Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.05.2020, Blaðsíða 32
Glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson hlýtur mikið lof í gagnrýni Sunday Times um bók hans Mistur, sem á ensku nefnist The Mist. Segir gagnrýnandi, Joan Smith, að Ragnar sé með allra bestu glæpasagnahöf- undum samtímans og að bókin sé afar vel heppnaður endir á „djöfullega snjöllum“ þríleik hans um lög- reglukonuna Huldu Hermannsdóttur. Skoski glæpa- sagnahöfundurinn Ian Rankin vekur athygli á gagnrýn- inni með því að birta mynd af dómnum á twittersíðu sinni og óska Ragnari til hamingju. Ragnar sagður með allra bestu glæpasagnahöfundum Finnur Freyr Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í körfuknattleik. Finnur Freyr skrifar und- ir tveggja ára samning við Valsmenn en Ágúst Björg- vinsson, sem stýrt hefur liðinu undanfarin níu ár, hefur tekið við starfi yfirþjálfara hjá yngri flokkum félagsins. Þá eru einnig breytingar á þjálfarateymi kvennaliðs fé- lagsins en Ólafur Jónas Sigurðsson mun taka við liðinu af Darra Frey Atlasyni. Ólafur Jónas skrifar undir tveggja ára samning við Valsmenn og þá mun Helena Sverrisdóttir aðstoða Ólaf Jónas. »27 Fimmfaldur Íslandsmeistari gerði tveggja ára samning við Val dóttir héldu nýstofnaða félaginu gangandi og svo fór að Óskar varð fyrsti þjálfari þess í fótboltanum, byrjaði að þjálfa 5. flokk, var fyrsti þjálfari meistaraflokks og fyrsti for- maður knattspyrnudeildarinnar. „Teddi var búinn að skrá a-, b- og c-lið í öll mót í 5. flokki og ekki varð aftur snúið,“ segir Óskar, sem átti eftir að þjálfa alla flokka áður en yfir lauk. Hann segir að enginn í Fylki hafi haft reynslu af keppni og í raun hafi enginn völlur verið til taks fyrir utan lítinn og hallandi malarvöll við Rofabæ. „Ég ákvað strax að taka þetta föstum tökum, enginn leikur yrði gefinn heldur yrði alltaf hægt að stóla á að Fylkir mætti til leiks,“ leggur hann áherslu á. Hann rifjar upp að til hafi verið eitt og hálft sett af búningum og einu sinni hafi stúlka spilað með en leikur hafi aldrei fallið niður. „Einu sinni áttum við leik í Keflavík og þá tók ég allan hópinn, 15 manns, í bílinn, Opel station. Þetta er ekki beint til þess að hæla sér af en um annað var ekki að ræða.“ Fylkir var dæmigert hverfisfélag en stundum þurfti að fá menn utan hverfis í meistaraflokkinn. Óskar nefnir sérstaklega KR-ingana Jón, bróður sinn, Baldvin Baldvinsson, Sigmund Sigurðsson og Guðmund Einarsson og Þróttarana Ólaf Brynj- ólfsson og Axel Axelsson. „Þessir menn styrktu allir liðið á sínum tíma,“ segir hann. Óskar hefur byggt þrjú hús fyrir fjölskylduna í Árbæ og þar á meðal húsið í Fjarðarási. Hjónin búa uppi og verkstæðið er niðri. „Einu sinni var ég með 900 stóla hérna frá borg- inni og þá þurfti ég líka að nota bíl- skúrinn, en venjulega er hann bara fyrir bílinn.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bólstrun Óskars Sigurðssonar lætur ekki mikið yfir sér í Fjarðarási í Ár- bænum en bólstrarinn, sem er á ní- ræðisaldri, er hokinn af reynslu og hefur unnið við fagið síðan 1955. „Ég er ekkert að hugsa um að hætta,“ segir kappinn, sem hefur haft nóg að gera að undanförnu þrátt fyrir kór- ónuveirufarald- urinn. Eftir gagn- fræðaskólann vissi Óskar ekki hvað hann ætti að leggja fyrir sig en langaði helst í iðn- nám. Fyrst reyndi hann fyrir sér í klisjugerð eða prent- myndamótun og síðan í pípulögnum. „Þá var farið inn í húsin ísköld og það var frekar hráslagalegt, ekki beint skemmtilegt,“ segir hann. Þá sá móðir hans að auglýst var eftir lærlingum í bólstrun og hvatti hann til að sækja um. „Ég spurði hana hvað bólstrun væri og hún sagði að vinnan snerist um að búa til dívana og húsgögn. Áhuginn var ekki mikill en um viku seinna kannaði ég málið hjá Húsmunum og var ráðinn til reynslu. Mér fannst þetta strax ótrú- lega skemmtilegt og kláraði námið.“ Óskar spilaði fótbolta í öllum flokkum KR, lék einn landsleik og hætti síðan um haustið 1966 vegna meiðsla. „Ég var með bakverki og stöðugan verk í hægra hnénu og fyr- ir um tíu árum kom í ljós að ég var með slitið krossband,“ útskýrir hann. Lengi í boltanum Fjölskyldan flutti í Árbæinn 1967 og árið eftir var Íþróttafélagið Fylk- ir stofnað. „Ég keyrði Bjarna, son okkar, einu sinni á æfingu í 5. flokki hjá KR, en sagði svo við hann að þetta væri ómögulegt, nær væri að hann æfði með skólafélögum sínum og það varð úr.“ Kristján Þorgeirsson og hjónin Theódór Óskarsson og Heiða Árna- Hefur unnið við bólstrun í 65 ár  Óskar Sigurðsson, fyrsti þjálfari Fylkis í Árbænum Morgunblaðið/Eggert Bólstrun Óskar Sigurðsson hefur unnið við fagið í 65 ár. DRÁTTARBEISLI Hágæða beisli, föst eða losanleg, fyrir flestar gerðir fólksbíla og jeppa. Upplýsingar um verð og afgreiðslutíma hjá Bílanaust. www.bilanaust.is STÓRVERSLUN DVERGSHÖFÐA 2 Dalshrauni 17 220 Hafnarfirði 110 Reykjavík S. 535 9000 S. 555 4800 Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Furuvöllum 15 600 Akureyri Hafnargötu 52 260 Reykjanesbæ Hrísmýri 7 800 Selfossi Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 421 7510 S. 482 4200 S. 535 9085 S. 471 1244 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 126. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.