Morgunblaðið - 08.05.2020, Side 25

Morgunblaðið - 08.05.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI Bjarnason, f. 19.11. 1987, aðstoðar- verslunarstjóri hjá ÁTVR, búsettur í Reykjavík; 3) Kristjana Konný Bjarnadóttir, f. 27.9. 1989, hjúkrunar- fræðingur í Danmörku. Maki: Mads Skaaning, rafmagnsverkfræðingur í Danmörku. Börn þeirra eru Ísabella Erla, f. 19.1. 2016, og Christian Álfþór, f. 8.8. 2018; 4) Bjarni Kristinn Bjarna- son, f. 28.10. 1996, verkfræðinemi í DTU, Danmörku. Systkini Bjarna Torfa eru Álfhildur Álfþórsdóttir, f. 8.6. 1956, deildarstjóri hjá Alþingi; Þóra Björg Álfþórsdóttir, f. 19.9. 1962, leiðbeinandi í leikskóla í Hafnarfirði; Bergur Brynjar Álfþórs- son, f. 20.7 1964, leiðsögumaður og bæjarfulltrúi í Vogum, og Jóhann Frí- mann Álfþórsson, f. 24.9. 1968, píanó- og sembalsmiður á Seltjarnarnesi. Foreldrar Bjarna Torfa eru hjónin Álfþór B. Jóhannsson, f. 12. 1933, fyr- verandi bæjarritari, og Björg Bjarna- dóttir, f. 7.7. 1932, fyrrverandi píanó- undirleikari. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÆJA, SVO ÞÚ ÆTLAR AÐ VERA Í FÝLU VEGNA ÞESS AÐ ÉG NEITAÐI ÞÉR UM FRÍ Í DAG!” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá allar aðstæður fyrir. ÞAÐ TRUFLAR MIG EKKERT AÐ ÞÚ STARIR Á MIG BROSTU KONA! BRÁÐUM VERÐUR MÚSAFARALDURINN ÚR SÖGUNNI! ÉG VEIT … ÉG VILDI BARA ÓSKA ÞESS AÐ ÞÚ VÆRIR EKKI MEÐ OFNÆMI FYRIR KÖTTUM! „TALAÐU VIÐ MIG EF ÞAÐ STÆKKAR. ÉG GET KOMIÐ ÞÉR Í AÐGERÐ VIKU FYRIR JÓL.” Ég fór að fletta gömlum Spegli ádögunum – gerði það oft ung- ur drengur af því að faðir minn átti Rauðku, valdar greinar úr því merka blaði. Þar birtust reglulega „Skáldskaparmál“. Eitt ljóðið hét „Chanson triste“ sem ég lærði ósjálfrátt utan að. Það var ort á því herrans ári 1926 og ber með sér að vegur Góðtemplarareglunnar hef- ur verið meiri á þeim dögum en nú er. 14° er frostið og fölur máninn skín. Í kveld skulum við drekka kaffi og brennivín. Í kveld skulum við drekka kaffi og hundaskamt; en enginn má í Einingunni um það vita samt. Við skulum sitja að sumbli, því sála mín er þreytt. Sumir eiga sorgir og segja ekki neitt. Sumir eiga sorgir og sumir eiga konur. Einum fæðist dóttir og öðrum fæðist sonur. Sumir þjóra í Reykjavík og sumir þjóra í Höfn. Sumir fara í hundana og sumir fara í Dröfn. Í kveld skulum við drekka kaffi og brennivín. Fjórtán gráður er frostið og fullur máninn skín. Jakob Thorarensen orti – og með skýringu Ágústar H. Bjarnasonar: „En ætli kersknin gægist ekki út, er hann í þessu sambandi fer að tala um mannskepnurnar“: Einhver beygur orkar því, allt hvað vökna sokkar, gegnum þóttann grisjar í guðræknina okkar. Eftir Káin: Síðan fyrst ég sá þig hér sólskin þarf ég minna gegnum lífið lýsir mér ljósið augna þinna. Í Blöndu segir að æviferill Daða Níelssonar hafi verið raunasaga gáfaðs alþýðumanns er lífið lék hart en varð þó þjóðkunnur fræði- maður. Hann varð úti 1856, 47 ára gamall. Illt er að biðja oft um lán, illt er að vera hrakinn, illt er að þola eymd og smán, illt er að vera nakinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr Skáldskaparmálum Spegilsins og fleira gott

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.