Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 ✝ Þórunn Sím-onardóttir, eða Tóta eins og hún var oftast kölluð, fæddist í Reykjavík hinn 12. september 1952. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi hinn 14. maí 2020 eftir hetjulega baráttu við eitlakrabba- mein. Foreldrar hennar voru Símon Guðjónsson mjólkurfræðingur, hann starfaði lengst af sjálf- stætt við veitingarekstur og rak sinn eigin söluturn (Simma- sjoppu), f. 9.9. 1918, d. 26.4. 2002, og Svanhildur Halldórs- dóttir húsmóðir, menntuð frá Askov í Danmörku, f. 18.6. 1918, d. 19.7. 1993. Hálfsystir Þór- unnar var Kristín Erla Hann- esdóttir, f. 14.1. 1943, d. 29.6. 1962, en móðir þeirra, Svanhild- ur, eignaðist Kristínu í fyrra hjónabandi. Eftirlifandi eig- inmaður Þórunnar er Harald Peter Hermanns vélvirki, f. 16.1. 1946. Foreldrar hans voru Ragna Wendel og Adolf Her- manns. Þórunn ólst upp í Selási og af mikilli ástríðu. Síðar fór hún út á vinnumarkaðinn og starfaði fyrst hjá Prentsmiðjunni Odda en lengst af starfaði hún hjá vefnaðarvöruversluninni Virku. Árið 2003 stofnaði Tóta Textíl Gallerý ásamt tveimur vinkon- um sínum sem breyttist síðar í Gallerý Hjá Tótu. Hún starfaði einnig nokkur ár í garnversl- uninni Storkinum og var leið- beinandi á saumavélar á svo- kölluðum saumadögum í Pfaff samhliða eigin rekstri á gall- eríinu. Tóta og Halli gengu í hjóna- band 23. júlí 1972 og leigðu fyrsta árið á Barónsstíg 24 í Reykjavík. Þau festu síðan ræt- ur í Árbæjarhverfi þar sem börnin þeirra þrjú ólust upp. Börn Tótu og Halla eru: 1) Sím- on Adolf, f. 4.6. 1973. 2) Svan- hildur Luise, f. 17.4. 1975. 3) Ragna Steinunn, f. 7.6. 1978. Unnusta Símonar er Birna Markúsdóttir og börn þeirra eru Þórunn Klara Símonardótt- ir, Katla Grétarsdóttir og Karin Hulda Símonardóttir. Eigin- maður Svanhildar Luise er Leonard B. Francis og börn þeirra eru Freyja Sóley, Símon Máni og Davíð Snær. Eigin- maður Rögnu Steinunnar er Kristinn Bjarnason, börn þeirra eru Margrét Svanhildur, Bjarni Harald og Símon Mikael. Útför Þórunnar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 26. maí 2020, og hefst klukkan 11. bjó á Selásbletti 13, gekk þar í barna- skóla og síðar í Vogaskóla. Að grunnnámi loknu hóf hún nám við handíðabraut í Ár- múlaskóla. Þórunn vann við ýmislegt á sínum yngri árum eins og við fisk- vinnslu, í afgreiðslu í Simmasjoppu, í prentsmiðju og á skrifstofu end- urskoðenda. Þórunn vann einn- ig við fyrirsætustörf hjá Karon- samtökunum samhliða því að vinna í tískuvöruverslununum Popphúsinu og Karnabæ. Þór- unn vakti mikla athygli við störf sín í Karon-samtökunum, enda hávaxin og glæsileg ung kona. Sótt var hart að henni að taka þátt í fegurðarsamkeppni, sem hún og gerði, og var kosin Feg- urðardrottning Íslands árið 1972. Alla tíð átti Þórunn sterkar rætur í Austur-Landeyjum. Ófá sumur dvaldi hún sem barn hjá föðurbróður sínum á bænum Miðhjáleigu. Þórunn var heima- vinnandi húsmóðir í 16 ár og á þeim tíma sinnti hún handverki Elsku mamma, það sem þetta er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um þig. Þrátt fyr- ir veikindi þín vildum við alltaf halda í þá von að þú myndir vinna þessa baráttu en krabbinn var árásargjarn og kom aftur, sterk- ari en áður. Ég er svo þakklát fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu, börnin okkar Kristins eiga fullt af góðum minn- ingum um ömmu Tótu sem tók alltaf á móti þeim með brosi og hlýju faðmlagi, kvaddi þau síðan með varalitarkossi á kinn. Síðustu dagar hafa verið erfiðir og und- arlegir fyrir okkur sem eftir erum en við höfum hvert annað og mun- um ávallt passa upp á litlu fjöl- skylduna okkar. Við munum vera dugleg að rifja upp góðar minn- ingar með barnabörnum þínum og við systkinin munum passa upp á pabba, svo ekki hafa áhyggjur af okkur mamma mín. Þín verður sárt saknað en minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Elska þig mamma. Þín Ragna. Kæra Tóta, það er erfitt að setjast niður og hugsa til þess að okkar rökræðum sé lokið. Ég tel mig heppinn með þá tengdafor- eldra sem ég fékk þegar við Ragna giftum okkur fyrir 18 ár- um. Við tengdapabbi höfum alltaf getað talað um bíla og fjallaferðir og þú gast alltaf tekið alla aðra umræðu við mig. Þau voru ófá skiptin sem við vorum sammála um að vera ekki sammála. Þú hafðir sterk áhrif á alla sem í kringum þig voru og aldrei var okkur skortur á umræðuefnum eða verkefnum. Þú reyndist börnum mínum góð amma og alltaf mátti leita til þín ef einhvers þurfti við. Ég mun passa hana Rögnu fyrir þig áfram og hún mig, ásamt því að við mun- um halda minningu þinni á lofti fyrir barnabörnin sem sakna þín svo sárt. Hvíl í friði. Kristinn Bjarnason. Elsku hjartans amma mín. Ég hef hugsað mikið um allar þær fal- legu minningar sem við eigum saman. Öll þau skipti sem ég fékk að gista var ég alltaf jafn spennt bara að fá að vera uppi í sófa á milli þín og afa með popp í annarri og hund í hinni. Þú kenndir mér svo margt, að vera sterk og sjálfstæð og að hafa trú á sjálfri mér. Kenndir mér líka að prjóna og sauma, sem voru nú líka aðaláhugamálin þín enda svo ótrúlega flink í því. Þú varst best í öllu sem þú gerðir í mínum aug- um. Það er svo sannarlega enginn eins og þú og enginn sem ég lít jafn mikið upp til. Þótt það sé erf- itt og skrýtið að þú sért farin munu minningarnar alltaf lifa. Elska þig. Kveðja, Margrét Svanh. Krist- insdóttir (Magga litla). Vorið kom þegar við fengum að sofa á háaloftinu. Þá komst þú í sveitina. Elsku Tóta frænka, mér hefur alltaf fundist þú vera systir mín. Ég á svo góðar minningar frá því þú varst í Miðhjáleigu, stutt og lengi, sumar, páska, jól og áramót. Ég man þegar við vorum í reiðtúr og þú varst á Þráni, öskuviljugum hesti, spýttist á undan og komst svo mörgum sinnum til baka. „Ég fer örugglega helmingi lengra en þið.“ Eina páska vaknaði ég kl 8.30 við mannamál og hlátur, það voru komnir gestir. Þú lagðir á þig að fara á puttanum á Selfoss, banka upp á hjá Gunnu Guðjóns, „Sæl, ég er dóttir hans Símonar, get ég fengið gistingu og far með mjólk- urbílnum á Hvolsvöll í fyrramálið ?“ Næsta morgun var bankað hjá Erlingi bróður mínum og hann skutlaði dömunni á leiðarenda. Ég man kvöldkaffið í Miðhjá- leigu áður en við fórum á ballið í Hvolnum á annan í jólum. „Ólafur, viltu segja fleiri sögur frá gömlu dögunum ?“ Og pabbi sagði sögur og við næstum því misstum af ballinu. Svo kom Halli og „viboninn“ og við brunuðum í Þórsmörk og farið var yfir Krossá, hvar sem komið var að. Elsku Tóta, takk fyrir hjálpina og allt sem þú kenndir mér og líka tryggð þína við fjölskylduna mína. Það er gott að heyra að ræturnar þínar liggja í Landeyjunum. Kæra fjölskylda, Guð gefi ykk- ur styrk til að takast á við kom- andi tíma. Ásdís Ólafsdóttir. Tóta og Halli giftu sig 1972, ég reyndar skrópaði í brúðkaupinu og Tóta minnti mig á það öðru hverju í léttum dúr. Kynni okkar urðu fljótt náin og ekki var hægt að hugsa sér betri mágkonu. Þeg- ar ég lít til baka á þessum tíma- mótum verður mér ljóst hvað sambandið við Tótu og Halla hef- ur verið stór þáttur í lífi mínu allt fram á síðustu daga hennar. Tóta var gædd svo mörgum góðum eig- inleikum, í hugann kemur fyrst upp glaðværð, skipulag, snyrti- mennska, hugmyndaauðgi, orku- bolti, henni féll nánast aldrei verk úr hendi og svo dásamleg móðir og amma. Það mátti auðveldlega sjá áhrif Tótu þegar þau Halli opnuðu verkstæðið á Eldshöfða, hvítskúr- uð gólf og viðskiptavinir fóru úr skónum áður en þeir komu inn á skrifstofuna, þar sem Tóta réð ríkjum, og sama átti við um kaffi- stofuna. Rýmið var skreytt potta- blómum, líka viðgerðasalurinn þar sem gert var við dísilvélar, því þar átti ekki síður að vera röð og regla og heilnæmt loft. Allnokkrum sinnum fluttu Tóta og Halli heimili sitt og þegar börn- in voru yngri tók ég oft þátt í þeim flutningum og minnist ég sérstak- lega þegar þau fluttu úr Hraunbæ 46 í Hraunbæ 44. Þegar kom að því að bera búslóðina milli stiga- ganganna var búið að pakka vand- lega niður öllu og merkja í hvaða rými það átti að fara. Tóta og vin- konur hennar voru í nýju íbúðinni og myndir fóru beint á sinn stað á vegg, leirtau í eldhússkápa, föt í skápa og síðasti hlutur inn í íbúð- ina um leið og lærið í ofninum var tilbúið og dúkað stofuborð. Hér var allt eins og ekkert hefði geng- ið á; allt á sínum stað og tómir kassar komnir burt. „Þetta er ekkert mál, bara aðeins að hugsa um hvað það er sem þarf að gera en ekki bara ana eitthvað áfram …“ var gjarnan viðkvæði Tótu og við skulum minnast þess. Tóta hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum þjóðmálum en dvaldi ekki lengi við slíka umræðu: „oh, ég þoli ekki þetta endalausa kjaft- æði, væri ekki nær að gera eitt- hvað“ og svo hélt hún handavinn- unni áfram. Handavinna og hugmyndaauðgi á þeim vettvangi var eitt af því sem einkenndi Tótu; húfur, handskjól, peysur og svo ótalmargt fleira að ógleymdum bútasaumsteppunum, sem eru hrein listaverk. Ófá voru ferðalög fjölskyldna okkar hér innanlands á sumrin og skroppið í sólina á Spáni og til allr- ar lukku nefndi ég á liðnu sumir að mig langaði til að fara til Krítar í september. Þar áttum við þrjú svo yndislega daga og er ég ekki frá því að Tóta hafi gert sér grein fyrir því að e.t.v. væri þetta síð- asta utanferðin þó svo að lyfja- meðferðin virtist hafa gengið vel og læknir ekki dregið úr því að hún færi í ferðina. Nú er Tóta farin í hina hinstu ferð og slæst í för með þeim sem á undan eru farnir en við verðum að halda áfram okkar vegferð án hennar, frá degi til dags. Söknuð- urinn er óendanlega mikill og til að létta okkur sorgina skulum við minna okkur á hve glaðvær Tóta var og rifja upp óteljandi gleði- stundir. Elsku Halli, Símon, Svanhildur og Ragna, það er mikið frá ykkur og allri fjölskyldunni tekið en góð- ur Guð mun hjálpa okkur að horfa fram á veginn og halda minningu Tótu á lofti. Þóroddur F. Þóroddsson. Þórunn eða Tóta eins og hún var kölluð var listræn og mikil handverkskona. Framtakssemin í henni á því sviði varð til þess að leiðir okkar lágu saman fyrir 25 árum. Við áttum það allar sameig- inlegt að hafa áhuga á bútasaumi en þekktumst að öðru leyti nánast ekki neitt á þeim tíma. Tóta var að vinna í bútasaumsdeild Virku og afgreiddi okkur oft þegar við átt- um leið í búðina. Hún tók upp á því að nefna það við okkur að stofna saumaklúbb. Hún hafði áhuga á að leiða saman ólíkar kon- ur sem höfðu brennandi áhuga á handverki. Það var okkur öllum til gæfu að við þáðum boðið. Tóta lagði línurnar, við skiptumst á að halda klúbb einu sinni í mánuði, það átti að vera eitthvað lítið með kaffinu og mikið af handavinnu. Tóta opnaði heimili sitt fyrir okk- ur og það var ljóst frá fyrsta klúbbi að hér var engin venjuleg handverkskona á ferð. Íslensk hönnun og handverk upp um alla veggi. Bútasaumurinn var hennar ástríða en allt lék í höndunum á henni og var hún með sína eigin vinnustofu þar sem hún m.a. saumaði og hannaði föt, sem síðar varð til þess að hún opnaði Gall- eríið hjá Tótu. Það var alltaf til- hlökkunarefni að mæta í klúbb til Tótu og koma við í galleríinu þar sem oftar en ekki var mátað og spáð í nýjustu hönnunina. Tóta hafði alltaf einlægan áhuga á því sem við vorum að gera og var óspör á hrósið. Þegar við horfum til baka yfir þessi 25 ár er okkur efst í huga þakklæti fyrir þá vin- áttu sem við eignuðumst og það hversu ómetanlegt það er að vera umvafin vinkonum sem hvetja mann til dáða og veita manni inn- blástur. Við sendum Halla, Sím- oni, Svanhildi, Rögnu og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ástþrúður, Helga, Íris og Jóna. Elsku Tóta er fallin frá eftir erfiða baráttu. Henni kynntist ég þegar Virka var stofnuð 1976 því hún kom á fyrstu námskeiðin sem voru haldin hjá okkur. Lærði þar að smyrna og einnig hnýtingar, og svo mætti hún á fyrsta námskeiðið í bútasaum þegar við hófum inn- flutning á bútasaumsefnunum. Hún var mikil sauma- og föndur- kona og mætti á flest námskeiðin hjá mér í gegnum tíðina. Þegar Virka flutti í Faxafen og hún var þar reglulega nefndi ég það við hana hvort hún væri ekki bara til í að vinna hjá okkur. Það var mikið lán að fá hana til starfa, alltaf svo smekkleg, saumaði bæði fatnað og bútasaum, var alltaf svo kát og hress. Síðar var hún farin að hanna svo mikið og fallegt að hún opnaði eigin fyrirtæki og blómstr- aði alveg í því eins og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. En svo þegar við vorum búin að ákveða að loka Virku spurði ég hana hvort hún vildi ekki koma og starfa með okk- ur á lokametrunum og það var hún sko alveg til í. Mikið var gam- an að fá hana aftur, hún mætti alltaf svo hress og fagnandi í vinn- una, sagði iðulega „hæ ég er mætt“ með sínu glaðlega yfir- bragði og faðmaði mig jafnvel þegar hún sá að ég var þreytt eða illa fyrirkölluð og sagðist þá ætla að gefa mér orku. Hún Tóta mín var dugleg að hrósa fólki, svo mik- ill gleðigjafi og gefandi að það var yndislegt að fá hana aftur til starfa. Við hrósum happi yfir að hafa kynnst henni og haft hana í kringum okkur í öll þessi ár. Hug- ur okkar, fjölskyldunnar í Virku, er hjá Halla og fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Guðfinna B. Helgadóttir. Í dag minnist ég hennar Tótu sem árið 1972, árið sem ég fædd- ist, varð Ungfrú Ísland. Þessi ald- ursmunur þvældist þó aldrei fyrir okkar vinskap. Við kynntumst í vefnaðarvöruversluninni Virku fyrir rúmum 25 árum. Þar mynd- aðist góður vinskapur hjá nokkr- um konum sem unnu þar sem endaði svo sem saumaklúbbur og erum við ennþá að hittast í dag. Leiðir okkar hafa legið sundur og saman þessi ár. En dag einn í febrúar 2003 fékk ég símtal frá henni, hvort ég væri ekki til í sam- starf. Hún hafði þá fjárfest í hús- næði nokkru áður sem var í út- leigu en hafði alltaf augastað á að stofna þar gallerí með vinnustof- um. Ég var þá heima með lítið barn og vinnustofuna á borðstofu- borðinu og var frelsinu fegin að komast út og sló til. Við opnuðum Textíl Gallerý 15. mars 2013 í Skipholtinu. Að vinna með Tótu var eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Samstarfið var líka svo auðvelt og átakalaust. Tóta hafði einstaka nærveru, hrein og bein, var ekkert að tvínóna við hlutina og þoldi ekkert kjaftæði. Við tókum einnig þátt í ýmsum sýningum saman og mörkuðum og þvældumst til Frakklands ásamt fleiri íslenskum hönnuðum til að kynna Ísland og íslenska hönnun. Tóta sagði líka skemmtilega frá, vinnunni í búðinni hjá Símoni pabba sínum, ferðalögum hennar og Halla í Mörkina, börnunum þremur sem fæddust með stuttu millibili og svo augasteinunum, barnabörnunum. Hún sparaði heldur ekki ráðin og svo oft í mínu lífi hef ég hugsað til hennar og vitnað í hana, sko hún Tóta sagði alltaf … Tóta var glæsileg, hávaxin og töffaraleg og vakti athygli hvar sem hún kom og best var ef eitt- hvað sem hún bar eða var í væri „obbolítið lilla“, eins og hún sagði sjálf. Elsku Halli, Símon, Svanhild- ur, Ragna og fjölskyldur. Innileg- ar samúðarkveðjur til ykkar. Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir. Elsku Tóta er fallin frá. Við systkinin höfum alltaf þekkt Tótu. Tóta og Margret (Manga eins og Tóta kallaði hana alltaf) mamma okkar hafa verið nánar vinkonur frá unglingsaldri. Það var alltaf notalegt að koma til Tótu og Halla og sömuleiðis alltaf yndislegt að fá þau í heimsókn til foreldra okkar. Tóta var stór hluti af uppvexti okkar og lífinu öllu. Hjálpsöm og skemmtileg. Tóta var yndisleg vinkona, fylgdist vel með okkur systkinunum og alltaf svo áhugasöm um hvað við vorum að fást við í lífinu á hverjum tíma. Bútasaumsteppin sem hún hefur saumað fyrir barnabörn mömmu okkar bera vott um alúð og hlýju í garð fjölskyldunnar. Það sama má segja um að handsauma perlur og steina á brúðarkjól rétt fyrir brúðkaup þannig að brúðurin geti skartað sínu fegursta (allir dáðust auðvitað að handbragðinu). Þær ylja margar minningarnar eins og þær að það brást aldrei að Tóta bauð upp á kandís þegar við heim- sóttum þau Halla sem börn í Árbæinn. Það hefur alla tíð verið svo fallegt að horfa á vináttu mömmu og Tótu. Þær voru svo ótrúlega nánar, áttu saman frá- bæran húmor, ráðagóðar og voru svo skemmtilegar vinkonur. Við höfum í gegnum tíðina heyrt endalausar uppsprettur af sögum úr Kerlingarfjöllum, Þórsmörk, Köben, Spáni og Afríku. Það má síðan segja að Pálmi, pabbi mömmu okkar, hafi verið örlaga- valdur í lífi Tótu og Halla þegar mamma og Tóta fóru með honum í björgunarsveitaferð og hittust þau Tóta og Halli þar og felldu hugi saman. Að horfa á sanna vin- áttu er dýrmætt og kennir manni svo margt út í lífið. Við erum þakklát fyrir þann lærdóm. Elsku Halli, Símon, Svanhildur, Ragna, tengdabörn og barnabörn, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð á erfiðum tímum. Við sendum óskir okkar um að þið finnið styrk í stuðningi hvert annars í sorginni. Minningar um yndislega konu munu ylja um ókomna tíð. Íris Björk Hreinsdóttir og Pálmi Aðalbjörn Hreinsson. Sit og rifja upp minningar sem ég á um Þórunni, eða Tótu eins og flestir kalla hana í dag, sem eru frá því við vorum stelpur í Árbæn- um og Seláshverfi, gengum báðar í Árbæjarskóla, en þar var önnur vinkona sem heitir Þórdís, en nú eru þær báðar farnar. Á sumrin fórum við báðar í sveit, ég á Aust- firði en hún í Landeyjarnar, þar sem hestaáhuginn hefur kviknað. Gaman var að koma á hennar fal- lega heimili í Selásnum, þar sem hún bjó ein með yndislegu mömmu sinni Svanhildi og Símoni pabba sínum, sem okkur í hverf- inu, fannst alltaf frekar strangur og lá ekki á skoðunum sínum. Við lékum okkur við ýmislegt, t.d. að byggja hús undir borði, með því að setja teppi allt í kring, þarna gátum við dundað okkur tímunum saman, vegna þess að Þórunn átti engin yngri systkini, fannst henni ekki leiðinlegt að koma heim til mín í allan krakkahópinn, þar sem hún tók til hendinni, fór að laga til, brjóta saman þvott og fleira. Leik- svæði okkar krakkanna í hverfinu var allt í kring, og fyrir stuttu rifj- aði Kristbjörg Sigurðardóttir, ein bekkjarsystir okkar, upp þegar Þórunn datt niður um ís á Elliða- ánum og var hún þá orðin frekar hávaxin og reyndi Kibba sem var miklu minni að hjálpa henni upp, en allt fór vel að lokum. Þegar við þurftum að fara í bæinn í skóla völdum við Laugalækjarskóla, sem við vorum bara einn vetur í. Síðan var það Vogaskóli, en þar vorum við kallaðar litla og stóra, en Þórunn fór svo í Ármúlaskóla og þá fór samskiptum okkar að fækka, hún fór til Bornholm í Danmörku að vinna, með Kol- brúnu Gísladóttur úr Vogaskóla. Síðan var það fegurðarsamkeppn- in 1972 þegar hún var kjörin Fegurðardrottning Íslands, stolt vorum við öll af henni, ekki síst Halli, sem var orðin stóra ástin í lífi hennar, og fæddust svo börnin þrjú á næstu árum, og yngsta barnið hún Ragna Steinunn á mínum afmælisdegi. Aftur flutti Þórunn í Árbæjarhverfið, í raðhús í Hraunbænum, og síðan í Deild- arásinn og alltaf fylgdi þeim hundur, og þá endurtók sagan sig, Erlendur Þór sonur minn sem fæddist sama ár og Svanhildur voru saman í Árbæjarskóla og fermdust sama dag. Ég gat alltaf gengið að Þórunni þar sem hand- verk var í gangi, á Handverkssýn- ingum á Hrafnagili með Halla sín- um, í Mosó Í túninu heima, Ráðhúsinu, að ógleymdu verslun- inni Virku, í gallerý Tótu í Skip- holtinu og á heimili þeirra, þegar þau bjuggu í Mosfellsbæ. Þegar ég hitti hana var alltaf eins og við hefðum hist í gær, og ekki var hún lengi að aðstoða mig við gardínu- kaup og uppsetningu þegar við fluttum í Næfurásinn. Sárt var að horfa upp á þessa hraustlegu, myndarlegu konu, sem var komin í einangrun í alla vega meðferð, þegar við Guðbjörg Ágústdóttir heimsóttum hana á Landspítal- ann síðustu mánuði, og maður sat vanmáttugur og gat og mátti ekk- ert gera. Elsku Halli, Símon Adolf, Svanhildur Luise, Ragna Steinunn og fjölskyldur, allar góð- ar vættir fylgja ykkur um ókomin ár. Ykkar missir er mikill. Eygló Stefánsdóttir. Þórunn Símonardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.