Morgunblaðið - 24.05.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 24.05.2020, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Afurðaverð á markaði 12. maí 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 216,21 Þorskur, slægður 274,15 Ýsa, óslægð 196,39 Ýsa, slægð 206,24 Ufsi, óslægður 48,63 Ufsi, slægður 71,09 Gullkarfi 170,81 Blálanga, slægð 90,38 Langa, óslægð 99,28 Langa, slægð 94,01 Keila, óslægð 31,24 Keila, slægð 19,45 Steinbítur, óslægður 77,76 Steinbítur, slægður 117,12 Skötuselur, slægður 395,18 Skarkoli, slægður 204,62 Þykkvalúra, slægð 389,90 Langlúra, óslægð 170,80 Langlúra, slægð 118,00 Bleikja, flök 1.516,50 Gellur 990,00 Hlýri, óslægður 95,00 Hlýri, slægður 120,03 Lúða, slægð 710,81 Lýsa, óslægð 24,71 Lýsa, slægð 7,70 Skata, slægð 61,62 Stóra brosma, slægð 31,00 Undirmálsýsa, óslægð 29,54 Undirmálsýsa, slægð 57,00 Undirmálsþorskur, óslægður 92,36 Undirmálsþorskur, slægður 30,71 Söluhorfur á afurðum grásleppu eru daufar um þessar mundir, að sögn Orms Arnarsonar, fram- kvæmdastjóra Triton, en fyrir- tækið flytur m.a. út grásleppu- hrogn og hvelju grásleppunnar. Birgðir erlendis og lítil eftirspurn speglast í því verði sem sjómenn hafa fengið. Í ár hefur algengt verð verið 220-230 krónur fyrir kíló af óslægðri grásleppu, en var 100 krónum hærra í fyrra. Hrognin fara einkum til landa í Vestur-Evrópu og einnig Banda- ríkjanna, en hveljan til Kína. Orm- ur segir að víða erlendis séu birgð- ir af hrognum. Það vinni á móti sölu á grásleppuhrognum frá Ís- landi að þau séu ekki MSC-vottuð eins og grænlensk grásleppu- hrogn. Á annan tug söltunarstöðva kaupir óslægða grásleppu af bát- um hér, þar sem hún er skorin, verkuð og fryst eða seld áfram til frystingar. Fyrirtækin salta hrognin og flytja þau ýmist út á eigin vegum eða selja til heildsala og frekari vinnslu hérlendis. Fyrir- tækin Vignir Jónsson og Ora reka kavíarverksmiðjur. Veitingastaðir í Kína sitja uppi með birgðir Ormur segir að Kínamarkaður sé enn mjög daufur eftir kórónu- veikina. „Þar voru miklar birgðir og þegar faraldurinn skall á af full- um þunga var veitingastöðum lokað. Þetta var um svipað leyti og kínverska nýárið byrjaði, sem er aðalneyslutíminn. Fólk sat því heima og veitingastaðir sitja uppi með birgðir,“ segir Ormur. aij@mbl.is Birgðir í markaðs- löndum  Verð til sjómanna hefur lækkað um 100 krónur frá síðasta ári Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það er í rauninni ekkert nýtt í þessari ráðgjöf hjá okkur. Það sem við gerum er einfaldlega það sem við segjumst hafa verið að gera, það er að segja að byggja ráðgjöfina á þessu hlutfalli milli aflans og tog- vísitölunnar frá rallinu fyrir meðal- tal þessa árabils,“ svarar Guðmund- ur J. Óskarsson, sviðsstjóri upp- sjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, spurður um þá gagnrýni sem ráð- gjöf stofnunarinnar vegna grá- sleppuveiða hefur fengið að undan- förnu. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Nattúrustofu Norðurlands vestra, segir í samtali við 200 mílur á mbl.is á þriðjudag að gagnrýni á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar snúist fyrst og fremst um að forsendum útgef- innar ráðgjafar stofnunarinnar hafi verið breytt verulega milli ára án þess að fyrir því hafi verið færð haldbær vísindaleg rök, sem auk- inheldur hafi verið sannreynd af fagfólki utan stofnunarinnar. Vísitala úr stofnmælingu er notuð sem mælikvarði á þróun stofnstærð- ar og miðast ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar við að vísitala veiðihlut- falls sé svipuð og meðaltal fyrri ára, að sögn Guðmundar. „Við förum eft- ir því sem við höfum verið að segja. Allt frá 2012 var ráðgjöfin byggð á þessu tímabili [1985 til 2011]. Það sem við gerðum núna er einfaldlega að nota meðaltal þessara ára og bættum við nokkrum árum,“ segir Guðmundur sem útskýrir að aflatöl- um áranna 2012 til 2019 hafi verið bætt við til þess að fá réttari mynd af þróun síðustu ára og það með- alveiðihlutfallið lítillega. „Það var engum aflatölum breytt núna eða neitt slíkt.“ Hann segir ráðgjöfina miða að því að viðhalda sambærilegu veiðihlutfalli og verið hefur á árum áður. „Við byggjum ráðgjöfina á meðalveiðihlutfalli þessa tímabils 1985 til 2019 og telj- um ekki forsendur til að hækka það,“ útskýrir hann. Uppfærðu gögnin Axel Helgason, fyrrverandi for- maður Landssambands smábátaeig- enda, er einn þeirra sem gagnrýnt hafa stofnunina og sagði hann í að- sendri grein í Morgunblaðinu á mánudag að fram hefðu komið „óvé- fengjanleg gögn og yfirlýsingar frá framleiðendum um að nýtingartalan sé röng“ og vísaði hann til þess að Hafrannsóknastofnun hefði byggt sögulegar aflatölur á tunnumagni árin 1985 til 2008 sem er umreiknað í magn af óslægðri grásleppu. Axel sagði Hafrannsóknastofnun telja þurfa 425 kíló af óslægðri grásleppu til að fylla eina staðlaða 105 kílóa tunnu af söltuðum hrognum, en framleiðendur hafa sýnt fram á að það þurfi 535 kíló í eina tunnu. Þá sakaði Axel stofnunina um að styðj- ast við gagnslausar upplýsingar úr gömlum afladagbókum. Þessari gagnrýni vísar Guðmund- ur á bug. „Við fengum þessar tölur um tunnumagn frá forsvarsmönnum Landssambands smábátaeigenda fyrir mörgum árum. Þetta eru einu upplýsingarnar sem til eru um magnið sem var veitt á þessum árum. Aflinn var ekki vigtaður. Það var ekki fyrr en upp úr 2008 þegar var gert skylda að vigta allan afla, þær tölur eru frá Fiskistofu. Fram til ársins 2015 er notaður umreikningsstuðull til þess að reikna fjölda tunna yfir í afla, sem er líklega tilkominn frá samtölum við greinina. […] Þá var búin að vera í gangi vinna við að skoða þess- ar afladagbækur [1985 til 2008] og í kjölfar þeirrar vinnu er lagt til að breyta þessum umreikningsstuðli. Það gerist 2015 og það er kynnt fyr- ir ráðgjafarnefnd Hafrannsókna- stofnunar, sem fjallar um öll svona mál. Það er síðan ákveðið að fara að tillögum sérfræðinga um að breyta aflatölunum á grundvelli afladag- bókanna. Svo hefur það lítið verið gagnrýnt fram að þessum tíma,“ segir sviðsstjórinn. Ráðgjöfin óbreytt Hann segir gagnrýnina nú byggj- ast á því að menn hafa fengið í hendurnar upplýsingar frá nýjum verksmiðjum þar sem tæknistig vinnslu er mun meira en var á fyrri árum og ganga út frá því að það sé hægt að spegla upplýsingar um nýt- ingu síðustu ára yfir á fyrri ár. „Við höfum engar forsendur um að þess- ar upplýsingar séu rangar miðað við stöðuna í dag, en að hægt sé að nota þessar upplýsingar fyrir þessi ár fram að 2008 drögum við í efa og er- um ekki alveg sannfærð um að við getum stokkið á svona nálgun. Þess vegna segjum við að það þurfi að skoða þetta nánar, en það krefst mun lengri tíma.“ Þá hafi ávallt legið fyrir að Haf- rannsóknastofnun hefði breytt ráð- gjöfinni ef það væri augljóst að mis- tök hefðu verið gerð. „En við getum ekki séð á þessum gögnum sem við höfum fengið í hendurnar að það sé tilefni til þess að breyta þessu og höldum okkur við sömu ráðgjöf.“ Vísar gagnrýni á bug  Sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafró telur ekki ástæðu til að endurskoða veiðiráðgjöf í grásleppu  Uppfærðu tölur í takt við boðaða aðferðafræði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óbreytt Guðmundur J. Óskarsson hjá Hafrannsóknastofnun segir for- sendur ráðgjafar óbreyttar og að lengri tíma þurfi til að meta ný gögn. Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS Öruggur og nettur verðmætaskápur fyrir heimili. 3 - 8 stafa aðgangskóði ásamt lyklum ef rafhlöður skildu klárast. Innbyggð 130 dB bjalla fer í gang ef rangur aðgangskóði er notaður oftar en þrisvar. VERÐMÆTASKÁPUR Hæð (cm) Breidd (cm) Dýpt (cm) Ytra mál 25 35 25 Innra mál 24,2 34 20 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.