Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 „DAG EINN MUNUM VIÐ LÍTA UM ÖXL OG HLÆJA AÐ ÞESSU – OG ÁSAKA HVORT ANNAÐ UM AÐ HAFA EYÐILAGT LÍF HINS.” „ÉG ÆTLA AÐ FÁ AÐRA FLÖSKU AF ÞESSUM RAKSPÍRA.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá alltaf eitthvað nýtt í fari hans. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann OG HUGRAKKI HUNDURINN … BJARGAÐI DEGINUM GETUR EKKI HAFA VERIÐ MERKILEGUR DAGUR HEYRÐU! ÞÚ ERT EKKI GARÐA- BRÚÐA!! O G ER T ÞÚ PRINS? 2018, húsmóðir. Þau skildu. Stjúpi: Pétur Pétursson, f. 21.8. 1921, d. 27.10. 1996, alþingismaður. Börn: 1) Jóhanna Dögg Péturs- dóttir, f. 31.10. 1970, flugfreyja hjá Icelandair, Móðir: Helga R. Ósk- arsdóttir. Sonur Jóhönnu er Guð- mundur Pétur Dungal Nielsson; 2) Freyja Pétursdóttir, f. 25.3. 1990, verkefnastjóri hjá Umhverfis- stofnun, sambýlismaður: Robert Fraser Williamson ráðgjafi. Systkini: Sigrún Ástríður Eiríks- dóttir, f. 18.11. 1954, þýðandi í Reykjavík, og Þórólfur Eiríksson, f. 25.11. 1959, tónskáld í Reykjavík. Foreldrar: Hjónin Jóhanna Pét- ursdóttir, f . 23.6. 1921, d. 29.9. 2010, fóstra, og Eiríkur Hreinn Finnboga- son, f. 13.3. 1922, d. 3.5. 2006, útgáfu- stjóri Almenna bókafélagsins og kennari. Pétur J. Eiríksson Eiríkur Guðmundsson bóndi í Sölvanesi á Fremribyggð, Skag. Sigrún Eiríksdóttir húsfreyja á Mið-Grund ogAkureyri Finnbogi Bjarnason bóndi á Mið-Grund í Blönduhlíð og verslunarmaður áAkureyri Eiríkur Hreinn Finnbogason útgáfustjóri og kennari í Rvík Elín Finnbogadóttir húsfreyja í Þorsteinsstaðakoti Bjarni Jóhannesson bóndi í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, Skag. Guðlaug Guðnadóttir húsfreyja á Sauðárkróki Baldur Pétursson verkstjóri á Hjalteyri Guðlaugur Helgason fv. yfirflugstjóri hjá Flugleiðum Stefán Yngvi Finnbogason yfirskólatannlæknir í Rvík Birkir Hólm Guðnason fv. framkvæmdastj. Icelandair Brynhildur Pétursdóttir húsfreyja í Rvík Sigurbjörn Pétursson tannlæknir á Dalvík Helgi Ólafsson kennari áAkureyri Rannveig Baldursdóttir hárgreiðslukona áAkureyri Jón Ólafsson tónlistar- maður Hanna Brynhildur Jónsdóttir læknaritari í Rvík Jónas Jónsson bóndi á Halldórsstöðum Þuríður Pétursdóttir húsfr. á Halldórsstöðum í Reykjadal, S-Þing. Pétur Jónasson framkvæmdastj.Kveldúlfs á Hjalteyri Valrós Baldvinsdóttir húsfreyja á Hjalteyri Baldvin Bergvinsson Bárðdal kennari á Sauðárkróki Jóhanna Finnbogadóttir vinnuk. á Svalbarðsströnd og húsfr. áAkureyri Úr frændgarði Péturs J. Eiríkssonar Jóhanna Pétursdóttir fóstra í Reykjavík Skúli Brynjólfur Steinþórsson fv. flugstjóri hjá Flugleiðum Guðrún Guðnadóttir húsfreyja á Hofi í Vesturdal Guðríður Brynjólfsdóttir húsfreyja áAkureyri Jórunn Guðnadóttir húsfreyja í Sölvanesi Friðrik Steingrímsson skrifaði íLeirinn að ekkert hefði orðið af hátíðahöldum á degi verka- manna þetta árið: Allir húka inn’í bæ öllum fylgja línum, frábrugðinn er fyrsti maí fyrri nöfnum sínum. Þann sama dag sagði Pétur Stef- ánsson: „Þrátt fyrir kalda norðan- átt og 1. maí-hret víða norðan til á landinu leita lóur að hentugum stað til hreiðurgerðar“: Yfir hæðir, holt og móa hrollköld læðist norðanátt. Að hreiðurstæði leitar lóa um land þó næði vindur dátt. Og lá misjafnlega á honum um daginn: Gigtin eykur gremju í mér, girndin heykjast lætur. Eflist veikin ef ég fer í amorsleik um nætur. Friðrik sendi kveðju að norðan: Á nú bágt með amors fikt er því fúll að vonum, hamlar þessi grimma gigt greddunni í honum. Sigmundur Benediktsson var með á nótunum: „Já, öll gigt er bölvuð!“ Bölvuð gigtin brýnir fikt, bakið hnykkt og snúið. Löppin hriktir, höndin rykkt, höfuð þrykkt og lúið. Betur lá á Pétri á sunnudag: Finnist næði, frí um stund, fagna ég æði keikur. Að yrkja kvæði léttir lund og lífsins gæði eykur. Ég er léttur, lundin góð, ljóð og glettur rita. Í mig skvetti, elska fljóð, allir þetta vita. Og vorhugur var svo sannarlega í honum: „Nú fer sauðburður að hefjast fyrir alvöru. Litlu sætu lömbin koma í heiminn og fanga hug okkar allra. Síðan stækka greyin og skoppa um allar koppa- grundir og bíta gras og sjúga spena og fita sig fyrir haustslátrun“: Lömbin fæðast ljúf og blíð, lífsins mæðu stoppa. Gráðug æða um gróna hlíð og gras í næði kroppa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort 1. maí og af gigt og lömbum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.