Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
Nú leggur ríkis-
stjórnin fyrir Al-
þingi tillögu að
opinberu hlutafélagi
til að sjá um pakka
af umbótum í sam-
göngumálum höfuð-
borgarsvæðisins.
Ein af þeim til-
lögum sem fyrir
liggja í pakkanum
er Borgarlína, 44
milljarðar í hana. En það er bara
byrjunin, rekstrartapið sem
fylgir fjárfestingunni er allt eftir.
Opinbert hlutafélag fyrir Borg-
arlínu er glapræði. Það opnar á
þann möguleika að reka fyrir-
tækið eins og gert var við þang-
og þaraverksmiðjuna á Reykhól-
um í mörg ár, ríkið borgaði hið
árlega tap með því að auka
hlutafé sitt í fyrirtækinu.
Borgarstjórnin hefur kosið að
kynna Borgarlínuna í útfjólubláu
umhverfisljósi og rekur til þess
heila trúboðsstöð niðri í Borgar-
túni. Þetta er kynnt sem umbæt-
ur í almannasamgöngum. Þær
eru reyndar ekki til, aðeins tutt-
ugasti hver maður notar strætó-
kerfið reglulega, slíkt getur ekki
kallast almannasamgöngur, held-
ur samfélagsþjónusta við þá sem
ekki eru á eigin bíl. En þjónusta
við bílaflokkinn, sem nítján af
hverjum tuttugu tilheyra, kemur
ekki til mála hjá borgarstjórn
Reykjavíkur. Hún setur löppina
fyrir allt slíkt. Sjá t.d. leiðara í
Morgunblaðinu 8.5. sl.
Borgarlínumálið er hreinn fá-
ránleiki, það byrjaði með því að
meirihluta borgar-
stjórnar langaði í
sporvagna, þeir væru
svo umhverfisvænir. Í
reynd eru þeir stór-
hættulegir fyrir um-
hverfið og búið að
leggja þá niður yfir-
leitt. En trúboðarnir
settust niður og byrj-
uðu að þýða danska
orðið „sporvogn“ yfir
á íslensku. Það er
einu sinni svona sem
trúboð er stundað, þú
þýðir Biblíuna yfir á mál inn-
fæddra. Út kom orðið léttlest.
Fengnir voru danskir ráðgjafar
til að gefa ráð.
En þeir reyndust hafa vit á
málinu, þeir höfðu hlustað á
fræðimenn, t.d. Scott Ruther-
ford, prófessor í Seattle, og
kunnu á almannasamgöngur.
Borgarstjórn fékk að vita að
ekkert vit væri í málinu nema
farþegafjöldi í strætó margfald-
aðist og sporvagnar væru alger-
lega úreltir. Hér skyldi vera
strætó áfram. Menn tóku þessu
með semingi, en sættust þó á
formúluna. Borgarlína = Strætó.
Út kom leiðateikning sem er
þokkaleg kópía af danska S-
lestakerfinu, hvað var annað að
gera?
En trúboðarnir náðu vopnum
sínum fljótt aftur og boðuðu nú
fagnaðarerindið með myndum af
sænskum strætóum með lið í
miðjunni. Þar inni er pláss fyrir
60-80 manns. Það ætti að vera
nóg fyrir þá 10 sem var nokkurn
veginn meðaltal farþega í strætó
fyrir um það bil 5 árum. Nú eru
þeir miklu færri.
En það fylgdi ekki sögunni
hvers vegna þessir liðvagnar
voru valdir. Það er skemmst frá
að segja að þeir voru settir inn
þegar sporvagnarnir voru lagðir
niður. Til að fara sömu leiðir
voru þeir með lið í miðjunni eins
og sporvagnarnir og tóku jafn-
marga farþega. Þessir vagnar
komu í stað sporvagna í þeim til-
gangi að rýma fyrir bílunum,
sem er víst ekki alveg það sem
er meiningin með Borgarlínunni.
En fagnaðarerindið skyldi boðað.
Borgarlína er að auka flutn-
ingsgetu í strætókerfi sem keyrir
með meira og minna tóma vagna.
Það er með ólíkindum að ráða-
menn hlusti á svona tillögur. Oft-
ast þegar strætó ber fyrir augu
eru færri en fimm í honum. Slíkt
er skutlþjónusta, ekki almanna-
samgöngur. Það sem á að gera er
að búa til almennilegt kerfi í
kringum þá þjónustu.
Hvað með umhverfishliðina?
Er strætó ekki voða umhverf-
isvænn? Nei. Strætó eyðir um 45
lítrum á hundraðið eins og hann
er nú, með stærri vögnum fer
talan líklega upp í 60-80. Meðal-
talið 10 manns í hverjum vagni
(líklega nær sjö í dag) gefur
eyðslu upp á um fimm lítra á
hundraðið á mann, sama eða
heldur meira en góður tvinnbíll.
Þar fyrir utan borgar hver mað-
ur um 500-kall fyrir að fara með
strætó, en raunverulegur kostn-
aður er um 1.500. Leigubíll fyrir
tvo kostar um 3.000, eyðsla um
fimm lítrar á mann.
Ef senda skal fólk eða varning
milli tveggja staða á Íslandi, þá
annaðhvort fer það með bílum
eða fer ekki neitt. Þetta er ein-
föld formúla: Samgöngur = bílar.
Þessa formúlu þyrftu skipulags-
höfðingjar Reykjavíkur að læra,
en þeir lesa allt of mikið af bók-
um til þess. Bókum sem lýsa evr-
ópskum miðaldaborgum eins og
Berlín og París sem voru byggð-
ar í einni kös fyrir innan borgar-
múra sem áttu að verja íbúana
fyrir fallbyssum óvinanna. Þarna
er ekkert pláss fyrir bíla og hef-
ur aldrei verið. Þetta líkar okkar
mönnum vel og vilja gera eins,
sem að sjálfsögðu er út í hött.
Vanhæfni borgarstjórnar
Reykjavíkur til að takast á við
samgöngur og skipulagsmál er að
verða vandamál alls landsins. Í
Morgunblaðinu 8. maí eru rétt-
mætar kvartanir frá Magnúsi
Guðmundssyni, forseta bæjar-
stjórnar á Seltjarnarnesi. Berg-
þór Ólason alþingismaður skrifar
um Borgarlínu í sama blaði.
Menn vita sem er, fjárfesting í
að láta stóra vagna keyra um
galtóma í staðinn fyrir litla hálf-
tóma gagnast engum.
Ótrúlegt að Borgarlína skuli
vera til umræðu yfirleitt.
Borgarlínan á ekki að vera til umræðu
Eftir Jónas
Elíasson » Borgarlínumálið er
hreinn fáránleiki,
fjárfesting í að láta
stóra vagna keyra um
galtóma í staðinn fyrir
litla hálftóma, tapið af
strætó eykst.
Jónas Elíasson
Höfundur er prófessor.
jonaseliassonhi@gmail.com
Tímapantanir í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgun-
blaðsins og höfunda. Morgun-
blaðið birtir ekki greinar sem
einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn „Senda
inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendi-
kerfið er notað þarf notandinn
að nýskrá sig inn í kerfið. Ítar-
legar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá
inn kennitölu notanda og lykilorð
til að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhring-
inn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.