Morgunblaðið - 24.05.2020, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 24.05.2020, Qupperneq 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 RAM Limited 3500 35” Litur: Pearl red/ Svartur að innan. 6,7L Cumm-ins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund. Einn með öllu: RAM box, Aisin sjálfskipting, dual alternators 440 amps, lofpúðafjöðrun, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Svartur/ Svartur að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Summit white/ svartur að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. VERÐ 11.980.000 m.vsk VERÐ 12.990.000 m.vsk VERÐ 12.990.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ ATH. ekki „verð frá“ ATH. ekki „verð frá“ Rúmu ári eftir glæsileganBach-disk Víkings Heið-ars birtist nýjasta framtakhans á Deutsche Grammophon með samfærslu ýmissa hljómborðsverka eftir tvo fremstu tónhöfunda Frakka á 18. og 19. öld, Jean-Philippe Rameau (1683-1764) og Claude Debussy (1862-1918). Enn og aftur er verkabálkum ekki flíkað í heild, heldur með sýnis- hornum; nánast eins og til þess að segja sögu á stangli – en í þetta sinn með nærri tveggja alda millibili. Ým- ist fram eða aftur, frá frönsku síðbar- okki Rameaus 1724-63 til impress- jónisma Debussys á lokaskeiði hans 1905-13. Hversu sérstæð slík nálgun á efnis- vali er í nútíma hljómdiskaútgáfu – alla vega af hálfu flytjandans – skal ósagt látið. Eflaust má finna for- dæmi, þó varla hafi borið mikið á þeim hingað til. Hitt er víst, að með nægilega grandvarri yfir- legu og listrænu næmi ætti þess háttar ,ritstjórn‘ að geta skilað jafnt óvenjulegri sem meitlaðri hlustupplifun þegar bezt tekst til. Enda fæ ég ekki betur séð en að það hafi einmitt gerzt í þessu tilviki. Svo má auðvitað spyrja: Fer hér svar við menningarfirrtri neyzlu- hyggju og snarbreyttum hlustunar- háttum raftæknialdar – eða einfald- lega ný og fersk persónuleg sjónarmið? (Nema hvort tveggja sé?) Það verður hver að gera upp við sig. En frá kögunarhóli nútímans séð – þar sem fletta má upp hverju sem er á neti á örfáum sekúndum – virðist kærkominn akkur að þeirri nýju breidd og víðsýni sem téð ,samanburðartúlkun‘ getur veitt hlustendum að gömlum og grónum meistaraverkum – sem eiga nú að ósekju í síaukinni vök að verjast fyrir stundarhyggju skrums og markaðs- afla. Allavega er niðurröðun tónverka á diskinum sérlega sannfærandi áheyrnar og birtir oft nýjar hliðar annars höfundar í nágrenni hins. Dregur né heldur úr slyngilega rök- studdur bæklingstexti Víkings, sem ásamt fjölbreyttri leiktúlkun hans leggst á eitt um að skapa n.k. nýtt „Gesamtkunstwerk“ með orðalagi Wagners; hvort sem menn hlusta á allt til enda eða aðeins á hluta í senn. Að vísu er samstilling Rameaus og Debussys í sjálfu sér fundið fé, m.a. fyrir kunna aðdáun yngri Frakkans á eldri kollega sínum. En þó er fráleitt sama hvernig á er haldið, og virðist annars látlaus bæklingstexti Víkings stundum bera með sér kæna reynslu helmingi eldri manns. Spilamennskan er kapítuli útaf fyr- ir sig. Í allra fyrstu brá manni á stundum óneitanlega við leifturhraða píanóljónsins og setti sig í sjálfvirkar fordómastellingar: Þarna skal sko sýna samkeppninni hvað maður get- ur! En óðar en varði fór jafnvel útopn- asti hraðinn að virka. Hann svingaði! Létt og áreynslulaust. Fyrir utan furðu blæbrigðaríka litadýrð á afar breiðum styrkskala, allt niður í fis- vægustu fífumýkt – samt án þess að kæmi neins staðar niður á skýrleika innradda né formmótun, hvorki í stóru né smáu. Veitir þvílíkri tjáningarbreidd vitanlega ekki af góðri upptökutækni. En liðsmenn GENUIN hópsins stóðu hér greinilega skil á sínu engu síður en fyrir ári. Allt heyrist – alveg niður í ppppp. Að þessu töldu, ásamt óvefengjan- legum hrifmætti frönsku meistara- verkanna í stóru sem smáu, má hikstalaust skipa þessum geisladiski í sérflokk. Sannkallað eyrnayndi út í gegn – og kæmi varla á óvart ef svo sýnist einnig öðrum tímafarþegum á geimskipi Jarðar. Aldirnar talast við Morgunblaðið/Einar Falur Eyrnayndi „…ásamt óvefengjanlegum hrifmætti frönsku meistaraverkanna í stóru sem smáu, má hikstalaust skipa þessum geisladiski í sérflokk. Sannkallað eyrnayndi út í gegn,“ skrifar rýnir um plötu Víkings Heiðars Ólafssonar. Geisladiskur Debussy og Rameau bbbbb Hljómborðsverk eftir Debussy og Rameau. Víkingur Heiðar Ólafsson píanó/ umritun á þætti úr Les Boréades e. R./ bæklingstexti. Upptökur: GENUIN recording group, Hörpu 26.-29.8. 2019. Lengd: 1:19:08. Deutsche Grammophon Gesellschaft 483 7701, 2020. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Ljóðasafn eftir Hjört Pálsson er komið út í þýskri þýðingu. Bókin nefnist á þýsku Jahreszeiten- gesänge eða Árstíðasöngvar og ber undirtitilinn Gedichte aus fünf Jahrzehnten. Gert Kreutzer valdi ljóðin og þýddi úr íslensku. Á bókarkápu segir að með þessu úrvali úr kveðskap Hjart- ar fái þýskir les- endur „tækifæri til að uppgötva þetta frumlega ljóðskáld“. Síðan segir: „Dæmigert fyrir þessi ljóð er hið mikla vænghaf á milli hins hápersónulega og hins al- menna og mannlega, hins heim- spekilega og hins pólitíska. Fyrir miðju er hins vegar náttúran og ástríkar lýsingar á heimkynnum hans á Norðurlandi þar sem hann óx úr grasi. Þessi tengsl við hið svæðisbundna kallast síðan á við sérlega opinn huga gagnvart heim- inum.“ Hjörtur Pálsson gaf á árunum 1972 til 1998 út fimm ljóðabækur. Árið 2016 kom út bókin Ljóðasafn með bókunum fimm og safni ljóða sem Hjörtur orti eftir að þær komu út. Ljóðin í þýðingunni eru úr Ljóðasafni. Kreutzer var um árabil prófessor í norrænum málvísindum við há- skólann í Köln, en er nú sestur í helgan stein. Áhugi hans á Íslandi kviknaði við lestur Nonnabóka Jóns Sveinssonar þegar hann var átta ára. Auk fræðistarfa hefur hann fengist við þýðingar úr íslensku og meðal annars þýtt verk eftir Thor Vilhjálmsson, Gyrði Elíasson og Steinunni Sigurðardóttur. Hann hlaut fálkaorðuna árið 1996. Ljóð Hjartar Pálsson- ar í þýskri þýðingu  Úrval fjölbreytts kveðskapar Morgunblaðið/Eggert Skáldið Úrval ljóða Hjartar Páls- sonar er komið út í þýskri þýðingu. Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu, stafrænar flíkur og vatna- vellíðan eru meðal styrkþega Hönn- unarsjóðs sem úthlutaði 11. maí sl. 26 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. 25 milljónum króna var úthlutað en alls bárust 126 umsóknir um 237 millj- ónir, skv. tilkynningu. „Um met- fjölda umsókna var að ræða í þessari úthlutun Hönnunarsjóðs og ljóst að ástandið í kjölfar Covid-19- faraldursins hafði áhrif á fjölda um- sókna og virðist líka hafa haft áhrif á verkefnin sem sóttu um,“ segir í henni. MAT. Sjálfbær þróun kaup- mannsins á horninu, verkefni MStu- dio, hlaut hæsta styrkinn, verk- efnastyrk að upphæð þrjár milljónir króna en það er heildstætt dreifi- kerfi fyrir matvæli sem er hannað í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, auka lífsgæði fólks og minnka sóun. Spaksmanns- spjarir, fatamerki Bjargar Ingadótt- ur, hlaut næsthæsta styrkinn, tvær milljónir króna, fyrir útfærslu á staf- rænum flíkum í stafrænni verslun. Eina milljón króna hlutu ný vöru- lína Flothettu fyrir flot- og vatns- meðferðir; Ferill og störf Kristínar Þorkelsdóttur; Hringrásarvæn hönnun, FÓLK Reykjavík; SAFE seat, fjaðrandi bátasæti; Bioplastic Skin; Fjölnota umverfisvænir Warriör íþróttagallar og The big picture of Climate Change. Rannsóknar- og þróunarstyrkir Dórófónn til LHÍ, verkefni Hall- dórs Úlfarssonar, hlaut 1,2 milljónir króna í flokki rannsóknar- og þróun- arstyrkja en dórófónn er nýtt raf- akústískt strengjahljóðfæri. Iða Þórunnar Árnadóttur hlaut eina milljón króna og sömu upphæð Beauty & the Beast, verkefni Önnu Diljár Sigurðardóttur, sem felst í rannsókn á sögu, upplifun og fram- tíð lúpínu í íslensku landslagi. Carnal Appetite, verkefni Elínar- Margot Ármannsdóttur, hlaut 750.000 kr. og segir m.a. um verk- efnið að það snúist um að skapa kyn- ferðislega valdeflingu með borðbún- aði. Heildarlista yfir styrkþega og frekari upplýsingar má finna á slóð- inni hsjodur.honnunarmidstod.is/ styrkhafar/#year-2020. Björg Ingadóttir Halldór Úlfarsson Metfjöldi umsókna hjá Hönnunarsjóði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.