Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO fagnaði í gær fjársöfnun, sem fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins stóð fyrir, en þar söfnuðust saman um 7,4 milljarðar evra, eða sem nem- ur tæpum 1.200 milljörðum íslenskra króna. Á fjárhæðin að hjálpa til við þróun og framleiðslu á bóluefni gegn kórónuveirunni. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði að söfnunin hefði verið öflug birtingar- mynd „alþjóðlegrar samstöðu“ í bar- áttunni gegn kórónuveirufaraldrin- um. Rúmlega 3,5 milljónir manna hafa nú smitast af kórónuveirunni og nærri því 250.000 hafa látist af völd- um hennar. Bandaríkjastjórn ekki með Um fjörutíu ríki lögðu söfnuninni til fé, en að auki ákváðu nokkur góð- gerðarsamtök á borð við stofnun Bills og Melindu Gates að leggja sitt af mörkum. Allar helstu stórþjóðir Evrópu hétu að veita fé til bóluefnis og Japanir og Kanadamenn tóku einnig þátt í söfnuninni. Þá ákvað söngkonan Madonna að gefa eina milljón bandaríkjadala til fjáröflun- arinnar. Það vakti hins vegar athygli að Bandaríkjastjórn kaus að veita ekki fé til söfnunarinnar. Talsmaður stjórnvalda sagði að Bandaríkin fögnuðu framtaki Evrópusambands- ins en benti á að Bandaríkjamenn hefðu þegar styrkt margar af þeim stofnunum sem völdu að taka þátt í fjáröfluninni. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist fagna söfnuninni, en varaði við að mun meira fjármagn, eða allt að fimmfalt meira en það sem safnaðist, myndi þurfa að koma til til þess að tryggja að hægt yrði að bólusetja alla sem það myndu þurfa. Söfnuðu stórfé fyrir bóluefni  Fjársöfnun ESB skilaði 7,4 milljörðum evra  „Öflugt merki“ um samstöðu AFP Bóluefni Víða er verið að þróa bólu- efni gegn kórónuveirufaraldrinum. Aftur var heimilt að opna hundasnyrtistofur á Spáni í gær, eftir samkomu- og útgöngubann sem verið hefur í gildi þar í landi síðustu fimmtíu daga. Var þessi káti hvutti einn af þeim fyrstu sem komu við á snyrtistofunni í bænum Vilanova i la Geltru í gær og var eflaust þakklátur fyrir atlætið sem hann fékk. AFP Spænskir hundar loks í snyrtingu Bresk stjórnvöld kynntu í gær að tilraunir með nýtt smitrakn- ingar-snjallsíma- forrit myndu hefjast í dag á Wight-eyju. Fyr- irhugað er að forritið verði tekið í notkun annars staðar á Bretlandseyjum síðar í mánuðinum, en það á að hjálpa til við afléttingu þeirra hafta, sem sett hafa verið á vegna kórónuveirunnar. Matt Hancock heilbrigðis- ráðherra sagði að forritið yrði fyrst um sinn opið fyrir heilbrigðisstarfs- fólk en að allir íbúar Wight-eyju gætu nálgast það í lok vikunnar. Eyjan er talin tilvalin til að prófa forritið, þar sem tiltölulega fá smit hafa orðið þar miðað við aðra hluta Bretlands, en litlar samgöngur eru þar á milli. Nýtt rakningarapp notað á Wight-eyju Matt Hancock BRETLAND Ríkisstjórn Venesúela til- kynnti í fyrrinótt að hún hefði stöðvað „innrás“ í landið með því að fella átta málaliða frá Kól- umbíu, auk þess sem tveir félagar þeirra voru handteknir þeg- ar þeir reyndu að komast sjóleiðina til Venesúela á hraðbátum. Segja stjórnvöld að málaliðarnir hafi ætlað sér að fremja „hryðju- verk“ og um leið koma Nicolas Maduro, forseta landsins, frá völd- um. Diosdado Cabello, varaformaður Sósíalistaflokksins, sakaði Banda- ríkjastjórn og vímuefnalögreglu Bandaríkjanna, DEA, um að hafa gert málaliðana út af örkinni ásamt stjórnvöldum í Kólumbíu, en þau hafa vísað ásökunum Venesúela til föðurhúsanna. Segjast hafa stöðv- að innrás málaliða Nicolas Maduro VENESÚELA Kínverska ríkisstöðin CCTV gagn- rýndi í gær Mike Pompeo, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, harka- lega fyrir að hafa sagt um helgina að „gríðarmikil sönnunargögn“ bentu til þess að kórónuveiran hefði átt uppruna sinn í kínverskri rannsókn- arstofu í Wuhan-borg, þar sem kór- ónuveirufaraldurinn kom fyrst upp. Sagði sjónvarpsstöðin að ummæli Pompeos hefðu verið „sturluð“ og til þess fallin til að víkja sér undan ábyrgð á slælegri frammistöðu bandarískra ráðamanna í baráttunni gegn kórónuveirunni. Þá væru allar kenningar um að veiran ætti upp- runa sinn í rannsóknarstofunni í Wuhan „helber lygi“. Í kínverskum dagblöðum mátti einnig lesa gagnrýni á Pompeo, sem og Steve Bannon, sem eitt sinn var ráðgjafi Donalds Trumps Banda- ríkjaforseta, og sagði Dagblað fólks- ins, hið opinbera málgagn miðstjórn- ar kínverska kommúnistaflokksins, þá tvo vera „ljúgandi trúða“, auk þess sem Bannon var sakaður um að vera „lifandi steingervingur frá kalda stríðinu“. Bannon vakti reiði kínverskra stjórnvalda í síðustu viku þegar hann sagði Kínastjórn hafa orðið valda að „líffræðilegu tsjernóbylslysi“ gegn Bandaríkjunum. Ósammála mati WHO Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Trump hefði skipað leyniþjónustustofnunum Bandaríkj- anna að komast að uppruna kórónu- veirunnar, en hann lýsti því yfir í síð- ustu viku að hann hefði séð sannanir fyrir því að rannsóknarstofan væri upprunastaður hennar. Flestir vísindamenn og alþjóða- heilbrigðisstofnunin WHO telja hins vegar að veiran hafi tekið stökkið úr dýrum yfir í menn, og er þá einkum horft til matarmarkaðarins í Wuhan- borg þar sem ýmis framandi dýr voru seld til manneldis. Gagnrýna „sturluð“ ummæli Pompeos  Bandaríkin og Kína deila um uppruna kórónuveirunnar AFP Faraldur Kínverskir fjölmiðlar gagnrýndu ummæli Pompeos í gær. Vísindamenn í Keníu og Bretlandi segjast hafa uppgötvað örveru, sem geti varið moskítóflugur gegn því að sýkjast af malaríu, sem aft- ur kemur í veg fyrir að þær dreifi sjúkdómnum meðal mannfólks. Segja vísindamennirnir uppgötv- unina geta haft þýðingarmikil áhrif í baráttunni gegn sjúkdómnum. Örveran uppgötvaðist þegar vís- indamennirnir voru að rannsaka moskítóflugur við Viktoríuvatn í Keníu, en hún lifir í innyflum flug- unnar. Virðist sem örveran komi alfarið í veg fyrir að einfrumung- urinn sem veldur malaríu geti lifað í flugunum. Rúmlega 400.000 manns látast af völdum malaríu á ári hverju, og er meirihluti þeirra börn undir fimm ára aldri. Vísindamennirnir rannsaka nú hvort fýsilegt sé að dreifa örverunni víðar meðal moskítóflugna til að stöðva sjúk- dóminn. Örvera verji gegn malaríu  Ný rannsókn á moskítóflugum Fjarþjónusta fyrir betri heyrn ReSound Smart3D Afgreiðslutími 9:00-16:30 • Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Við bendum þeim á sem komast ekki í heyrnarþjónustu til okkar að nýta sér forritið ReSound Smart3D í snjalltækjum og fá þar heyrnartækin sín fínstillt og uppfærð. Með fjarþjónustunni er snjalltæki notað til að senda heyrnarfræðingum beiðni um að breyta stillingu ReSound Linx 3D og Quattro heyrnartækjanna. Við svörum eins fljótt og auðið er. Nánari upplýsingar er á finna á www.heyrn.is eða í síma 534 9600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.