Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2020 Útivistarskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is • Leður • Vatnsheldir • Vibram sóli Verð 19.995 Stærðir 36 - 47 Florians easons Netverslun www.skornir.is Geir Ágústsson skrifar á blog.is:„Nú fagna menn því að engin ný kórónuveirusmit hafi greinst og telja að þess vegna megi nú opna ýmislegt í samfélaginu aftur.    Þetta er auðvitað mótsögn.    Robinson Crusoefékk aldrei flensu því hann hitti ekkert fólk.    Persóna TomsHanks í myndinni Castaway fékk hvorki flensu né mislinga því hann var aleinn á eyðieyju.    Um leið og hann var dreginnum borð í skip fóru veirur að herja á hann og sennilega fékk hann fljótlega kvef því ónæm- iskerfi hans var orðið veikburða vegna skorts á áreiti.    Að það hafi ekki greinst smit erekki vísbending um að það megi opna samfélagið aftur.    Miklu frekar eru rök fyrir opn-un þau að nú eigi fólk loksins að fá að smitast, jafna sig og hrinda þessari veiru út úr sam- félaginu.    Auðvitað kostar það mannslífeins og allar aðrar veirur sem hafa komið og farið eða er búið að þróa bóluefni eða lyf gegn eftir því sem reynsla hleðst upp yfir árin (heimatilbúin kreppa getur líka kostað mannslíf).    Það er engin önnur leið fyrirsamfélag til að starfa en að veirur fái að koma og fara og sum- ar að kenna á lyfjum og öðrum lækningum.“ Geir Ágústsson Hin hlið peningsins STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarráð hefur hafnað beiðni Knatt- spyrnusambands Íslands (KSÍ) um að taka þátt í kostnaði við umspils- leikinn gegn Rúmeníu í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn átti að fara fram á Laugardalsvelli 26. mars sl. en var frestað eins og flestum við- burðum vegna COVID-19. Hins vegar hefur borgarráð sam- þykkt að að hefja viðræður við KSÍ um endurskoðun samnings um rekst- ur Laugardalsvallar. Fram kemur í bréfi sem Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ritaði Degi B. Eggertssyni hinn 26. febrúar sl. að kostnaður vegna leiksins væri áætl- aður 71,3 milljónir. Mestur kostnaður var vegna leigu á hitadúk frá útlönd- um, rúmar 15 milljónir. Hinn 1. janúar 1997 tók KSÍ að sér rekstur Laugardalsvallar og þeirra mannvirkja sem vellinum tengjast. Síðasti samningur aðila var gerður í ágúst 2014 og samkvæmt honum átti Reykjavíkurborg að greiða KSÍ sam- tals 50 milljónir árlega til 2016 og síð- an 44,2 milljónir árlega. Með bréfi í fyrra óskaði KSÍ eftir því að samning- urinn yrði tekinn til endurskoðunar, m.a. á þeim forsendum að heimaleikir Fram voru fluttir af Laugardalsvelli í Safamýri og við það lækkuðu framlög borgarinnar. Borgarráð samþykkti beiðni KSÍ. sisi@mbl.is Borgin tekur ekki þátt í kostnaði  Leikurinn sem aldrei fór fram reynd- ist KSÍ dýr  Endursamið um völlinn Ljósmynd/Kristinn Jóhannsson Í febrúar Kostnaðarsamt reyndist að fá hlífðardúkinn frá útlöndum. Fyrirtækin Marel, Össur, Origo og CCP fagna þeim áherslum og að- gerðum sem á að fara í til þess að efla nýsköpunarumhverfið hér á landi í sameiginlegri umsögn, sem fyrirtækin hafa sent efnahags- og viðskiptanefnd um frumvarp rík- isstjórnarinnar um aðgerðir vegna kórónu- veirunnar, en fyr- irhugað er að hækka tímabund- ið endurgreiðslur af tekjuskatti vegna rannsóknar- og þróunarverkefna úr 20% upp í 25%, sem og að hækka þakið á endur- greiðslur á sama tíma úr 600 millj- ónum króna á ári upp í 900 milljónir. Um leið hvetja fyrirtækin nefndina til þess að breyta frumvarpinu og ganga enn lengra í þessum efnum. „Við fögnum því mjög að það skuli vera aukinn hljómgrunnnur fyrir því að búa til umhverfi þar sem Ísland komist nær því að vera samkeppn- ishæft við önnur ríki,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, en hann segir að þessi fjögur fyrirtæki, sem öll hafi áratugareynslu í nýsköp- un, séu búin að vinna með stjórnvöld- um í fast að áratug að því verkefni að koma á samkeppnishæfu umhverfi hér á landi hvað varðar rannsóknir og þróun. Fjárfesting í fólki Hann segir að grunnurinn í rann- sóknar- og þróunarstarfi sé að fjár- festa í fólki en ekki fastafjármunum. „Og slík fjárfesting er bæði þjóð- hagslega hagkvæm og byggir upp mannauð, og fyrir vikið hafa þau hagkerfi sem hafa skoðað þetta kom- ist að því að sú fjárfesting sé mjög til ábata fyrir samfélagið.“ Sum ríki, eins og Kanada, hafi því gengið mjög langt til að styðja við slíkt starf. Hilmar segir einnig það vera mjög óheppilega ráðstöfun sem sé hér á landi að sett er þak á endurgreiðslur, sem aftur þýði að ef rannsóknar- og þróunarverkefni kosti meira en 600 milljónir króna, rekist það upp undir þakið. Það þýði í raun að Ísland sé ekki raunhæfur valkostur þegar kemur að stærri rannsóknar- og þró- unarverkefnum. „Við höfum lengi bent á þetta þak og það tíðkast hvergi annars staðar. Við fögnum því mjög að það á að hækka það, og vild- um helst að það yrði afnumið.“ sgs@mbl.is Ísland verði samkeppnisfært Hilmar Veigar Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.