Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 Bionette ofnæmisljós Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Bionette ofnæmisljós er byltingakennd vara semnotar ljósmeðferð (phototherapy) til að draga úr einkennumofnæmiskvefs (heymæðis) af völdum frjókorna, dýra, ryks/ rykmaura og annarra loftborinna ofnæmisvaka. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 2 41 Útlönd 1 0 Austurland 8 12 Höfuðborgarsvæði 1.312 468 Suðurnes 77 47 Norðurland vestra 35 19 Norðurland eystra 46 35 Suðurland 178 82 Vestfirðir 97 17 Vesturland 43 54 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Óþekktur Erlendis 50.477 sýni hafa verið tekin 10 einstaklingar eru látnir 4 eru á sjúkrahúsi Enginn á gjörgæslu 66 einstaklingar eru í einangrun 66 eru með virkt smit Fjöldi smita frá 28. febrúar til 2. maí Heimild: covid.is 1.799 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 1.799 66 apríl 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví 81% 57% 8,9% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,54% sýna tekin hjá ÍE 19.302 hafa lokið sóttkví775 manns eru í sóttkví Staðfest smit Virk smit mars 1.723 einstaklingar hafa náð bata Eins og margt annað í samfélaginu hófst starf í grunn- skólum landsins af fullum þunga í gær. Í Seljaskóla í Breiðholti í Reykjavík, þar sem eru alls 670 nemendur, var nánast 100% mæting í gær og var kennsla samkvæmt stundaskrá. Í upphafi skóladags kom Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í skólann og talaði við nemendur og kennara og hvatti þau til dáða. Hún segir næstu vikur í skólastarfinu vera mjög þýðingarmiklar. „Skólasamfélagið hefur unnið þrekvirki á heimsvísu. Ég er gríðarlega stolt af að sjá hvernig íslenska menntakerfið hefur tekist á við þetta verkefni og þar með tileinkað sér nýja kennsluhætti og nýtt sér tæknina til að hlúa að vel- ferð sinna nemenda. Skólakerfið stóðst prófið,“ segir ráð- herrann. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, segir nemendur misjafnlega á vegi stadda eftir röskun síðustu vikna. Sumir hafi haldið sig vel við efnið en aðrir tæpast lit- ið í bók. Verkefni kennara og annarra sé nú að koma öllum á rétt ról svo ljúka megi skólaárinu með sóma. sbs@mbl.is Starf í grunnskólum hafið  Ráðherrann mætti í Selja- skóla Þrekvirki var unnið Heilsast Magnús Þór Jónsson skólastjóri og Lilja Al- freðsdóttir menntamálaráðherra voru glöð í bragði. Morgunblaðið/Eggert „Ástandið hér er smám sam- an að komast í eðlilegt horf og smitum fer fækkandi,“ segir Gylfi Ólafsson, for- stjóri Heil- brigðisstofn- unar Vestfjarða. Fimmtán virk smit af covid-19 eru nú á norð- anverðum Vestfjörðum, fjórtán í Bolungarvík og eitt á Ísafirði. Veiran hefur jafnt og þétt verið á undanhaldi, svo sem á hjúkr- unarheimilinu Bergi í Bolung- arvík þar sem staðan var alvar- leg á tímabili. Nú eru fjórir þar lausir út sóttkví og geta drukk- ið saman kaffi eftir að hafa ver- ið fastir inni á herbergjunum, á meðan hinir sex á Bergi eru að jafna sig. Heimsóknabann gildir enn og heimilishaldið með óhefðbundnu móti enn um sinn. Kórónuveiran var aðsóps- mikil á norðanverðum Vest- fjörðum og mikill viðbúnaður viðhafður af þeim sökum. Alls voru sýni eða strok tekin úr um 2.700 manns. Stór hópur fólks var sendur í sóttkví og alls 574 eru lausir úr þeirri einangrun. Á tímabili var um fjórðungur Bol- víkinga, sem eru um 950, í þeim aðstæðum. Talið er að um 100 manns á svæðinu hafi veikst af covid-19. Breytt til frambúðar „Við erum farin að sjá til lands, eftir þetta fordæmalausa verk- efni sem hefur tekið á alla sem því hafa sinnt,“ segir Gylfi. „Sjálfsagt verðum við fram á sumarið að koma starfseminni hér í eðlilegt horf. Sumar breyt- ingar sem gerðar hafa verið og hugsaðar tímabundnar munu þó gilda til lengri tíma, svo sem smitvarnir. Eins hvernig við auðveldum aðgengi sjúklinga að réttri þjónustu heilsugæsl- unnar.“ Verkefnið tekið á alla SMITUM FÆKKAR VESTRA Gylfi Ólafsson Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Nú fer bara allt í gang og verður gaman að lifa,“ segir Gauti Grét- arsson, sjúkraþjálfari og einn af eig- endum Sjúkraþjálfunar Reykjavík- ur. Sjúkraþjálfarar voru á meðal þeirra stétta sem fengu að hefja störf að nýju í gær vegna tilslakana á aðgerðum stjórnvalda og samkomu- banni. Hárgreiðslu-, snyrti-, tannlækna- og nuddstofur voru einnig opnaðar í gær eftir sex vikna lokun sem og söfn. Þá var 20 manna samkomu- bann rýmkað og mega nú mest 50 manns koma saman. Þeir rekstraraðilar sem blaða- maður tók tali í gær voru allir kampakátir með að fá að mæta aftur til vinnu en höfðu einnig fengið tals- verðan skell fjárhagslega vegna þeirra sex vikna sem þeir fengu eng- ar tekjur. Erill hjá hárgreiðslustofum Gauti segir „meiriháttar“ að fá að koma aftur til starfa. „Maður þarf bara að koma sér í klippingu, þá er þetta orðið full- komið.“ Um það voru viðmælendur reynd- ar margir sammála, tími væri kom- inn á góða klippingu en mikill erill var á hárgreiðslustofum landsins í gær og verður eflaust áfram. Gauti segir að stanslaust hafi ver- ið hringt í Sjúkraþjálfun Reykjavík- ur eftir að ákvörðun stjórnvalda um að sjúkraþjálfarar og aðrir mættu hefja störf að nýju var kunngjörð. Fram undan eru því annasamir tímar hjá þjálfuninni. Gauti segir að viðskiptavinir Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur hafi sýnt því mikinn skilning að loka þyrfti tímabundið en að sjálfsögðu hafi reksturinn ekki haft gott af lok- uninni. „Það segir sig alveg sjálft að það er ekki gott fyrir rekstur að fá engar tekjur en við verðum í raun bara að taka því.“ Engin ný smit voru tilkynnt í gær en sýni voru heldur fá eða 71 talsins. Íslensk erfðagreining tók engin sýni. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði á upplýsingafundi al- mannavarna í gær að stefnt væri að því að opna sundlaugar 18. maí næst- komandi. Það voru þó ekki einungis miklar annir hjá hárgreiðslustofum og sjúkraþjálfurum heldur höfðu tann- læknar einnig í nógu að snúast. Sæbjörn Guðmundsson, tann- læknir á tannlæknastofunni Tann- þingi í Þingholtsstræti, sagði í sam- tali við blaðamann að mikið væri bókað en þó væru enn einhverjir sem ekki þyrðu að fara til tann- læknis af ótta við smit. Þá hefðu ein- hverjir minna rými til þess að fara til tannlæknis en aðrir fjárhagslega þar sem margir hafa misst vinnuna undanfarið. Kátir með að hefja störf aftur  Rekstraraðilar fagna því að fá að opna aftur  Sex vikna lokun kom niður á fjárhag margra fyrirtækja  Stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí nk. Morgunblaðið/Eggert Þjálfari Gauti segir að hann hafi fundið sér ýmislegt að gera í banninu, farið í göngutúra og málað grindverkið. Morgunblaðið/Eggert Tannlæknir Sæbjörn hefur ekki tekið sér svo langt frí síðan hann útskrif- aðist fyrir 33 árum. Hann var ánægður að hefja störf að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.