Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
Gengið verður út frá venjulegum
skyldum launþega gagnvart vinnu-
veitanda á uppsagnarfresti í frum-
varpi fjármála- og efnahagsráð-
herra um greiðslu ríkisins á hluta
launakostnaðar fyrirtækja á upp-
sagnarfresti starfsfólks. Forseti Al-
þýðusambands Íslands segir að eðli
málsins samkvæmt ættu fyrirtæki
sem nýta sér þessa leið að hafa
verulega takmarkaða eða enga
starfsemi og að skoða þurfi hvort
eðlilegt sé að láta starfsfólk vinna
uppsagnarfrest undir þeim kring-
umstæðum.
haldandi tekjufall að minnsta kosti
út þetta ár sótt um stuðning úr rík-
issjóði vegna greiðslu hluta launa-
kostnaðar á uppsagnarfresti. Von
er á frumvarpi þess efnis um miðj-
an þennan mánuð, en samkvæmt
upplýsingum frá ráðuneytinu er
gengið út frá venjulegum skyldum
launþega gagnvart vinnuveitanda á
uppsagnarfresti. Þannig geta fyrir-
tæki farið fram á að starfsfólk vinni
uppsagnarfrest.
„Nú breytist staðan hjá þessu
fólki að því leyti að það fer út úr
hlutabótaleiðinni og fer að vinna
100% vinnu fyrir sinn atvinnurek-
anda og ef ekki hefur ræst úr verð-
ur það svo atvinnulaust í kjölfarið,“
segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri
Vinnumálastofnunar.
Ekki beinn ríkisstuðningur
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir í
samtali við Morgunblaðið að stuðn-
ingur þessi sé enn óútfærður en að
sambandið vinni að því að leggja
línur hvað þetta varðar, enda hafi
því borist fjölmargar fyrirspurnir
frá aðildarfélögum sínum. Hafa
beri í huga að fyrirtæki sem fari í
þetta úrræði hafi orðið fyrir stór-
felldu tekjufalli og að eðli málsins
samkvæmt ættu þessi fyrirtæki
ekki að vera með starfsemi, eða
nánast enga starfsemi. „Ef allt væri
eðlilegt þá væri samkomulag milli
launafólks og atvinnurekenda um
hvort vinna ætti uppsagnarfrestinn,
en það þarf að skoða í ljósi þessa.
Þetta er hugsað til að koma fyr-
irtækjum í var, en ekki sem beinn
ríkisstuðningur við laun fólks í
fullri vinnu,“ segir Drífa.
Þá geti þetta spilast þannig að
fyrirtæki láti fólk vinna uppsagn-
arfrestinn og endurráði það að hon-
um loknum og stjórnvöld séu þá bú-
in að greiða fólki laun í þrjá
mánuði.
„Ég myndi fara mjög varlega í að
fara þessa leið nema fyrirtæki þurfi
bráðnauðsynlega á því að halda, af
því hún verður ýmsum skilyrðum
háð,“ segir Drífa að lokum.
Heimilt að láta vinna uppsagnarfrest
Í frumvarpi um greiðslu ríkisins á hluta launa á uppsagnarfresti verður gengið út frá venjulegum
skyldum launþega Forseti ASÍ segir það myndu skjóta skökku við hjá fyrirtækjum með enga starfsemi
Unnur
Sverrisdóttir
Drífa
Snædal
Í síðasta aðgerðapakka ríkis-
stjórnarinnar vegna kórónuveir-
unnar kom fram að til viðbótar við
hlutabótaleiðina gætu fyrirtæki
sem orðið hafa fyrir að lágmarki
75% tekjufalli og sjá fram á áfram-
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Íslendingar eru hópurinn sem við
viljum ná til og því tel ég hentugt að
opna kaffihúsið einmitt nú í sumar.
Ég kemst þá bara í æfingu og svo
mæta útlendingarnir kannski á næsta
ári. Framkvæmdir hér í húsinu eru
langt komnar og þetta er allt að
smella,“ segir Anna Lísa Hilmars-
dóttir, bóndi á Refsstöðum í Hálsa-
sveit í Borgarfirði. Veitingastofan
Rím þar á bæ verður væntanlega
opnuð í næsta mánuði og má ætla að
margir staldri þar við á sumar-
ferðalögum sínum, enda vinsælir
ferðamannastaðir í grenndinni.
Innréttað og endurnýtt
Þau Anna Lísa og Brynjar Bergs-
son maður hennar keyptu á síðasta
ári gamla byggingu norður á Akur-
eyri sem áður hýsti skipasmíðastöð á
Oddeyrinni.
Húsið góða var flutt suður í fyrra-
sumar og sett á grunn þar sem það er
stækkað nokkuð frá upphaflegri gerð.
Þessa dagana er verið að innrétta og
koma öllu í stand í veitingasalnum,
sem verður í austurenda hússins, en
eldhús og annað slíkt í vesturenda.
Frá þessu brasi hefur m.a. verið sagt í
sjónvarpsþáttunum Gulli byggir á
Stöð 2.
Refsstaðafólk hefur kappkostað að
sinna framkvæmdum sjálft sem mest
og efniviðurinn, til dæmis veggklæðn-
ingar og húsgögn, er að stórum hluta
endurnýttir hlutir. Slík búhyggindi
segir Anna Lísa nauðsynleg nú, þegar
syrt hefur að og þrengra er um lána-
möguleika og ýmsa fyrirgreiðslu. „Ég
er algjör byrjandi í veitingarekstri og
ferðaþjónustu og tel því hreinlega
mjög gott að hefja starfsemi nú, þeg-
ar fyrirsjáanlegt er að rólegra verði
yfir en verið hefur undanfarin ár,“
segir Anna Lísa. „Hér er ætlunin að
vera með fjölbreyttan matseðil og
heimaunnar afurðir eins og ís frá kúa-
búinu okkar. Einnig stendur til að
vera hér með leiktæki og íslensku
húsdýrin. Refsstaðir eiga að verða
viðkomustaður fjölskyldufólks, en
annars sé ég fyrir mér að hér verði
mjög fjölbreytt starfsemi. Hér um
sveitina er mikil umferð ferðafólks,
auðlind sem ég ætla að virkja.“
Hentugt að opna í sumar
Framkvæmdahugur í Borgarfirði Rím á Refsstöðum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveitakona „Ég er algjör byrjandi í veitingarekstri og ferðaþjónustu og tel
því hreinlega mjög gott að hefja starfsemi nú,“ segir Anna Lísa.
Guðni Einarsson
Þór Steinarsson
Ótímabundið verkfall 260-270 fé-
lagsmanna Eflingar sem vinna hjá
Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ,
Mosfellsbæ og Sveitarfélaginu Ölf-
usi hefst kl. 12.00 í dag. Samninga-
fundi Eflingar og samninganefndar
Sambands íslenskra sveitarfélaga
lauk án árangurs síðdegis í gær.
Verkfallið nær m.a. til ræstinga-
fólks í fjórum af 21 leikskóla í Kópa-
vogi og fjórum af níu grunnskólum
bæjarins. Vegna hertra krafna um
þrif í kórónuveirufaraldrinum er
ljóst að þessum átta skólahúsum
verður lokað strax á morgun, verði
ekki samið. Hafsteinn Karlsson,
skólastjóri Salaskóla, eins þeirra
skóla sem um ræðir, sagði að ekki
væri hægt að bregðast öðruvísi við
en að halda uppi fjarkennslu eins og
gert hefði verið frá 11. mars.
Í tilkynningu Eflingar síðdegis í
gær sagði m.a.: „Samband íslenskra
sveitarfélaga neitar enn að gera
kjarasamning við Eflingarfélaga
sambærilegan þeim sem ríkið,
Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir
hafa gert við félagið. Sambandið er
eitt opinberra aðila um þessa afstöðu
á því atvinnusvæði þar sem Efling
hefur samningsumboð.“
„Það ber mikið á milli og það virð-
ist ekki vera neinn vilji hjá viðsemj-
endum okkar að skoða hvernig sam-
ið hefur verið við aðra og nálgast
þann raunveruleika,“ sagði Aldís
Hafsteinsdóttir, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Sáttafundur Flugfreyjufélags Ís-
lands og Samtaka atvinnulífsins
vegna Icelandair var haldinn í gær
hjá ríkissáttasemjara. Annar fundur
þeirra er boðaður í dag. Þá sátu
Landssamband lögreglumanna og
samninganefnd ríkisins lengi við
samningaborðið í gær.
Kjaradeilu Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra og fjármála- og efna-
hagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs
hefur verið vísað til ríkissáttasemj-
ara. Þessi deila varðar kjör þriggja
starfsmanna Samgöngustofu, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Eflingarfólk hjá fjórum
sveitarfélögum í verkfall
Skólum sem ekki eru þrifnir verður lokað strax á morgun
Morgunblaðið/Árni Torfason
Salaskóli Loka þarf átta skóla-
húsum í Kópavogi verði ekki samið.
Umferð á hringveginum dróst sam-
an um tæp 35% frá sama mánuði í
fyrra. Alls hefur umferð á hring-
veginum dregist saman um nærri
18% frá áramótum.
Í umfjöllun á vef Vegagerðar-
innar kemur fram að samdráttar-
tölur sem þessar hafi ekki sést síð-
an byrjað var að taka tölurnar
saman fyrir hálfum öðrum áratug.
„Til að gefa hugmynd um stærð-
argráðuna þá er þessi samdráttur
sex sinnum meiri en í efnahags-
kreppunni fyrir tíu árum,“ segir
þar. Mest dróst umferðin saman á
Norðurlandi eða um tæplega 60%
en minnst við höfuðborgarsvæðið,
um 23%. Af einstökum stöðum var
samdrátturinn mestur á Mýrdals-
sandi, 80%.
Mikill samdráttur í umferð í aprílmánuði
Alþingi hefur gert ráðstafanir til
þess að flestir þingmenn og ráð-
herrar geti setið þingfundi samtímis
eftir að nýjar takmarkanir í
samkomubanninu tóku gildi í gær.
Þríeykið, landlæknir, sóttvarna-
læknir og yfirlögregluþjónn al-
mannavarnadeildar ríkislögreglu-
stjóra, heimsótti þinghúsið í síðustu
viku til að skoða aðstæður, að því er
segir á heimasíðu Alþingis.
„Þingfundarsvæðið hefur verið
stækkað og er nú efrideildarsalur
ásamt báðum herbergjunum austur
og vestur af þingsalnum hluti þing-
fundarsvæðisins. Setið er í öðru
hverju sæti í þingsalnum og bil milli
sæta í hliðarsölum tekur mið af
nándarreglunni. Sætaskipan er
frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í
þingsal eða í hliðarherbergjum. Ráð-
herrar hafa einir afnot af ráðherra-
bekkjum og viðbótarsæti fyrir þá
eru í skjalaherbergi,“ segir í frétt Al-
þingis. Atkvæðagreiðslur verða með
sama sniði og undanfarnar vikur.
gudni@mbl.is
Bilið breikkað
milli þingmanna
Alþingi stokkar upp í þinghúsinu
Ljósmynd/Alþingi
Alþingi Sætaskipan í sölum þingsins
er nú frjáls og nándarreglan virt.