Morgunblaðið - 24.05.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.05.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sáð verður í mánuðinum fyrir fyrstu salathöfðunum í nýrri garðyrkjustöð eiganda Lambhaga á jörðinni Lundi í Mosfellsdal. Stöðin er búin sjálf- virkum búnaði sem Hafberg Þóris- son lét hanna og smíða þannig að sáningu, ræktun og skurði salatsins er stjórnað úr tölvu og garðyrkju- maðurinn þarf ekki að koma inn í gróðurhúsið nema til eftirlits. Unnið er að lokafrágangi fyrsta áfanga nýju garðyrkjustöðvarinnar en hann er 7.000 fermetrar að stærð, svipaður og knattspyrnuvöll- ur í fullri stærð. Fullbyggð verður stöðin 21 þúsund fermetrar, auk að- stöðu- og íbúðarhúsnæðis. Unnið hefur verið að fram- kvæmdinni í hálft annað ár en Haf- berg hefur undirbúið verkefnið í mörg ár. Hann á sjálfur jörðina Lund. Ræktun stjórnað úr einni tölvu Hafberg tók upp samvinnu við danskan framleiðanda tæknibún- aðar fyrir stöðina. Hann vildi auka sjálfvirknina enn frekar en enginn framleiðandi treysti sér til að smíða þannig búnað. „Það varð til þess að við settum sjálfir upp smiðju á Fjóni og smíðuðum tækin þar. Þau voru prófuð úti og eru nú komin upp í stöðinni og virka vel,“ segir Haf- berg. Hann segist ekki hafa hug á því að hefja framleiðslu á tækjum fyrir aðra. Telur þó víst að hann muni fá heimsóknir að utan, þegar kórónu- veirufaraldurinn verður genginn yfir. Vel geti verið að samstarfs- menn hans ytra vilji taka upp fram- leiðslu á tækjum fyrir aðra. „Þetta gefur manni dálítinn kraft,“ segir Hafberg þegar hann er spurður hvernig tilfinning það sé að koma hugmynd sinni í framkvæmd. „Ég sat uppi með hálfbyggt hús og varð að gera eitthvað.“ Vélasamstæðan er sambyggð og ferlinu frá sáningu til skurðar sal- atsins er stjórnað úr einni tölvu. Ræktunin fer fram á tveimur hæð- um sem báðar eru með ræktunar- lýsingu. Ungplönturnar eru rækt- aðar á neðri hæðinni en lyftast upp á efri hæðina eftir vissan tíma og færast smám saman til baka að skurðarvélinni. Reiknað er með að ræktunin taki 22 daga en Hafberg segir óvarlegt að fullyrða of mikið um tímann, hann geti breyst en alla- vega taki ræktunin ekki meira en mánuð. Ætlunin er að rækta nokkrar teg- undir salats í stöðinni, smálaufa- salat, og eru sumar þeirra nýjung hér á markaði. Hann vonast til að markaður sé fyrir þessa afurð. „Kannski vill þetta enginn,“ segir Hafberg og minnir á að lítill mark- aður hafi verið fyrir salat hér á landi þegar hann hóf framleiðslu í Lamb- haga fyrir 40 árum. Hann hafi orðið að kenna fólki að borða salat. Þreföldun á næstu árum Kostnaður við þennan fyrsta áfanga verður um 1,1 milljarður kr. að sögn Hafbergs. Hann vonast til að geta hafist handa við annan eins áfanga í haust eða á næsta ári. Aðeins tveir eða þrír starfsmenn verða í Lundi, garðyrkjumaður og tæknimaður, auk starfsmanns sem kemur frá Lambhaga. Stöðin í Lambhaga er 15 þúsund fermetrar að stærð og þar eru 22 starfsmenn. Þeir munu þjóna Lundi að hluta til, til dæmis sölumenn. Stöðin í Lambhaga er einnig öðru- vísi uppsett og því mannaflsfrekari. Starfsmennirnir í vélasalnum í Lundi geta annað stjórnun og eftir- liti í mun stærri stöð og telur Haf- berg að hann þurfi ekki að bæta við starfsfólki að ráði þótt stöðin verði tvöfölduð. Efins um garðyrkju í Reykjavík Spurður um framtíðina í Lamb- haga segir Hafberg að hann muni vera þar áfram með framleiðslu, á meðan það verði hægt. Hann telur þó að athygli stjórnenda borgar- innar beinist aðallega að þéttingu byggðar og reiðhjólastígum og efast um að hægt verði að stunda garð- yrkju til frambúðar í Reykjavík. Gefur manni dálítinn kraft  Nýjar tegundir af salati verða framleiddar í nýrri alsjálfvirkri garðyrkjustöð í Lundi í Mosfellsdal  Hafberg Þórisson setti upp eigin smiðju í Danmörku til að framleiða búnaðinn sem hann vildi fá Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðaleigandi Hafberg Þórisson og samstarfsmenn hans eru að leggja lokahönd á uppsetningu búnaðar í nýja húsinu. Sáð verður fyrir salati á næstunni. Mosfellsdalur Í fyrsta áfanga uppbyggingar í Lundi eru sjö þúsund fermetra gróðurhús. Bakkakot í bakgrunni. Tölvustýring Ræktun salats í Lundi verður alsjálfvirk og stýrt af tækni- manni úr einni tölvu. Verið er að setja tæknibúnaðinn upp. Síðumúli 13 108 Reykjavík S. 577 5500 ibudaeignir.is Halldór Már Sverrisson Löggiltur fasteignasali S: 898 5599 halldor@ibudaeignir.is Evert Guðmundsson Löggiltur fasteignasali S: 823 3022 evert@ibudaeignir.is Ólafía Pálmadóttir Viðskiptafr./lögg. leigumiðlari S: 864 2299 ibudaeignir@ibudaeignir.is VILTU BJÓÐA ÍBÚÐINA ÞÍNA TIL LANGTÍMALEIGU? Tökum að okkur að útvega trausta leigjendur. Traust og fagleg þjónusta. Allar nánari upplýsingar veitir:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.