Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 18

Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Hækkun listamannalauna gerir það að verkum að listamenn hafa tæki- færi til að vinna að verkefnum sínum og skapa meira, að sögn Erlings Jó- hannessonar, formanns Bandalags íslenskra listamanna. „Mesta áfallið við þennan faraldur er að starfsvettvangi listamanna er kippt undan þeim í einu vetfangi. Við höfum áður misst vinnuna en ekki á þennan hátt,“ segir Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna. Hann segir að- gerðir stjórnvalda hafa fengið góðar undirtektir meðal listamanna. Ríkisstjórnin hefur lagt til að hækka listamannalaun um 250 millj- ónir, til þess að sporna við tekjutapi listamanna. Er aðgerðin hluti af öðr- um aðgerðarpakka ríkisstjórnar- innar vegna faraldursins. Verður þetta gert með því að úthluta rúm- lega 600 verkefnamánuðum auka- lega til listamanna á árinu. Árlega er 650 milljónum úthlutað til listamanna úr ríkissjóði og hlutu 325 listamenn af 1.544 listamanna- laun í ár. „Fjármagnið rennur til starfs- launasjóða, sem við köllum lista- mannalaun í daglegu tali. Þeir eru bundnir lögum á þann hátt að fjár- magn rennur til hverrar listgreinar, til dæmis sviðslistasjóðs, myndlista- sjóðs og fleiri sjóða,“ segir Erling. Hann segir að líklegast sé að launaviðbótinni verði úthlutað til fleiri listamanna og til skemmri tíma en hin hefðbundnu listamannalaun. „Þessari úthlutun er ætlað að brúa ákveðið bil núna, vegna þess að verkefnastaðan er orðin mjög léleg í þessum greinum,“ segir hann. Hækkun stuðli að aukinni sköpun  Fleiri fá listamannalaun í ár Morgunblaðið/Ómar Formaðurinn Erling Jóhannesson. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Þetta er mjög spennandi verkefni hjá stofnun sem hefur verið í mikilli þróun og nýr vettvangur fyrir mig. Ég hef nú verið tengdur sjávarút- vegi alla mína tíð,“ segir Ögmundur Knútsson, sem skipaður hefur verið í embætti fiskistofustjóra til fimm ára og tók formlega við embættinu í gær. Ögmundur er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Fjallaði doktors- verkefni hans um stjórnun á sam- starfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Hann starfaði hjá Háskólanum á Akureyri á árunum 1994 til 2019, meðal annars sem framkvæmda- stjóri stefnumótunar og starfsþró- unar á árunum 2001 til 2006, fram- kvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deild- arforseti á árunum 2015-2017. Spurður hvort það sé mikil breyting á hlutverkum að fara úr fræði- mennsku í verklega framkvæmd á eftirliti með einni helstu útflutnings- grein landsins, svarar hann: „Já og nei,“ og vísar til stjórnunarreynslu sinnar. „Það er fyrst og fremst spennandi að takast á við þetta verkefni í sjávarútvegi frá þessu sjónarhorni, að vera í eftirlitinu og hjá stjórnsýslustofnun.“ Áherslan á tæknina Ögmundur segir að eitt af helstu viðfangsefnum stofnunarinnar til næstu ára verði að halda áfram að leita leiða til að hagnýta tækni til að hámarka árangur eftirlitsins. „Ég held að það séu ótal tækifæri í því að sjálfvirknivæða meðal annars eftirlit, skráningu, notkun á tölfræði og samanburð við eftirlit. Það eru hlutir sem mér sýnist Fiskistofa hafa verið að vinna að, en ég sé það sem verkefni næstu ára hvernig við getum stigið þau skref með hags- munaaðilum í sjávarútveginum.“ Mikið hefur verið rætt á undan- förnum árum um skekkjur í íspró- sentum og á öðrum sviðum sem heyra undir svið Fiskistofu. Spurð- ur hvort hann telji sig vera að fara í átakastöðu segir hann svo ekki vera. „Ég hef þá trú að flestir vilji gera vel og gera rétt. Það þarf að skoða sérstaklega þá sem eru að reyna að svindla í stað þess að horfa á alla sem eru að gera rétt. Ég tel það ekki vera átakamál.“ Þá bendir Ögmundur á að það séu sameigin- legir hagsmunir allra sem komi að sjávarútvegi að vel sé gengið um sameiginlega auðlind. Hann kveðst ekki hafa fyrirfram- gefnar áherslur fyrir embættið. „Ég ætla að nálgast þetta af hógværð og læra fyrst um stofnunina og um- hverfið sem hún starfar í. Ég er full- ur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni og vinna með þessu góða fólki sem er á Fiskistofu og hags- munaaðilum.“ Í eftirlitið úr fræðimennsku  Nýr fiskistofustjóri telur hagnýtingu tækninnar vera helsta viðfangsefnið Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Stjóri Ögmundur Knútsson tók formlega við embætti í gær. Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA. Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 RAFLAGNAEFNI Í MIKLUÚRVALI Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur óskað eftir að taka á lang- tímaleigu húsnæði fyrir tvær heilsu- gæslustöðvar á Akureyri, aðra í norðurhluta bæjarins og hina í suðurhlutanum. Krafa er gerð um að húsnæðið sé í námunda við helstu aðalgötur eða tengibrautir og al- menningssamgöngur. Miðað er við að hvort rými verði um 1.700 fer- metrar að stærð. Stefnt er að því að koma á samningi fyrir lok þessa árs milli HSN og aðila sem geta séð um byggingu hússins og rekstur þess. Húsnæðið á að afhenda fullbúið vor- ið 2023 og gjarnan fyrr. Skarðshlíð fyrsti kostur Akureyrarbær hefur bent á nokkrar lóðir sem helst koma til greina undir heilsugæslustöðvarnar. Pétur Ingi Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Skipulagssviðs Akur- eyrarbæjar, segir að þær lóðir sem skipulagsráð hafi bent á eigi það sameiginlegt að vera vel staðsettar og aðgengi að þeim sé gott. Fyrsti kostur hvað norðurstöð varðar er ríflega 6.000 fm óbyggð lóð við Skarðshlíð, en samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að byggja megi tvö fjölbýlishús á lóðinni – fjögurra og fimm hæða með bílakjallara fyrir 46 til 60 íbúðir. Pétur segir að heilsugæslustöðin yrði þá á jarðhæð byggingarinnar. Aðrir kostir fyrir norðurstöð eru annars vegar á svæði austan Hlíðar- brautar. á móti gatnamótum við Baldursnes. og á svæði við Lög- mannshlíð, en bæði norðan og sunn- an við hjúkrunarheimilið Lög- mannshlíð er óbyggt svæði þar sem koma mætti fyrir heilsugæslustöð. Þéttingarreitur á tjaldsvæðinu Fyrsti kostur fyrir suðurstöð er á tjaldstæði við Þórunnarstræti. Sam- kvæmt gildandi deiliskipulagi og er svæðið að mestu nýtt sem tjaldsvæði en gert er ráð fyrir að sú starfsemi hætti eftir sumarið 2020. Pétur segir svæðið vera mikilvægan þéttingar- reit og því sé æskilegt að gera ráð fyrir að heilsugæslustöð verði á jarðhæð í stærra húsi með íbúðum eða annarri starfsemi á efri hæðum. Þá er einnig bent á lóð við Hafnarstræti 80 og Austurbrú 10 til 12, en lóðir þar hafa nýlega fallið til bæjarins. Pétur segir að þarna séu einungis tilgreind svæði sem Akur- eyrarbær hefur umráðarétt yfir, en skipulagsráð hefur til viðbótar bent á þrjú önnur svæði sem hentað geta undir heilsugæslustöð, suðurstöð, en í öllum tilvikum hefur ríkið umráða- rétt yfir þeim. Lóðir sem um ræðir eru hluti af lóðum við framhalds- skóla bæjarins; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri, og eins er til staðar svæði sem er hluti af lóð Sjúkrahússins á Akureyri. Morgunblaðið/Margrét Þóra Lóð Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti verður tekið úr núverandi notkun í lok sumars. Bent er á að heppilegt geti verið að byggja þar heilsugæslustöð fyrir suðurhluta bæjarins. Lóð við Skarðshlíð kemur einnig til greina. Tvær heilsugæslu- stöðvar munu rísa  Tvær lóðir á Akureyri taldar bestar fyrir starfsemina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.