Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 32
Barnamenningar- hátíð í Listasafni Reykjavíkur hefst í dag og stendur til 1. júní. Á dag- skrá er samstarfs- verkefnið LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar, sýn- ing barna og ung- menna í ellefu leik- og grunnskólum og frístundaheimilum, á Kjarvals- stöðum og í Hafnarhúsi auk sýningarinnar Ég og nátt- úran erum eitt á Kjarvalsstöðum, sem er afrakstur samvinnu list- og verkgreina í Sæmundarskóla. Sýning- arnar standa til 1. júní og eru opnar á afgreiðslutíma safnsins, alla daga vikunnar. Frítt inn fyrir börn og full- orðna í fylgd með börnum. Sýningin Leikum og lærum í Ásmundarsafni stendur svo í allt sumar og þar geta börn og fjölskyldur átt góðar stundir saman – bæði inni á safninu og úti í garðinum. Barnamenningarhátíð í Listasafni Reykjavíkur hefst í dag betri föt á sunnudögum eins og ég gerði áður,“ segir hann. Þau áttu fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. „Sveitungarnir lifðu við sult og seyru, en þó að fólk ætti ekki neitt var það ánægt,“ segir Jón um æskuárin. „Það var alltaf nægur matur hjá okk- ur enda áttu allir á Hólmavík eina belju og nokkrar kindur og veiddu í soðið.“ Jón flutti suður á mölina um miðj- an sjötta áratuginn. „Það var ekkert að gera á Hólmavík eftir að fiskurinn fór.“ Hann byrjaði að vinna á eyrinni en fór fljótlega að keyra olíubíl hjá Olíufélaginu hf. og vann hjá fyrir- tækinu þar til hann var 83, ára eða í rúm 40 ár. „Kaupfélagsstjórinn á Hólmavík mælti með mér enda fékk enginn vinnu nema í gegnum klíku. Það var ágætt að vinna þar og Vil- hjálmur Jónsson var góður forstjóri, hugsaði vel um fólkið. Ég þraukaði í yfir 40 ár en hætti vegna aldurs- takmarkana.“ Aksturinn tók á. „Ég var alltaf á taugum að fara niður Kambana í fljúgandi hálku með 30.000 lítra af bensíni, en ég lenti aldrei í árekstri eða miklu tjóni.“ Jón hefur verið hraustur alla tíð, er með góða heyrn og sjón, en fékk berkla og lá á Vífilsstöðum í fjóra mánuði. „Ég var svo heppinn að með- ulin voru að koma á sama tíma, en annars hefur mér ekki orðið misdæg- urt, ekki einu sinni fengið flensu. En geng nú með staf.“ Fyrir um tveimur og hálfu ári hætti Jón að keyra bíl. „Ég vildi hætta áður en ég dræpi sjálfan mig,“ segir hann. „Það hefði líka verið mun verra ef ég dræpi aðra.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það bera sig allir vel, syngur Helgi Björns með Reiðmönnum vindanna og þjóðin tekur undir. Jón Ólafur Ormsson, sem er 100 ára í dag, kvart- ar ekki enda hress og ánægður með lífsins gang þar sem hann sér um sig sjálfur í þjónustuíbúð við Hrafnistu í Reykjavík. „Ég var í Reykjaskóla í tvo vetur eftir fermingu og þar lærði ég að bjarga mér,“ útskýrir hann. „Þar þurfti að þvo þvottinn og ganga frá honum, þjóna í borðsal og svo framvegis.“ Jón fæddist á Hvalsá í Steingríms- firði í Strandasýslu og var á sjó í um 23 ár, frá 14 ára aldri þar til hann var 37 ára. Eftir að hafa farið í Vélskólann var hann oftast vélstjóri en líka stýri- maður. Gerði einu sinni út eigin bát en hætti því fljótlega. „Líklega vegna kjarkleysis,“ segir hann. „Ég var á sjó með miklum aflamönnum og flæktist um, var í Vestmannaeyjum eina ver- tíð, tvö ár á Ísafirði, Siglufirði og Reykjavík.“ Skemmtilegast á síldinni Hann var á mörgum bátum, fyrst á Betu, sex tonna báti. „Það þótti stór bátur,“ rifjar hann upp. Bendir á að um fjögurra til átta tíma stím hafi ver- ið á miðin. „Það var róið norður á Drangaskörð. Þangað er svolítið langt innan úr Steingrímsfirði, en annars var skemmtilegast á síldinni, sérstak- lega þegar ég var á Þorsteini, 60 tonna báti frá Reykjavík, og maður sá vaðandi torfurnar.“ Sjómennskan á stríðsárunum gat verið hættuleg en Jón lenti aldrei í háska. „Við sluppum við tundurduflin sem voru í hálfu kafi úti um allt, en ég var svo vitlaus að ég hafði ekki vit til þess að vera hræddur við þau.“ Foreldrar Jóns voru Ormur Haf- steinn Samúelsson, bóndi, verslunar- maður í kaupfélaginu og síðar hrepp- stjóri á Hólmavík, og Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, sem dó frá fjórum drengjum þegar Jón var sex ára. Eig- inkonunni Álfheiði Ingimundardóttur, sem andaðist fyrir 32 árum, kynntist hann á Hólmavík. „Ég þurfti ekki að fara út úr bænum til þess, en hún dó ung og síðan hef ég ekki klætt mig í Slapp við tundurdufl  Jón Ólafur hefur upplifað ýmislegt á 100 árum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Heldri borgari Jón Ólafur Ormsson er sjálfum sér nægur á heimili sínu. ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 147. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður KR í Pepsí max- deildinni í knattspyrnu í sumar, hefur verið í landsliðs- hópnum í síðustu tvö skipti. Rætt er við Ingibjörgu í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að hún hafi verið komin í meistaraflokk sem útileikmaður hjá Sindra á Hornafirði þegar hún var færð í markið. Þrautreyndur markvörður, Hajrudin Cardaklija, kom auga á hæfileikana og átti þar hlut að máli. Ekki varð aftur snúið eftir að Ingibjörg vandist því að standa á milli stanganna. »26 Markvörður KR hóf ferilinn í meistaraflokki sem útileikmaður ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.