Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 36
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Lokadagur vetrarvertíðar eruorð sem sjaldan sjást núorðið, en var að finna í fréttí Morgunblaðinu á þriðju-
dag. Þar var greint frá metafla skip-
verja á Bárði SH, sem komu með
2.311 tonn að landi frá áramótum til
11. maí, sem er gamli lokadagur ver-
tíðarinnar. Orðið aflakóngur hefði
gjarnan mátt nota með tilvitnun í Pét-
ur Pétursson, útgerðarmann og skip-
stjóra, í fréttinni, en ekki er vitað til
þess að nokkru sinni hafi vertíðar-
bátur komið með eins mikinn afla að
landi og þeir á Bárði gerðu í vetur. Á
móti Pétri eldri var Pétur sonur hans
skipstjóri.
Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum
og áhugamaður um sögu Eyjanna,
segir aflann hjá áhöfninni á Bárði vera
með ólíkindum. „Þetta er fantamikill
afli, mér hefði þótt þetta myndarlegt
þótt aflinn hefði verið allt að þúsund
tonnum minni,“ segir Arnar.
Virðing fylgdi titlinum
Hann segir að virðing hafi fylgt
aflakóngstitlinum og því að koma með
mestan bolfiskafla á land í Eyjum á
vetrarvertíðum. Sérstakur gripur hafi
verið afhentur á sjómannadaginn ár-
lega, en einnig voru afhent verðlaun
fyrir að koma með mest verðmæti að
landi yfir árið. Hér er orðið aflakóng-
ur notað um mestan afla.
Bátar frá Grindavík, Þorlákshöfn
og fleiri stöðum kepptu um sæmdar-
heitin á landsvísu við aflaklær úr Eyj-
um. Meðal þessara aflaskipa má nefna
Jóhann Gíslason ÁR, Geirfugl GK, Al-
bert GK, Jón á Hofi ÁR, Skarðsvík
SH, Friðrik Sigurðsson ÁR og Arn-
firðing II RE. Víða í sjávarplássum
voru aflakóngar verðlaunaðir og um-
fjöllun um keppni manna og báta á
milli mátti sjá í blöðum.
Arnar segir að margir merkir skip-
stjórar hafi orðið aflakóngar í Eyjum
og ekki sé auðvelt að gera upp á milli.
Í hans huga standi þrír menn þó upp
úr; Benóný Friðriksson eða Binni í
Gröf, á Gullborginni, Hilmar Rós-
mundsson á Sæbjörgu og Sigurjón
Óskarsson á Þórunni Sveinsdóttur.
„Binni varð aflakóngur alls sjö sinn-
um á árunum frá 1953-1961, þar af sex
sinnum í röð. Stundum var hann ekki
líklegur til afreka þegar leið á apríl-
mánuð, en þá fór hann oft austur í
Bugtir og lagði tvisvar í róðri. Hann
kom síðan með mikinn afla að landi
og blússaði fram úr hinum köllunum.
Hilmar varð aflakóngur þrjú ár í röð
1967-69. Síðasta árið var hann með
ótrúlega mikinn afla eða 1.654 tonn,
en samt var Sæbjörgin ekki nema 67
tonna eikarbátur. Sigurjón er yngst-
ur þessara þremenninga og varð afla-
kóngur ellefu sinnum á áttunda og ní-
unda áratugnum. Það var síðan
Sigurjón sem blés þessa keppni af
hér í Eyjum,“ segir Arnar.
Breyting með kvótakerfinu
Í sjómannadagsblaði Vestmanna-
eyja 1989 er viðtal við aflakónginn
Sigurjón, sem hafði komið með 1.917
tonn að landi á vertíðinni, sem þá var
met. Framundan hjá honum var að
taka við silfurskipinu, verðlauna-
gripnum fyrir mestan afla.
Sigurjón hefur orðið: „Nei, nú ætla
ég að afþakka það. Það er gott og
ágætt að slá met þegar maður getur
það og hefur aðstæður til þess. En
mín tillaga er sú að verðlaunaskipið
verði geymt í byggðasafninu meðan
við fiskum eftir kvótakerfi. Menn eru
ekki að fiska á jafnréttisgrundvelli
meðan það er í gildi. Menn voru að
taka netin upp í apríl í mokfiskiríi af
því að þeir voru búnir með kvótann.
Við gátum aftur á móti haldið
áfram af því að við höfðum stærri
kvóta og þá er ekki lengur um jafn-
rétti að ræða, menn eiga ekki að fá
verðlaun með forgjöf. Af þeim sökum
ætla ég ekki að taka á móti skipinu á
sjómannadaginn. En þann dag sem
allir standa jafnir að vígi, verður ekk-
ert því til fyrirstöðu að keppa á ný,“
sagði Sigurjón fyrir röskum 30 árum.
Arnar segir að verðlaunagripurinn,
silfurslegið víkingaskip, sé geymdur í
Sagnheimum í Byggðasafninu í Vest-
mannaeyjum. Gripurinn segi mikla
sögu.
Lokadagur og verð-
laun aflakónga liðin tíð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bárður SH Þrír ættliðir og allir heita þeir Pétur Pétursson.
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Undanfarnartvær helgarhafa birst
viðtöl í Sunnudags-
blaði Morgunblaðs-
ins við móður 15 ára
stúlku sem er á ein-
hverfurófi og hefur
átt erfitt upp-
dráttar vegna fé-
lagsfælni, þung-
lyndis og kvíða.
Stúlkunni gekk vel í
skóla þar til hún veiktist, en nú
horfir illa. Í haust var henni gert
að mæta í Varmárskóla þrátt
fyrir einelti og vanlíðan, skólann
sem hún óttaðist mest að fara í,
eins og móðir hennar orðar það.
Ekki kom til greina að hún færi í
hinn skólann í Mosfellsbæ,
Lágafellsskóla. Í skólanum var
henni kennt í gluggalausri
kompu til að byrja með, eða þar
til hún hætti að treysta sér. Þá
tókst foreldrunum að knýja fram
að hún fengi heimakennslu. Nú
hefur dregið úr þeirri kennslu
sem stúlkan fær og er hún alger-
lega ófullnægjandi, allt of fáir
tímar í grunnfögum og jafnvel
engir.
Móðirin lýsir samskiptum sín-
um við hinar ýmsu stofnanir í
kerfinu og hvernig áætlanir eru
gerðar án samráðs og reynt að
knýja þær fram þótt ljóst sé að
þær leysi ekki vandann. Stefnir
til dæmis í að stúlkan fái aðeins
sjö íslenskutíma alla þessa önn.
Það væri ekki boðlegt undir
neinum kringumstæðum og ljóst
að það gengur alls ekki síðasta
veturinn í grunnskóla. Móðirin
segist óttast að
þetta muni verða til
þess að dóttir henn-
ar geti ekki sótt það
nám í framhalds-
skóla, sem hugur
hennar stendur til.
Móðirin bendir á
að það geti verið af-
drifaríkt takist ekki
að leysa úr vanda-
málum barna og
unglinga í tæka tíð.
„Beðið er um hjálp en enga
hjálp er að fá,“ segir hún. „Svo
líður tíminn og börnin verða
átján ára og ekki lengur börn.
Þegar að því kemur hafa þau
hvorki getað unnið né gengið í
skóla. Einangrun, vanvirkni og
þunglyndi hafa aukist, af því að
of litla hjálp var að fá, og þá
þurfa foreldrar að sækja um ör-
orkumat sem tekur einhver ár.
Þá blasir framtíðin við: Ævilöng
örorka. Það svíður sárt að ríkið
tími ekki að borga þessa smá-
peninga sem meðferð þessara
barna kostar, en vilji frekar
greiða háar upphæðir sem ævi-
löng örorka kostar. Hvers vegna
í ósköpunum vill kerfið búa til
öryrkja?“
Viðtölin við móðurina eru
neyðarkall. Hún glímir við kerfi
sem ekki virkar, sem leysir ekki
vandann. Það þarf að breytast.
Kerfið á að geta lagað sig að að-
stæðum og tekist á við vanda
barnsins þannig að það fái nýtt
hæfileika sína og geti fundið
þeim farveg í lífinu. Ef lausn-
irnar í boði virka ekki þarf að
finna nýjar. Heill barna er í húfi.
„Það svíður sárt að
ríkið tími ekki að
borga þessa smá-
peninga sem með-
ferð þessara barna
kostar, en vilji frekar
greiða háar upp-
hæðir sem ævilöng
örorka kostar“}
Berskjölduð börn
Tilveran hefuraldrei verið
hættulaus. Þegar sú
tíska varð að menn
hlypu um götur og
torg til að bæta
heilsuna sagði þá-
verandi forseti Bandaríkjanna
að hlaup væru ekki fyrir menn.
Göngur væru þeirra hreyfing.
Um þúsundir ára hefðu menn
aldrei hlaupið nema í neyð upp í
næsta tré til að sleppa undan
ljónunum. Þeir sem neyddust til
að hlaupa með mikilvæg skilaboð
til síns kóngs hefðu fallið dauðir
niður við fótskör þeirra eins og
sá sem gaf maraþonhlaupum
nafn væri frægt dæmi um.
En þá áratugi óttuðust menn
mest að verða undir kjarnorku-
sprengju ef ólund hlypi í sam-
skipti Moskvu og Washington.
Nú er það veiran sem heldur
heiminum í heljargreipum. Og
svo eru það hakkararnir. Þeir
hlera ekki bara síma að vild. Þeir
fara í tölvupóstana. Jafnvel þeir
sem valdamestir eru og eru um-
luktir mögnuðu öryggiskerfi
sleppa ekki. Merkel kvartar nú
sáran yfir rússneskum hökk-
urum sem kíki óboðnir á tölvu-
póstana hennar.
Það eru ekki
mörg ár síðan upp
komst að Banda-
ríkjamenn hleruðu
síma kanslarans.
Obama, þáverandi
forseti, sagðist
hvorki játa því eða neita að
Bandaríkin hefðu hlerað síma
frú Merkel. En hann gæti gefið
þá yfirlýsingu nú að hér eftir
myndi sími hennar ekki verða
hleraður. Þetta þótti mörgum
snjöll yfirlýsing hjá forsetanum.
Þetta að viðurkenna ekki prakk-
arastrikið en lofa að hætta því er
klassískt dæmi sem allir fyrrver-
andi óþekktarormar þekkja úr
æsku. En snjallast þótti þó að
Obama lofaði upp á sálarheill
móður sinnar heitinnar að hlera
ekki síma frú Merkel en gætti
sín vandlega á því að lofa ekki að
hætta að hlera síma þeirra sem
kanslarinn væri að tala við. Það
var því einungis þegar kanslari
Þýskalands var að tala við sjálfa
sig í síma sem útsendarar
Obama vissu ekki allt um sam-
talið. Yfirmaður CIA hafði sagt
forsetanum að þá væri ekki eftir
neinu að slægjast. Rússneskir
hakkarar gætu kannski notað
þetta sem fordæmi.
Það er til þekkt for-
dæmi í samskiptum
stórvelda sem gæti
átt við núna}
Rússar hakka Merkel í sig
Á
næstu áratugum er gert ráð fyr-
ir mikilli fjölgun þeirra sem
greinast með heilabilun. Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) hefur af því tilefni hvatt
þjóðir heims til að setja sér stefnu í þessum
málaflokki og samið leiðbeiningar þar að lút-
andi. Margar þjóðir hafa þegar farið að þeirri
leiðsögn og nú hefur Ísland bæst í hóp þjóða
sem hafa sett sér stefnu í þessum mikilvæga
málaflokki. Þetta er í fyrsta sinn sem slík
stefna er sett fram hér og því um merk tíma-
mót að ræða.
Í byrjun árs 2019 fól ég Jóni Snædal öldr-
unarlækni að vinna drög að stefnu í mál-
efnum fólks með heilabilun og fór vinnan
fram í víðtæku samráði við þjónustuveit-
endur, sjúklingahópinn sjálfan og aðstand-
endur fólks með heilabilun. Einnig var horft til alþjóð-
legra aðgerðaáætlana á borð við Global action plan on
the public health response to dementia 2017-2025 frá
Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni; Evrópusamstarfs
um Joint action on dementia og Norðurlandasamstarfs
um heilabilun á vegum Nordens Välfärdscenter (NVC).
Aðgerðaáætlunin er enn fremur sett fram með hliðsjón
af heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
Afrakstur stefnumótunarvinnu Jóns Snædal er að-
gerðaáætlun í þjónustu við fólk með heilabilun til ársins
2025, sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í apríl
síðastliðnum. Áætlunin var jafnframt unnin í samræmi
við ályktun Alþingis frá árinu 2017 þar sem
heilbrigðisráðherra var falið að móta stefnu í
málefnum þessa hóps sem fer ört stækkandi.
Stefnumótunarvinnan hefur nú þegar vakið
athygli erlendis, til dæmis hjá Evrópsku Alz-
heimersamtökunum (Alzheimer Europe),
sem birtu í byrjun maí frétt um hina ís-
lensku stefnu og aðgerðaáætlun á vef sínum.
Áætlunin tekur til sex málefnasviða og í
henni eru skilgreindar 48 aðgerðir sem hver
um sig hefur mælanleg markmið. Dæmi um
málefnasvið eru sjálfsákvörðunarréttur,
þátttaka sjúklinga og lagaleg umgjörð, for-
varnir og tímanleg greining á heilabilun á
réttum stað. Nokkrum aðgerðanna hefur
þegar verið hrint í framkvæmd, þar sem far-
ið var að vinna á grundvelli stefnumótunar-
vinnunnar fljótlega eftir að Jón Snædal skil-
aði vinnu sinni með skýrslu. Sem dæmi um aðgerðir
sem eru hafnar má nefna fjölgun heilsueflandi móttaka
í heilsugæslunni og gerð ýmiss konar kynningarefnis,
og vinna við fleiri aðgerðir hefst á þessu ári.
Þessi fyrsta opinbera stefna í málefnum fólks með
heilabilum markar tímamót, eins og áður segir. Vinnan
var löngu tímabær og ég er sannfærð um að stefnan og
aðgerðaráætlunin munu leiða til enn betri þjónustu fyr-
ir þennan hóp og aðstandendur hans, og það er gleði-
efni.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Málefni einstaklinga með heilabilun
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
„Ótrúlegur afli, mikill dugnaður, til hamingju,“ segir
Sigurjón Óskarsson, skipstjóri og útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum, um afla skipverjanna á Bárði SH.
„Þetta segir okkur líka að vel hafi tekist til með fisk-
veiðistjórnina, þó að menn hafi ekki alltaf verið ánægð-
ir.“ Á myndinni er Sigurjón með verðlaun sín eftir að
hafa orðið aflahæstur í Eyjum á vetrarvertíð 1973.
Sigurjón rifjar upp að í sjávarplássum hafi fólk á ár-
um áður fylgst vel með aflakeppninni og hafi „átt sinn
bát og sinn skipstjóra“, eins og fólk fylgist núna með
liðum í fótboltanum. Þannig hafi strákarnir í gúanóinu
eða fólkið í stöðvunum haldið með sínum báti og legið
yfir aflafréttum í útvarpinu.
VEL FYLGST MEÐ AFLABRÖGÐUM OG KEPPNI Á MILLI MANNA
Var eins og í fótboltanum