Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við höfum opnað smá rifu á félagsmiðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir svæðum hve margir komast í inn í einu. Áfram þarf að huga vel að handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar gengið er út. Í suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411-2790. Nánari upplýs- ingar í síma 411-2790. Hlökkum til að sjá ykkur. Grafarvogskirkja Starf eldri borgara í Grafarvogskirkju er lokið þetta misserið. Seltjarnarnes Ath. Bið verður á að vatnsleikfimin og ,,farsæl öldrun" hefjist og ekkert verður púttað í Risinu. Athugið einnig að kvennaleik- fimin og karlakaffið stjórna sjálf sínum opnunum og tala við sitt fólk. Á morgun verður bæði leir og gler, allt í samráði við leiðbeinendur. Í dag kl. 13.15 ætlum við að hittast fyrir utan Skólabraut og fara í léttan göngutúr. Allir velkomnir.   ✝ Erna KristínElíasdóttir var fædd í Vest- mannaeyjum 21. mars árið 1926. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hrafnistu 17. apríl 2020. Hún var gift Garðari Stef- ánssyni, f. 9.8. 1923, d. 24.7. 2016. Þau eignuðust dótturina Ernu Grétu sem fædd er 24.12. 1957. Hennar börn eru Erna Kristín, f. 10.8. 1976, og Garðar Ax- el, f. 11.6. 1981. Sambýlismaður Ernu Kristínar er Björn Bragi Braga- son, f. 7.12. 1978, og saman eiga þau þrjá drengi, Ágúst Má, Hilmar Björn og Elías Orra. Sam- býliskona Garðars er Helena Þórarins- dóttir, f. 16.10. 1985. Útförin hefur farið fram. Elsku mamma og amma okk- ar. Það er komið að erfiðri kveðju- stund. Kveðjustund sem við höf- um kviðið fyrir en við vitum að þú ert komin til afa og hefur fengið hvíldina. Við hefðum ekki getað verið heppnari með nokkra konu í okkar lífi en þig og það er svo ótal margt sem við erum þakklát fyrir, allar ómetanlegu samveru- stundirnar og samtölin við eld- húsborðið yfir heimabökuðu brauði er eitthvað sem við gleym- um aldrei. Síðasta ferðalagið okk- ar austur á Egilsstaði síðasta sumar var okkur öllum dýrmætt. Það er skrýtið að hugsa til allra tímamótanna sem framund- an eru og þú verður ekki við- stödd. Við allar fermingar, öll af- mæli og útskriftir hefur þú verið viðstödd, séð um veitingar, bakað eða séð um skipulag með öðrum hætti. Túnbrekkan og Voga- tungan voru fastir punktar í okk- ar lífi sem og annarra og oftar en ekki voru aðrir gestir þegar við komum. Áreynslulaust tókstu á móti öllum sem komu, alltaf eitt- hvað heimabakað og borið fram með bros á vör. Við munum ekki eftir þér öðruvísi en með ein- hverja handavinnu og allt lék í höndunum á þér, sama hvað þú tókst þér fyrir hendur. Við mun- um æskuna ekki öðruvísi en með þér og afa, ferðalög um landið og kaffistopp á leiðinni. Þú hafðir nýlega fengið her- bergi á Hrafnistu og við hlökk- uðum til að hengja upp myndir og gera herbergið hlýlegt en úr því varð aldrei því þú ákvaðst að kveðja okkur áður en af því varð. Við fengum samt að kveðja þig og eyða með þér síðustu dögunum og fyrir það verðum við ávallt þakklát. Okkur langar til að kveðja þig með sömu orðunum og við end- uðum öll símtöl: Góða nótt og guð geymi þig. Hin langa þraut er liðin, nú loks er orðið hljótt: því dauðinn gaf þér griðinn, og græddi á þeirri nótt. Þú lést ei böl þig buga, þín bæn var hjartans mál. Við kveðjum klökkum huga, kærleiksríka sál. (Þ.E.S.) Erna Gréta, Erna Kristín og Garðar Axel. Í dag verður Erna Elíasdóttir lögð til hinstu hvílu við hlið Garð- ars eiginmanns síns og föður- bróður míns, en það hafði verið hennar heitasta ósk um nokkurt skeið að fá að hitta elskuna sína, eins og hún orðaði það svo fal- lega. Erna og Garðar voru meðal þeirra fyrstu sem lögðu grunn að Egilsstaðakauptúni og voru þar frumbyggjar ásamt nokkrum fjölskyldum sem settust þar að. Eins og nærri má geta var verk að vinna fyrir frumbyggja á nýj- um stað og lögðu allir sem þar bjuggu hönd á plóginn í mikilli samheldni og samvinnu. Erna stofnaði meðal annars skátafé- lagið á Egilsstöðum og leiddi skátastarfið þar í mörg ár. Gaml- ir skátar hafa sagt mér að þetta hafi verið tími sem þeir hugsa með mikilli hlýju til. Ég bjó hjá Ernu og Garðari í húsinu þeirra Ásbrún á Egilsstöðum þegar ég var unglingur að vinna í kaup- staðnum. Oft var glatt á hjalla hjá okkur og mikill gestagangur en Erna rak hannyrðabúð í forstofu- herberginu auk þess sem hún kenndi handavinnu í grunnskól- anum. Hún var listhneigð, las mikið og hafði sérstakt dálæti á Halldóri Laxness. Erna og Garð- ar eignuðust eina dóttur, Ernu Grétu, sem varð þeirra stoð og stytta þegar aldurinn færðist yf- ir. Erna og Garðar leigðu um tíma jörðina Hátún í Skriðdal, í heima- sveit Garðars, og höfðu þar um 40 kindur. Til að auðvelda verkin á Hátúnum, svo hægt væri að sinna vinnu á Egilsstöðum líka, var féð látið liggja við opið hús. Garðar smíðaði sjálfvirkan grasköggla- gjafara úr gamalli þvottavél sem dreifði graskögglum á garðann einu sinni á dag kl. fjögur síðdeg- is. Féð var fljótt að læra á þetta og þegar þær voru á beit úti á túni hlupu þær heim í fjárhús rétt fyr- ir klukkan fjögur til að gæða sér á graskögglunum. Erna sagði mér síðar að hún hefði átt sínar bestu stundir í friðsældinni á Hátúnum. Árið 1973 reið áfall yfir fjölskyld- una en þá féll Garðar af hesti og hálsbrotnaði. Honum tókst með harðfylgi að komast upp úr hjóla- stólnum, en varð aldrei samur eft- ir. Erna tókst á við þennan nýja veruleika með Garðari á aðdáun- arverðan hátt alla tíð. Þegar Gréta dóttir þeirra var komin til Reykjavíkur og barna- börnin voru orðin tvö fluttu Erna og Garðar suður til að vera ná- lægt fjölskyldunni. Þau komu austur í Egilsstaði á hverju vori fyrstu árin sem þau bjuggu í Reykjavík og dvöldu oft á tíðum hjá okkur fjölskyldunni á Mýrum í Skriðdal. Þau voru miklir au- fúsugestir, ekki síst hjá foreldr- um mínum, og margar voru gleði- stundirnar. Þegar heilsu Garðars fór að hraka dvaldi hann á Sunnuhlíð. Erna sat hjá honum á hverjum degi og annaðist hann af mikilli alúð í mörg ár ásamt Grétu og barnabörnum. Þá kom vel í ljós hve mikil mannkostamanneskja Erna var. Frá því heilsu Ernu fór að hraka var Gréta til staðar fyrir móður sína með mikilli umhyggju og ástúð svo eftir er tekið. Við fjölskyldan frá Mýrum sendum Grétu, Ernu Kristínu, Garðari og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Að leiðarlokum vil ég þakka Ernu og Garðari fyrir ógleymanlegar stundir sem fjölskylda mín átti með þeim. Minning Ernu og Garðars lifir. Jónína Zophoníasdóttir. Erna var hluti af tilveru minni frá því ég man fyrst eftir mér. Hún var gift föðurbróður mínum Garðari Stefánssyni. Garðar hélt mikla tryggð við sínar æsku- stöðvar og komu þau því oft í heimsókn í Mýrar en þar var æskuheimili okkar beggja. Heim- sóknir þeirra voru ávallt kær- komnar og alltaf var mikill sam- gangur á milli heimilanna. Þegar ég óx úr grasi tók ég eftir því hve Erna var glæsileg kona. Hún bar sig vel og hafði svo fallegan vöxt. Allt lék í höndunum á henni hvort sem var handavinna eða matar- gerð. Ég hef ekki kynnst mann- eskju sem var jafn flink í hönd- unum og hún. Einhverjar flíkur saumaði hún á mig og dætur mín- ar. Efnið var lagt á borðið, klippt og saumað og úr varð listaverk. Svona var með allt sem hún gerði hvort sem það var glerlist, út- saumur eða prjónavinna. Öll handavinna lék í höndunum á henni. Þegar ég og fjölskylda mín fluttumst til Egilsstaða frá Vopnafirði vorum við húsnæðis- laus í nokkra mánuði og bjuggum við þá hjá Ernu og Garðari á meðan við biðum eftir að fá íbúð. Eftir það bundumst við sterkum vináttuböndum sem ekki rofnuðu meðan þau lifðu. Þessi vinátta var mér ómetanleg. Í blíðu og stríðu gat ég alltaf leitað til þeirra. And- rúmsloftið var einstakt á Lauf- ásnum enda var þar oft komið við. Eftir að þau fluttust í Kópa- vog varð að sjálfsögðu minna um heimsóknir okkar á milli. Þegar ég átti erindi til Reykjavíkur var heimili þeirra oftast það fyrsta sem ég heimsótti. Sama góða andrúmsloftið var jafnan í kring- um þau. Þau komu austur hvert sumar eftir að þau fluttu suður og dvöldu þá gjarnan nokkrar vikur. Alltaf fannst manni þau samt stoppa of stutt. Meðan þau dvöldu fyrir austan á sumrin fór- um við oft með þeim í bíltúra og þá var farið með nesti og fundin einhver laut sem áð var í og nest- ið snætt. Börnin mín nutu góðs af þessum ferðum meðan þau voru ung enda þótti þeim mjög vænt um þau og hlökkuðu jafnan til komu þeirra á sumrin. Erna var mjög barngóð og öll börn elskuðu hana. Hún var mjög skemmtileg kona. Margar sögur var hún búin að segja mér frá veru sinni á Hússtjórnarskólanum á Hall- ormsstað þar sem hún stundaði nám í tvo vetur, einnig talaði hún oft um sín yngri ár í Landeyjum og í Vestmannaeyjum. Við vorum margt búnar að spjalla í gegnum tíðina. Árið 1973 slasaðist Garðar og náði ekki fullri heilsu eftir það. Ekki kvartaði hann samt en Erna ein mun hafa vitað best hve þjáð- ur hann var oft á tíðum. Hún stundaði hann af mikilli alúð þessa áratugi sem þau áttu eftir saman. Oft var hún þreytt en aldrei gafst hún upp. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Ernu Grétu, og get ég ekki lokið þess- um orðum án þess að hrósa henni fyrir umhyggjuna fyrir foreldr- um sínum. Í áratugi kom hún til þeirra á hverjum einasta degi. Ég kveð Ernu mína með miklum söknuði en minningin um allar mörgu og góðu samverustundirn- ar ylja. Hafðu þökk fyrir allt elsku vinkona. Ólöf Zophóníasdóttir. Erna Kristín Elíasdóttir ✝ Fjóla Guð-laugsdóttir fæddist 3. júní 1930 á Giljum í Hvol- hreppi. Hún lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 27. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðlaugur Bjarnason, bifreiða- stjóri og bóndi, f. 18.8. 1889, d. 5.4. 1984, og Lá- retta Sigríður Sigurjónsdóttir bóndi, f. 11.5. 1894, d. 19.9. 1978. Bræður Fjólu eru Sigmar, f. 29.9. 1922, d. 20.9. 1990, Björg- vin, f. 22.12. 1923, d. 17.10. 1998, Smári, f. 8.6. 1925, Bjarni, f. 12.7. 1926, d. 20.10. 2016, og Guð- mundur Kristvin, f. 21.7. 1933, d. 23.1. 1965. Fjóla ólst upp á Giljum, gekk í Hvolsskóla og sinnti almennum sveitastörfum með foreldrum sínum og bræðrum. Þann 30. júlí 1950 giftist hún Ottó Eyfjörð Ólasyni, f. 19.8. 1928, d. 31.5. 2009. Þau byggðu sér heimili að Vallarbraut 10 á Hvolsvelli. Börn Fjólu og Ottós eru: 1) Svav- ar, véltæknifræðingur í Mos- fellsbæ, f. 4.7. 1947, kvæntur er Hafsteinn, f. 2015. Ottó Ey- fjörð, f. 1981, eiginkona Elfa Birkisdóttir, börn Birkir Smári, f. 2009, Ernir Eyfjörð, f. 2012 og Fjölnir Eyfjörð, f. 2012. 4) Óli Kristinn, bóndi Eystra- Seljalandi, f. 30.5. 1960, kvæntur Auði Sigurðardóttur. Börn: Sig- urður Ottó, f. 1979, eiginkona Arna Lind Arnórsdóttir, börn Kara Líf, f. 2006, og Kristinn Nói, f. 2013. Rúnar Már, f. 1983, sambýliskona Andrea Hanna Þorsteinsdóttir, börn Sjöfn, f. 2012, Bergsteinn Mar, f. 2017, og Írena Björt, f. 2019. Arnar Óli, f. 1990, og Linda Rut, f. 1994. 5) Sigurður Grétar, bóndi Ásólfs- skála, f. 17.3. 1962, kvæntur Katrínu Birnu Viðarsdóttur. Synir: Frímann Viðar, f. 1985, Ævar Eyfjörð, f. 1989, sambýlis- kona Elma Jóhannsdóttir, börn Stígur, f. 2012, Birna Eyfjörð, f. 2017, og Baltasar Eyfjörð, f. 2019. Þorgeir, f. 1993, og Bjarni, f. 2003. Fjóla var húsfreyja á Vallar- brautinni og starfsmaður Kaup- félags Rangæinga, ræktaði garð- inn sinn og hafði mikla ánægju af að prýða hann litskrúðugum blómum. Ferðalög voru henni hugleikin og ferðuðust þau hjón- in mikið um landið sitt. Útför Fjólu fer fram frá Stór- ólfshvolskirkju í dag, 5. maí 2020, klukkan 14 og verður út- förinni streymt á vefsíðunni www.kvikborg.is. Slóðina má nálgast á www.mbl.is/andlat. Hólmfríði Páls- dóttur. Börn: Sindri, f. 1994, unn- usta Helga Björg Oddsdóttir, og Rut, f. 1997. 2) Georg, garðyrkjubóndi á Flúðum, f. 29.9. 1951, sambýliskona Emma R. Mar- inósdóttir. Börn Georgs: Daði, f. 1975, sambýliskona Þóra Sif Svansdóttir, börn Anita, f. 2002, Emilía Katrín, f. 2008, Svandís Elfa, f. 2014, og Hekla Sóllilja, f. 2019. Láretta, f. 1978, eiginmaður Hjörtur Pétursson, börn Christian Darri, f. 2004, Ninja Nótt, f. 2006, og Jökull Orri, f. 2016. Kári, f. 1984, eig- inkona Anna Guðmunda Andr- ésdóttir, börn Kolbrún Arna, f. 2007, og Ármann, f. 2014. Ragn- heiður, f. 1986, dóttir Kirsten, f. 2018. 3) Sólveig Eyfjörð, hús- móðir Giljum, f. 24.8. 1953, gift Jóni Smára Lárussyni. Börn: Fjóla, f. 1973, unnusti Benedikt Benediktsson, börn Emma Lind, f. 1996, Sóldís Lára, f. 2004, og Sonja, f. 2010. Lárus, f. 1978, eig- inkona Eva Harðardóttir, börn Hera Fönn, f. 2011, og Alexand- Einstaklega mjúkar kinnar, hávær hlátur og einskær forvitni, þannig er ömmu minni og nöfnu best lýst. Það var gott að faðma ömmu að sér, hún var kannski ekki mikið fyrir kossaflens en við lögðum saman kinnar þegar við hittumst og kvöddumst og kinn- arnar á ömmu voru flauelsmjúk- ar. Hún hafði hátt, talaði mikið og hátt, hló mikið og hátt, menn segja að ég hafi mitt háværa at- ferli frá henni. Það var gott að hlæja og við hlógum mikið saman og hlógum hátt, oft þurfti ég að endurtaka það sem ég var að segja henni því hún hafði ekki heyrt allt fyrir hlátrasköllum. Að leggjast í flakk var líf henn- ar og yndi, amma var flökkukind, ferðaðist mikið um landið sitt, fyrst í tjaldferðalögum og síðar í sumarbústaði og hótelgistingu. Að vera sem lengst á flakki var aðalmálið. Flakk varð enn betra ef hún komst í tuskubúðir, að skoða föt og máta skó. Rifin föt fundust henni ekki smart, „þú ert eins og niðursetningur“ fékk ég framan í mig ef ég skartaði slík- um flíkum. Fallegar yfirhafnir voru lykilatriði, sem hún kallaði alltaf buru. „Ertu í nýrri buru“ var ég oft spurð; ef ég svaraði játandi vildi hún vita allt um buruna; „mig langar mikið í svona“ kom svo og horft á mann bænaraugum. Amma tók bílpróf orðin fast að fimmtugu, þá var ég sex ára og man eftir mörgum bílferðum með henni, þurfti ekki að hafa áhyggj- ur af hraðasektum, því ekki var farið hratt um á bílnum, mér fannst hann varla silast áfram, hélt ávallt báðum höndum um stýrið eins og henni hafði verið kennt, líka þegar hún tók beygj- ur. Bílprófið veitti henni mikið frelsi og hjálpaði til við að svala flökkueðlinu, þurfti ekki lengur að bíða eftir afa heim úr vinnu svo hún gæti platað hann í flakk. Margmenni og mannfagnaðir áttu vel við ömmu, hún var alveg einstaklega forvitin um menn og málefni, að fylgjast með mannlíf- inu gat hún stundað tímunum saman. Það var gestkvæmt á Vallarbrautinni þar sem afi tók myndir og passamyndir af fólki í sýslunni, amma var jafnan stílist- inn við myndatökurnar. Hún fylgdist vel með afkomendum sínum og vildi vita allt um athafn- ir þeirra og líferni, var bein- skeytt í spurningum sínum; þeg- ar ég var unglingur fannst mér spurningar hennar oft á tíðum of nærgöngular og reyndi að kom- ast hjá svari, hún þráspurði mig bara þar til hún fékk svar. Stórt „HA“ var oft svarið ef henni blöskraði eitthvað, svo var það ekki rætt meira. Amma kenndi mér að vera hörð af mér og láta engan bilbug á mér finna hvað sem tautaði og raulaði. Ekkert væl var viðhorfið. Amma varð þunnhærð með ár- unum og það fannst henni mjög miður, að hafa ekki mikið og þykkt hár. Það var leyst með hár- kollukaupum, vinnuheitið yfir kolluna var lufsan. Þegar lufsan var komin á toppinn vissi maður að eitthvað stóð til, að leggjast í flakk eða að mæta í einhvern mannfagnað. Amma Fjóla var glaðvær og hávær. Ég mun sakna hlátursins með henni. Fjóla. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson/ Gísli á Uppsölum) Sólveig. Fjóla Guðlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.