Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 www.spennandi-fashion.is Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18. Lau: 11-15. Alltaf opið í netverslun. VELKOMIN í NÝJA NETVERSLUN! www.spennandi-fashion.is Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Við ákvörðun kjörvaxta hafa fleiri þættir en stýrivextir Seðlabanka Ís- lands áhrif. Þetta kemur fram í svör- um viðskiptabankanna þriggja við fyrirspurn Morgunblaðsins en í Við- skiptaMogganum í gær var bent á að ef kjörvextir, sem flestum litlum og meðalstórum fyrirtækjum standa til boða (auk álags á vextina), hefðu fylgt lækkun stýrivaxta á síðustu misser- um væru þeir allt að 1,55 prósentum lægri en þeir eru í dag. Á meðan stýri- vextir SÍ hafa lækkað um 2,75% frá því um mitt ár í fyrra hafa kjörvextir Arion banka og Landsbankans af óverðtryggðum lánum lækkað um 1,65 prósentur (í frétt í Viðskipta- Mogganum í gær var fullyrt að lækk- unin næmi 1,55 prósentum). Í tilfelli Íslandsbanka hafa kjörvextirnir lækkað um 1,2% yfir sama tímabil. Fjölbreytt fjármögnun að baki Í svari Arion banka segir að fjár- mögnun bankans samanstandi af inn- lánum, markaðsfjármögnun og er- lendri skuldabréfaútgáfu auk eiginfjárgerninga. „Þar sem fjár- mögnun bankans er nokkuð fjöl- breytt fylgir hún ekki nema að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans. Því speglast vaxtaákvarðanir Seðlabank- ans ekki að öllu leyti í kjörvöxtunum.“ Hið sama kemur fram í svari Landsbankans þar sem bent er á að ákvarðanir bankans um hækkun og lækkun vaxta taki mið af fleiri þáttum en stýrivöxtum, m.a. vöxtum á mörk- uðum og öðrum fjármögnunarkjörum bankans. „Stærsti hluti fjármögnunar bank- ans er í formi innlána frá viðskipta- vinum. Innlánsvextir Landsbankans hafa almennt lækkað minna en sem nemur vaxtalækkunum Seðlabank- ans og vaxtamunur Landsbankans í heild hefur farið minnkandi á því tímabili sem spurt er um.“ Í svari Íslandsbanka er bent á að vextir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi og það hafi áhrif á vaxta- umhverfið og áskoranir þær sem bankarnir standa frammi fyrir. Lágir vextir fela í sér áskorun „Við erum að nálgast það lágvaxta- umhverfi sem mörg nágrannalöndin hafa búið við síðustu ár. Líkt og í ná- grannalöndunum hefur þetta þau áhrif að ekki er hægt að skila vaxta- lækkunum að fullu hjá innlánum, þar sem þau eru komin nálægt núlli. Bankar hérlendis og erlendis hafa þurft að grípa til þess ráðs að end- urspegla þetta í útlánavöxtum, til að viðhalda eðlilegri arðsemi, sem lækka þá minna en stýrivextir.“ Líkt og áður segir eru kjörvextir aðeins vaxtagólf bankanna og ofan á þá leggst í nær öllum tilvikum álag sem getur numið frá hálfu prósenti og upp í nokkur prósent, allt eftir því hvaða áhætta er talin liggja að baki viðkomandi lán- veitingu. Vænt útlánatap hefur áhrif Íslandsbanki segir að álag á kjör- vexti hafi heldur hækkað á síðustu 12 mánuðum en það sé þó mjög breyti- legt eftir stærð og gerð lántaka. „Það sem hefur mest áhrif á álagið er rekstrarkostnaður banka, vænt út- lánatap og kostnaður vegna binding- ar á eigin fé.“ Þá bendir bankinn á að skattar hafi einnig áhrif og að lækkun banka- skatts fyrr á árinu sé því fagnaðarefni og hafi áhrif til lækkunar vaxta. „Álagið er ekki bundið við geira held- ur stærð, gerð og áhættumat á ein- staka viðskiptavinum.“ Í svipaðan streng tekur Lands- bankinn, sem segir að álag á kjörvexti útlána til fyrirtækja hafi að jafnaði lít- ið breyst síðasta árið. Segir bankinn að vextir séu ákvarðaðir út frá áhættu og lánshæfi einstakra viðskiptavina en ekki geirum. Hins vegar taki álag- ið mið af lánshæfi hvers viðskipta- vinar, tryggingum og undirliggjandi áhrifaþáttum í rekstri viðkomandi fyrirtækis en að það geti tengst þeim geira sem viðkomandi fyrirtæki starf- ar í. Í tilfelli Arion banka hefur vegið meðalálag bankans á kjörvexti nánast staðið í stað síðastliðið ár. Það taki mið af kostnaði við veitingu láns um- fram almenna vexti, áhættumati og arðsemiskröfu bankans á það eigið fé sem bundið er gagnvart viðkomandi láni. Bankarnir segja stýrivexti ekki eina áhrifaþáttinn  Álag á vexti þokast upp á við hjá Íslandsbanka en ekki hinum bönkunum Borgartún Kjörvextir viðskiptabankanna hafa ekki lækkað til jafns við stýrivexti Seðlabankans síðustu misseri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meirihluta þeirra 1.500 milljóna sem varið verður í verkefnið Ísland – saman í sókn, markaðs- og kynn- ingarátak á áfangastaðnum Íslandi á völdum erlendum mörkuðum, fer í birtingarkostnað á helstu markaðs- svæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Stærstur hluti þess fjár sem varið verður í framleiðslu efnis verður nýttur hérlendis. Þetta segir í yfir- lýsingu frá Íslandsstofu vegna um- fjöllunar um málið. Íslenskir aðilar á auglýsinga- markaði hafa sagt sárt að horfa á eftir svo stóru verkefni úr landi. Þrátt fyrir það segir í yfirlýsingu Ís- landsstofu að öll tilboð eigi það sam- eiginlegt að vera samstarf innlendra og erlendra aðila. Bókhaldsmisferli til rannsóknar í Bretlandi Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hlaut alþjóðlega aug- lýsingastofan M&C Saatchi hæstu einkunn valnefndar fyrir verkefnið, en það var boðið út á Evrópska efna- hagssvæðinu og bárust fimmtán til- boð. Auglýsingastofan viðurkenndi í lok síðasta árs bókhaldsmisferli og er til rannsóknar hjá breska fjár- málaeftirlitinu. Framkvæmd útboðsins var í höndum Ríkiskaupa en í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að í útboðs- gögnum hafi ekkert komið fram um rannsókn breska fjármálaeftirlits- ins. Þá sé stofnuninni skylt að stað- festa að „útilokunarástæður 68. gr. laga um opinber innkaup eigi ekki við um fyrirtæki áður en endanlegur samningur er gerður“. Þær hafi ekki átt við í þessu tilviki. Samkvæmt lögunum skal bjóð- andi útilokaður frá þátttöku ef hann hefur verið sakfelldur fyrir afbrot á borð við spillingu, sviksemi eða hryðjuverk. Rannsókn yfir- valda breyti engu  Útilokunarástæður eigi ekki við Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn M&C Saatchi mun sjá um markaðsátak Íslandsstofu. Þrír karlmenn hafa í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, eða til 25. maí, á grundvelli rannsóknar- hagsmuna. Þeir eru samkvæmt til- kynningu frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu grunaðir um aðild að umfangsmiklu máli er snýr að skipu- lagðri brotastarfsemi. Lögreglan lagði hald á rúmlega 11 kíló af amfetamíni, en það fannst við húsleit í fjölbýlishúsi í umdæminu. Lögreglan hefur einnig tekið í sína vörslu töluvert af búnaði sem talið er að hafi verið notaður við framleiðsl- una, og fjármuni, en nokkrar hús- leitir hafa verið framkvæmdar vegna málsins. Söluvirði fíkni- efnanna, fullunninna, er talið vera um 70 milljónir króna. Lögreglan segir rannsókn málsins miða vel en veitir ekki frekari upp- lýsingar að svo stöddu. Hald lagt á 11 kíló  Söluandvirðið 70 milljónir króna Ljósmynd/Lögreglan Amfetamín Myndin er úr safni. Þau flugfélög sem áður hafa staðið fyrir flugferðum til Íslands og frá hafa haft samband við Isavia til að kanna stöðu mála hér á landi. Isavia hefur sömuleiðis haldið nánu sambandi við þessa flugrek- endur til að upplýsa þá um gang mála og til að heyra hvernig málum er háttað þeirra megin. Þetta kem- ur fram í skriflegu svari félagsins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Segir enn fremur í svarinu að Isavia verði áfram með hvatakerfi til að auðvelda félögum að fljúga til landsins. Hafa kannað stöðu mála hjá Isavia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.