þetta þrátt fyrir „mesta tekjugóðæri sögunnar“, sem sýnir vel hve illa borgin er búin undir það hallæri sem nú er skollið á, þvert á það sem borgarstjóri full- yrðir.    Sé horft enn lengra aftur, fimmár, má sjá að skuldir borgar- sjóðs hafa nær tvöfaldast og nemur hækkunin nær tíu milljörðum á ári að meðaltali. Núverandi borgar- stjórnarmeirihluti hefur alla tíð lokað augunum fyrir þessum vanda og það versta er að hann virðist engin áform hafa um að opna þau. Dagur B. Eggertsson Vaxandi vandi STAKSTEINAR Eyþór Arnalds Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar, fyrrum verkalýðsforingja og al- þingismanns, veitti fjóra styrki upp á 2,5 milljónir í gær, á baráttudegi verka- lýðsmanna. Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir hlutu styrk, að fjárhæð ein milljón króna, vegna rann- sóknarinnar „Lífið á tím- um kórónuveirunnar: Breyt- ingar á fjölskyldulífi, atvinnu og ábyrgð“. Dag- bókarfærslur verða hafðar að leiðarljósi í því að varpa ljósi á daglegt líf barnafjöl- skyldna meðan faraldurinn stendur yfir, og hins vegar viðtalsrannsókn. Með henni er leitast eftir dýpri skiln- ingi á upplifun og reynslu foreldra af áhrifum farald- ursins á samræmingu fjölskyldu og vinnu. Þá hlutu Einar Kári Jóhannsson og Styrmir Dýrfjörð 500.000 króna styrk til rannsóknar á lífi og störf- um Hallgríms Hallgrímssonar, eins stofnenda Kommúnistaflokks Ís- lands, og ritunar ævisögu hans. Jafnháan styrk hlaut Hrafnkell Lárusson vegna rannsóknanna „Lýðræði í mótun: viðhorf, iðkun og þátttaka almennings“. Fjallar verk- efnið um árekstra sem urðu á milli gamla samfélagsins í kjölfar vax- andi stéttar launafólks. Loks hlaut Sigurður Gylfi Magnússon styrk að fjárhæð 500.000 króna til þess að fjalla um lífskjör alþýðufólks á liðnum öldum. Hafa þegar komið út 25 bækur í rit- röðinni Sýnisbók íslenskrar Alþýðu- menningar, en frá og með fimm- tándu bók hefur áhersla færst á fátækt. 2,5 milljónir veittar til rannsókna  „Lífið á tímum kórónuveirunnar“ hlaut milljón úr sjóði Eðvarðs Sigurðssonar Eðvarð Sigurðsson Vinna við tvöföldun Reykjanes- brautar í Hafnarfirði, frá Kaldár- selsvegi að Krýsuvíkurvegi, hefur gengið vel undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. Fyrsta malbikun sumarsins hófst 28. apríl. Tvöföldun Reykjanesbrautar á þessum kafla fer fram í mikilli ná- lægð við þunga umferð. Íbúðar- byggð er mikil í næsta nágrenni og þar eru einnig skólar og versl- anir. Því er lögð mikil áhersla á öll öryggismál. Verið er að tvö- falda 3,2 kílómetra kafla auk þess sem setja á upp tvær nýjar göngu- brýr og breikka brúna yfir Strandgötu. Fram kemur í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar að verktakinn, Ístak, hafi haldið ótrauður áfram þrátt fyrir veirufaraldurinn, en að jafnaði hafa verið 45 starfsmenn á vinnusvæðinu. Umferð verður hliðrað á næst- unni yfir á hinn nýja hluta Strand- götubrúar svo hægt verði að ljúka við vinnu við undirgöng norður- akreinar. Verklok eru áætluð í nóvember 2020. sisi@mbl.is Vinna við tvöföldun gengið framar vonum Ljósmynd/Vegagerðin Vegagerð Fyrsta malbikun sumarsins á Reykjanesbraut var á þriðjudaginn.R GUNA GÓÐAR I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.