Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Bjarni Thor Kristinsson, óperu- söngvari og pistlahöfundur, heldur um þessar mundir úti vinsælli Dag- bók óperusöngvara á Storytel. Hann mælir hér með því sem kjörið er að gera í þeim samkomutak- mörkunum sem enn gilda. „Núna þegar þetta einstaka sumar er að hefj- ast er tilvalið að nota samkomu- takmarkanir í að undirbúa skemmtilegt og áhugavert ferðalag. Við eigum flest eftir að ferðast innanlands í sumar og það væri spennandi að heimsækja staði sem tengjast manni sjálfum. Landið okkar er eitt stórt listaverk og saga okkar líka. Ég er með hugmynd: Farðu á Ís- lendingabók og finndu forfeður þína sem bjuggu á skerinu á þarsíð- ustu öld, t.d. einhvern sem kom í heiminn í kringum 1850. Það er um marga að velja því fjöldi forfeðra okkar sem fæddist á 19. öld er tal- inn í tugum. Síðan skaltu heim- sækja vefinn manntal.is og finna viðkomandi einstakling. Þar koma margar áhugaverðar upplýsingar fram, t.d. hvað hann eða hún gerði og hvernig fjölskyldan var samsett. Þar stendur líka hvar viðkomandi bjó. Þú finnur örugglega einhvern stað sem þú þekkir ekki vel en tengist sögu fjölskyldu þinnar. Ef þú hefur gaman af grúski þá er hægt að finna ótrúlega mikið af upplýsingum um forfeður okkar og hvernig lífi þeir lifðu. Vefurinn timarit.is er t.d. algjör fjársjóður. Í sumar skaltu fara á einn af þessum stöðum sem þú rakst á í leit þinni. Það gæti verið gaman að lesa bók sem á að gerast á Íslandi á 19. öld til að komast í réttu stemn- inguna. Síðan skaltu rölta um og reyna að setja þig í spor þessa fólks sem eyddi ævinni í okkar fallega en um leið harðbýla landi. Húsnæðið léti enginn bjóða sér í dag, matur- inn var einhæfur, ef eitthvað var þá í matinn, veðráttan miskunnarlaus, ekkert heilbrigðiskerfi, fátækt var regla frekar en undantekning og félagslegt óréttlæti í samfélaginu miklu meira en það er í dag. Síðan skaltu anda að þér fersku sumarloftinu og hætta að vorkenna sjálfum þér yfir því að eiga ekkert spennandi efni eftir á Netflix.“ Mælt með í kófinu Fortíð Ein hinna kunnu Íslandsmynda Auguste Meyer frá 1836. Bjarni Thor mælir með því að við leitum uppi forfeður okkar, til dæmis frá þeim tíma. Halda á slóðir forfeðranna Bjarni Thor Kristinsson „Það er ánægjulegt að sjá gesti hér aftur í sölunum. En þeir eru auðvit- að allir Íslendingar,“ sagði Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykja- víkur, í gær en þá hafði verið slang- ur af gestum að njóta sýninganna í sölum safnsins, auk þess sem all- nokkrir fylgdust með gjörningi á sýningu í D-sal Hafnarhúss, og gættu þó að réttu bili milli manna. Flest söfn voru opnuð aftur í gær þegar slakað var á fjöldatakmörk- unum í samkomubanni. Til að mynda voru öll söfn Reykjavíkur- borgar opnuð eftir að hafa verið lokuð í sex vikur. Af því tilefni verður ókeypis inn á söfnin til 10. maí og handhafar Menningarkorta og bókasafnsskírteina njóta fram- lengds gildistíma um sex vikur. Áfram gildir tveggja metra reglan og hámarkið um 50 manns í hverju rými. Morgunblaðið/Eggert Hrífandi Sýningin með verkum Ásgerðar Búadóttur á Kjarvalsstöðum er opin að nýju en gagnrýnandi Morgunlaðs- ins var afar ánægður með framkvæmdina, sagði tímabært að sýna svo mörg verk þessarar merku listakonu. Gestir að nýju í söfnunum Morgunblaðið/Eggert Uppgötvun Sýningin á verkum Gunnars Péturssonar í Þjóðminjasafni vakti athygli áður en safninu var lokað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.