Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 23

Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Reykjavík Það var vor í lofti við Ægisíðuna og hleypti það kappi í ungan mann sem tók glæsilegt stökk við óskipta athygli og aðdáun nærstaddra. Eggert Engan óraði fyrir því að fram undan væri ein mesta efnahags- kreppa sögunnar þeg- ar lífskjarasamning- urinn var gerður fyrir ári. Þá var öllum ljóst að hægja myndi veru- lega á hagvexti en von- ir stóðu til þess að áfram yrði unnt að bæta lífskjör. En skjótt skipast veður í lofti. Nú er atvinnuleysi meira en nokkru sinni fyrr, tekjur fyrirtækja hafa hrunið og alþjóða- viðskipti í algeru frosti. Landið er nánast lokað. Íslenskt sam- félag og efnahagur stendur sem bet- ur fer á traustum grunni og er vel í stakk búið til að mæta þessari áskor- un. Ólíkt kreppunni fyrir áratug dynja hamfarirnar á öllum löndum samtímis á sama hátt. Útflutningstekjurnar, sem eru grundvöllur lífskjara okkar, og þar með tekjur hins opinbera, minnka um mörg hundruð milljarða króna. Við slíkar aðstæður er óhjákvæmilegt að endurmeta ákvarðanir sem teknar voru við gerólíkar aðstæður. Við vitum að fjölmörg fyrirtæki munu eiga erfitt uppdráttar næstu misserin. Þau þurfa að aðlagast nýj- um aðstæðum, endurskipuleggja rekstur sinn í ljósi minni tekna og draga úr rekstrarkostnaði, m.a. með fækkun starfsfólks. Því lengur sem þetta ástand varir þeim mun alvarlegri verða afleiðing- arnar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við með fjölþættum aðgerðum til að milda áhrifin á heimili landsins. Einn- ig hefur fyrirtækjum verið rétt hjálp- arhönd til að komast yfir erfiðasta hjallann. Eftir sem áður er vandinn ærinn og verður mörgum fyr- irtækjum óyfirstíganlegur. Heilbrigðisstarfsfólk hefur, með elju og dugnaði og með þjóðina í liði, náð tökum á útbreiðslu veirunnar sem öllu þessu veldur – fyrr og betur en víðast hvar. Nú má sjá þess merki að hámarki útbreiðslunnar sé náð í fjölmörgum löndum og víða er farið að undir- búa að fólk geti smám saman tekið upp eðli- lega lífshætti að nýju. Það mun taka tölu- verðan tíma fyrir sam- göngur og alþjóða- viðskipti að komast í fyrra horf en undir því er endurreisn atvinnu- lífsins komin. Þótt stuðningsaðgerðir rík- issjóðs við heimili og fyrirtæki gagnist vel er svigrúm hans ekki ótak- markað. Endurheimt fyrri lífskjara getur ekki haf- ist fyrr en tekist hefur að mestu að vinna bug á veirunni skæðu á heimsvísu. Þá fyrst geta fyrirtækin sótt fram að nýju og fjölgað starfsfólki. Það mun taka langan tíma, jafnvel þótt lang- tímahorfur hér á landi séu betri en víðast hvar. Sérstaklega ber að fagna þeirri ákvörðun Alþingis og ríkis- stjórnar að horfa til framtíðar og leggja verulega áherslu á stuðning við rannsóknir, nýsköpun og þróun með myndarlegu framlagi. Við endurreisnina fram undan þurfa allir að vinna saman. Hvort sem einstaklingarnir mynda fjöl- skyldur, starfa saman í atvinnulífinu, á Alþingi, í ríkisstjórn, í heilbrigðis- kerfinu eða í verkalýðshreyfingunni. Ekki dugar að horfa einungis til eig- in hagsmuna heldur verður að hafa heildarhagsmuni að leiðarljósi. Ljúka þarf kjaraviðræðum á opin- berum vinnumarkaði á grunni lífs- kjarasamningsins tafarlaust. Þar er ábyrgð samningsaðila mikil og ljóst að tíminn er á þrotum. Ef atbeina ríkisvaldsins og Alþingis þarf til að tryggja þá niðurstöðu er það betri kostur en áframhaldandi óvissa og hefðbundnar tilraunir til höfrunga- hlaups. Góð samvinna hefur skilað góðum árangri í viðureigninni við kórónu- veiruna og sigur á henni er í augsýn. Með sama hugarfari getum við líka unnið okkur út úr kórónukreppunni – að minnsta kosti jafnhratt og aðrir. Eftir Eyjólf Árna Rafnsson » Við endur- reisnina fram undan þurfa allir að vinna saman. Eyjólfur Árni Rafnsson Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Samstöðu þarf til Þekktur athafnamaður og heim- spekingur hefur gefið þeim, sem eiga við ósanngjarna andstöðu að glíma, eftirfarandi ráð: Geispaðu, þegar lastað er! Brostu, þegar misskilið er! Hlæðu, þegar vanmetið er! Hunsaðu, þegar fordæmt er! Fagnaðu, þegar öfundað er! Sigraðu, þegar veitt er andstaða! Þessi heilræði koma upp í hug- ann þegar hlýtt er á málflutning stjórnarandstöðunnar í bæjar- stjórn Seltjarnarness. Fulltrúum Samfylkingar og Neslistans/ Viðreisnar virðist ekki enn hafa lærst að lesa í ársreikning bæj- arins. Hann var afgreiddur með afgangi upp á sex milljónir króna á fundi bæjarstjórnar 13. apríl síð- astliðinn. Reikningurinn fyrir árið 2019 ber það með sér að nettó skuldahlutfall bæjarins er með því lægsta sem gerist hjá sveitar- félögum. Ársreikningurinn upp- fyllir öll skilyrði sveitarstjórnar- laga um ábyrga fjármálastjórn. Það er óumdeilt samkvæmt reikn- ingnum og því fánýtt um það að deila. Seltjarnarnesbær stendur vel miðað við aðra til þess að fást við það áfall sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér. Fjárhagsstaða bæjarins er mjög sterk miðað við venjulegt ár- ferði, en auðvitað mun mæða á henni í þeirri miklu niðursveiflu efnahagslífs sem því miður er fram undan. Tölum uppbyggilega! Skynsamleg og yfirveguð við- brögð og örugg stjórnun af hálfu bæjaryfirvalda og annarra stjórn- valda skipta máli á þeim tímum mikillar óvissu sem nú ríkja. Yfir- stjórnir sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu eru að vinna sam- an á mjög jákvæðan máta til þess að fást við ástandið. Á sama tíma þarf meirihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að sitja undir þeim áróðri frá minnihlutanum að „óráðsía“ og „óstjórn“ sé í fjár- málum bæjarfélagsins og stjórnendur hafi undanfarin ár „hlaðið upp skuldum“ vegna fjárfestingarákvarð- ana og hallareksturs. Upphrópanir þessar hafa ekki verið rök- studdar og gera því lítið gagn á alvöru- tímum. Líklega er best að hunsa slíkt fjas, og snúa sér að brýnni verkefnum, en það kæmi líka til greina að brosa eða hlæja við því, samanber heilræðin hér í upphafi greinar. Það vantar ekki að minnihlutinn státi sig á tyllidögum af fram- kvæmdum meirihlutans eins og byggingu nýs hjúkrunarheimilis og stækkun á íþróttamiðstöð svo dæmi séu tekin. Hið broslega er að hann neitar að skilja samhengi hlutanna og talar um skuldasöfn- un meirihlutans. Margoft hefur þó verið reynt að upplýsa að skuldir bæjarins hafa ekki aukist, ríkið greiðir stóran hluta af byggingu hjúkrunarheimilis og leigusamn- ingur við Reykjavíkurborg til 20 ára greiðir niður kostnað við stækkun íþróttamiðstöðvar. Minnihlutinn talar um að vinnu- brögð meirihlutans og mín sem framkvæmdastjóra séu ekki til þess fallin að auka traust bæj- arbúa á fjármálastjórn bæjarins. Slíkt tal má leiða hjá sér þegar þess er gætt að eina tillaga minni- hlutans sem ítrekuð hefur verið undanfarin misseri er að hækka útsvarið, leggja enn meiri álögur á bæjarbúa á þessum erfiðu tímum. Stöndum vaktina! Stjórnendur bæjarins vinna eft- ir metnaðarfullri þjónustustefnu bæjarstjórnar í málefnum sem snerta leik-, grunn- og tónlistar- skóla og velferðarmál. Bæjarbúar eru almennt ánægðir með þjón- ustu bæjarins eins og skoðana- könnun Gallup hefur margoft leitt í ljós. Við þurfum að halda áfram að axla ábyrgð sem bæjarfélag og tryggja að sú grunnþjónusta sem bærinn veitir verði órofin á þessum erf- iðu tímum. Ganga má út frá því sem vísu að vaxandi atvinnuleysi muni hafa áhrif á rekstur bæjarins. En rekstur bæjarins er eitt, sálræn áhrif á einstaklinga vegna langvarandi atvinnu- leysis er annað og al- varlegra mál. Það getur haft veruleg áhrif á andlega heilsu fólks og félagslega stöðu þess til langframa. Miklu skiptir einnig að halda vel utan um starfsfólk bæj- arins, þá sérstaklega í leik- og grunnskólum, sem haldið hafa úti skólastarfi hjá okkur á þessum hverfulu tímum. Jákvæðni og bjartsýni! Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið kosinn af bæjarbúum í mörg ár til þess að stýra bænum. Bæjar- búar hafa treyst því fólki og um leið mér sem oddvita til að fylgja eftir lögboðnu hlutverki sveitar- félaga og stefnuskrá flokksins. Það má vel vera að þróun mála verði með þeim hætti að bæj- arfélagið verði að sveigja starf- semi sína meira og minna að glím- unni við afleiðingar faraldursins. Við munum leysa það verkefni með jákvæðni og bjartsýni að leið- arljósi. Um leið þurfum við að halda áfram að vera til, gleðjast og hlakka til sumarsins! Seltirningar hafa verið mjög duglegir að ferðast um Nesið okkar, höldum því áfram! Eftir Ásgerði Halldórsdóttur » Yfirstjórnir sveitar- félaganna á höfuð- borgarsvæðinu eru að vinna saman á mjög jákvæðan máta til þess að fást við ástandið. Ásgerður Halldórsdóttir Höfundur er bæjarstjóri. Ábyrg stjórnun á alvarlegum tímum Þegar ég horfi upp í himininn á kvöldin á leiðinni úr hesthúsinu er hann eins og hann var þegar ég var lítill strákur. Þótt það séu ekki aldir síðan voru rákirnar sem þoturnar skildu eftir sig á himn- inum sjaldgæfari en síðustu ár. Um allan heim eru þoturnar sem fyrir nokkrum vikum fluttu fólk milli landa og heimsálfa í stæðum á jörðu niðri og bíða þess að heimurinn opnist að nýju og fólk láti drauminn um fjar- lægari staði rætast. Mörgum gæti þótt rómantískt að okkar fögru ferðamannastaðir séu fámennir og að einhverju leyti er það heillandi. Afleiðingarnar af þessu fámenni eru þó gríðarlegar fyrir fjölskyldur um allt land. Ferðaþjónustan hefur lengi verið mikilvægur þáttur í íslensku mann- lífi en aldrei eins og síðustu árin þegar áhugi heimsins á Íslandi hef- ur verið mikill og ferðalag til eyj- unnar okkar í Atlantshafinu á óska- lista margra. Okkur hefur líka lánast það að Ísland er áfanga- staður sem fólk vill heimsækja aftur og mælir með við vini sína og fjöl- skyldur. Ríkisstjórnin hefur á síðustu vik- um komið með fjöl- margar aðgerðir sem ætlað er að brúa bilið þangað til aftur er hægt að ferðast um heiminn. Við höfum lagt áherslu á að vernda lífsgæði fólks og það að fyrirtækin geti hafið starfsemi sína að nýju þegar óveðrinu slotar, veitt fólki störf og skapað samfélaginu tekjur. Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og trúi því að ekki verði grundvallarbreytingar á ferðaþrá fólks og ferðalögum. Það er einfaldlega mjög sterkur þráður í manninum að vilja skoða sig um á ókunnum slóðum. Þess vegna er mikilvægt að við séum viðbúin þeg- ar náðst hefur stjórn á veirunni. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið og ekki síst er hún stórkostlegt afl úti í hin- um dreifðu byggðum. Og þangað til hún endurheimtir kraftinn úr ferðaþrá heimsins hef ég lagt ofur- áherslu á að ríkisstjórnin skapi ný störf sem geta veitt fólki um allt land tekjur á meðan þetta ástand varir. Margra milljarða aukning í verkefnum tengdum samgöngum um allt land er til þess ætluð að skapa fjölskyldum tekjur til að lifa góðu lífi. Og auk þess eru sam- gönguframkvæmdir arðsamar fyrir samfélagið. Framsókn hefur alltaf verið ná- tengd lífinu í landinu, enda spratt flokkurinn upp úr bændasamfélagi fyrir rúmri öld. Við höfum stutt við uppbyggingu um allt land og ferða- þjónustan hefur staðið okkur nærri. Við munum áfram berjast fyrir því að hagsmunir fjölskyldna um allt land séu hafðir í öndvegi við ákvarðanatöku við ríkisstjórnar- borðið. Ég hvet alla Íslendinga til að ferðast um okkar fagra land í sumar. Þannig styðjum við við það fólk sem hefur haldið uppi mik- ilvægu starfi fyrir land og þjóð síð- ustu árin og höldum hjólunum gangandi þangað til rákunum á himninum fjölgar að nýju. Stöndum með ferðaþjónustunni Eftir Sigurð Inga Jóhannsson »Ég hvet alla Íslend- inga til að ferðast um okkar fagra land í sumar. Þannig styðjum við við það fólk sem hef- ur haldið uppi mikilvægu starfi fyrir land og þjóð síðustu árin og höldum hjólunum gangandi. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.