Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 BROTINN SKJÁR? Við gerum við allar tegundir síma, spjaldtölva, og tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a STUTT Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tap Icelandair Group á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 240 milljónum dollara, jafnvirði 35 millj- arða króna m.v. gengi dollars gagn- vart krónu í dag. Í fyrra nam tapið 55 milljónum dollara yfir sama tímabil, jafnvirði átta milljarða króna (m.v. núverandi gengisskrán- ingu). Eigið fé félagsins dróst saman um ríflega 291 milljón dollara á fyrsta fjórðungi ársins. Jafngildir það því að eigið fé þess hafi rýrnað um 477 milljónir á dag alla 90 fyrstu daga ársins. Í lok fjórðungsins stóð það í 191,2 milljónum dollara en hafði verið 482,5 milljónir dollara um ára- mót. Eiginfjárhlutfall félagsins var komið niður í 18% í lok fjórðungsins en hafði staðið í 29% um áramót. Líkt og fram kemur í tilkynningu frá félaginu stefndi í rekstrarbata hjá því þegar fyrstu tveir mánuðir ársins voru gerðir upp. Staðan sner- ist hins vegar við á ógnarskömmum tíma þegar áhrifa af útbreiðslu kór- ónuveirunnar tók að gæta af fullum þunga hér og á þeim mörkuðum sem Icelandair Group starfar á vestanhafs og austan. Umskiptin sjást m.a. á því að rekstrarhagnaður (EBIT) reyndist af starfseminni í janúar og febrúar. Rekstrartap reyndist hins vegar 30,5 milljarðar króna þegar fjórðungurinn var gerður upp (m.v. gengi dollars gagnvart krónu í dag). Einskiptis- kostnaður vegna áhrifa kórónu- veirufaraldursins er metinn á 181 milljón dollara, jafnvirði 26 millj- arða króna. Munar þar mest um niðurfærslu viðskiptavildar (116,2 milljónir dollara) og tap af eldsneyt- isvarnasamningum (51 milljón doll- ara). Lausafjárstaða Icelandair Group var sterk í lok fjórðungsins og nam 281 milljón dollara, jafnvirði ríflega 41 milljarðs króna. Tap Icelandair nam 35 milljörðum  Eigið fé félagsins dróst saman um 477 milljónir króna á degi hverjum fyrstu þrjá mánuði ársins  Forstjórinn segir félagið þurfa að búa sig undir takmarkaða starfsemi um „óákveðinn tíma“ Umfangsmiklar aðgerðir » Á þriðja þúsund starfs- manna hefur verið sagt upp störfum vegna faraldursins. » Stærstur hluti starfsfólks sem enn starfar hjá félaginu er í skertu starfshlutfalli. » Air Iceland Connect hefur verið fært undir starfsemi móðurfélagsins. » Félagið stefnir á útboð þar sem ætlunin er að safna allt að 200 milljónum dollara, jafn- virði ríflega 29 milljarða króna, í nýtt hlutafé. Morgunblaðið/Eggert Stopp Stærstur hluti flugflota Icelandair stendur óhreyfður nú um stundir. Hagnaður Advania á Íslandi nam 486 milljónum króna á síðasta ári og dróst hann saman um 71 milljón frá árinu 2018. Sala á vörum og þjónustu nam 15,4 milljörðum og jókst um 273 millj- ónir milli ára. Aðrar tekjur jukust um 25 milljónir og námu 80 milljónum. Kostnaðarverð seldra vara og þjón- ustu nam 5,4 milljörðum og jókst um tæplega 400 milljónir milli ára. Stjórnunarkostnaður dróst verulega saman og stóð í 730 milljónum, sam- anborið við 1.198 milljónir árið á und- an. Hins vegar jókst launakostnaður og nam tæpum 7,9 milljörðum en var tæpir 7,7 milljarðar árið 2018. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.479 milljónum og jókst um 205 milljónir milli ára. Í til- kynningu frá Advania er haft eftir Ægi Má Þórissyni, forstjóra félags- ins, að rekstrarárið hafi verið kafla- skipt. „Fyrri hluti ársins einkenndist af talsverðri óvissu í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Fyrirtæki héldu að sér höndum og verkefni töfðust aðeins inn í árið. Á fyrri helmingi ársins var ráðist í hagræðingaraðgerðir sem skiluðu sér í mun betri afkomu á seinni hluta ársins. Þegar upp var staðið reyndist seinni árshelmingur sá besti í sögu félagsins.“ Segir Ægir Már einnig að árið 2020 hafi farið vel af stað og að komandi mánuðir lofi góðu. Ástandið kalli á tæknilausnir og eftirspurn eftir þjón- ustu fyrirtækisins hafi aukist. „Meðal annars eftir þjónustu við fjarfunda- lausnir, veflausnir og vefverslanir. Á ýmsum sviðum ríkir hins vegar meiri óvissa.“ Eignir Advania á Íslandi námu 7,8 milljörðum í árslok 2019 og höfðu aukist um rúma 1,5 milljarða á árinu. Munar þar mest um eignfærslu á leigusamningi sem félagið hefur á húsnæði sínu hér á landi en skv. nýj- um IFRS-staðli ber að færa slíka samninga inn á efnahagsreikning. Skuldir félagsins námu tæpum 4,8 milljörðum í árslok og höfðu aukist um rúma 1,5 milljarða af sömu ástæðu. Advania hagnast um 486 milljónir  Vörusala og þjónusta nam 14,5 milljörðum króna Morgunblaðið/Ómar Advania Í eigu Advania Holding hf. sem er í eigu Advania AB í Svíþjóð. Vöruviðskipti við útlönd voru nei- kvæð um 18,3 milljarða króna á fyrstu sautján vikum ársins. Þetta kemur fram í nýbirtri tilraunatöl- fræði Hagstofunnar. Hallinn á við- skiptunum var 17,8 milljarðar yfir sama tímabil í fyrra. Í ár nam útflutningur tæpum 180 milljörðum króna en fyrir ári stóð hann í 216 milljörðum. Innflutn- ingur stóð í 198 milljörðum á fyrstu 17 vikum þessa árs, samanborið við 234 milljarða á árinu 2019. Í út- flutningi varð mestur samdráttur í því sem skilgreint er sem „aðrar vörur“ og nam hann 82,2%. Þá dróst útflutningur stóriðjuafurða saman um 11,8%. I innflutningi dró mest úr hrávörum og rekstrar- vörum eða um 25,5%. Þá dróst inn- flutningur á eldsneyti og smurn- ingsolíum saman um 21,1%. Þá drógust fjárfestingarvörur saman um 20,7%. Vöruskiptajöfnuður neikvæður á árinu  Innflutningur 15,3% minni en í fyrra ● Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 3,6% í viðskiptum Kaup- hallar Íslands í gær. Béf Icelandair Group lækkuðu um 19,8% í 69 millj- óna viðskiptum. Markaðsvirði félags- ins nemur nú 10,3 milljörðum króna. Bréf Origo lækkuðu um tæp 5,9% í 28,4 milljóna viðskiptum. Þá lækk- uðu bréf Eikar fasteignafélags um 5,2% í 50,7 milljóna viðskiptum. Bréf Arion banka lækkuðu um 4,4% í tæp- lega 106 milljóna viðskiptum og bréf Reita lækkuðu um 4,3% í rúmlega 149 milljóna viðskiptum. Hlutabréf Eimskipafélagsins lækk- uðu um 3,9% í takmörkuðum við- skiptum upp á 942 þúsund krónur en Síminn lækkaði um 3,6% í ríflega 162 milljóna viðskiptum. Marel lækkaði um 3,4% í tæplega 474 milljóna við- skiptum. Önnur félög lækkuðu minna. Ekkert félag hækkaði í Kauphöll en með tvö félög voru engin viðskipti, þ.e. Haga og Heimavelli. Úrvalsvísitala Kaup- hallar lækkaði um 3,6% Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hefur samið við Christian Ras- mussen um sölu á starfsemi dóttur- félags Valitor í Danmörku, Valitor A/S, áður AltaPay A/S. Söluverðið er trúnaðarmál. Eins og segir í tilkynningu frá Valitor þá var Christian á sínum tíma einn af stofnendum greiðslu- miðlunarfyrirtækisins AltaPay A/S sem Valitor keypti árið 2014 og var rekið undir merkjum Valitor frá janúar 2019. Christian stýrði alrásarþjónustu Valitor þar til hann hætti störfum hjá fyrirtækinu í lok árs 2018. Eins og greint var frá í Viðskipta- Mogganum í síðustu viku, og fram kom í tölvupósti sem blaðið hefur undir höndum, áttu 40 starfsmenn á hættu að missa vinnu sína í Dan- mörku vegna þessara breytinga. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Valitor, segir í tilkynningunni að aðkoma Christians og þekking hans og ástríða fyrir starfseminni séu af- ar góð tíðindi fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini. Þá segir í tilkynningunni að Christian muni taka yfir öll við- skiptasambönd Valitor A/S og reka starfsemina undir merki AltaPay. Kort Valitor hefur verið með starfsemi í Danmörku og í Bretlandi, auk Íslands. Valitor í Danmörku til fyrri eiganda 5. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 146.42 Sterlingspund 183.17 Kanadadalur 105.59 Dönsk króna 21.358 Norsk króna 14.256 Sænsk króna 14.595 Svissn. franki 150.91 Japanskt jen 1.3734 SDR 200.11 Evra 159.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.7208 Hrávöruverð Gull 1673.05 ($/únsa) Ál 1440.0 ($/tonn) LME Hráolía 22.87 ($/fatið) Brent ● Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í nýliðnum mánuði námu 25 milljörðum króna. Það er 62% minni velta en í apríl í fyrra. Þá voru viðskiptin 59% minni en í marsmánuði á þessu ári. Mest voru viðskipti með bréf Marels eða 7,5 milljarðar, þá Símans fyrir 2 millj- arða og VÍS og Kviku fyrir 1,8 millj- arða. Heildarviðskipti með skuldabréf í apríl námu 125 milljörðum króna sem er 7,4% lækkun frá fyrra ári. Það er hins vegar 52% minni við- skipti en í marsmánuði síðast- liðnum. Alls námu viðskipti með rík- isbréf 74 milljörðum króna en með bankabréf 28,4 milljörðum. Mun minni viðskipti í apríl en fyrir ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.