Morgunblaðið - 24.05.2020, Page 50
þörfum. Markmiðið er að vera alltaf
sjálfbær þannig að ef þú endar á ein-
hverjum kynngimögnuðum stað sem
þú vilt alls ekki yfirgefa þá þarftu þess
ekki.
Tilbúið kjöt í kryddlegi er líka snjöll
lausn enda geymist það vel og er gott
að eiga. Kartöflusalöt, tilbúnar sósur
og fleira í þeim dúr er gott að eiga en
gleymið ekki grænmeti og ávöxtum á
ferðalaginu. Svo á ég alltaf soðin egg
og harðfisk, auk prótein- og granóla-
stykkja sem gott er að grípa í eftir
gönguferðir og góða útivist.
Uppskrift að túnfisksalatinu
Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi
hjá mér enda er hún eins einföld og
hugsast getur. Ég geri yfirleitt marg-
faldan skammt auk þess sem ég á allt-
af soðin egg inni í ísskáp þannig að
auðvelt er að laga það við minnsta til-
efni. Ég vil hafa majónesið fremur feitt
en það er ekkert mál að hafa það létt –
eða jafnvel skipta yfir í kotasælu sé
það efst á listanum. Þessi hlutföll eru
hins vegar góð til viðmiðunar.
Túnfisksalat
1 dós túnfiskur í vatni
4 harðsoðin egg
½ rauðlaukur
½ grænt epli (má sleppa)
Hellmanns-majónes eftir smekk
Salt og pipar
Sigtið vatnið frá túnfisknum og sax-
ið rauðlaukinn mjög smátt.
Skerið eggin niður með eggjaskera
á tvo vegu svo þau fari í litla bita.
Blandið öllu saman í skál og setjið
majónesið saman við. Ég nota alltaf
Hellmanns. Bæði af því að mér finnst
það gott og svo líka af því að hægt er
að fá það í mismunandi gerðum eftir
því hverju þú ert að leita að. Ég set að
meðaltali 6 matskeiðar eða þar um bil
en það fer svolítið eftir því hvernig ég
vil hafa salatið. Prófaðu þig áfram hér
enda misjafnt hvernig fólk vill hafa sal-
atið. Ég krydda svo vel með salti og
pipar og nota alltaf sjávarsalt. Tengda-
mamma notar svo alltaf Aromat en
hún er sögð gera besta túnfisksalat í
heimi og tek ég hiklaust undir það.
Gott salat er gulli betra Það er
fátt betra en að gæða sér á góðu
snarli eftir útiveruna.
Á ferð og flugi
Húsbílar eru ekki gerðir til þess að
hossast um á háfjallavegum. Bara alls
ekki og ég ræð öllum frá því að reyna
þá vitleysu. Haldið ykkur við malbik-
aða þjóðvegi og verið með smá plan
um hvar á að gista. Tjaldsvæðin eru
æskilegasti áningarstaðurinn þar sem
þið komist í rafmagn þar en það er
auðvitað ekki nauðsynlegt því á húsbíl
getið þið í raun stoppað hvar sem er og
það sjást engin verksummerki eftir
ykkur né bílinn. Hitakerfið gengur fyr-
ir gasi þannig að rafmagnið er ekki
nauðsynlegt. Víða eru merkingar um
að ekki megi hafa bílinn yfir nótt á
svæðinu. Það er gott og vel en jafn-
framt er snjallt að spyrjast fyrir og fá
ráðleggingar heimamanna um hvar
mætti mögulega leggja bílnum yfir
nótt sé tjaldvæði ekki laust eða nálægt
– eða ef ykkur langar að vera í friði.
Stærsti kosturinn að mínu mati (fyr-
ir utan auðvitað þægindin) var hversu
auðvelt það var að ferðast í honum.
Maður bókstaflega keyrði á milli
áhugaverðra staða og var einhvern
veginn alltaf tilbúinn í allt. Spurningar
eins og „hvar eigum við að borða há-
degismat“ voru sjálfsagðar því hreyf-
anleikinn er svo mikill. Skemmtilegt er
að brjóta upp ferðalagið með því að
fara á kaffihús og veitingastaði sem
eru óðum að opnast þessa dagana og
undirbúa sig fyrir komu ferðamanna
sem verða flestir innlendir í sumar ef
að líkum lætur. Það er gott að sýna
stuðning í verki og versla við veit-
ingafólkið okkar sem leggur hart að
sér alla daga við að þjóna gestum og
gangandi. Þetta er hörkuvinna og við
skulum virða það.
Guð blessi Gunnar Helgason
Ég hef lengi ætlað að fá mér Story-
tel-aðgang og lét loks verða af því,
sannfærð um að það gerði fjölskyld-
unni gott að hlusta á gott íslenskt mál
meðan ekið væri. Ég er með fínan
ferðahátalara sem var aftur í setustofu
hjá krökkunum sem höfðu það eins og
farþegar á fyrsta farrými. Fyrsta bók-
in sem varð fyrir valinu var Siggi sítr-
óna eftir Gunnar Helgason sem var
lesin af honum sjálfum. Án þess að
orðlengja neitt að óþörfu um snilldina
sem Storytel og Gunnar Helgason eru
þá las hann bókina með svo miklum til-
þrifum að öll fjölskyldan engdist um af
hlátri meðan hvert áfallið í lífi söguper-
sónanna reið yfir með katastrófískum
afleiðingum. Það var engu líkara en
Gunni sæti aftur í á Saga Class með
krökkunum og skemmtunin var slík að
tíminn á veginum leið ógnarhratt. Sér-
staklega fyrir dóttur mína sem er ekk-
ert alltof hrifin af löngum bílferðum.
Nauðsynlegt nesti
Þó þú getir vel matreitt í bílnum er
ákjósanlegt að vera með eins mikið
tilbúið og hugsast getur. Sjálfri finnst
mér nauðsynlegt að eiga alltaf tilbúin
salöt til að taka með. Á ég þá við tún-
fisk- og rækjusalöt sem hægt er að
borða hvenær dags sem er.
Vertu búinn að ákveða hvað þú ætl-
ar að hafa í matinn og gera nákvæman
lista yfir hvað þú þarft að eiga. Það er
vissulega hægt að versla í ferðalaginu
sjálfu en sjálfri þykir mér best að vera
með góðan grunn og bæta svo við eftir
Í fimmtán ár hefur mig dreymt um að leigja húsbíl og
ferðast um landið. Nú þegar aðstæður eru eins og
þær eru vegna heimsfaraldursins eru húsbílar orðnir
vænlegur kostur til að leigja fyrir Íslendinga í leit að
ævintýrum. Ég ákvað að ríða á vaðið í maí og kanna
lendur landsins og hvernig það er að ferðast í húsbíl.
Morgunblaðið/ÞS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
Glamping hvað! Þetta er eins og hótelherbergi á hjólum.
Sundbann er ekki vandamál þegar þú ert með sturtu um borð.
Það er klósett í bílnum og það er stórfínt.
Þú getur ákveðið hvaða útsýni þú vilt hafa yfir matnum.
Þú ert örugg/ur í hvaða veðri sem er.
Þú getur vaskað upp.
Farið í bílalúgu – það er ekki hægt í hjólhýsi.
Kuldi er ekki vandamál.
Það er fremur auðvelt (ef maður er jafn skipulagður og ég) að hafa
sig til og hundskast af stað.
Athugið að listinn er ekki tæmandi
Arnarstapi
Sölvahamar
Miðgjá og Eystrigjá
Ganga yfir í Hellnar
Rauðfeldsgjá
Djúpalónssandur
Lóndrangar
Vatnshellir
Snæfellsjökull
Bjarnarhöfn
Stykkishólmur
Ólafsvík
Grundarfjörður
Rif
Hellissandur
Staðir sem nauðsynlegt er
að skoða á Snæfellsnesi
Kostir þess að ferðast í húsbíl
Ferðast á
fyrsta farrými
Frábær ferðamáti Það kemur glettilega á óvart hversu
þægilegur ferðamáti húsbílar eru.
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Það hefur lengi loðað við húsbíla-
eigendur að þeir séu upp til hópa
eldri borgarar í samstæðum jogg-
inggöllum og með sólskyggni í stíl.
Eftir að hafa farið í jómfrúarferðina,
full tilhlökkunar, get ég staðhæft að
húsbílar eru svalasti ferðamáti sem
sögur fara af. Að auki er bíllinn net-
tengdur þannig að auðvelt var að
setja upp heimaskrifstofu þegar á
þurfti að halda enda þurfa blaða-
menn matarvefsins ferðafrelsi til að
kynnast af eigin raun hverju landinn
er að gæða sér á.
Glæsilega par excellence!
Til er það hugtak á ensku sem
kallast glamping og er samruni
orðanna glamorous (í. glæsileiki) og
camping (í. útilega). Þetta er notað
yfir lúxus-útilegur þar sem þæg-
indin eru slík að orð ná vart yfir það.
Íslenska þýðingin á þessu gæti verið
glæsilega, sem á vel við um ferðalög
í húsbíl, sérstaklega ef þú tekur
þetta alla leið. Ég tók til að mynda
með mína eigin sængur og kodda
enda finnst mér það skipta máli. Ég
pakkaði ekki miklum fatnaði og
óþarfa en var búin að gera lista
þannig að ég var með allt sem ég
þurfti þannig að þetta var eins og að
fara til útlanda. Eins æðislegt og það
er að gista í tjaldi uppi á öræfum er
líka frábært að prófa hitt.
Jólakortamyndin í ár Eystrigjá á Arnarstapa er góður
minnisvarði um mikilfengleika íslenskrar náttúru.
Morgunblaðið/ÞS