Morgunblaðið - 26.05.2020, Side 2

Morgunblaðið - 26.05.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mannvirkin þurfa viðhald  Stjórnvöld hafa ekki hafið viðræður við NATO um nýjar framkvæmdir  Formaður Samfylkingarinnar segir einstaka þingmenn nota aðstæðurnar Freyr Bjarnason Helgi Bjarnason Íslensk stjórnvöld hafa ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk stjórnvöld eða Atlantshafsbandalag- ið (NATO) um aðrar framkvæmdir en þær 13 til 14 milljarða fram- kvæmdir sem standa yfir eða eru í undirbúningi á og við öryggissvæð- ið við Keflavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráð- herra í sérstakri umræðu á Alþingi um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Málshefjandi var Birgir Þórarinsson, Miðflokknum. Helguvík og gistirými Fram hefur komið að Vinstri- græn lögðust gegn tillögu utanrík- isráðherra um nýjar framkvæmdir á vegum NATO á Suðurnesjum. Talið var að umfang þeirra myndi hlaupa á 12 til 18 milljörðum en lít- ils mótframlags krafist af íslenska ríkinu. Guðlaugur Þór sagði í gær að tillögur hans hefðu hljóðað upp á 1.450 milljóna mótframlag Íslands samtals á fimm árum til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Einnig að framkvæmdum við gisti- rými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt. Sagði ráðherra að til þess að hægt væri að framkvæma varnar- samninginn við Bandaríkin þyrftu tiltekinn aðbúnaður og fullnægjandi mannvirki að vera til staðar til að hægt væri að hrinda herverndinni í framkvæmd. Of seint væri að huga að viðhaldi og endurbótum þegar hættuástand skapaðist. Tók Guðlaugur fram að íslensk stjórnvöld hefðu ekki hafið form- legar viðræður við bandarísk stjórnvöld eða NATO um nýjar framkvæmdir. Hins vegar hefði mörgum mannvirkjun á öryggis- svæðinu ekki verið haldið við í ára- tugi. Ef þau ættu að nýtast liði bandalagsríkja við æfingar eða á hættutímum þyrfti að ráðast í við- gerðir. „Það er mat þeirrar her- stjórnar sem ber ábyrgð á vörnum landsins að slíkar framkvæmdir séu orðnar tímabærar,“ sagði ráðherra. Krossferð þingmanna Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði málið í tengslum við uppbyggingu fyrir NATO í Helguvíkurhöfn líta „bein- línis út sem krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi sem virðast vera að nota sér hörmulegar efnahags- aðstæður svæðisins í kjölfar Covid til að slá sig til riddara“. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði ákveðinn tvískinnung í gangi. Ann- aðhvort væri Ísland í NATO eða ekki og að fáránlegt væri að láta mannvirki drabbast niður. Hann sagði Ísland eiga að samþykkja alla uppbyggingu í Helguvík og sýna þeim sem eru með okkur í banda- laginu þá virðingu að vera ekki bara með og gera ekkert í staðinn. Morgunblaðið/RAX Völlurinn Enn eru mannvirki á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem nýtt eru af Atlantshafsbandalaginu og herjum ríkja þess við æfingar. Skipulagðri leit að sjómanninum Ax- el Jósefssyni Zar- ioh, sem talið er að fallið hafi fyrir borð af fiskiskip- inu Erling KE-140 í Vopna- firði fyrir viku, hefur verið hætt. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi í gær. Umfangsmikil leit hefur verið í firðinum síðustu daga, að laugardeg- inum undanskildum, en leitin hefur ekki skilað neinum vísbendingum að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi. Leit verður haldið áfram af hálfu björgunarsveitarinnar Vopna í Vopnafirði með leit á sjó og í fjöru en dregið úr þunga þeirrar leitar og skipulagi. Staðan mun endurmetin þegar líður að næstu helgi og ákvörð- un þá tekin um framhaldið. Skipulagðri leit að sjó- manni hætt Axel Jósefsson Zarioh  Björgunarsveitin Vopni leitar þó enn Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi tími sem lokað var er búinn að rífa aðeins í. Þetta er því hátíðis- dagur hjá bar- og kráareigendum,“ segir Arnar Þór Gíslason, veitinga- maður í miðborg Reykjavíkur. Slakað var á samkomubanni stjórnvalda í gær. Nú mega 200 manns koma saman í stað 50 og krár og barir mega hafa opið á ný. Líflegt var á mörgum krám síðdegis í gær og augljóst að margir höfðu beðið spenntir eftir þessum degi. „Já, maður finnur vel fyrir því að fólk hefur þörf fyrir það að fara út og hitta annað fólk. Það voru margir glaðir að koma aftur,“ segir Björn Árnason, veitingamaður á Skúla Craft Bar. Eins og margir kollegar hans nýtti Björn tímann sem lokað var til endurbóta. „Þegar maður horfir á hlutina aðeins utan frá, kemst frá allri ösinni, þá sér maður hvað er hægt að gera betur. Við tókum bar- inn í gegn og erum að byrja með okkar eigin matseðil; rif, vængi, hamborgara og okkar eigið taco. Þetta verður í raun nýr og betri staður.“ Arnar Þór rekur barina Dönsku krána, Kalda bar, Irishman Pub og Lebowski bar. Hann segir að tíminn hafi nýst til að taka útisvæðin á stöð- unum í gegn en áður hafði verið ráð- ist í árlega vorhreingerningu. Arnar er bjartsýnn á að nóg verði að gera á veitingastöðum og börum í miðborg Reykjavíkur þótt erlendir ferðamenn muni ekki sjást á næst- unni. Hann lýsir þó áhyggjum af því fyrirkomulagi að öllum stöðum verði lokað á sama tíma. Hætt sé við að þá skapist sams konar ástand og þekkt- ist um árabil í miðbænum. „Það er galið að tíu þúsund manns verði hent út á götuna á sama tíma. Ég vona að yfirvöld átti sig á því að betra væri að dreifa liðinu. Skyn- samlegra væri ef barir og krár fengju að hafa opið til klukkan eitt. Ég vona að þetta breytist fljótt.“ Uppsöfnuð þörf að fara út og hitta aðra  Opna mátti bari á ný í gær  Vilja fá að hafa opið lengur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Annir Nóg var að gera hjá afgreiðslufólki á börum bæjarins þegar þeir voru opnaðir að nýju í gær. Storm Orka ehf., sem undirbýr vind- orkuver á Hróðnýjarstöðum í Dala- byggð, mótmælir umfjöllun verk- efnastjórnar rammaáætlunar um vindorkuver sem ólögmætri. Vísað er til þess að Orkustofnun hafi ekki skilgreint neina vindorku- kosti. Bendir Storm Orka á það í fréttatilkynningu að verulegar tafir hafi orðið á verk- efni fyrirtækisins og það megi beint og óbeint rekja til þeirrar réttaróvissu sem umlykur þessi mál og rekja megi til túlkunar- ágreinings umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins við Orkustofnun. Tel- ur fyrirtækið vandað umhverfismat best til þess fallið að grisja burt vonda vindorkukosti. Þá sé túlkun ráðuneytisins andstæð ákvæðum stjórnarskrár um eignarrétt, atvinnufrelsi, skipulagsvald sveitar- félaga og jafnræði. Hugmynd að flokka svæði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði á Alþingi í gær, spurður af Bergþóri Ólasyni, að umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðu- neytið teldu að vindorkukostir yfir 10 MW heyrðu undir rammaáætlun og vísaði til þess að tveir vindorku- kostir hefðu verið metnir í 3. áfanga áætlunarinnar. Ráðherra gat þess að þrjú ráðu- neyti væru að skoða möguleika á að flokka landið með tilliti til þess hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. Síðan yrði að ákveða máls- meðferð á þeim svæðum þar sem hægt yrði að nýta þessa orku. Mótmæla umfjöll- un rammaáætlunar  Ágreiningur um mat á vindorku VindmyllaNú á víða að virkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.