Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er búið að vera gjörsamlega brjálað að gera frá því að við opnuð- um fyrir mánuði. Þetta hafa í raun verið stanslausar 50 bíla raðir,“ seg- ir Reynir Bergmann Reynisson, eig- andi matarvagnsins Vefjunnar á Sel- fossi. Staðurinn var opnaður fyrir rétt rúmum mánuði og hafa vinsæld- irnar ekki látið á sér standa. Nú þeg- ar nemur fjöldi seldra vefja um fimm þúsund. „Við erum búin að selja um þrjú tonn af kjúklingi á fjórum vik- um. Menn í veitingabransanum vilja meina að eitthvað í líkingu við þetta hafi aldrei sést áður,“ segir Reynir. Að sögn Reynis var rekstur stað- arins áður í höndum annarra aðila, en hann hafði gengið brösuglega um nokkurt skeið. „Staðurinn bar meira að segja sama nafn, Vefjan. Það var hins vegar lítið að frétta og mér var boðið að taka vagninn,“ segir Reynir og bætir við að hann hafi í kjölfarið ráðist í gagngerar endurbætur. „Við tókum við þessu og breyttum al- gjörlega um stíl. Matseðlinum var breytt og í kjölfarið sprakk þetta bara,“ segir Reynir, sem naut að- stoðar athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar við hönnun matseð- ilsins. Hyggst opna fleiri staði í haust Reynir er afar þekktur á sam- félagsmiðlum, en hann er með rétt um 16 þúsund fylgjendur á sam- félagsmiðlinum Instagram. Að auki hefur hann rekið þjónustufyrirtækið Park and Fly. Fyrirtækið býður upp á bifreiðaþjónustu við Leifsstöð. „Þegar ferðamenn hættu að koma þá varð lítið að gera í þessu. Í kjöl- farið voru mér réttir lyklarnir að þessum vagni og ég ákvað að slá til,“ segir Reynir og bætir við að vin- sældir á samfélagsmiðlum hjálpi til þegar ráðist er í opnun matarvagns. „Það virðist vera þannig að fólk vilji fylgjast með því sem ég set inn á miðlana. Allt í einu er ég kominn með matarvagn og fólk hefur sömu- leiðis áhuga á honum,“ segir Reynir. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að opna fleiri staði kveður Reynir já við. Það verði þó ekki fyrr en í haust. „Maður hefur séð marga fara flatt á því að opna fleiri staði strax. Við stefnum því á opnun í haust,“ segir Reynir. Stanslaus röð í heilan mánuð  Hafa selt um fimm þúsund vefjur Morgunblaðið/Arnþór Eigandi Vel hefur gengið frá því að staðurinn var opnaður fyrir um mánuði. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Starfsmenntanám á sviði garðyrkju og háskólastarf vinna vel saman. Samlegðin styður við námið og gerir þessa stofnun sterkari. Ný stefna fyrir skólann sem við samþykktum á síðasta ári á að efla allt okkar starf og fjölbreytnin er styrkur,“ segir Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær vilja hagsmunaaðilar í garðyrkju gera garðyrkjuskól- ann á Reykjum í Ölfusi aftur að sjálfstæðri stofn- un. Skólinn var lagður til samein- aðs Landbúnað- arháskóla Íslands fyrir 15 árum, en mörgum þykir sem garðyrkjan sé afskipt þar. Áherslan sé um of á búfræðimenntun og búvís- indin sem hafa aðsetur á Hvanneyri í Borgarfirði og á Keldnaholti í Reykjavík. Garðyrkjunámið nú í þremur fagdeildum Um síðustu áramót var skipuriti Landbúnaðarháskólans breytt og brautum skipt á þrjár fagdeildir sem eru; ræktun og fæða, náttúra og skógur og skipulag og hönnun. Þetta hefur fólki í græna geiranum ekki líkað og þykir miður að garðyrkju- námið heyri nú undir þrjár fagdeild- ir. Fastmótaðra skipulag hæfi betur. Hefur þessum sjónarmiðum verið komið á framfæri við menntamála- ráðherra, sem síðasta haust fól nefnd að móta tilllögur sem svöruðu gagn- rýni. Þeirri vinnu er ólokið. „Ætlun okkar er að efla skólann heildstætt og að allar deildir eigi far- sælt samstarf,“ segir Ragnheiður Inga. Hún nefnir að í nýrri stefnu skólans sé lögð áhersla á að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun og auka sókn í samkeppnissjóði til að styrkja innviði skólans. Það styðji kennslu á öllum námsstigum. Þá séu mikil tækifæri til eflingar starfsem- inni á Reykjum, ekki síst með auk- inni notkun jarðvarmans til ræktun- ar og matvælaframleiðslu. Á síðasta ári hafi meðal annars verið undirrit- aður samstarfssamningur við Wag- eningen-háskólann í Hollandi sem sé einn fremsti skólinn á sviði garð- yrkju í Evrópu. Viljum fleiri nemendur Allar fagdeildir LbhÍ bjóða upp á nám á öllum námsstigum. Að loknu starfsmenntanámi er leiðin greið að grunnnámi á háskólastigi fyrir þá sem það kjósa. Fjölmörg dæmi eru svo í hina áttina, að sögn rektors. Að fara eftir nám í landslagsarkitektúr til dæmis í garðyrkjuna á Reykjum sé hagnýtt, eða úr búvísindum í bú- fræði og það hafi margir gert. „Einlægur vilji okkar er að byggja enn frekar undir starfsmenntanám. Færri hafa komist að í búfræði um langt skeið og hafa ungir bændur lagt fram erindi um að skólinn taki við fleiri nemendum í búfræði. Við því ætlum við að bregðast og svipað gildir um garðyrkjuna en þar viljum við líka sjá fleiri nemendur,“ segir Ragnheiður Inga. Stúdent og búfræðingur Undanfarin ár hefur gilt samning- ur á milli Landbúnaðarháskólans og Menntaskóla Borgarfjarðar um sameiginlega braut til stúdentsprófs og búfræðings. Sá samningur tekur nú einnig til garðyrkjunámsins á Reykjum. Nemendur taka fyrst tvö ár við MB og síðan tvö ár við Land- búnaðarháskólann. Útskrifast síðan sem bæði stúdentar og búfræðingar eða garðyrkjufræðingar. Fjöl- brautaskóli Suðurlands hefur nú ákveðið að gera samning við Land- búnaðarháskólann á sama hátt. „Þeir samningar munu án efa auka áhuga ungs fólks á garðyrkjunámi, fjölga nemendum og efla nýliðun í greininni,“ segir Ragnheiður Inga að síðustu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Garðyrkja Tekið upp úr gulrótabeðum á gróðrarstöðinni Melum á Flúðum. Ætlunin er að efla skólann heildstætt  Einlægur vilji að efla starfsmenntanám, segir rektor LbhÍ Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir Íbúasamtök Miðborgar Reykjavík- ur, Íbúasamtaka Vesturbæjar og Íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norð- urmýrar gagnrýna borgaryfirvöld fyrir að hafa gengið of langt í þétt- ingu byggðar í hverfunum. „Nú er svo komið að á vissum svæðum er hreinlega um ofþéttingu að ræða,“ segir í ályktun frá fundi samtakanna. Bent er á að óhikað hafi verið gengið á græn svæði borgarinnar sem séu nú þegar af skornum skammti. Erlend úttekt frá 2018 hafi leitt í ljós að Reykjavík hafi verið í 37. sæti af 50 borgum heims þegar hlutfall grænna svæða innan raun- verulegra borgarmarka var skoðað þar sem aðeins 18% borgarlandsins hafi talist grænt svæði, samanborið við tæp 57% í Prag sem hafi verið efst á listanum. Vakin er atygli á því að rannsóknir sýni í síauknum mæli að í borgar- landslagi séu græn svæði mjög mik- ilvæg vegna almennrar lýðheilsu. „Í Reykjavík hefur endurtekið verið þrengt að skólalóðum og þar með útivistarsvæðum skólabarna í borg- inni og því er enn mikilvægara en ella að standa vörð um þau grænu og opnu svæði sem eru í nágrenni skóla- lóða sem eftir eru í stað þess að skipuleggja þau undir sífellt þéttari byggð.“ Fram kemur að íbúar hafi ekki áhrif á málsmeðferð deiliskipulags- breytinga. „Samráðsleysið við borg- arbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi. Fundurinn skorar á borg- aryfirvöld í fyrsta lagi að íhuga al- varlega og með gagnrýnum huga gildandi stefnu um þéttingu byggðar og í öðru lagi að fjárfest verði í því að greina samráðsferlið með tilliti til skilvirkni, gagnsæis og notenda- vænni ferla.“ Ofþétting byggð- ar í Reykjavík  Íbúasamtök gagnrýna borgaryfirvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Þétting Æfingasvæði Vals er óþekkjanlegt frá því sem áður var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.