Morgunblaðið - 08.05.2020, Page 10

Morgunblaðið - 08.05.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ástæða olíumengunar sem stundum sést í Vestmannaeyjahöfn er enn ráðgáta. Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri og framkvæmda- stjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vest- mannaeyjabæjar, sagði að engin yfirborðs- mengun hefði sést síðan um síðustu helgi. Mynd sem tekin var síðdegis föstudaginn 1. maí sýndi greinilega olíubrák utarlega í höfn- inni, frá Nausthamarsbryggju og hafði hún breiðst inn eftir. Daginn eftir sást meiri olíu- brák í Pyttinum, innst í höfninni. Regnvatni af götum bæjarins er veitt út í höfnina og er m.a. verið að skoða hvort ein- hvers staðar geti verið yfirfull olíuskilja sem mögulega flæði yfir í rigningatíð og mengað vatn berist út í frárennsliskerfið. Þá er verið að skoða hvort mengunin tengist sjávarföllum þannig að sjór komist í olíumengaðan jarðveg einhvers staðar við höfnina á flóði. Ólafur sagði að menn hefðu grandskoðað myndir af yfirborðsmenguninni en ekki getað greint uppsprettu hennar af þeim. Mengunin í höfninni er gasolía. Engin slík olía er geymd nærri þar sem mengunin sást á föstudag og engir bátar voru þar við bryggju. Brákin sem sást í Pyttinum á laugardag var nyrst en þar eiga ekki að vera olíulagnir og regnvatnið úr bænum kemur sunnanmegin í Pyttinn. „Við erum á útopnu við að finna einhverja orsök. Það er hundleiðinlegt að finna ekki neitt,“ sagði Ólafur. Í gær hafði ekki orðið vart neinnar yfirborðsmengunar í höfninni frá því um síðustu helgi. Uppruni mengunarinnar er ráðgáta  Hafnaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa leitað ástæðna þess að olíumengun berst í höfnina Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjahöfn Olíubrák sást í Pyttinum, innsta hluta hafnarinnar, þegar myndin var tekin 1. maí. Daginn eftir sást meiri olíumengun nyrst eða fjærst á myndinni. Olíumengun hefur af og til verið vandamál í höfninni. Fuglar hafa lent í olíunni og ýmist drepist eða verið hreinsaðir. IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2020 Ford F-350 Lariat TREMOR Litur: Svartur/ Svartur að innan. Einnig í boði í Star White, Magnetic grey og Blue Jeans. Lariat með Sportpakka, Ultimatepakka og TREMOR-pakka. Innifalið í TREMOR-pakkanum er læst framdríf, 2” upphækkun að framan, 35” dekk, Drive mode stillingar, TREMOR demparar, minni svunta undir framstuðara, spes hækkað loftinntak og öndun á hásingum (framan og aftan) og millikassa. Sem sagt original stórkostlegur OFF ROAD bíll! Og svo auðvitað 2020 breytingin; nýr framendi, 475 hö, 1050 pund tog og 10 gíra sjálfskipting. 2019 RAM Limited 3500 35” Litur: Pearl red/ Svartur að innan. 6,7L Cumm-ins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund. Einn með öllu: RAM box, Aisin sjálfskipt- ing, dual alternators 440 amps, lofpúðafjöðr- un, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. VERÐ 11.980.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Onyx black/ Dark walnut að innan. 2020 GMC Denali, magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. VERÐ 12.490.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Summit white/ svartur að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. VERÐ 12.990.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ Nánar upplýsingar gefur Ingimar í síma 664 8080 eða email ingimar@ib.is. Á borði hafnarstjóra og hafnar- stjórnar í Hafnarfirði hefur undan- farið legið beiðni frá Vélsmiðju Orms og Víglundar um að setja upp níu metra hlið við aðkomusvæði að flotkví félagsins, sem fyrirhugað er að girða af. Nágrannafyrirtækið Trefjar telur hins vegar að hliðið þurfi að vera tíu metrar að breidd til að bátalyfta eða bátavagn fyrir- tækisins geti komist með báta eftir Óseyrarbraut frá verksmiðjuhúsi gegnum hliðið og til sjósetningar. Í bréfi lögmanns vélsmiðjunnar til Hafnarfjarðarhafnar um miðjan apríl kemur m.a. fram að Trefjar hafi ekki veitt samþykki fyrir 2,5 metra hárri girðingu á mörkum lóða fyrirtækjanna. Slíkt samþykki væri háð því að hlið við enda Ós- eyrarbrautar yrði um tíu metrar á breidd svo bátalyftan kæmist þar um. Byggingarfulltrúi hafi synjað um leyfi fyrir girðingunni þar sem samþykki Trefja liggi ekki fyrir. Ólöglega eftir Óseyrarbraut Í bréfinu er bent á ýmsar tak- markanir samkvæmt lögum og reglugerðum á ferðum svo stórs og þungs tækis, eins og bátalyftunnar, utan vinnusvæðis. Þar segir að furðu sæti að starfsmenn Hafnar- fjarðarbæjar gangi erinda Trefja til þess að gera mögulegt að bátalyft- an fái ekið ólöglega eftir Óseyrar- braut eins og hvert annað ökutæki. Í bréfinu óskar lögmaður vélsmiðj- unnar eftir formlegri staðfestingu frá hafnarstjóra um heimild fyrir- tækisins til að loka Óseyrarbraut við hafnarsvæðið með níu metra hliði. Í bréfi lögmanns frá Vélsmiðju Orms og Víglundar er lögð áhersla á öryggismál og segir þar að af- girðing svæðisins sé brýn, enda töluverð umferð óviðkomandi um svæðið. Hafi fyrirtækið þurft að sæta tíðum innbrotum í báta og skip í tengslum við rekstur flot- kvínna. Þá fari sá tími í hönd að bú- ast megi við að unglingar og aðrir geri sér leik að því að stökkva af flotkvíunum og í sjóinn, en slíkt sé árlegt. Óska eftir undanþágu Á fundi hafnarstjórnar í fyrradag var á ný fjallað um málið. Þar kom fram að Trefjar hafa sent Sam- göngustofu erindi þar sem óskað er eftir undanþágu fyrir akstri lyft- unnar á hafnarsvæðinu. Niðurstaða í því máli liggur enn ekki fyrir og telur hafnarstjórn því ekki unnt að taka afstöðu til erindis Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. fyrr en nið- urstaða Samgöngustofu liggur fyr- ir. Á þessum tímapunkti segir Lúð- vík Geirsson hafnarstjóri ekki tíma- bært að tjá sig um málið. Fram kemur í bréfi lögmannsins að Hafnarfjarðarhöfn hafi boðist til að kaupa níu metra hliðið, sem vél- smiðjan hafi keypt, en fyrirtækið láti á móti setja upp tíu metra hlið svo bátalyftan komist um. Því hafi verið hafnað. Þröstur Auðunsson, fram- kvæmdastjóri Trefja, segir að stað- setning upptöku- og sjósetningar- búnaðar hafi verið ákveðin í samráði við bæjaryfirvöld áður en nýja lyftan kom fyrir um tveimur árum. Sú staðsetning kalli á þetta ferðalag á 50-60 metra kafla um Óseyrarbrautina á milli verk- smiðjuhúss og hafnarsvæðis. Lítil umferð sé um götuna og því lítil hætta á ferðum. Þröstur segist von- ast eftir farsælli lausn á málinu. aij@mbl.is Ósætti við Óseyrarbraut  Vélsmiðja Orms og Víglundar vill girða og setja upp níu metra hlið  Trefjar þurfa tíu metra hlið vegna bátaflutninga Ljósmynd/Af heimasíðu Trefja Hafnarfjörður Bátalyfta Trefja er færanleg og hefur lyftigetu upp á 75 tonn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.