Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 22

Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 22
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Til stendur að gera deili-skipulag fyrir Rauðhóla,sem eru merkar náttúru-minjar innan borgarmarka Reykjavíkur. Rauðhólar hafa verið friðlýstir frá árinu 1961 og sem fólk- vangur síðan árið 1974. Meginmarkmið fyrir deiliskipu- lagið koma fram í lýsingu þess, en m.a. er lagt til að skilgreina aðal- leiðir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda um svæðið. Íbúar höfuðborgarsvæðisins sækja tölu- vert inn á svæðið til að stunda úti- vist. Stofnun fólkvanga á að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúru- skoðunar og fræðslu. Samhliða skipulagsvinnunni er Umhverfisstofnun að vinna stjórn- unar- og verndaráætlun fyrir Rauð- hóla. Áætlunin er hugsuð sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn og leggja fram stefnu um verndun fólkvangsins og hvernig viðhalda skuli verndargildi hans. Deiliskipulagssvæðið er Rauð- hólar og aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúna að Hellu- vatni. Fólkvangurinn sjálfur er um 1,3 ferkílómetrar að stærð og er um einum kílómetra austan við byggðina í Norðlingaholti. Mörk fólkvangsins markast að mestu leyti af ánni Bugðu sem rennur þarna um. Svæðið stækkað lítillega Við Heiðmerkurveg fylgja mörkin línu sem dregin er um 200 metra austur af veginum. Þaðan er dregin lína sem nær um 800 metra til suðurs og suðvesturs þar til komið er yfir brúna yfir Suðurá. Ákveðið hef- ur verið að stækka skipulagssvæðið lítillega út fyrir mörk fólkvangsins til að afmarka Heiðmerkurveg sem hluta af skipulaginu og þá sem fyrr segir yfir brúna að Helluvatni. Fram kemur í skipulagslýsing- unni að á svæðinu finnist votlendi sem einkennist af starungsmýravist. Þar má auk þess finna grasengjavist, lyng- og mosahraunavist og alaska- lúpínu. Einnig í nokkrum mæli hraunlendi á svæðinu. Náttúrulega framvindu gróðurs megi sjá á þeim svæðum hólanna sem orðið hafa fyrir raski, en þau svæði einkennast aðallega af birki og víði sem breitt hefur úr sér frá nærliggjandi sum- arbústaðalöndum. Á minna rösk- uðum hólum hafa grös og mosar breytt úr sér. Ríkt fuglalíf er á svæðinu. Á vorin verpa ýmsar fuglategundir á votlendinu við ána Bugðu. Má nefna hrossagauka, þúfutittlinga, endur, heiðlóu, spóa, stelk, maríuerlu, gæs- ir, jaðrakan, stelka og kríur. Reglu- lega sést til rjúpna í Rauðhólum. Auk þess hefur orðið vart við smyril, fálka, ref og mink í Heiðmörk, en ekki er þekkt að þessi dýr hafi átt óðal á Rauðhólum. Fram kemur í skipulagslýsing- unni að þegar Rauðhólar voru frið- aðir sem fólkvangur árið 1974 átti Reykjavíkurborg jörðina Elliðavatn og þar með Rauðhóla. En þegar Orkuveitan var stofnuð 1999 rann jörðin Elliðavatn inn í eigna- samsteypu þess. Sá hluti Heið- merkur sem tilheyrði Elliðavatni ásamt Rauðhólum var því ekki leng- ur eign borgarinnar. Skipulags- fulltrúi bendir á að skoða þyrfti hvort Rauðhólar ættu frekar að verða eign Reykjavíkurborg en Orkuveitunnar. Samkvæmt 83.gr. laga um náttúruvernd annst sveitar- félög umsjón og rekstur fólkvanga og beri allan kostnað. Umsjón og rekstur fólkvangsins Rauðhóla sé því í höndum Reykjavíkurborgar. Fyrsta skipulagið fyrir Rauðhólana Morgunblaðið/Eggert Rauðhólar úr lofti Stórmerkilegar og fágætar jarðminjar. Íbúar höfuð- borgarsvæðisins sækja töluvert inn á svæðið til að stunda þar útivist. 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ VefrisarnirFacebookog Google hafa um árabil verið í rimmu við fjölmiðla vegna notkunar á efni þeirra. Fyrir- tækin hafa nýtt fréttir og efni fjölmiðla ótæpilega og haft að féþúfu án þess að greiða fyrir. Um leið hafa þau sópað til sín auglýsingum og með því stefnt rekstrargrundvelli fjölmiðlanna í hættu, ef ekki rekið þá í þrot. Á tímum heimsfaraldurs er freistandi að líkja þeim við veiru, sem nærist á hýsli sínum en sýgur úr honum lífskraft um leið. Gagnrýni á framferði Face- book og Google hefur litlu breytt um framferði þeirra. Örlað hefur þó á samviskubiti og fyrirtækin hafa boðið upp á styrki til fjölmiðla og látið sem þau vildu veg þeirra sem mestan, en það hefur verið meira í orði en á borði. Óhætt er að fullyrða að himinn og haf er á milli þess, sem net- risarnir hafa hagnast á þessu sambandi og gefið til baka. Umfang netrisanna á aug- lýsingamarkaði hefur ekki bara verið fjölmiðlum þyrnir í augum. Víða blöskrar stjórn- völdum einnig. Í Ástralíu stendur til að skylda þau til að greiða hluta af auglýsinga- tekjum sínum með ástr- ölskum fjölmiðlum. Er ráð- gert að hefjast handa í sumar. Frakkar hafa reynt að láta Facebook og Google borga með því að taka upp reglu- gerð Evrópusambandsins um greiðslur fyrir að endurnýta fréttaefni. Hjá Google kveð- ast menn heldur mundu hætta að nota franskar fréttir. Í Ástralíu eru netrisarnir með tvo þriðju af tekjum af auglýsingum á netinu. Það er svipað hlutfall og þeir eru með í Bandaríkjunum. Í þriðja sæti þar í landi er Ama- zon með í kringum átta af hundraði. Það er því ekki mikið til skiptanna fyrir aðra miðla. Annars staðar á Norður- löndunum hafa fjölmiðlar fengið að finna rækilega fyrir þessum keppinautum á aug- lýsingamarkaði, en minna þó á Íslandi. Þar með er ekki sagt að þessi samkeppni hafi verið sársaukalaus, síður en svo, eins og sést meðal annars á því hvað störfum á fjöl- miðlum hefur fækkað undan- farin misseri. Í nokkur ár hafa stjórnvöld hér meira að segja talað um að staðan sé þannig að styrkja þurfi fjöl- miðla með einhverjum hætti. Ekki er hægt að kenna netrisunum einum um ástand- ið, en þeir eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Það skýtur því skökku við að opinber fyrirtæki og stofn- anir skuli kaupa auglýsingar til birtingar hjá netrisunum. Eitt dæmi um þetta eru aug- lýsingar Ferðamálastofu hjá erlendum samfélagsmiðlum til að ýta undir ferðalög Ís- lendinga á Íslandi. Í frétt á mbl.is í vikunni sýndi ferða- málaráðherra málinu lítinn skilning. Fjármálaráðherra gerði ekki athugasemdir við að nota þennan kost en gerði sér grein fyrir alvöru þess þegar hann sagði að ekki mætti hann taka yfir því færu öll samskipti við borgarana úr íslenskum fjölmiðlaheimi myndi það grafa undan til- veru fjölmiðla. Athygli vekur hins vegar að í viðtalinu nefndi fjármála- ráðherra sérstaklega að sam- félagsmiðlar hefðu reynst ódýr kostur til að koma skila- boðum til margra. Það er áhugavert vegna þess að ein ástæðan fyrir því að samfélagsmiðlar þykja ódýrari en innlendir fjöl- miðlar er sú að þeir borga ekki virðisaukaskatt líkt og íslenskir keppinautar þeirra. Ef íslenskir fjölmiðlar þyrftu ekki að borga virðisaukaskatt myndi það auka samkeppnis- hæfni þeirra og þá hefði hið opinbera (sem leggur virðis- aukaskattinn á fjölmiðlana og innheimtir hann) minni ástæðu til að spara með því að auglýsa á erlendum sam- félagsmiðlum. Það er að minnsta kosti líklegt að heyr- ast myndi hljóð úr horni ef hið opinbera færi frekar til verk- taka sem vildu vinna svart vegna þess að það væri svo dýrt að fara til þeirra sem vildu gefa allt upp til skatts. Því má svo bæta við að er- lendir félagsmiðlar eru ekki eina leiðin til að ná til margra. Íslenskir fjölmiðlar hafa ágæta útbreiðslu. Til dæmis nær Morgunblaðið til 60 þús- und manns á dag. Með því að auglýsa í öllum miðlum Ár- vakurs, það er Morgun- blaðinu, mbl.is og K-100, er hægt að ná til þorra þjóðar- innar á einu bretti. Þegar opinberar stofnanir og fyrirtæki nota netrisana til að koma hlutum á framfæri, að ekki sé talað um þegar hagkerfið á undir högg að sækja eins og nú, er það ann- að og meira en sakleysisleg kaup á auglýsingum. Annað og meira en sakleysisleg kaup á auglýsingum} Ýtt undir netrisa S tærsta verkefni íslensks samfélags í dag er að skapa störf. Íslenskt samfélag hefur alla burði til að sækja fram. Menntunarstig er hátt og samfélagið er auðugt af hugviti og auðlindum. Við verðum að nýta allt sem við eigum og leggja grunninn að nýjum verðmæt- um framtíðarinnar. Markmið stjórnvalda eru skýr: að skapa störf og verja störf. Fernt er mikilvægt í þeirri baráttu. Fjárfesting, einka- neysla, samneysla og hreinn útflutningur. Stjórnvöld eru að stórauka allar fjárfest- ingar bæði í innviðum og hugviti. Þetta er gert með því að flýta framkvæmdum og ráðast í nýjar framkvæmdir. Þegar hefur verið kynnt að opinberar fjárfestingar verði yfir sögulegu meðaltali. Fjárfest verður fyrir tugi milljarða til að vinna á móti samdrætti. Að auki er fjár- fest í menntun, menningu og nýsköpun til að skapa störf til framtíðar. Hér ætlum við okkur stóra hluti. Einkaneysla hefur verið að dragast saman í samkomu- banninu. Nauðsynlegt er að örva einkaneyslu til að búa til ný störf og verja þau. Öll þau viðskipti sem við eigum eru til þess fallin að auka einkaneyslu. Þess vegna hafa stjórnvöld ákveðið að taka höndum saman við atvinnu- lífið um að verja störf og auka verðmætasköpun með sér- stöku kynningarátaki sem ber heitið: Íslenskt – gjörið svo vel. Þetta er jákvætt skref og hvetur okkur áfram í að búa til verðmæti. Stjórnvöld eru af öllu sínu afli að styðja við samneysl- una, meðal annars með því að efla heilbrigðis- og menntakerfin. Þessi grunnkerfi okkar hafa staðist stærsta álagspróf samfélaga í veröldinni. Annars vegar náðu heilbrigðis- yfirvöld utan um COVID-19 veiruna með eftirtektarverðum árangri og hins vegar voru skólarnir áfram opnir og huguðu að velferð nemenda sinna. Það er afrek og við eigum að nota okkur þann árangur til að styrkja sam- félagið okkar. Greiðslujöfnuður þjóðarbúa þarf alltaf að vera sjálfbær, þ.e. að út- og innflutningur þurfa að vera í jafnvægi. Útflutningstekjur íslenska þjóðarbúsins hafa vaxið mikið síð- ustu ár, sem hefur skilað okkur fádæma góðri hreinni erlendri stöðu og miklum gjaldeyris- forða. Þessi hagfellda staða hefur orðið til meðal annars vegna vaxtar ferðaþjónust- unnar, sem hefur búið til um helming allra nýrra starfa síðasta áratug. Nú reynir á að við hugsum út fyrir kass- ann og búum til útflutningsverðmæti. Ferðaþjónustan getur fengið vindinn í seglin ef við nýtum okkur þann ár- angur sem náðst hefur í sóttvörnum og tengjum saman vísindin og atvinnulífið. Þar eru tækifæri. Einn merki- legasti forseti Bandaríkjanna, Franklin D. Roosevelt, sagði í Kreppunni miklu: „Það eina sem er að óttast er óttinn sjálfur.“ Hlustum á þessa hvatningu og munum að gæfan er undir okkur komin! Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Atvinnusköpun er númer 1, 2 og 3 Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Rauðhólar eru gervigígar sem mynduðust fyrir um 4.500 árum. Hraunið var þunnfljót- andi og þegar það komst í snertingu við vatn í Elliðavatni urðu gufusprengingar svo að hraunið tættist í sundur og upp hlóðust gjallgígar. Rauðhólar þykja mjög jarð- fræðilega merkilegir sökum þess að gervigígarnir eru afar sjaldgæfar jarðminjar á heims- vísu, en þó er að finna fleiri gervigígaþyrpingar á Íslandi. Upphaflega voru gígarnir um 80 talsins en þeim hefur fækk- að síðustu áratugi vegna efnis- töku. Rauðamölin þótti hentug við mannvirkjagerð. Þannig var stór hluti efnisins nýttur í Reykjavíkurflugvöll á tímum heimstyrjaldarinnar síðari. Efnistakan var síðan bönnuð og svæðið friðað en skaðinn var skeður. Sjaldgæfar jarðminjar RAUÐHÓLARNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.