Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 40

Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 2. maí 1981 Skúli Óskarsson frá Fáskrúðs- firði setur Norðurlandamet í hnébeygju í 82,5 kg flokki á Meistaramóti Íslands í Laugardalshöll þegar hann lyftir 315 kg. Skúli er í fanta- formi á mótinu og setur Ís- landsmet bæði í réttstöðulyftu og í samanlögðu. 2. maí 1982 Ísland sigrar Egyptaland, 73:72, í síðasta leik sínum í C- keppni Evrópumóts karla í körfuknattleik í Skotlandi og endar þar með í fimmta sæti. Valur Ingimundarson, 19 ára Njarðvíkingur, skorar sigur- stigin úr tveimur vítaskotum og gerir 20 stig í leiknum en Kristján Ágústsson kemur næstur með 14. Viðar Vignis- son ver skot frá Egypta í lokin og tryggir sigurinn, en Egypt- ar voru lengi með á EM og urðu raunar Evrópumeistarar 1949. 2. maí 1987 Landsliðsmennirnir Bjarni Sigurðsson hjá Brann og Gunnar Gíslason hjá Moss fara vel af stað í norsku knatt- spyrnunni. Eru þeir í liði vik- unnar hjá Verdens Gang eftir fyrstu umferð deildakeppn- innar. 2. maí 1998 Kristján Helgason vinnur sér inn keppnisrétt á mótum at- vinnumanna í snóker með góð- um árangri á úr- tökumóti í Antwerpen í Belgíu. Kristján vinnur alla and- stæðinga sína nema einn, en sex sæti á móta- röð atvinnumanna voru í boði á mótinu og nælir Kristján því í eitt þeirra. 2. maí 2003 Akureyringurinn Rúnar Sig- tryggsson verður Evrópu- meistari með spænska liðinu Ciudad Real þegar liðið vinnur sænska liðið Redbergs- lid í úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Ciudad vinnur samtals 57:51, en síðari leiknum lauk með jafntefli í Gautaborg. Rúnar er á fyrsta tímabili sínu hjá spænska liðinu. 2. maí 2008 Ólöf María Jónsdóttir úr Keili kemst í gegnum niðurskurð keppenda eftir 36 holur á hinu rótgróna golfmóti Opna skoska meistaramótinu. Ólöf er í 45.-54. sæti fyrir þriðja hringinn. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, en Ólöf varð fyrst Íslendinga til að öðlast þar fullan keppnisrétt. 2. maí 2016 Þýska stórliðið Wolfsburg til- kynnir að liðið hafi tryggt sér krafta Söru Bjarkar Gunnars- dóttur fyrir næsta tímabil í þýsku knatt- spyrnunni og kemur hún frá Rosengård í Malmö. „Ég er komin á þann tímapunkt að ég þarf svona áskorun til að geta bætt mig enn frekar sem leikmaður,“ segir Sara Björk m.a. í samtali við Morgunblaðið. Á ÞESSUM DEGI GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Um fjögurra ára skeið snemma á öld- inni var staðið fyrir metnaðarfullum golfmótum á Hvaleyrinni í Hafnar- firði. Komu þá erlendir kylfingar í boði Nýherja og kepptu á móti ís- lenskum kylfingum. Fyrir fjórum þessara erlendu gesta átti að liggja að vinna risamót í golfinu eftir Íslands- heimsóknina. Þar er um að ræða þá Retief Goosen og Trevor Immelman frá Suður-Afríku, Írann Padraig Harrington og Englendinginn Justin Rose. Íslenskir íþróttaunnendur eiga þess sjaldan kost að sjá fræga kylf- inga keppa hér heima. Til eru þó dæmi um að hetjur hafi heimsótt okk- ur hér í fásinnið, eins og Jack Nick- laus og Annika Sörenstam. Dagskráin hjá bestu kylfingum heims er mjög þétt og ekki hlaupið að því að fá þau hingað til lands, þar sem ekki eru mót á bestu mótaröðunum haldin á Ís- landi. Morgunblaðið ákvað að rifja upp þennan athyglisverða en stutta tíma þegar erlendar kempur komu hingað nokkur ár í röð. Hvernig kom þetta til og hvers vegna hætti Canon-mótið eins og það hét? Sigurjón Hjaltason, sem þá starfaði hjá Nýherja og nú Origo, kom mjög að skipulagningunni og leit aðeins um öxl þegar blaðið hafði samband við hann og óskaði eft- ir því. Ástæða þess að gerlegt var að fá þessa erlendu gesti til landsins var sú að Canon var samstarfsaðili Evr- ópumótaraðarinnar en var einnig í samstarfi við nokkra fræga kylfinga á hverjum tíma. Í skyldum þeirra gagn- vart fyrirtækinu fólst þá að taka þátt í viðburðum sem fyrirtækið óskaði eftir þegar hægt var að finna því stað í dag- skránni. Í þessu tilfelli beindi Canon tveimur kylfingum á ári til Íslands í samráði við Nýherja, umboðsaðila Ca- non, til að spila á mótinu á Hvaleyri. „Þetta var skipulagt með miklum fyrirvara og við vorum þá í beinu sambandi við umboðsskrifstofu þeirra í London, IMG. Sendinefnd kom til Íslands bæði frá Canon og umboðsskrifstofunni til að taka út að- stæður áður en þetta var samþykkt. Maður var alltaf rosalega spenntur fyrir því hvaða nöfn við fengjum. Um tíma stóð til að Colin Montgomerie kæmi og einnig Ian Woosnam. Stundum réðist þetta bara á því hvort menn væru lausir eða ekki. Alls voru þetta fimm skipti sem mót- ið fór fram frá 2000-2004. Í öllum til- fellum komu tveir erlendir kepp- endur. Við skoðuðum einnig að fá konu og var það Laura Davies sem var stórt nafn. Hún var ekki laus en við reyndum það. Þá hefðu íslenskir kvenkylfingar fengið boð í mótið,“ sagði Sigurjón, en þess má geta að Laura Davies var á meðal keppenda á EM í Skotlandi 2018 þar sem Ís- lendingar sigruðu í liðakeppni. Lítið um afslöppun „Dagskrá heimsklassa kylfinga er mjög stíf. Þeir ljúka oft keppni í mót- um á sunnudegi. Fóru þá upp í flug- vél einhvers staðar í heiminum og enduðu á Íslandi á sunnudagskvöldi. Kepptu hér á mánudegi og var Canon-mótið ávallt á mánudegi. Þar byrjaði dagskráin um morguninn þar sem ProAm var haldið með við- skiptavinum okkar. Þá skiptu er- lendu gestirnir sér niður á nokkra ráshópa. Viðskiptavinirnir höfðu geysilega gaman af því að vera í svona mikilli nálægð við þessar hetjur. Mótið fór svo fram eftir há- degi og þar drógum við að borðinu sterkustu kylfingana á Íslandi og buðum þeim að taka þátt. Einnig var haldið opið mót hjá Golfklúbbnum Oddi fyrr um sumarið þar sem sig- urvegarinn í höggleik án forgjafar fékk að taka þátt í Canon-mótinu. Það gekk prýðilega. Þessir erlendu gestir voru því píndir til að spila allan daginn en við reyndum að gera vel við þá um kvöldið. Reyndum að sýna þeim áhugaverða staði og fara með þá út að borða. Svo beið þeirra bara flug snemma á þriðjudagsmorgni og því var lítið slappað af.“ Ekkert haggaði Goosen Retief Goosen var 32 ára þegar hann kom til Íslands árið 2001. Hann hafði unnið Opna bandaríska meist- aramótið skömmu áður og endurtók þann leik árið 2004. Frábær kylf- ingur sem tvívegis hafnaði í 2. sæti á Masters. Þess má geta að Goosen vann sig inn í Opna breska meistara- mótið 2018 í sama úrtökumóti og Haraldur Franklín Magnús. „Goosen vann Opna bandaríska bara hálfum mánuði áður. Gott ef  Í byrjun aldarinnar léku heimsþekktir kylfingar á Hvaleyrinni í Hafnarfirði  Fjórum þeirra tókst að vinna risamót í golfi eftir Íslandsheimsóknina Sigur á risamóti brey Ljósmynd/ Úr safni Nýherja/Phil Fjölmenni Áhorfendur fylgjast með Retief Goosen slá inn á 18. flötina. Canon-mótin » 2000: Barry Lane og Patrik Sjöland. 2001: Retief Goosen og Ronan Rafferty. 2002: Padraig Harrington og Nick Dougherty. 2003: Justin Rose og Peter Baker. 2004: Trevor Immelman og Tony Johnstone. » Feðgarnir Ágúst Húbertsson og Ólafur Þór Ágústsson komu mest að mótunum fyrir Keili og þeir Sigurjón Hjaltason, Rúnar B. Guðlaugsson og Lúðvík Andreasson fyrir Nýherja. HANDBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Handknattleikskonan Sandra Erlingsdóttir mun ekki leika með uppeldisfélagi sínu ÍBV á Íslands- mótinu í haust eins og upprunalega stóð til. Hún ætlar að reyna fyrir sér í atvinnumennskunni og hefur gert samning um að leika með Aalborg næstu tvö árin, en liðið leikur í dönsku fyrstu deildinni. Sandra hugðist flytja heim og leika með ÍBV í vetur eftir tvö ár á Hlíðarenda, þar sem hún varð m.a. þrefaldur meistari með liði Vals á síðasta ári. Hana hefur hins vegar lengi dreymt um tækifærið til að spreyta sig erlendis og segist ekki hafa getað hafnað tilboðinu frá Aal- borg. „Ég var að skoða þetta fyrr í vetur en ekkert spennandi kom upp og ég skrifaði undir hjá ÍBV. Svo var ég bara orðin mjög spennt fyrir næsta tímabili, enda vorum við komin með þrusugott lið, en svo kom þetta upp,“ sagði Sandra í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Eftir að hafa talað við þjálfarann leist mér rosalega vel á þetta. Þetta var tækifæri sem var eiginlega ekki hægt að segja nei við.“ Skref upp á við Sandra er 21 árs gömul og lék með ÍBV í tvö ár áður en hún færði sig yfir í Val árið 2018. Þar áður bjó hún í Þýskalandi þar sem faðir hennar, Erlingur Richardsson, stýrði úrvalsdeildarliði Füchse Berl- ín. Þar fékk hún að stíga fyrstu skref sín með meistaraflokki og þó að hún njóti góðs af þeirri reynslu er hún ánægð að halda í dag út í atvinnu- mennsku upp á eigin spýtur. „Það er skemmtilegra að gera þetta núna og þá á mínum eigin for- sendum. Í Þýskalandi var maður bara einhver kjúklingur sem fékk að fljóta með þar sem ég var úti með pabba.“ Þá segir Sandra engan vafa á því að um skref upp á við sé að ræða og hún sé því spennt að stökkva út í djúpu laugina, þótt auðvitað sé leiðinlegt að spila ekki með heima- félagi sínu eins og upprunalega stóð til. „Að fara í ÍBV frá Val var kannski frekar hliðarskref en þetta er klárlega skref upp á við. Það er auðvitað leiðinlegt að vera ekki að fara að spila með uppeldisfélaginu en ég er enn ung og það kemur bara seinna.“ Get ekki leyft mér að væla Þá vék Sandra sér að nýliðnu Ís- landsmóti, en tæpu ári eftir að hún vann þrennuna með Völsurum þurfti að aflýsa keppni að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins. Framarar höfðu nú þegar sigrað Valsara í bikarúrslitum og voru þeir sömuleiðis krýndir deildarmeistarar Olísdeildarinnar þegar HSÍ tók þá ákvörðun að aflýsa keppninni. Hins vegar var enginn Íslandsmeistari krýndur og var endirinn á mótinu frekar endasleppur, sérstaklega fyrir Söndru sem var nýstigin upp úr meiðslum. „Það var ekkert smá fúlt að enda þetta svona. Ég var meidd á ökkla í tvo mánuði og fékk svo bara þennan bikarleik á hálfum fæti, ég kvaddi ekki almennilega. Við vorum nánast búnar að missa deildarmeistaratitilinn frá okkur en Íslandsmeistaratitillinn var hins vegar eftir og við vorum tilbúnar að berjast fyrir honum. En maður get- ur ekki leyft sér að væla yfir ein- hverju svona, það er allt annað sem skiptir máli núna.“ Hélt að draumurinn væri farinn Mótinu var sömuleiðis aflýst í Danmörku og lið Aalborg fellt úr úr- valsdeildinni, en það var á botni hennar með einungis þrjá sigra í 23 Fannst hún ekki geta sagt nei við þessu tækifæri  Sandra Erlingsdóttir heldur til Danmerkur í atvinnumennsku  Vill vinna sér inn sæti í landsliðinu  Leiðinlegt að spila ekki með ÍBV  Handboltaferillinn var í mikilli hættu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.