Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 2

Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun á þessu ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsnáms erlendis á skólaárinu 2020-2021. Veittur er einn styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist til formanns sjóðsins á netfangið: jpj@i8.is fyrir 21. júní nk. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. 2019GeirþrúðurA.Guðmundsdóttir- selló 2018HrafnhildurM.Guðmundsdóttir-selló 2017 Sölvi Kolbeinsson-saxófón 2016BaldvinOddson-trompet 2015RannveigMarta Sarc-fiðla 2014Sólveig Thoroddsen-harpa 2013Hulda Jónsdóttir-fiðla 2012BenediktKristjánsson-söngur 2011Matthías I. Sigurðsson-klarinett 2010GunnhildurDaðadóttir-fiðla 2009Helga ÞóraBjörgvinsdóttir-fiðla 2008 JóhannNardeau-trompet 2007MelkorkaÓlafsdóttir-flauta 2006Elfa RúnKristinsdóttir-fiðla 2005ÖgmundurÞór Jóhannesson-gítar 2004VíkingurHeiðarÓlafsson-píanó 2003BirnaHelgadóttir-píanó 2002LáraBryndís Eggertsdóttir-orgel 2001PálínaÁrnadóttir-fiðla 2000HrafnkellOrri Egilsson-selló 1999UnaSveinbjarnardóttir-fiðla 1998ÁrniHeimir Ingólfsson-píanó/tónv. 1997ÞórðurMagnússon-tónsmíðar 1996 IngibjörgGuðjónsdóttir-söngur 1995SigurbjörnBernharðsson-fiðla 1994GuðniA. Emilsson-hljómsveitarstj. 1993TómasTómasson-söngur 1992ÞóraEinarsdóttir-söng Styrkur til tónlistarnáms Ím y n d u n a ra fl / M -J P J f y r r u m s t y r k þ e g a r MINNINGAR SJÓÐUR JPJ www.minningarsjodur-jpj.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Allt hefur sinn tíma en ég tel mig nú vera búinn að standa vaktina. Þetta eru að verða komin 32 ár síðan ég byrjaði,“ segir Árni Róbertsson, kaupmaður á Vopnafirði. Árni hefur ákveðið að hætta versl- unarrekstri 1. júlí næstkomandi. Þá verður skellt í lás í versluninni Kauptúni og sjoppunni Robbanum, en þetta hafa um árabil verið einu sölustaðir nauðsynjavara fyrir íbúa á Vopnafirði. Reksturinn er þó til sölu svo ekki er útséð um að einhver grípi gæsina. „Það er að mínu mati mjög erfitt að vera einstaklingur í þessum geira. Það er ekki alltaf rétt gefið,“ segir Árni og jánkar því að erfitt sé að keppa við stórar verslanakeðjur. Hann segir að rekstur verslunar- innar hafi gengið vel en síðustu tveir vetur hafi þó verið mjög erfiðir. Loðnubrestur hafi sett svip sinn á bæjarlífið. „Það er svo mikil innspýt- ing þegar þessar vertíðir eru og við höfðum fengið mjög góð ár fram að því. En svo safnast upp erfiðleikar.“ Árni hóf verslunarrekstur ásamt Guðrúnu Steingrímsdóttur eigin- konu sinni í bílskúrnum sínum árið 1988. Fimm árum síðar opnuðu þau Kauptún, sem er matvöruverslun með meiru. Eftir að kaupfélagið á staðnum lagði upp laupana flutti Kauptún í húsnæði þess árið 2004. Síðan þá hefur það verið eina versl- unin í bænum. Í fyrra tóku Árni og synir hans einnig að sér rekstur sjoppunnar á Vopnafirði. Árni segir að persónulegar ástæð- ur ráði því að þessi ákvörðun er tek- in núna. „Það hafa einhverjir sýnt rekstrinum áhuga en það er ekkert í hendi. Í þessu ástandi undanfarið hefur svo sem ekkert verið hægt að ferðast hingað en það hafa verið fyrirspurnir.“ Kaupmaðurinn kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af framtíð versl- unarreksturs í bænum. „Nei, ég er sæmilega bjartsýnn á að það verði búð hérna áfram. Ég hef haft góðan og tryggan kúnnahóp og hef notið góðs stuðnings frá HB Granda og síðan Brimi. Ég er mjög stoltur af sveitungum mínum og samskiptum við þá.“ Hættir verslunarrekstri á Vopnafirði eftir rúm 30 ár  Kauptúni verður lokað 1. júlí  Erfitt að keppa við risa Ljósmynd/Aðsend Feðgar Árni á milli sona sinna, Steingríms til vinstri og Nikulásar Alberts til hægri. Myndin var tekin á 30 ára afmæli Kauptúns fyrir tveimur árum. Allt að 200 manns mega koma saman frá og með 25. maí, þegar næsta stóra skref í afléttingu samkomutak- markana verður tekið. Fjöldatak- mörkunin miðar nú við 50 manns. Upphaflega var stefnt að því að talan yrði næst hækkuð í 100 en í ljósi já- kvæðrar þróunar kórónuveiru- faraldursins síðustu daga verður far- ið hraðar í afléttingar takmarkana. Eitt smit greindist síðastliðinn sólarhring, það fyrsta í sex daga, en viðkomandi var í sóttkví er hann greindist. Eru greind smit kórónu- veirunnar hér á landi því 1.802, en þar af eru virk smit einungis 12. Enginn liggur nú á sjúkrahúsi með veiruna en enn eru níu sjúklingar á Landspítala sem ekki eru með veir- una en eru að ná sér af veikindum af völdum hennar. Á mánudag, 18. maí, verður heim- ilað að heimsækja sjúklinga á deild- um Landspítalans með ákveðnum skilyrðum. Í Fossvogi og við Hring- braut verður aðeins einum aðstand- anda, og fylgdarmanni ef nauðsyn krefur, heimilt að heimsækja sjúk- ling í að hámarki eina klukkustund í senn, en spítalinn verður opinn fyrir heimsóknir á milli klukkan 16 og 19. 350 mega fara í Laugardalslaug Á mánudag verða sundlaugar sömuleiðis opnaðar á ný. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á blaðamannafundi almannavarna í gær að miðað yrði við að laugar mættu taka við helmingnum af hefð- bundnum hámarksfjölda gesta. Í samtali við Morgunblaðið segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR, sem rekur sundlaugar borgarinnar, að miðað verði við að um 350 gestir geti verið í Laugardalslaug samtímis en á bilinu 100-200 í öðrum laugum. Skipta þarf stærri laugum upp í svæði til að tryggja að fjöldi á hverju svæði fari ekki yfir leyfilegt hámark. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort allir hlutar lauga, á borð við gufubað og vatnsrennibrautir, verði opnir. Opna má krár og skemmtistaði 25. maí og mega þau þá hafa opið til klukkan ellefu á kvöldin. Staðirnir hafa verið lokaðir frá því í mars, en á sama tíma hafa veitingastaðir, sem jafnan selja áfengi, mátt halda opnu og hefur það lagst misjafnlega í skemmtistaðaeigendur. Engum vísað úr landi Á blaðamannafundinum var Þór- ólfur spurður út í fyrirætlanir stjórnvalda um að skima fyrir veir- unni meðal ferðamanna á Kefla- víkurflugvelli. Sagði hann að fólki sem greindist með veiruna yrði ekki vísað úr landi og því þyrfti að tryggja því sjúkrahúsvist. alexand- er@mbl.is Allt að 200 manns mega koma saman frá 25. maí  Slakað á heimsóknarbanni og opna má bari að nýju Ljósmynd/Lögreglan Tilslakanir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti næstu skref í aflétt- ingu samkomutakmarkana í gær. 200 manns mega koma saman frá 25. maí. 1.780 hafa náð bata 1.802 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 10 einstaklingar eru látnir 19.743 hafa lokið sóttkví 692 eru í sóttkví 1 einstaklingur er á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu 1 nýtt smit tilkynnt í gærÞar af var 12 einstaklingar eru með virkt smit og eru í einangrun Mikil óánægja er innan samninga- nefndar Flugfreyjufélagsins með þá ákvörðun Icelandair að senda öllum félagsmönnum Flugfreyju- félagsins tölvupóst með kynningar- bæklingi á tilboði félagsins að kjarasamningi og yfirferð á alvar- legri stöðu flugfélagsins. Í bréfi sem Sigrún Jónsdóttir, formaður samninganefndar flug- freyja, sendir félagsmönnum segir hún að skrif forstjórans séu í besta falli „grafalvarlegt inngrip í kjara- samningsviðræður“. Samninga- nefnd flugfreyja hafi þegar kynnt tilboð Icelandair fyrir flugfreyjum, sem feli í sér tugprósenta launa- lækkun og afsal á réttindum, en það mætti mikilli andstöðu meðal félagsmanna. Segir Sigrún að forsvarsmenn Icelandair hafi með póstinum til fé- lagsmanna gengið á bak orða sinna, en þeir hafi áður staðfest að ekki stæði til að senda slíkan póst. Flugfreyjufélagið hafi enda mót- mælt því að fyrirtækið hygðist grípa á þennan hátt inn í kjara- viðræður og studdi lögfræðingur ASÍ félagið með vísan í lög um vinnudeilur og verkföll. Samningafundi í gær lauk án niðurstöðu og ekki er útlit fyrir að boðað verði til frekari funda, að því er segir í tilkynningu frá Iceland- air. Í kapphlaupi við tímann Í póstinum sem Bogi Nils Boga- son, forstjóri Icelandair, sendi flug- freyjum í gær segir að Icelandair Group rói nú lífróður og hafi neyðst til að segja upp stórum hluta starfsfólks. „Við vinnum nú í kapphlaupi við tímann að því að tryggja framtíð félagsins til lengri tíma og störf okkar allra,“ segir í póstinum. Þá segir Bogi að tilgangurinn með póstsendingunni sé að veita upplýsingar um samningstilboð fé- lagsins milliliðalaust, en Flug- freyjufélagið hafði áður sent félags- mönnum tillögurnar með athuga- semdum. Segir hann að í nú- gildandi kjarasamningum séu mörg ákvæði sem byggist á gömlum for- sendum, frá þeim tíma er sam- keppni á markaði var gjörólík því sem nú er. alexander@mbl.is „Grafalvarlegt inngrip“ í kjaraviðræður  Tíminn okkar að renna frá okkur, segir Bogi Nils í bréfi til flugfreyja Morgunblaðið/Eggert Kjör Icelandair kallar eftir róttæk- um breytingum á kjarasamningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.