Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020
✝ JóhannaMaggý Jóhann-
esdóttir (Dista)
fæddist í Vegg í
Vestmannaeyjum
hinn 28. maí 1931.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
hinn 14. apríl 2020.
Faðir Distu var
Jóhannes J. Al-
bertz frá
Syðri-Kársstöðum,
Vatnsnesi, Húnaþingi vestra.
Móðir Distu var Kristín Sig-
mundsdóttir frá Hamraendum í
Breiðuvík á Snæfellsnesi.
Systkin Distu: Albert, f. 1925,
látinn. Grettir, f. 1927, látinn.
Gréta, f. 1929, látin. Elínborg, f.
1930. Ragnar, f. 1932. Sævar
Þorbjörn, f. 1938. Lillý, f. 1940,
látin.
Þegar Dista var fimm ára
gömul missti hún móður sína og
tvístraðist þá fjölskyldan.
Dista fór til Reykjavíkur í
fóstur til Margrétar Sigmunds-
Sigurgeir, f. 1957, giftur Ás-
dísi Gígju Halldórsdóttur, börn
þeirra Jón Grétar og Ásgeir,
barnabarn eitt.
Friðbjörg, f. 1961, gift Guð-
mundi Þór Sigurbjörnssyni.
Börn Friðbjargar eru Arnþór
og Unnur Guðlaug. Barnabörn-
in eru sjö.
Margrét, f. 1964, sambýlis-
maður Hinrik Olsen, hennar
börn Jóhanna Maggý, Hlynur
og Davíð Snær. Barnabörnin
eru þrjú.
Elín Inga, f. 1966, hennar
börn Helena, Birkir og Bjarki.
Samhliða heimilisstörfum var
Dista dagmóðir. Seinna vann
hún á Hótel Holti í nokkur ár,
síðan prjónastofunni Iðunni og
endaði starfsævina í mötuneyti
Seðlabanka Íslands.
Dista verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju í dag, 5. maí
2020, og hefst athöfnin kl. 13.
Vegna samkomubannsins verða
eingöngu nánustu ættingjar
viðstaddir en athöfninni verður
streymt í lokuðum face-
bookhóp:
https://www.facebook.-
com/groups/231957631387243.
Stytt slóð: https://n9.cl/r9fi.
Slóðina má nálgast á
www.mbl.is/andlat.
dóttur, móð-
ursystur, og Sig-
urgeirs Alberts-
sonar,
föðurbróður. Dista
gekk í Kvenna-
skóla Reykjavíkur
og síðan á hús-
mæðraskólann á
Staðarfelli í Dölum.
Hinn 15. febrúar
1956 giftist Dista
Arnþóri Ingólfs-
syni lögreglumanni, síðar yf-
irlögregluþjóni, f. 15.2.1933 á
Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði
en þar sem hann missti báða
foreldra sína mjög ungur ólst
hann upp á Hauksstöðum í
Vopnafirði hjá þeim hjónum
Friðbirni og Sigurbjörgu.
Þau eignuðust fjögur börn en
fyrir átti Dista dótturina Krist-
ínu Snæfells, f. 1950. Hennar
börn eru Jóhanna, Ásdís og
Guðbjörg Elísa. Barnabörnin
eru sjö og barnabarnabörnin
þrjú.
Ljóð til mömmu minnar
Nú húmi slær á hópinn þinn,
nú hljóðnar allur dalurinn
og það, sem greri á þinni leið
um því nær heillar aldar skeið.
Vor héraðsprýði horfin er:
öll heiðríkjan, sem fylgdi þér.
Og allt er grárra en áður var
og opnar vakir hér og þar.
Þér kær var þessi bændabyggð,
þú battst við hana ævitryggð.
Til árs og friðar – ekki í stríð –
á undan gekkstu í háa tíð.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
En styrrinn aldrei stóð um þig,
- hver stormur varð að lægja sig,
er sólskin þinnar sálar skein
á satt og rétt í hverri grein.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð,
- vor hgjörtu blessa þína slóð
og Laxárdalur þrýstir þér
í þægum friði að brjósti sér.
(Jóhannes úr Kötlum)
Hvíl í friði elsku mamma mín,
Kristín.
Þá hefur elsku mamma hafið
sína ferð inn í sumarlandið.
Margs er að minnast og margt
ber að þakka. Má þar minnast á
margar ógleymanlegar stundir
sem við áttum í „Birkjó hvort sem
við vorum þar öll saman eða ekki.
Alltaf var gott að koma þangað
enda mikill gestagangur og
mamma þá ekki lengi að galdra
dýrindis veitingar á borð, hvort
heldur sem var kaffihlaðborð eða
matur.
Í gamla daga var oft glatt á
hjalla þegar Grettir frændi kom
til okkar í hádegismat er hann
keyrði með vörur úr Þykkvabæn-
um, en nú um þessar mundir eru
20 ár síðan hann lagði í sína hinstu
ferð.
Að lokum viljum við Gummi
þakka fyrir allar þær dásamlegu
stundir sem við áttum saman í
ferðalögum um landið okkar og
skemmtilegar samverustundir í
sumarbústað okkar í Borgarfirði,
að ógleymdri ferð til Glasgow þar
sem við eyddum helgi saman
mamma, ég og Unnur Guðlaug.
Ég veit að mamma heldur
áfram að fylgjast með okkur öll-
um og einnig veit ég að þau taka
vel á móti henni, Alli, Grettir,
Gréta og Lillý, og á eftir að vera
glatt á hjalla hjá þeim þegar þau
hittast í sumarlandinu.
Hér kemur ljóð sem tengdi
okkur mömmu órjúfanlegum
böndum:
Mamma
Guð þig leiði sérhvert sinn
sólar vegi alla.
Verndar engill varstu minn,
vissir mína galla.
Hvar sem ég um foldu fer,
finn ég návist þína.
Aldrei skal úr minni mér,
mamma, ég þér týna.
(Jón Sigfinnsson)
Hjartans þakkir fyrir allt elsku
mamma,
Friðbjörg og Guðmundur.
Elsku amma, eftir því sem árin
liðu og heilsunni hrakaði vissi
maður að það kæmi að kveðju-
stund fyrr en seinna. Þú hefur
verið stór partur af mínu lífi og
sennilega er það þess vegna sem
er samt svo sárt að kveðja.
Á stundum sem þessum reikar
hugurinn aftur og fer í gegnum
minningar sem eru svo ótal marg-
ar og dásamlegar um þig. Allar
næturgistingarnar þar sem við
höfðum það huggulegt á kvöldin
og þá vorum við oftar en ekki
fleiri en eitt og jafnvel fleiri en tvö
sem höfðum fengið það í gegn að
fá að gista. Ef ég gisti ein fórum
við afi og útbjuggum bakka með
brauðsneið og kaffi til að færa þér
í rúmið morguninn eftir. Ég man
hvað mér þótti gaman að koma í
vinnuna til þín í Seðlabankanum,
fá heitt kakó og fylgjast með því
sem fram fór í eldhúsinu. Þau
voru líka nokkur skiptin sem ég
hringdi eftir aðstoð þegar ég var
að byrja að baka heima, meðal
annars til að biðja þig að um-
breyta 40 g af kakói yfir í mat-
skeiðar því eldhúsvogin okkar gat
ekki vigtað það lítið magn. Það
var alltaf mikill gestagangur í
Birkjó og þú veifaðir fram kræs-
ingunum hægri vinstri, hvort sem
það voru kökur, pönnukökur, eitt-
hvað af 15 sortunum sem þú bak-
aðir fyrir jólin eða brúna ömmu-
sósan. Minningarnar tvær sem
standa þó upp úr eru af ferðalög-
um. Annars vegar þegar við fór-
um í mæðgnaferðina til Glasgow,
smökkuðum litla kleinuhringi í
fyrsta skipti, drukkum breezer,
fundum enga veitingastaði, hlóg-
um mikið og skemmtum okkur
konunglega. Hins vegar er það
svo hringferðin um landið þegar
þú hlaust viðurnefnið amma pulsa
því það var reglulega stoppað í
vegasjoppum landsins að fá sér
pulsu.
Ég held að þú hafir haft eitt
stærsta hjarta sem ég hef kynnst
og man aldrei eftir þér öðruvísi en
brosandi út að eyrum með faðm-
inn opinn þegar maður kom í
heimsókn til þín. Ég og litlu skott-
urnar þínar, sem ég er svo glöð að
fengu að þekkja þig svona lengi
og þótti svo gaman að koma til
þín, höldum áfram að dýfa fransk-
brauði með smjöri í heitt súkku-
laði fyrir jólin og hugsa til þín í
hvert skipti.
Þín
Unnur Guðlaug.
Mikð finnst mér erfitt að þú
sért farin elsku, hjartans amma
mín. Ég er að gera mér meira og
meira grein fyrir því hversu mikill
áttarviti eða leiðarljós þú varst í
mínu lífi. Þú kenndir mér svo
margt elsku amma, þar má nefna
siðferði, heiðarleika og vinnusemi
en á sama tíma fékk ég mikla ást,
umhyggju og kærleik frá þér. Ég
verð ykkur afa eilíflega þakklát
fyrir að þið tókuð mig að ykkur
þegar ég var fjögurra ára og
gerðuð allt til að láta mér líða vel
þau ár sem ég var hjá ykkur. Ég
segi við alla þá sem vilja vita að
þið afi björguðuð mér, því ég er sú
sem ég er í dag út af ykkar leið-
sögn. Ég þarf að fyrirgefa sjálfri
mér fyrir að hlusta á manneskju
sem vildi gera lítið úr ykkur afa í
mörg ár og því miður tók ég of
mikið mark á því í einhvern tíma
en hætti því svo sem betur fer.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar úr Birkjó sem ég ætla að
hugsa frekar um og ég mun svo
sannarlega ylja mér við þær um
ókomna tíð. Ég sakna þín og hins
einlæga hláturs þíns alveg óskap-
lega elsku amma mín en ég veit að
þú ert komin í sumarlandið fagra.
Að lokum langar mig langar að
fara með bæn sem þú sagðir oft
við hlið mér þegar ég var að fara
að sofa:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Þitt ömmubarn,
Ásdís Bjarnadóttir.
Elsku amma Dista. Þegar við
fréttum að þú værir búin að
kveðja okkur í hinsta sinn þá
streymdu einungis inn yndislegar
minningar um þig sem við systk-
inin munum varðveita alla tíð.
Þegar sól og blíða lét sjá sig í
Lækjartúninu þá birtust þið afi
margsinnis til að njóta á pallinum
með okkur og ávallt fylgdi ís úr
vél með heitri súkkulaðisósu,
hamborgarar eða annað góðgæti.
Þú sást alltaf til þess að allir yrðu
fullsaddir þegar við komum í
heimsókn og það voru ekki jól þar
til við vorum búin að fá heitt
súkkulaði og franskbrauð með
smjöri hjá ömmu Distu. Við mun-
um halda áfram að drekka heitt
súkkulaði úr bollunum sem þú
málaðir svo fallega fyrir okkur.
Við vorum svo heppin að fá að
fara með þér til Kanarí einu sinni
og skildir þú bara afa eftir heima
á Íslandi því hann var ekki hrifinn
af hitanum og sólinni. Þú varst
alltaf svo stolt af okkur þegar
okkur gekk vel í skóla eða þegar
við stóðum okkur vel í íþróttum
og varst ótrúlega lunkin við að
lauma seðlum í lófann, vasann eða
jafnvel innan klæða án þess að afi
eða mamma og pabbi sæju til.
Betri ömmu er ekki hægt að
hugsa sér og erum við svo þakklát
fyrir að hafa verið ömmubörnin
þín. Hvíldu í friði elsku amma
Dista.
Helena, Birkir og Bjarki.
Elsku fallega og góða amma
okkar. Þú sem varst alltaf með
hlýja faðminn þinn opinn fyrir
alla. Það þurfti ekki að vera fjöl-
skyldumeðlimur heldur sýndir þú
hverjum þeim sem urðu á vegi
þínum svo mikinn kærleik og
hlýju. Þessi endalausa góð-
mennska gerði tímana hjá ykkur
afa að svo ótrúlega góðri minn-
ingu hjá okkur öllum.
Minningarnar okkar frá Birkjó
í barnæsku ylja hjartanu því það
var yndislegur tími, fullt hús af
fólki og mikið líf og fjör. Heimilið
ykkar afa ilmaði af heimsins besta
mat og kræsingum. Það var ekki
möguleiki að geta farið út úr hús-
inu ykkar án þess að stjanað væri
við mann og boðið allt að borða.
Eitt af því fallegasta við þig var
húmorinn þinn og brandarar sem
þú skaust inn í samræður svo lítið
bæri á.
Því að kveðja þig, elsku amma,
fylgir ótrúlega mikil sorg og leiði
en við munum engu að síður
kveðja þig með ógleymanlegum
og góðum minningum. Þú varst
með eindæmum yndisleg mann-
eskja og það er svo margt í fari
þínu sem mun fylgja okkur í
gegnum lífið. Við munum fylgja
fordæmi þínu og sýna fólki kær-
leik og hlýju eins og þú kenndir
okkur að gera.
Elskum þig alltaf,
Jóhanna Maggý,
Hlynur og Davíð Snær.
Nú kveðjum við með söknuði
Distu frænku okkar. Dista var
systir pabba og besta vinkona for-
eldra okkar. Við eigum margar
góðar minningar um heimsóknir
til hennar og Arnþórs í Birki-
hvamminn, þangað var gott að
koma. Dista tók einstaklega vel á
móti öllum sem þangað komu.
Birkihvammurinn var nokkurs
konar samkomustaður fyrir okk-
ur stórfjölskylduna, þar var ekk-
ert kynslóðabil, allir jafnir og allir
boðnir velkomnir með þremur
kossum þegar þeir komu. Hún
var nú ekki lengi að snara upp
veisluborði hvort sem það var
mánudagur eða helgi. Dista var
mikil húsmóðir og naut þess að
gera vel við gesti sína og fjöl-
skylduna sína. Pönnukökurnar
bakaðar á tveimur pönnum og
margar tegundir af heimabak-
kelsi. Síðan var lagt á borð, græna
stellið, hver man ekki eftir því.
Bolli, undirskál og meðdiskur, all-
ir fengu eins, óháð aldri.
Flestar af skýrustu minning-
um okkar frá uppvaxtarárunum
heima í Skarði eru tengdar sum-
arheimsóknum ættingja og vina,
það var ávallt mikið tilhlökkunar-
efni þegar fjölskyldan úr Birki-
hvamminum var væntanleg.
Dista, Arnþór og krakkarnir
fimm, við systkinin fegin að fá
nýja leikfélaga í frændsystkinum
okkar. Oftar en ekki var farið í
fjöruferð og hafði pabbi mjög
gaman af því að keyra upp og nið-
ur á melana og láta þau öll garga
og góla og svo var hlegið og hleg-
ið. Allt eru þetta góðar minning-
ar.
Dista og pabbi voru góðir vinir,
hann kom til hennar í Birki-
hvamminn flesta daga sem hann
var í Reykjavík vinnu sinnar
vegna. Fékk sér að borða hjá
henni í hádeginu og gott spjall á
eftir. Pabbi okkar lést 12. apríl
2000, og var það Distu mjög þung-
bært að kveðja bróður sinn og vin.
Eftir andlát pabba hugsaði
Dista vel um mömmu okkar og
kunnum við henni og Arnþóri
bestu þakkir fyrir vináttu þeirra
og tryggð við hana.
En eins og við vitum öll, og
aldrei er of oft sagt, þá felst að-
alhamingjan í mannlegum sam-
skiptum, vináttu og kærleika, við
systkinin, makar okkar og börn
fengum að upplifa það há Distu
frænku. Fólk eins og Dista er
ekki tínt upp úr steinum eins og
ein góð kona sagði.
Kæru Arnþór, Kristín, Sigur-
geir, Friðbjörg, Margrét og Elín,
makar og börn, innilegar samúð-
arkveðjur til ykkar.
Þrír kossar í lokin elsku
frænka.
Egill, Kristbjörg, Jóhannes,
Marta og Sigrún Grettisbörn.
Gengin er góð kona. Dista, eins
og fjölskyldan kallaði hana, var
systir Ragnars/pabba, árinu eldri
en hann. Þau misstu mömmu sína
ung, heimilið var leyst upp og
fimm barnanna voru send í fóstur.
Ragnar/pabbi, sem var yngstur af
ömmu Kristínar börnum, varð
eftir hjá pabba þeirra/afa, fjög-
urra ára gamall. Þrátt fyrir að
hafa verið aðskilin svona ung var
strengurinn á milli allra systkin-
anna sterkur og þegar þau voru
orðin nógu gömul til að hafa
stjórn á eigin lífi vörðu þau eins
miklum tíma saman og hægt var.
Dista var glæsileg kona, hávax-
in, svipsterk og dökk yfirlitum
með blik í bláum augum og smit-
andi hlátur. Hún var líka hlý og
góð og gladdist mest þegar henn-
ar fólki gekk vel – og öll vorum við
hennar fólk.
Heimilið í Birkihvammi 4 var
alltaf opið fyrir okkur öll. Dista og
Arnþór voru ótrúlega gestrisin og
hugsuðu vel um sitt fólk. Það var
eins og hún frænka ætti töfra-
potta; þegar gesti bar að garði,
korter í mat, var lagt á borð fyrir
þá og hún hvíslaði í pottana: „Það
bættust fjórir við“ og alltaf var
nógur matur! Það er okkur öllum
ógleymanlegt þegar gaus í Vest-
mannaeyjum, þá áttum við at-
hvarf í Birkihvamminum vikum
saman. Það var aldrei spurning af
hálfu Distu og Arnþórs, að sjálf-
sögðu kæmum við til þeirra, sex
manna fjölskyldan, og yrðum eins
lengi og þyrfti. Við fáum aldrei
fullþakkað það að fá athvarf á ög-
urstundu í opnum örmum fullum
af kærleik. Þegar hugsað er til
baka, þá var neðri hæðin íð Birki-
hvammi 4 pínulítil, í fermetrum
talið, en í huganum er hún stór,
allir velkomnir og ávallt nægt
pláss. Þannig var hún Dista, svo
stór í sinni hógværð. Hún barst
ekki á eða sló sér á brjóst, en hún
umvafði okkur öll með kærleika
og væntumþykju. Elsku Dista,
hafðu þökk fyrir allt og allt. Inni-
legar samúðarkveðjur til Arn-
þórs, barna og nánustu fjöl-
skyldu.
Ragnar og Fríða,
Ragnheiður Anna,
Linda Kristín, Sigurður Ingi,
Ragnar Þór, Zindri Freyr
og fjölskyldur.
Mágkona mín elskuleg Jó-
hanna Maggý eða Dista eins og
flestir kölluðu hana lést á Hrafn-
istu 14. apríl sl. Við Dista erum
búnar að þekkjast í u.þ.b. 65 ár og
aldrei hefur fallið skuggi á þá vin-
áttu. Ógleymanlegar samveru-
stundir, hvort sem það var í
Þykkvabænum eða í Birki-
hvamminum, eru mér dýrmætar
minningar nú þegar kemur að
leiðarlokum.
Kæru Arnþór, Kristín, Sigur-
geir, Friðbjörg, Margrét og Elín,
makar og börn, innilegar samúð-
arkveðjur til ykkar.
Ó, þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu’ í Drottins skaut.
Ó, það slys því hnossi’ að hafna,
hvílíkt fár á þinni braut,
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í Drottins skaut.
(M. Joch.)
Með vinsemd og virðingu,
Fanney.
Ég var svo heppinn að þekkja
Distu eða ömmu Jóhönnu eins og
hún var kölluð á mínu heimili, af
mínum drengjum, mér og Ásdísi,
konunni minni, sem ólst upp góð-
an hluta af sínum æskuárum hjá
þeim ömmu Jóhönnu og Arnþóri
afa.
Ásdís mín var svo gæfurík að fá
að njóta æskuáranna hjá ömmu
sinni, þá ekki bara fyrir þann
stöðugleika, ást, alúð og um-
hyggju sem hún hlaut þar heldur
líka að fá eina af sínum fyrir-
myndum þar, sem hefur mótað
hana og klárlega gert hana að því
sem hún er í dag.
Mín fyrstu kynni af Distu voru
þau sömu, í raun, og þegar ég hitti
hana í síðasta skiptið, alltaf
spurður hvernig ég hefði það og
hvernig gengi. Ég man líka að
þegar rigndi í mínu lífi og ég bar
mig upp við Distu stóð ekki á já-
kvæðninni og bjartsýninni; þetta
myndi allt lagast, þetta yrði allt í
lagi.
Maður fór einhvern veginn
alltaf vel saddur, bæði á maga og í
hjarta, eftir heimsókn til þeirra
sómahjóna.
Stundirnar í Birkjó verða svo
alltaf minnisstæðar í kringum
stórhátíðarnar, stútfullt hús af
góðu fólki, frændum, frænkum og
frábærum mat. Minning sem fer
eitthvað svo vel með mann og fer
vel í hjarta, um leið og stundanna
með Distu er minnst.
Ég er hins vegar svo heppinn
að Dista er ekki alveg farin úr
mínu lífi, því ég fæ að heyra
reglulega í henni, þá í gegnum
hana Ásdísi mína, þegar hún
„leiðbeinir“ mér um frekari þrif-
tækni og frágang í eldhúsinu og
þegar hún sinnir drengjunum
mínum. Dista var og er nefnilega
svo mikil fyrirmynd hennar Ás-
dísar og verður um ókomin ár.
Þess njótum við hinir á heimilinu,
ásamt hlýjum minningum um
ömmu Jóhönnu.
Fyrir það má þakka.
Þeim Arnþóri, börnum og öðr-
um afkomendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Sigfús Ómar Höskuldsson.
Jóhanna Maggý
Jóhannesdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann