Morgunblaðið - 02.05.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 02.05.2020, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar, fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Við lifum á viðsjár- verðum tímum. En minnumst þess þá, að tímarnir voru ekki síð- ur viðsjárverðir á dögum post- ulans, sem ritaði það, sem vitnað er til hér að ofan. Prestur leystur frá störfum Fyrir skömmu var prestur um- svifalaust leystur frá störfum, sak- aður um að hafa talað af sér, van- rækt þagnarskylduna. Þessi gjörð kirkjustjórnarinnar orkar mjög tví- mælis, að ekki sé meira sagt. Hið meinta brot var í því fólgið að gefa bendingu, þegar ástæða var til að ætla, að hætta vofði yfir. Það er borgaraleg, og enda lagaleg skylda að vara við, verði menn áskynja um ráðagerð, er valda kunni miska. Sameiginleg játning – sameiginleg kenning Lútherskar kirkjur um víða ver- öld eru býsna ólíkar innbyrðis, eigi aðeins í afstöðu sinni til ríkisvalds- ins, heldur einnig í viðhorfinu til annarra kirkjudeilda, messuforms og kirkjuskipanar. Samstaða um kirkjuskipan hefur aldrei verið af lútherskum mönnum álitin skilyrði fyrir kirkjulegu samstarfi. Sumar lútherskar kirkjur, t.d. í Þýska- landi og á Norðurlöndunum, hafa biskupa, en aðrar ekki. Það, sem sameinar lútherska menn, er sameiginleg játning og sameiginleg kenning. Ritningin ein – trúin ein Siðbreytingin, sem kennd er við Lúther, tók fyrst og fremst til kenningarinnar. Það, sem lagt var til grundvallar, var hvorki nýtt trúarsamfélag eða breytt kirkju- skipan eða þá breytingar á helgi- siðum ellegar einhver nýr kristinn lífsstíll. Aðalatriðið var hin nýja kenning Marteins Lúthers, sem vissulega fór í bága við kenningar rómversku kirkjunnar, kenningin um hjálpræðið, sem veitist mann- eskjunni fyrir trúna eina, án verka. Prófessorakirkja – ekki biskupakirkja Sú áhersla, sem lútherskir hafa lagt á guðfræðileg vísindi, hefur í sögu lúthersku kirkjunnar tryggt háskóladeildum þeirra virðingar- sess. Það hefur og gefið guðfræði- deildunum aukið vægi, að hinar svonefndu landskirkjur í Þýska- landi hafa allt frá siðbreytingunni og fram undir okkar daga ekki haft biskupa. Og biskupar Norður- landa-kirknanna hafa ekki haft á hendi sama kennivald í guðfræði- legum og veraldlegum efnum og t.d. biskupar rómversk-katólskra manna. Af þessu leiðir, að lúth- erska kirkjan hefur verið réttnefnd „prófessora-kirkja“. Tveir vígslubiskupar eru í ís- lensku þjóðkirkjunni. Hér áður þáði einn prestur í hvoru umdæmi, Skálholtsstifti og Hólastifti, biskupsvígslu, án þess að aðrar breytingar yrðu á stöðu hans. Hélt hann prestakalli sínu eftir sem áður og innti af hendi skyldur sókn- arprests. Árið 1990 er lögum breytt á þann veg, að vígslubisk- uparnir skuli sitja á stólunum fornu, gegna prestsþjónustu, en jafnframt bisk- upsskyldum, ef biskup Íslands felur þeim það. Svo virðist á seinni árum, að fyllilega eðlilegt sé að spyrja, hvort lengur sé þörf fyrir vígslubiskupa í kirkju okkar. Lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna Frá síðustu áramótum eru prest- ar ekki lengur embættismenn, starfsmenn hins opinbera. En um presta, sem voru í starfi 31. desem- ber 2019, gilda ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum, eins og við getur átt, til og með 31. mars 2020. Þeir, sem skipaðir voru í embætti við gildis- töku laga þessara, halda þeim rétt- indum og skyldum sem af skipun- inni leiðir út skipunartíma sinn, en að öðru leyti fer um réttindi þeirra og skyldur samkvæmt starfs- reglum settum af kirkjuþingi. Í nefndum lögum segir m.a.:  að rétt sé að veita starfsmanni lausn um stundarsakir, ef hann hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann, vankunnáttu eða óvandvirkni.  Þó skal veita starfsmanni áminningu … áður en honum er veitt lausn um stundarsakir … Lausn um stundarsakir skal jafnan vera skrifleg með tilgreindum ástæðum …  Nú hefur starfsmanni verið veitt lausn um stundarsakir … og skal þá þegar mál hans rannsakað af kunnáttumönnum eða fyrir dómi að hætti opinberra mála … svo að upplýst verði, hvort rétt er að veita honum lausn að fullu eða láta hann aftur taka við starfi sínu …  Jafnan skal starfsmanni, sem víkja skal úr stöðu, veittur kostur á að tala máli sínu, áður en ákvörðun er tekin …  Rétt er þeim, er vikið er úr stöðu, að bera málið undir úrlausn dómstóla, enda fari rannsókn slíks máls (fram) að hætti opinberra mála. Uppsögnin lögleysa Engu óblindu auga verður litið á ofanritað án þess að sjá, að ákvæði laga þessara voru að engu höfð, þegar nefndum presti var vikið frá. Biskupi og misvitrum ráðgjöfum hans ber því tafarlaust að taka aft- ur þessa misgjörð sína – og biðjast afsökunar. Vor feðra trú Eftir Gunnar Björnsson » Biskupi og mis- vitrum ráðgjöfum hans ber tafarlaust að taka aftur þessa mis- gjörð sína – og biðjast afsökunar. Gunnar Björnsson Höfundur er pastor emeritus. Nánast ágreinings- laust er meðal þjóða að upptök COVID- 19-veirunnar voru í Kína og að bjarga hefði mátt manns- lífum og forða efna- hagslegum búsifjum hefðu kínversk stjórnvöld verið með skilvirka upplýs- ingagjöf á fyrstu stigum faraldursins. Fyrir liggur að áhrif faraldursins á sölu sjávarafurða okkar Íslendinga verða meiri en óttast var í upphafi. Frosnar sjávarafurðir hafa hlaðist upp í geymslum, og hægt hefur bæði á veiðum og vinnslu auk þess sem fiskverð hefur lækkað á markaði hér heima. Tekjur af sölu sjávarafurða voru 19% útflutningstekna þjóðar- innar í fyrra. Af útflutningstekjum 2019 áttu 35% uppruna í ferðaþjón- ustu, þ.e. tekjur af erlendum ferða- mönnum á Íslandi og tekjur íslenskra flugfélaga af því að flytja erlenda far- þega. Samanlagt voru ferðaþjón- ustan og sjávarútvegurinn að skila þjóðinni 54% útflutningstekna. Ál- framleiðslan hefur verið landinu þýð- ingarmikil en hrun hefur orðið í eft- irspurn áls og er verðið komið niður fyrir 1.500 dollara á tonnið. Viðskiptaráðið telur að efnahags- áfallið sem nú dynur yfir vegna COVID-19 eigi engan sinn líka og spá samtökin tæplega 13% samdrætti landsframleiðslunnar á árinu að gefn- um forsendum. Til samanburðar dróst landsframleiðslan saman um tæp 7% á árinu eftir hrun, þ.e. 2009. Í fjárhæðum gæti samdráttur lands- framleiðslunnar í ár numið u.þ.b. 380 milljörðum. Verið var að kynna þriðja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar upp á 40 til 60 milljarða og verða þeir fleiri. Í mars var haft eftir fjármála- ráðherra að halli ríkissjóðs gæti orðið 100 milljarðar króna á yfirstandandi ári. Nú tæpum tveimur mánuðum síðar er rætt um að hallinn geti orðið allt að 300 milljarðar. Vonandi vara áhrifin af faraldrinum einungis í nokkrar vikur á sjávarvöruútflutn- ing. Verra er að sérfræðingar í ferða- þjónustu gera ráð fyrir að sam- dráttur í ferðaþjónustunni verði verulegur bæði á þessu ári og því næsta og með öllu sé óvíst að hvaða marki ferðaþjónustan tekur við sér á árinu 2022. Af þessu má sjá að áfallið sem Ísland er að verða fyrir vegna faraldursins er af stærðargráðu sem á sér vart hliðstæðu meðal þjóða heims. Umræða erlendis um bóta- greiðslur kínverskra stjórnvalda vegna þess tjóns sem faraldurinn hef- ur valdið þjóðum heims fer vaxandi. Að teknu tilliti til þess gríðarlega tjóns sem hlýst af völdum veirunnar á efnahag þjóðarinnar er mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti að stöðu landsins með þeim þjóðum sem hyggjast kanna rétt sinn gagnvart kínverskum stjórnvöldum. Frá Ástralíu berast fréttir um að yfirvöld leggi til að fram fari alþjóðleg rann- sókn á uppruna og útbreiðslu CO- VID-19. Kínverjar hafa gefið í skyn að haldi yfirvöld í Ástralíu til streitu að kalla eftir alþjóðlegri athugun á faraldrinum komi til álita að beita landið efnahagsþvingunum. Fram- ganga Kínverja í garð Ástrala má ekki verða til þess að íslensk stjórn- völd hafi ekki vilja til að huga að rétti þjóðarinnar gagnvart Kína. Athugun á uppruna og útbreiðslu COVID-19 Eftir Þorgeir Eyj- ólfsson og Hrafn Magnússon » Af þessu má sjá að áfallið sem Ísland er að verða fyrir vegna faraldursins er af stærðargráðu sem á sér vart hliðstæðu meðal þjóða heims. Þorgeir Eyjólfsson Höfundar eru eftirlaunaþegar. Hrafn Magnússon Það sem allir sjá – en enginn sér lengur. Sænska Covid-leiðin treystir á ábyrgð ein- staklinga og var fyrst og fremst farin til að hægt væri að halda að- gerðum úti í langan tíma. Hún virkar meira að segja þó að mörg ár taki að þróa bóluefni, því löngu fyrr mun hjarðónæmi hinna yngri vera byrjað að vernda þá eldri. Íslenska leiðin er hins vegar ekki leið út úr vandanum heldur skamm- tímalausn sem veðjaði á að lækning fyndist strax. Það veðmál tapaðist. Þess vegna náði fyrsti aðgerðapakk- inn bara fram í maí og þriðji aðgerða- pakkinn bara fram í júlí. 20. apríl birti ég grein þar sem ég gagnrýndi stjórnvöld fyrir að hafa varpað allri ábyrgð á aðgerðum gegn kórónufaraldrinum yfir á þriggja manna aðgerðateymi og fyrir vikið hafi aðgerðirnar orðið vanhugsaðri en ella. Þessi grunur minn fékkst stað- festur daginn eftir þegar annar að- gerðapakki ríkisstjórnarinnar var kynntur og ríkisstjórnin sagðist hvorki vita hve lengi aðgerðirnar stæðu né hvað þær kostuðu. Síðar um kvöldið viðurkenndi forsætisráðherra að sambærileg tilraun Íslendinga til að ná niður smitum með lokun lands- ins væri endurtekning á tilraun Singapúr sem hefði mistekist. Óvissu- ferðin er því algjör. Lokun landsins hefur þó ekki alltaf verið stefnan. Á fundi 29. janúar þeg- ar dánartíðni Covid-19 var 2,2% og veiran hafði ekki enn borist hingað sagði sóttvarnalæknir að ekki ætti að loka landinu því að til að það skilaði árangri þyrfti lokunin að standa í sex til tólf mánuði og bætti svo við: „Ég held að það sjái það allir að það [lokun landsins] myndi aldrei ganga upp fyrir íslenskt samfélag.“ Hvorki hann né ríkisstjórnin sjá þetta samt lengur. Mánuði síðar, þegar dánartíðnin var komin í 3,5% og fyrstu íslensku ferðamönnunum var skipað í sóttkví, sluppu erlendir samferðamenn því þeir voru sagðir smita síður. Nú hafa fyrstu mót- efnamælingar (í Santa Clara-sýslu í Kali- forníu) sýnt að kór- ónuveiran var mun út- breiddari en áður var talið. Þetta eru góðar fréttir því kórónu- flensan er skaðlausari með dánartíðni jafnvel ekki nema 0,1%, sem er sambærilegt og flensa. Í stað þess að milda núver- andi stefnu við þessi góðu tíðindi snerist ráðgjöfin á haus og nú vill sóttvarnalæknir senda alla erlenda ferðamenn í sóttkví, meira að segja þótt sú aðgerð innsigli örlög ferða- þjónustunnar sem mun gera nýtt ís- lenskt hrun óumflýjanlegt. Hvað breyttist? Hvernig getur ráðgjafi út- skýringalaust snúið við jafn veiga- mikilli ráðgjöf? Enn furðulegra er að einum lækni sé treyst fyrir þessari stærstu efnahagsákvörðun seinni tíma! Eru allir virkilega sammála því að loka eigi landinu í allt að tólf mán- uði? Hvað ef mótefnamælingar síðar meir muni sýna að dánartíðnin hér sé líka bara álíka og fyrir flensu. Hvar liggur skaðabótaábyrgð ríkisins þá fyrir tjóninu sem efnahagsráðgjöf læknisins veldur? Eitthvað hlýtur stjórnarskráin að verja almenning fyrir slíku óþörfu valdainngripi. Það hlýtur að vera ákveðin kald- hæðni örlaganna að þessi afleita ráð- gjöf kemur úr ráðuneyti dóttur að- alsamningamanns Icesave-samn- inganna. Sá samningur var fyrst kynntur sem „glæsileg niðurstaða“ áður en 98% þjóðarinnar höfnuðu honum. Núverandi árangur yfirvalda er einnig kynntur sem „glæsilegur árangur“ með núll smitum. Slíkri ein- angrunarleið hefur samt aldrei að mér vitandi verið beitt áður gegn bráðsmitandi flensusjúkdómi og sér- fræðingar segja að slíkt tefji bara út- breiðsluna en fækki ekki tilfellum. Um leið og höftum verður aflétt eða þegar það byrjar að kólna aftur næsta haust og smithættan eykst mun allt blossa upp aftur þar til hjarðónæmi er náð. Eins og í Icesave forðum ætlar rík- isstjórnin að flýja ábyrgð með því að framselja vald sitt til sérfræðinga og keyra vanhugsaða nálgun í gegn áður en lýðræðisleg umræða hefur átt sér stað um þá kosti sem enn standa til boða. Þegar ráðgjöf ráðgjafans er farin að snúast í hring og hljóma eins og hún komi frá Ragnari Reykás ber þeim sem stjórnar að leita annarra sérfræðiálita. Ein slík leið er sænska leiðin, sem í senn verndar þá við- kvæmu en gefur hagkerfinu raun- verulega möguleika á að komast af. Auðvitað á að nýta árangurinn gegn kórónuflensunni til að opna landið strax aftur. Ef það væri gert nú myndi það vekja heimsathygli og laða hingað frelsisþyrsta ferðamenn sem kæmust hvergi annað. Íslend- ingar þyrftu áfram að sýna ýtrustu aðgát í langan tíma, en ávinningurinn af því að gefa ferðaiðnaðinum tæki- færi á að berjast fyrir lífi sínu gæti orðið margfaldur ef hrunið yrði umflúið. Ríkisstjórn Íslands hefur flúið ábyrgðina sem fylgir því að stjórna og falið lækni efnahagsstjórnina. Fyrir vikið eru allar aðgerðir nú ein- göngu líknarmeðferð á sjúklingi sem mun deyja ef hann fær ekki súrefni. Eina leiðin til að bjarga Íslandi frá öðru hruni er að fólk láti í sér heyra og minni stjórnmálamenn á að þeir munu verða dregnir til ábyrgðar fyrir þennan nýja afleik aldarinnar. Sann- leikurinn mun koma í ljós. Enn er von um að hægt sé að komast hjá harm- leiknum. En til þess að svo verði þarf fólk að rísa upp og sýna viðspyrnu og láta í sér heyra strax, því eftir að sjúklingurinn er dauður verður hon- um ekki bjargað lengur. Það sem allir sjá Eftir Jóhannes Loftsson »Ríkisstjórn sem ekki vill sjálf leiða þjóð úr aðsteðjandi vanda á að segja af sér. Jóhannes Loftsson Höfundur er formaður frjálshyggjufélagsins. lififrelsid@gmail.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.