Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 1
Merking hefur haft mjög mikið að gera við að framleiða og setja upp skilrúm úr plexigleri við afgreiðslu- kassa í verslunum. Búið er að setja upp nokkur hundruð skilrúm og eft- ir að afgreiða margar pantanir. „Við höfum bæði hannað og smíð- að þessi skilrúm,“ sagði Pétur Ingi Arnarson, framkvæmdastjóri Merk- ingar. „Það hefur orðið alger sprenging í þessu og miklu meira að gera en verið hefur.“ Hann segir að samdráttur hafi orðið í skiltagerð en mikil aukning í skilrúmunum. Búið er að setja þau upp við afgreiðslu- kassa verslana Bónuss, Krónunnar, Samkaupa, BYKO og Vínbúðanna. Toyota er að fá skilrúm og viðræður standa við Strætó um skilrúm í alla strætisvagna. Þar sem allir af- greiðslukassar eru eins er hægt að fjöldaframleiða skilrúmin. Á öðrum stöðum þarf að sérsmíða. „Við höldum að þessi breyting sé komin til að vera,“ segir Pétur Ingi. Hann segir að fólki líði betur þegar skilrúmin eru til staðar, bæði af- greiðslufólki og eins viðskiptavinum. Skilrúm verji fólk til dæmis fyrir mögulegu úðasmiti ef einhver lasinn hóstar eða hnerrar. gudni@mbl.is Skilrúmin við kassana komin til að vera  Sprenging hjá Merkingu í spurn eftir skilrúmum við afgreiðslukassa Morgunblaðið/Árni Sæberg Annir Merking hefur nú framleitt og selt verslunum hundruð skilrúma. Hraunfossar í Borgarfirði eru einstök náttúru- smíð. Fjöldi tærra linda sprettur undan kjarri vöxnu Hallmundarhrauni, sem á þessum stað nefnist Gráhraun, og myndar fossana. Hraun- fossar hafa lengi laðað að sér ferðafólk sem kem- ur til að líta þessa náttúruperlu augum. Þegar myndin var tekin á dögunum voru þar hins veg- ar fáir af skiljanlegum ástæðum. Heimsfarald- urinn hefur stöðvað heimshornaflakkið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Færri njóta nú fegurðar Hraunfossa Þ R I Ð J U D A G U R 5. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  105. tölublað  108. árgangur  ANNA BJÖRK VILL SPILA HÉR Í SUMAR ÁHYGGJUR AF FUGLALÍFI Á TJÖRNINNI SINFÓNÍAN TEKST Á VIÐ NÝJ- AR ÁSKORANIR HNIGNUNARSKEIÐ Í FIMMTÁN ÁR 14 LÁRA SÓLEY 28MIKIÐ HARK AÐ BAKI 26 Flugið í gang síðsumars  Samtök ferðaþjónustunnar horfa til þess að ferðaþjónustan fari af stað í ágúst  Sum Evrópuríkin enda að opnast  Faraldurinn er víða á undanhaldi í Evrópu Tilefnið er að kórónuveirusmitum fer mjög fækkandi í mörgum ríkjum Evrópu. Faraldurinn er til dæmis mikið til genginn niður í Eystra- saltsríkjunum og í Slóveníu og Slóv- akíu. Þá eru Norðurlandaþjóðirnar farnar að sjá til lands, að minnsta kosti hvað fyrstu bylgju faraldursins varðar, og Færeyingar svo gott sem búnir að kveðja veiruna í bili. Í þessu efni má rifja upp að sam- kvæmt opinberum gögnum fór veir- an að breiðast um Evrópu í mars. Nú eru því liðnir um tveir mánuðir en til samanburðar hefst ferðamán- uðurinn ágúst eftir þrjá mánuði. Hefur hann ásamt september verið íslenskri ferðaþjónustu drjúgur síð- ustu ár. Á hinn bóginn er útlit fyrir að Bandaríkin og Bretland verði þá enn lokuð vegna veirunnar. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir markaði í Mið-Evr- ópu og á Norðurlöndum kunna að opnast á næstu mánuðum. „Við horfum ekki síst til ferða- manna sem eiga bókaðar ferðir til Íslands í lok ágúst og í haust og hafa ekki afbókað,“ segir Jóhannes Þór. Gagnkvæm áhrif » Staðan á Íslandi hefur áhrif á hvort ferðamenn vilji koma til landsins en óvíða mælast nú færri með veiruna en hér. » Það virkar í hina áttina en rætt er um „sóttkvíarferðir“. MFaraldurinn víða í rénun … »6 Mikill erill var á hárgreiðslustofum, hjá sjúkraþjálfurum, snyrtistofum og víðar í gær eftir að tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda og samkomu- banni gengu í gildi. Þá var 20 manna samkomubann rýmkað og mega nú mest 50 manns koma saman. Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða vikum saman eftir klippingu. Engin ný smit voru tilkynnt í gær en sýni voru heldur fá eða 71 talsins. Íslensk erfðagreining tók engin sýni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almanna- varna í gær að stefnt væri að því að opna sundlaugar 18. maí. »4 Mikill erill á rakara- stofum  Sundlaugar verði opnaðar 18. maí Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Erilsamt Nóg var að gera hjá starfsfólki á Rauðhettu og úlfinum.  Ótímabundið verkfall 260-270 fé- lagsmanna Eflingar, sem vinna hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Sveitarfélaginu Ölf- usi, hefst kl. 12.00 í dag. Samn- ingafundi Eflingar og samninga- nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær, lauk án árangurs. Verkfallið nær m.a. til ræstinga- fólks í fjórum af 21 leikskóla í Kópavogi og fjórum af níu grunn- skólum bæjarins. Vegna hertra krafna um þrif í kórónuveiru- faraldrinum er ljóst að þessum átta skólahúsum verður lokað strax á morgun, verði ekki samið. »2 Verkfall Eflingar hefst á hádegi í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.