Morgunblaðið - 24.05.2020, Síða 46

Morgunblaðið - 24.05.2020, Síða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 ✝ SigurlaugGísladóttir var fædd 26. desember 1921 í Þórisdal í Lóni. Sigurlaug lést eftir nokkurra daga legu 25. apríl 2020. Hún var dóttir hjónanna Gísla Halldórs- sonar og Sigrúnar Bjarnadóttur. Hún var yngst fimm systkina, eldri voru Sölvi sem lést ungur, Signý, Þorsteinn og Steinunn Hallfríður, kölluð Halla. Einkadóttir Sigurlaugar, Sigrún Halla Gísladóttir, er fædd 30. júlí 1958, maki Sig- rúnar Höllu er Björn Ottó Halldórsson. Börn Sigrúnar eru: 1. Sigurlaug Björg Stef- ánsdóttir, fædd 9. nóvember 1975, maki er Eiríkur Gunn- steinsson, dætur þeirra þrjár eru Sólveig Halla, Sigrún Em- ilía og Saga. 2. Sverrir Örn Arnarson, fæddur 28. febrúar 1980, búsettur í Danmörku, maki Mirna Maldonado, dóttir hans er Elín Björk. 3. Sólveig stundum þremur, en síðustu tuttugu starfsárin vann Sigur- laug í fullu starfi sem póst- freyja eins og það var kallað, í vesturbænum. Mæðgurnar bjuggu saman á Reynimel þar til Sigrún stofnaði fjölskyldu og síðustu 30 árin bjó Sig- urlaug á Seltjarnarnesi, lengi vel í sama húsi og dóttir henn- ar og fjölskylda, en síðustu 15 ár þar sem eru íbúðir aldraðra á Skólabraut. Hún naut góðrar heilsu og nýtti sér starfsemi fyrir eldri borgara af fullum krafti og eignaðist góða vini meðal íbúa og starfsfólks á Skólabrautinni. Hún var alla tíð dugleg að hreyfa sig og fór út í gönguferðir flesta daga meðan heilsan leyfði. Þegar Sigurlaug fór á eftirlaun var hún enn full starfsorku og upp- hófst þá einn starfsferillinn enn. Hún fékk sumarstarf í Ár- bæjarsafni við að sýna gamla starfshætti og handverk, vann ull og spann á rokk í baðstof- unni í Árbæ. Þessu starfi hafði hún ánægju af eins og hennar var von og vísa og vann við það síðan allmörg sumur sem og á jólasýningum safnsins. Útför hennar fer fram frá Neskirkju við Hagatorg í dag, 14. maí 2020, kl. 13 að við- staddri nánustu fjölskyldu og vinum. Arnardóttir, fædd 1. júlí 1983, maki Agnar Þór Guð- mundsson, börn þeirra þrjú eru Arnar, Ása og Steinar. Sigurlaug ólst upp á mannmörgu heimili þriggja kynslóða og minnt- ist æsku sinnar ætíð með gleði og ánægju. Barnaskóli var kennd- ur í farskóla og síðar fór Sig- urlaug einn vetur í Húsmæðra- skólann á Hverabökkum í Hveragerði. Hún starfaði fram- an af við ráðskonustörf við vertíðir á Höfn og á Norðfirði og fór heim í Dal á sumrin. Síðar meir starfaði hún í mötu- neyti á Keflavíkurflugvelli og hjá útgerð Miðness í Sand- gerði. Í Reykjavík ól Sigurlaug dóttur sína Sigrúnu Höllu upp einsömul. Var einstæð móðir og tókst á við það hlutverk af reisn. Hún vann fyrir þeim mæðgum í ýmsum verka- kvennastörfum, oftast tveimur, Mig langar mig að minnast einnar mikilvægustu manneskju lífs míns. Hún amma Silla var nefnilega svo miklu meira en bara amma mín. Í raun eru engin orð sem ná fyllilega utan um allt það sem hún var mér. Að alast upp í húsi með ömmu Sillu í kjall- aranum eru sannkölluð forrétt- indi. Alla mína skólagöngu tók hún á móti mér þegar ég kom heim og gaf mér gott að borða. Hún hjálpaði mér með heimalær- dóminn, kenndi mér að prjóna og spilaði við mig rommí þegar mér leiddist. Á unglingsárunum átt- um við amma líka sameiginlegt áhugamál, sjónvarpsþáttinn Leiðarljós. Ég fór niður til henn- ar síðdegis að horfa og ef svo óheppilega vildi til að önnur okk- ar missti af þætti gátum við alltaf treyst á uppfærslu hvor frá ann- arri. Amma var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin og gerði bókstaflega allt fyrir okkur. Hún gætti þess alltaf að við fengjum nóg að borða og þegar við fluttum á Unnarbrautina komst fljótt á sú hefð að fara í kvöldkaffi niður til ömmu. Á hverju kvöldi sátum við saman við eldhúsborðið og spjöll- uðum yfir mjólkurglasi og mar- íukexi, sannkallaðar gæðastund- ir. Amma bauð líka öllum afkomendum sínum í kvöldmat á hverjum sunnudegi allt fram á tí- ræðisaldur og þannig hélt hún fjölskyldunni saman. Og lang- ömmubörnin urðu jafn hænd að henni og ömmubörnin enda hvergi kærleiksríkara andrúms- loft, meiri hlýja og betri matur. Langamma var stór partur af þeirra lífi eins og okkar systkin- anna. Á hverjum þriðjudegi síð- asta vetur tók hún á móti þremur langömmudætrum sem stunduðu píanónám í húsinu við hliðina á. Eftir píanótíma trítluðu þær til langömmu og fengu pönnsur og annað góðgæti. Amma var sann- kölluð ættmóðir og svo stór part- ur af fjölskyldunni að ekki var farið í ferðalag án hennar. Ferð- irnar á æskuslóðir hennar í Þór- isdal í Lóni standa upp úr. Sög- urnar úr sveitinni voru ófáar og amma þreyttist ekki á að segja okkur frá uppvexti sínum í þessu fallega umhverfi. Hún var jafn- framt mikil handavinnukona og skilur eftir sig fjöldann allan af listaverkum og hlýjum flíkum. En amma Silla var ekki bara frábær mamma, amma og langamma eins og dæmin sýna. Hún var fyrir margra hluta sakir stórkostleg manneskja og mögn- uð fyrirmynd. Hún fæddist árið 1921 í timburhúsi án rafmagns, gekk í sauðskinnsskóm og lærði að lesa yfir olíulampa. Hún fékk svo sannarlega að upplifa tímana tvenna. Amma Silla var með ein- dæmum sjálfstæð, dugleg og framtakssöm. Þegar hún keypti Reynimelinn málaði hún sjálf, veggfóðraði og flísalagði baðið í hólf og gólf. Amma bjó líka yfir ótrúlegri aðlögunarhæfni og þrátt fyrir að hafa alist upp við fábrotnar aðstæður í Þórisdal tókst henni að tileinka sér allt það sem nútíminn hefur upp á að bjóða. Hún talaði í GSM-síma, hlustaði á hljóðbækur og notaði spjaldtölvu til að tala við afkom- endur sína. Amma Silla var eng- um lík. Elsku amma mín, ég mun aldrei geta komið í orð hve miklu máli þú skiptir mig og hve stór partur þú ert af lífi mínu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þín allan þennan tíma og þú verður áfram með mér. Ástar- og saknaðarkveðjur, þín Sólveig. Amma mín hefur alla tíð skip- að ómissandi hlutverk í mínu lífi. Ég bjó með henni fyrstu fjögur árin mín og var alltaf velkomin í faðminn hennar. Þegar ég varð eldri vissi ég fátt betra en að halda partí hjá ömmu. Þá fórum við út í sjoppu og horfðum saman á bíómynd. Ég fór oft með henni að bera út póstinn og fannst svo merkilegt hvað hún var fljót að flokka bréfin. Amma fylgdi mér í dans á laugardögum og ég man úr þessum ferðum þegar hún gaukaði smáaurum að rónum á Hlemmi því hún var góðhjörtuð og fordómalaus og full af sam- kennd gagnvart þeim sem minna máttu sín. Við fórum oft til Hornafjarðar og inn að Þórisdal í Lóni og fengum að heyra sögur af uppvextinum, þegar hún stakk sig á nál þegar hún sá Zep- pelin-loftfarið og hvernig amma hennar kenndi henni handa- vinnu sem hún viðhafði alla tíð. Við fórum alltaf í sunnudagsmat hjá ömmu og hún hélt hún þeim sið fram yfir nírætt. Hún hafði unun af því að gefa okkur að borða og bakaði ofan í okkur fín- asta bakkelsi. Sunnudagsmatur- inn hjá ömmu tryggði sam- heldna fjölskyldu sem er mér svo dýrmæt. Árið 1989 flutti amma með okkur út á Seltjarn- arnes. Að hafa ömmu í sama húsi var ómetanlegt á mínum ung- lingsárum. Áfram tók hún mér opnum örmum, gaf mér að borða og spilaði rommí og svo eyddum við ómældum stundum í að horfa á Leiðarljós. Árið 2004 flutti amma á Skólabrautina og þar leið henni vel. Þegar amma var 97 ára tók hún enn á móti langömmustelp- um í hverri viku þeim öllum til mikillar gleði. Á Skólabrautinni fór amma í handavinnu, bókband og jóga, spilaði vist og æfði boccia. Hún var óhrædd við að prófa nýja hluti. Amma fór í gönguferðir daglega og naut þess að vera úti. Hún hélt alltaf sinni reisn og fegurð, gekk bein í baki og rösklega svo eftir var tekið. Amma mín var mikill frumkvöðull og nútímakona. Hún var einstæð móðir sem vann mörg störf til að eiga í sig og á. Hún var með ólík- indum nægjusöm og nýtti alla hluti vel. Hún fór allra sinna ferða fót- gangandi og í strætó og var sjálf- stæðasta manneskja sem ég hef nokkru sinni þekkt. Amma var listakona í höndun- um og eftir hana liggja ótal ómet- anleg verk í okkar huga. Eftir að amma fór á eftirlaun vann hún á Árbæjarsafni þar sem hún sýndi gamalt handbragð. Amma kunni að lifa í núinu og lifa hvern dag fyrir sig. Hún hafði unun af blóm- unum sínum sem hún sinnti af nærgætni og hún var dugleg að hugsa um fallegu bóndarósina sína. Amma átti líka alltaf páfa- gauka sem voru hennar líf og yndi og mikill félagsskapur. Þrátt fyrir alla sína hæfileika, getu og fegurð var amma mín hógvær og lítillát kona. Hún tranaði sér aldrei fram og henni fannst saga sín ekkert merkilegri en annarra. Það þótti öllum sem náðu að kynnast ömmu vænt um hana og mikið til hennar koma. Elsku hjartans amma mín. Þessi orð eru ósköp fátækleg mið- að við hvað þú ert í huga mér stór- brotin manneskja og klettur í mínu lífi. Þó svo að ég þurfi að kveðja núna muntu vera með mér alla tíð, bæði í öllu því góða sem þú hefur kennt mér sem og í hjarta mér þar sem þú munt alltaf eiga sérstakan stað. Þín Silla Björg. Sigurlaug Björg. Elsku amma Silla er látin. Ég á margar yndislegar minningar um góðar stundir með ömmu Sillu og fjölskyldunni hennar. Litlu skotti sem kom í heimsókn á Unnar- brautina fannst gaman að kíkja niður til ömmu Sillu. Í minning- unni var alltaf matarlykt hjá henni og eins og alvöruömmum sæmir bauð hún iðulega upp á eitthvað gott að narta í. Hún átti líka páfagauka sem var alltaf spennandi að skoða, ekki síst þeg- ar það voru egg eða ungar. Amma Silla hafði einstaklega góða nær- veru, það var alltaf rólegt og gott í kringum hana. Hún fékk mig, sem alla jafna var ansi virk, meira að segja oft til að setjast niður og horfa með sér á Leiðarljós. Það segir ýmislegt um hversu auðvelt var að slaka á með henni. Seinna, eftir að hún flutti á Skólabrautina og ég varð unglingur, urðu hitt- ingar og heimsóknir færri. Alltaf var þó jafn gott að hitta hana, hvort sem var í tíðum barnaaf- mælum, sunnudagslæri eða á Ár- bæjarsafni. Mér þykir ákaflega vænt um minningarnar sem ég á með henni og þakka henni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég kveð ömmu Sillu með mik- illi væntumþykju, með þökk fyrir allt, og sendi hlýja strauma til fólksins sem henni stóð næst og mér þykir svo undurvænt um, líkt og mér þótti um hana. Þórunn Jakobsdóttir. Elsku langamma okkar. Þú varst svo góðhjörtuð og hugsaðir svo vel um alla. Það var alltaf gott að koma til þín og vera í kringum þig. Það var gaman að spila við þig og okkur þótti ótrúlega vænt um þig. Þú varst svo góð að prjóna handa okkur peysur og vettlinga, bestu vettlingana. Þú passaðir alltaf upp á að eiga eitt- hvað gott handa okkur að borða og bakaðir handa okkur pönnsur. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur. Þín langömmubörn, Arnar, Ása og Steinar. Okkur systurnar langar að minnast langömmu með nokkr- um orðum. Hún var góðhjörtuð, tilbúin þegar maður þurfti á henni að halda og falleg, hress kona. Hún var góð amma og tók vel á móti manni með góðu sér- stöku knúsi. Okkur þótti svo vænt um okkar yndislegu lang- ömmu að minningar um hana fá tárin til að renna. Það var oft kaffiboð hjá langömmu og okkur fannst þægilegt að geta haft góða stund með fjölskyldunni hjá henni. Hún hugsaði svo vel um aðra og hafði okkur alltaf í for- gangi. Við erum ótrúlega þakklát fyrir allan þann tíma sem að við fengum að eyða með henni og mun hún ávallt eiga stað í hjört- um okkar. Elsku langamma okk- ar. Sólveig Halla, Sigrún Emilía og Saga Eiríksdætur. Hún Silla okkar var einstök. Fædd og uppalin í Þórisdal í Lóni sem hún minntist með sér- stakri væntumþykju og var óspör á minningar og frásagnir þaðan. Ég kynnist henni fyrir margt löngu þegar ég og Sigrún Halla dóttir hennar urðum bestu vin- konur, 12 ára gamlar. Þar með varð ég tíður gestur á heimili þeirra og valdi að gerast fóstur- dóttir hennar, hún var ekki spurð og tók mér sem slíkri opnum örmum. Hefði ekki getað verið heppnari með fósturmóður, sem lagaði besta kakó í heimi og skammaðist aldrei í okkur og við vorum örugglega ekki skemmti- legustu táningarnir í bænum. Pexaði eitthvað smávegis í okkur þegar við vorum að reykja í laumi úti á svölum og héldum að hún fattaði ekkert. Eina skiptið sem hún skammaðist í okkur af ein- hverju viti var þegar við settum fæturna upp á nýpússað tekks- tofuborðið og hún sagði að það kæmu táför á borðið. Okkur fannst það bara fyndið. Silla var hörkudugleg, sönn og stolt alþýðukona sem vann lengi vel þrjú störf, sem var á við að minnsta kosti fimm háskólagráð- ur. Skúraði í mörg ár í Naustinu, frá sex til átta á morgnana. Þá tók við átta tíma vinnudagur hjá Póstinum við bréfaútburð og að því loknu skúraði hún í Mela- skóla. Við Sigrún fórum oft þang- að með henni og átum lýsispillur þangað til okkur sundlaði, enda stórskrýtnir táningar eins og áð- ur sagði. Hnarreist og spengileg alla tíð fór hún allra sinna ferða meira og minna fótgangandi, átti aldrei bíl og tók aldrei bílpróf. Það skýrir væntanlega hversu glæsileg hún var á velli langt fram yfir nírætt. Aldrei varð ég vör við að hún hallaði orði á nokkurn mann, lagði heldur gott til. Það hljómar óraunverulegt en er í minni upp- lifun dagsatt. Silla dýrkaði og dáði afkom- endur sína enda er allt það fólk í sérstökum úrvalsflokki. Hún var alltaf með eitthvað á prjónunum handa þeim öllum og ég og mínir afkomendur nutum líka góðs af. Það sem hún gat prjónað af fal- legum flíkum. Á efri árum vann hún í Árbæj- arsafni við að spinna ull og tók sig vel út þar, ótrúlega falleg í peysu- fötum uppi á lofti í Árbænum. Ár- um saman fórum við Sigrún með börnin okkar ásamt fleiri áhang- endum í Árbæjarsafn á aðvent- unni til að heilsa upp á hana og sjá hana rokka! Fyrir okkur öll var það ómissandi hluti af aðvent- unni og alltaf jafn gaman. Hún átti ekki mikið af verald- legum auði á nútímamælikvarða en fallegt heimili, fullt af hlýju og hjartagæsku. Að heimsækja ömmu Sillu var alltaf yndislegt enda var hún mjög gestrisin og allir alltaf vel- komnir. Síðasta hálfan annan áratuginn bjó hún á Skólabraut á Seltjarnarnesi þar sem hún gat fengið aumustu græðlinga og af- leggjara til að blómstra enda með sérlega græna fingur sem ein- hverjir afkomendur hennar hafa fengið í arf. Þá má ekki gleyma páfagaukunum sem voru hluti af heimilismeðlimunum og veittu henni mikla gleði alla tíð. Ég kveð elsku Sillu með þak- kæti fyrir óþrjótandi umhyggju- semi hennar og gæsku alla tíð. Það verður auðvelt að minnast hennar með ást í hjarta. Unnur Birgisdóttir (Unnella). Þegar ég fór að venja komur mínar á Unnarbraut fyrir nærri 25 árum kynntist ég nýrri fjöl- skyldu. Fljótlega áttaði ég mig á því að í þessari fjölskyldu átti amma Silla sérstakan sess. Ekki vegna þess að hún væri fyrirferð- armikil heldur þvert á móti vegna þess að framkoma hennar ein- kenndist af hógværð og væntum- þykju í garð sinna nánustu. Voru Silla og amma Silla mjög nánar og samband þeirra einstakt enda hafði Silla meira og minna alist upp hjá ömmu sinni. Ekki leið á löngu þar til ég var kominn undir verndarvæng ömmu Sillu sem lokkaði mann með steiktum lambahrygg, pönnukökum og brauði með skinku og osti úr ör- bylgjunni. Ávallt með bliki í auga og hlýju brosi. Það er óhætt að segja að lífshlaup ömmu Sillu hafi verið langt og viðburðaríkt. Sennilega hefur engin kynslóð upplifað sömu breytingar og hennar. Amma Silla fæddist og ólst upp í afskekktri sveit í Þór- isdal í Lóni. Í dag liggur þjóð- vegur 1 nánast upp við Þórisdal en þegar amma Silla var að alast upp voru ferðalög til Hafnar í Hornafirði mikil raun og nánast óhugsandi að ferðast til Reykja- víkur. Að lokum festi hún rætur á Reynimel 76 í Vesturbænum með dóttur sinni og síðar á Seltjarn- arnesi. Ef henni hefði verið sagt sem lítilli stúlku í Lóni að hún myndi vera í beinu myndsam- bandi við dóttur sína og barna- börn í tveimur löndum í gegnum tölvu árið 2020 hefði væntanlega þurft að segja henni það tvisvar eða jafnvel oftar. Tengsl hennar við Hornafjörð og Lón voru ávallt sterk. Í ferð- um okkar þangað lék hún á als oddi í faðmi fjölskyldunnar sinn- ar og maður fann hversu ríkan sess hennar gamla sveit átti í hjarta hennar. Á sama tíma mátti greina ákveðinn trega. Gamla íbúðarhúsið í Þórisdal stendur stolt en hefur háð marga bardaga við óblíð náttúruöflin. Hennar upplifun hefur eflaust verið flóknari en afkomendanna, sem finna sterkt fyrir rótum í Lóni, þar sem hún horfði upp á æsku- heimilið að hruni komið. En hún barmaði sér ekki heldur naut samverunnar með sínum nán- ustu. Allt fram til hins síðasta fylgdist hún vel með nýjustu tíð- indum af ættingjum fyrir austan og leyfði fjölskyldunni að fylgjast með. Amma Silla var listakona í handverki og vöktu lopapeysur hennar og vettlingar víða athygli. Þegar hún fór á eftirlaun hóf hún að vinna á Árbæjarsafni þar sem hún sýndi hannyrðavinnu í gamla Árbænum. Eflaust minnast margir safngestir þess hvernig vera hennar á baðstofuloftinu blés lífi í fortíðina. Hún var einnig óvenju þrautseig kona en jafn- framt lítillætið uppmálað. Oft hélt hún sig til hlés á mannamót- um en undantekningalítið var það hún sem vakti mesta aðdáun samferðafólks. Ég minnist sér- staklega hversu hlýtt mömmu var til hennar því í hvert einasta skipti sem ég sagði henni sögur af ömmu Sillu svaraði hún nær alltaf: „Hún er nú svo ótrúleg.“ En nú er komið að leiðarlok- um. Mun leið hennar nú liggja til hins eilífa austurs. Ég leyfi mér að trúa að á þeirri leið verði gaml- ir tímar rifjaðir upp yfir kaffi- bolla við sólarupprás í Lóni. Blessuð sé minning ömmu Sillu. Eiríkur Gunnsteinsson. Sigurlaug Gísladóttir Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Helga Guðmundsdóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.