Morgunblaðið - 24.05.2020, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Hreppamenn eru ekki nýtt fólk
fyrir mér, ég er fædd og uppalin
hér í sveitinni. Þar fyrir utan hef
ég sinnt þessu svæði í sex og hálft
ár sem dýralæknir, því ég var að
vinna á dýralæknastofu á Hellu al-
veg frá því ég kom heim úr námi
og hef mikið sinnt veikum skepnum
hér á svæðinu, enda hef ég allan
þann tíma búið á Flúðum,“ segir
Guðríður Eva Þórarinsdóttir dýra-
læknir, en hún opnaði sína eigin
dýralæknastofu á Flúðum í Hruna-
mannahreppi um síðustu páska.
Guðríður er aðeins 31 árs og segist
snemma hafa ákveðið að verða
dýralæknir.
„Ég var bara krakki þegar ég
vissi hvað ég vildi verða, enda hef
ég alla tíð verið með óstjórnlega
dýrasýki. Langamma og langafi
voru með kúabú í Reykjadal hér í
sveit, en ég flutti þangað með for-
eldrum mínum frá Flúðum þegar
ég var níu ára. Á bernskuárum
mínum í Reykjadal voru foreldrar
mínir með hross en kúabúskapur-
inn var aflagður. Þó að ég sé hrifin
af öllum dýrum finnst mér þau
misskemmtileg. Mér er til dæmis
alveg sama þótt ég þurfi aldrei að
meðhöndla páfagauk,“ segir Guð-
ríður og hlær.
Náði í skagfirskan hestamann
„Ég sinni öllum tegundum af
dýrum en þau eru ólíkir einstak-
lingar, rétt eins og fólk. Kettir geta
til dæmis verið afskaplega van-
þakklátir sjúklingar, sumir bíta
þegar ég er að sinna þeim, en aðrir
eru mjög góðir og prúðir. Ég fæ
smærri dýr á stofuna til mín,
hunda og ketti, en ég keyri heim á
bæina ef ég þarf að sinna stór-
gripum, hrossum og kúm, sem og
kindum,“ segir Guðríður og bætir
við að hún keyri stundum enn aust-
ur í Rangárvallasýslu og sinni fyrr-
verandi viðskiptavinum þar.
„Dýralæknastofunni á Hellu, þar
sem ég starfaði ásamt öðrum dýra-
læknum, var lokað. Ég byrjaði að
vinna þar þegar ég var að skrifa
lokaritgerðina mína og mér stóð til
boða að kaupa reksturinn þar og
halda áfram ein eftir að hinir
hættu. Mig langaði meira að vera
hér á Flúðum, enda er þetta
heimasveit mín og ég hef búið á
Flúðum alveg frá því ég kom heim
frá Danmörku úr dýralæknanám-
inu, svo það var nærtækara,“ segir
Guðríður, sem sinnir líka skepnum
í nágrannasveitunum, Biskups-
tungum og Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi.
Hún er mikil hestakona og náði
sér auðvitað í hestamann úr Skaga-
firði, Jón William Bjarkason, sem
starfar sem járningamaður. „Við
erum með þó nokkuð af hestum og
ræktum líka ástralska fjárhunda.“
Hefja verk Kindin Pála fékk strax í upphafi slakandi sprautu og
Óskar hélt í hana á meðan, en Una fylgdist með úr garðanum.
Skorið Guðríður þurfti að skera nokkur lög, í húð, þrjá vöðva og
í legið. Hún gekk faglega til verksins og allt gekk að óskum.
Undirbúningur Eftir rakstur, sótthreinsun og deyfingu setti
Guðríður haft á Pálu, til öryggis fyrir skurðaðgerðina.
Saumaskapur Að lokum saumaði Guðríður saman alla skurðina, nokkur
lög, gimbrarnar litlu biðu þolinmóðar eftir að fá að fara á spena mömmu.
Bráðakeisari
í fjárhúsi á
prestsetri
Kindin Pála lenti í þeim ósköpum að
skera þurfti úr henni lömbin, því engin
opnun var á leghálsi Hóað var í Guð-
ríði dýralækni sem framkvæmdi keis-
araskurð Bændurnir Óskar og Una í
Hruna glöddust yfir gimbrum tveim
Morgunblaðið/Eggert
Annað?! Hið óvænta lamb númer
tvö dregið beint úr legi móður
sinnar og Una tekur við til að
hjálpa því að draga fyrsta andann.
N E T D A G A RN E T D A G A R
20% AFSLÁTTUR
15. - 17. MAÍ
WWW.LIFSTYKKJABUDIN.IS
Sauðburður í sveitinni