Morgunblaðið - 24.05.2020, Síða 44

Morgunblaðið - 24.05.2020, Síða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 ✝ Kristjana Jóns-dóttir fæddist 29. desember 1923 á Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi. Hún lést á dval- arheimilinu Höfða á Akranesi 4. maí 2020. Foreldrar hennar voru Guð- ríður Stefánsdóttir húsmóðir, f. á Hvítanesi 18. maí 1884, d. 7. mars 1985, og Jón Gíslason bóndi, f. 14. júlí 1870, d. 30. mars 1961. Þau bjuggu á sama dag. 2) Jón, f. 19. sept- ember 1946, maki Emilía Ólafs- dóttir. Börn þeirra eru Þóra, f. 1967, og Kristjana, f. 1974, sjö barnabörn og fjögur barna- barnabörn. 3) Laufey, f. 12. október 1948, d. 7. maí 2019. Maki Þorvaldur Ólafsson. Börn þeirra: Kristjana, f. 1972, og Sigurður Ingvar, f. 1982, og fimm barnabörn. 4) Þóra, f. 14. júní 1954. Maki Guðbjörn Tryggvason. Börn þeirra: Lilja Sigríður, f. 1974, Sigurður, f. 1980, Tryggvi Björn, f. 1996, og sex barnabörn. 5) Hlín, f. 30. desember 1958. Maki Guðni R. Tryggvason. Börn þeirra: Rósa Kristín, f. 1982, Sigrún Inga, f. 1985, og Laufey, f. 1991, og 10 barnabörn. Jarðsett verður frá Akranes- kirkju 14. maí 2020 klukkan 13. Stóru-Fellsöxl. Systir Kristjönu var Jórunn Jóns- dóttir, f. 4. apríl 1927, d. 21. mars 1998. Eiginmaður Kristjönu var Sig- urður Ingvar Gunnarsson fisk- verkandi, f. á Akranesi 18. sept- ember 1918, d. 13. júlí 1982. Þau gengu í hjónaband 25. nóv- ember 1944. Börn þeirra: 1) drengur, f. 20. júní 1945, d. Vorið var uppáhaldstími mömmu; þegar gróðurinn var að vakna til lífsins og trén að grænka og fuglarnir að syngja. Hún kom oft í sveitina til mín þegar ég bjó þar og þá byrjaði hún að anda að sér ilminum af lynginu, sem henni fannst vera besti ilmur sem hún fann. Hún var náttúruunnandi og mikill dýravinur. Henni leið vel í sveitinni, enda var hún sveitastelpa að uppruna. Fyrstu tíu æviárin bjó hún með foreldrum sínum á Stóru-Fellsöxl, en svo fluttu þau búferlum á Akranes. Þegar við systkinin vorum að alast upp var mamma heimavinnandi húsmóðir. Mér finnst oft eins og ég hafi notið forréttinda að hafa mömmu heima, svo nota- legt var það. Mjög gestkvæmt var hjá mömmu á Kirkjubraut- inni og líka á Höfða eftir að hún fluttist þangað fyrir sex ár- um. Margir kíktu í kaffi enda hafði hún notalega nærveru, oft orðheppin, glettin og skemmti- leg. En hún kunni líka að hlusta og hafði mikið innsæi, átti auðvelt með að gleðjast með öðrum og vildi öllum vel. Hjá henni átti smáfólkið í fjöl- skyldunni öflugan talsmann, hún tók alltaf málstað þeirra og hjá henni voru þau alltaf vel- komin – það var nokkuð víst. Hún hafði yndi af að ferðast og var alltaf til þegar það stóð til boða og eru ófáar ferðirnar sem við fórum saman, bæði inn- anlands og utan. Einnig ferðað- ist hún mikið og hafði gaman af, með góðum ferðahópi, Arab- íuhópnum svokallaða, í mörg sumur þar sem ferðast var um Ísland vítt og breitt. Hún var mjög flink og vandvirk sauma- kona. Saumaði mjög mikið á okkur krakkana, barnabörnin og líka á sig sjálfa. Mamma fylgdist vel með tískunni í „móðinsblöðunum“ og fátt var það sem hún gat ekki fengið til að fara betur eftir smá lagfær- ingu. Mamma varð ekkja 58 ára, þegar pabbi varð bráð- kvaddur, og fyrir tæpu ári missti hún elstu dóttur sína, hana Lullu, eftir erfið veikindi. Það reyndist henni eðlilega mjög þungbært. En heilt yfir var ævi hennar björt og góð. Alveg frá því ég var lítil stelpa hef ég kviðið því að missa hana mömmu mína. Nú er komið að því. En ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa haft hana í lífi okkar svona lengi, betri mömmu er ekki hægt að hugsa sér. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, elsku mamma, Guð geymi þig. Þín dóttir, Þóra. Kveðjustund ömmu Sjönu. Þegar ég hugsa til baka þá er í rauninni ekkert í minning- unni sem var neikvætt við hana ömmu. Ófáar eru minningarnar sem ég átti persónulega með henni, enda fékk ég gífurlega oft að gista á Kirkjubraut 60 – en þar á bæ voru ófáir „10- droparnir“ sem hellt var í bolla. Það sem stendur svona helst upp úr í minningunum er þegar hún amma okkar kom upp í Andakíl þar sem við áttum heima og gisti hún hjá okkur. Eitt kvöldið, líklega um alda- mótin, spilaði hún með mér fót- bolta frammi á gangi og það gleymist ekki þegar amma fórnaði sér fyrir markið og datt svona líka svakalega á boltan- um. Á þessum tíma var ég nú ekki það gamall að átta mig á alvarleika málsins og gjörsam- lega skellihló. Við nánari skoð- un var svo allt í lagi með ömmu – sem betur fer. Minningarverðar einnig eru allar ferðirnar í Harðarbakarí, Bónusvídeó og Skagaver sem voru ófáar, gamla góða drapp- litaða buddan fylgdi alltaf – með nokkrum gullpeningum fyrir gúmmelaðið. Svo má ekki gleyma spilatímunum þar sem ég og amma spiluðum klukku- tímunum saman, þangað til hún var byrjuð að dotta – að hennar sögn. Amma Sjana var sko alls ekkert bara amma mín, heldur var hún amma vina minna líka. Framkoma hennar ömmu gagn- vart öllum algjörlega til fyr- irmyndar. Að mínu mati er amma eitt besta skólabókar- dæmi um það hvernig maður á að haga sér í samskiptum og framkomu við náungann. Ég tek hana allavega til fyrir- myndar og ég vona að þú les- andi góður gerir það líka. Tryggvi Björn Guðbjörnsson. Í dag kveð ég elsku ömmu Sjönu. Amma var einstaklega góð kona. Hógvær, traust, rétt- sýn og alltaf góð við alla. Sem barn var ég alltaf mikið hjá ömmu. Afi Siggi dó þegar ég var rétt tæplega 8 ára og þá byrjaði ég að gista mjög reglu- lega hjá ömmu. Mömmu fannst gott að vita af mér hjá ömmu og hjá ömmu fannst mér nota- legt að vera. Við amma gerðum alls konar og ekki neitt saman. Við horfðum saman á sjónvarp- ið, skruppum til Jórunnar eða bara sýsluðum eitthvað heima fyrir. Amma hafði alltaf svo góða og notalega nærveru. Ég man hvað mér þótti skrítið að koma heim til hennar og hún var ekki heima, ég vissi hvar lykilinn var geymdur en heimilið var ekki það sama þegar hún var ekki heima. Ég vissi nú samt yfirleitt hvar hún var og rölti þá gjarnan út í Akraprjón til þess að segja hæ. Við amma áttum okkur skemmtilegu Eurovision-hefð. Við horfðum lengi vel bara tvær saman á söngvakeppnina og þá fékk ég að velja aðkeypt- an mat sem mér fannst afar spennandi og fékk að hjóla út í Barbró og kaupa kjúklingabita og franskar handa okkur eða fara út í Rauðu myllu eftir ein- hverju gúmmelaði. Mig grunar nú að amma hefði getað hugs- aði sér eitthvað betra og meira spennandi að borða en hún lét það aldrei í ljós. Þetta voru hin bestu kvöld og ég man að vin- konur mínar voru stundum hissa á að ég og amma værum bara tvær saman að horfa en mér fannst aldrei neitt vanta enda var félagsskapurinn með allra besta móti. Við vorum líka með jólahefð en amma var hjá okkur fjölskyldunni á aðfanga- dagskvöld í yfir 30 ár. Amma hafði alltaf afskaplega gaman af ferðalögum. Við fjöl- skyldan ferðuðumst oft og mik- ið með ömmu alla tíð, fórum í ótal sumarbústaðarferðir, langa og stutta sveitarúnta og í utan- landsferðir. Við fórum líka í berjamó alveg þangað til amma var komin á níræðisaldurinn. Þegar ég var rúmlega tvítug fór ég til Kaupmannahafnar að vinna eitt sumar og þá skrif- uðumst við amma á, dýrmæt bréf sem ég geymi í dag. Ég hringdi líka í ömmu „collect“ því ekki átti ég að borga sím- talið. Aldeilis ekki. Amma og mamma komu svo líka í heim- sókn þetta sumar. Svoleiðis var samgangurinn alla tíð, mikill og dýrmætur. Ég hugsa með hlýju til allra heimsóknanna til ömmu á Kirkjubrautina og hvað hún var mér mikilvæg og okkur öll- um í fjölskyldunni. Ég er þakklát fyrir hvað við höfðum ömmu lengi hjá okkur því það er alls ekki sjálfgefið. Ég hefði þó gjarnan viljað hafa hana alltaf hjá mér því það er sárt að kveðja fólkið sitt, sér í lagi þegar það er eitt af uppá- halds. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég sakna þín. Þín Lilja. Það er komið að kveðju- stund. Móðursystir okkar Kristjana eða Sjana eins og hún var alltaf kölluð er látin 96 ára að aldri en með henni hverfur síðasti hlekkur okkar við þessa kynslóð. Þær voru tvær systurnar Sjana og Jór- unn móðir okkar og voru þær afar samrýndar, mikill sam- gangur var á milli heimilanna og leið varla sá dagur að þær annaðhvort hittust ekki eða töl- uðu saman í síma, allt þar til móðir okkar lést fyrir 22 árum. Sjana var einstaklega hlý og traust kona með mikið jafnað- argeð og góða nærveru. Fjöl- skyldan skipti hana öllu máli og á hún stóran hóp afkomenda sem hún hélt vel utan um og bar mikla umhyggju fyrir. Við sendum þeim öllum inni- legar samúðarkveðjur og þökk- um Sjönu samfylgdina í gegn- um árin. Guðríður og Sigurborg Sigurjónsdætur. Það eru allir einstakir, en amma Sjana var einstök í ann- arri og stærri merkingu. Hjartahlý, fordómalaus, góð og stórskemmtileg. Hún var ekki að blaðra nema hún hefði eitt- hvað að segja og sagði bara það sem best átti við hverju sinni. Amma var hlédræg og lét oft- ast lítið fyrir sér fara, það átti heldur ekki við hana að láta aðra hafa fyrir sér. Amma var vel gerð og vönd- uð manneskja með góða nær- veru sem fólk sótti í. Það var ekki að ástæðulausu að það hefði þurfti að bóna dúkinn við herbergisdyrnar hennar á Höfða oftar en aðra fleti í hús- inu, enda stöðugur straumur gesta til hennar alla daga alveg fram á síðasta dag. Nema á tímum heimsóknarbanns auð- vitað en blessunarlega fengum við að koma og knúsa hana undir það allra síðasta, það var dýrmætt. Ég hef oft heyrt mömmu og systkini hennar rifja upp ým- islegt frá æskuárunum, þá er augljóst að þau hugsa til baka með mikilli hlýju og gleði. Að þau hafa fengið gott og ástríkt uppeldi frá ömmu og afa, en afa fékk ég því miður ekki að kynn- ast. Amma kunni ótal vísur sem hún skaut að í tíma og ótíma. Eins pen kona og hún var þá voru sumar vísurnar ekki alveg í takt við það. Fyrir ekki löngu fór amma með einhverja vísuna og Dagur Óli minn heyrði til. Barnið trylltist úr hlátri og auðvitað lagði hann snilldina undir eins á minnið, en amma varð hálf- miður sín yfir því að barnið lærði svona ósóma af henni og þóttist ekkert kannast við þeg- ar hann fór aftur með vísuna. Ég hefði viljað skrifa hana nið- ur hér en ég veit að amma fengi áfall ef ég væri að hafa svona eftir henni á opinberum vettvangi, það væri ekki í henn- ar anda, hún kunni sig og ég virði það. Þegar amma bjó á Kirkju- brautinni var alltaf einhver sér- stök góð lykt heima hjá henni enda oftast nýbakað á borðum. Á meðan amma hafði sjón til var hún líka mikil handavinnu- kona. Saumaði mikið og hafði auga fyrir fallegum flíkum. Stundum hlógum við að því að hún breytti öllum fötum sem hún keypti, þrengdi aðeins, stytti smá, tók niður faldinn eða ann- að sem henni datt í hug til þess að bæta. Einu sinni mátaði hún jakka fram og aftur en fann ekkert til að breyta eða lag- færa, niðurstaðan var þá að hún gæti í það minnsta skipt um tölur. Það eru forréttindi að hafa fengið að hafa ömmu svona lengi, 96 ára, það er ekki sjálf- gefið. Það eru líka forréttindi að hafa haft hana sem svo stóran part af daglegu lífi þennan tíma og að börnin mín hafi fengið að kynnast langömmu sinni svona vel. Við eigum mikið af minn- ingum sem allar eru notalegar og góðar. Eitt af því allra síðasta sem amma sagði við mig áður en hún kvaddi var: „Vertu alltaf góð við allt fólk, þá verður fólk gott við þig.“ Þegar ég hugsa um ömmu er víst að eftir þessu lifði hún alla tíð. Þetta heilræði mun ég taka með mér áfram út í lífið. Ég veit að það mun koma sér vel. Nú er amma komin til afa og líka Lullu frænku sem við kvöddum fyrir einu ári. Það gefur hlýju í hjartað að eiga stelpuskottur sem heita í höf- uðið á þessum tveimur einstöku konum. Elsku amma Sjana mín, takk fyrir allt. Sigrún Inga Guðnadóttir. Kristjana Jónsdóttir ✝ Sigurveig Sig-urjónsdóttir fæddist í Hafn- arnesi, Fáskrúðs- firði 3. janúar 1934. Hún lést á Hrafn- istu Nesvöllum 29. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Björg Flórentína Bergsdóttir og Sig- urjón Níelsson. Sig- urveig átti sjö hálfsystkin og var fimmta í röð átta alsystkina. Sigurveig, alltaf kölluð Veiga, ólst upp í Franska spít- alanum í Hafn- arnesi og fór ung sem kaupakona til Sandgerðis þar sem hún kynntist eigin- manni sínum, Grét- ari Ólafi Sigurðs- syni, f. 28. desember 1932, d. 15. febrúar 1999. Þau hjónin settust að í Sandgerði og byggðu sér hús í Túngötu 16 þar sem þau bjuggu alla tíð, allt þar til Veiga flutti á Nesvelli fyrir þremur árum. Börn Veigu og Grétars eru: 1) Sigríður Berta, f. 4. sept. 1953, maki Matthías Guðmundsson, d. 9. okt. 2016, og eiga þau fimm börn og 11 barnabörn, núver- andi maki er Elías Björn Angantýsson. 2) Gissur Þór, f. 24. sept. 1956, maki Salóme Guðmundsdóttir og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. 3) Ester, f. 4. okt. 1957, maki Hjörtur Jóhannsson og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 4) Sigurbjörn, f. 2. nóv. 1960, hann á sex börn og 10 barnabörn. 5) Jóhann Ingi, f. 5. júlí 1962, maki Margét Ingiþórsdóttir og eiga þau fimm börn og fimm barna- börn. 6) Elvar, f. 12. nóv. 1967, maki Aðalbjörg Alla Sigurð- ardóttir, börn þeirra eru sex og barnabörn þrjú. Útförin fer fram frá Sand- gerðiskirkju í dag, 14. maí 2020, klukkan 13. Mig langar að kveðja þig, elsku mamma mín, með nokkrum línum en það er ekki mikið af heilli ævi með þér. Ég er frum- burðurinn ykkar pabba og feng- um við systkinin yndislegt upp- eldi hjá ykkur sem ég bý enn að, þú varst mín stoð og stytta í líf- inu. Ég flutti í Grindavík og eign- aðist fimm börn, það var alltaf svo mikil tilhlökkun að fara til ömmu og afa í Sandgerði á sunnudögum og fá pönnukökur sem þú varst snillingur í að baka. Ég verð að nefna það hvað þú hafðir góða lund, alltaf brosandi og syngjandi við að ala okkur öll upp á meðan pabbi var á sjó að vinna fyrir okkur öllum. Þú varst alltaf í góðu skapi, ég hef aldrei heyrt þig brýna raust þína né skammast, þú brostir alveg fram á síðasta dag, þó þú hafir þurft að ganga í gegnum erfið veikindi þá tókst þér það með þínu góða skapi. Þið pabbi áttuð heima á Tún- götu 16 og var ég 3 ára þegar þið fluttuð í nýja húsið árið 1956. Þar óluð þið okkur systkinin öll upp og þú bjóst þar í 61 ár, alltaf var svo fínt og snyrtilegt heima hjá þér og garðurinn svo fallegur enda fékkstu verðlaun fyrir hann. Ég vil þakka þér fyrir öll mín ár með þér, elsku mamma, ég hefði ekki getað hugsað mér betri móður en þig. Takk fyrir allt, elskan mín. Berta Grétarsdóttir. Elsku mamma mín. Mikið á ég eftir að sakna þín. Alltaf var gaman að koma til þín, þú varst svo mikill gleðigjafi, alltaf létt og kát og maður fór alltaf glaður frá þér. Covid-19 tók frá okkur dýrmætan tíma, tíma sem þú hefðir kannski þurft mest á okkur að halda. Við vitum þó að starfsfólk Hrafnistu hugsaði vel um þig og því vil ég þakka fyrir þá hlýju og ástúð sem það veitti þér. Mamma, þú ert hetjan mín þú fegrar og þú fræðir þú gefur mér og græðir, er finn ég þessa ást þá þurrkar þú tárin sem mega ekki sjást. Mamma ég sakna þín. Mamma, þú ert hetjan mín. þú elskar og þú nærir, þú kyssir mig og klæðir, er brotin ég er þú gerir allt gott með brosi þú sársaukanum bægir á brott. Mamma, ég sakna þín. Ég finn þig hjá mér hvar sem er. Alls staðar og hvergi, þú ert hér. Þú mér brosir í mót, ég finn þín blíðuhót. Alvitur á allan hátt þó lífið dragi úr þér mátt. Við guð og menn þú sofnar sátt. Þú vakir líka er ég sef á nóttu og degi þig ég hef. Þú berð ætíð höfuð hátt. Veist svo margt en segir fátt, kveður mig með koss á kinn og mér finnst ég finna faðminn þinn og englar strjúki vanga minn. (Ingibjörg Gunnarsdóttir.) Elsku mamma, þú verður allt- af í hjarta mínu. Blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Ester. Elsku amma (langamma). Ég á eftir að sakna þín. Ég og mamma munum alltaf hafa þig í hjartanu okkar og aldrei gleyma þér. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) „Elsku litli ljúfur, litli ömm- ustúfur.“ Þetta sagðir þú alltaf. Ég elska þig. Hjörtur Leó. Sigurveig Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.