Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 ✝ Lárus Sigfús-son fæddist á Stóru-Hvalsá í Strandasýslu 5. febrúar 1915. Hann lést á Landspít- alanum 13. maí. 2020. Foreldrar Lárus- ar voru Sigfús Sig- fússon, f. 7.8. 1887, d. 29.1. 1958, og Kristín Gróa Guð- mundsdóttir, f. 8.10. 1888, d. 15.2. 1963. Lárus var þriðji í röð 14 systk- ina en þau eru nú öll látin. Systk- ini hans í aldursröð; Guðmundur Sigfússon, Hans Hallgrímur Sig- fússon, Anna Helga Sigfúsdóttir, Steingrímur Matthías Sigfússon, Salóme Sigfúsa Sigfúsdóttir, Guðrún Sigríður Sigfúsdóttir, Eiríkur Sigfússon, Garðar Sig- fússon, Haraldur Gísli Sigfússon, Sólbjörg Sigfúsdóttir, Guðbjörg María Sigfúsdóttir, Salóme Sig- fríður Sigfúsdóttir og Þorbjörn Sigmundur Sigfússon. falli 5 daga en urðu oft 6-7 ef var ófærð. Eftir erfiði veikindi árið 1956 ákvað hann að bregða búi, flutti Reykjavíkur og hóf að vinna hjá Sambandinu árið 1957. Frá áramótum 1957-1958 starf- aði hann sem leigubílstjóri hjá Bifreiðastöð Steindórs og síðar hjá Bæjarleiðum. Hann gerðist svo ráðherrabílstjóri og sinnti því starfi í 21 ár. Hann keyrði meðal annarra Kristján Eldjárn, Hall- dór Sigurðsson, Steingrím Her- mannsson, Kjartan Jóhannsson, Einar Ágústsson, Sverri Her- mannsson og Þorstein Pálsson. Þegar þessu tímabili lauk keypti Lárus jörðina Hellishóla í Fljótshlíð og bjó þar í nokkur ár með Svani syni sínum og Sig- urborgu tengdadóttur sinni. Eft- ir að Lárus hætti búskap á Hellis- hólum hélt hann áfram að halda hesta. Lárus var með ökuréttindi fram undir hundrað ára afmælið, eignaðist fyrsta bílinn 1933 og þann síðasta 2015. Síðustu árin bjó Lárus við Hvassaleiti í Reykjavík með sam- býliskonu sinni, Kristínu Gísla- dóttur. Útför hans fer fram í kyrrþey. Lárus eignaðist sex börn með fyrr- verandi eiginkonu sinni, Kristínu Hann- esdóttur, f. 2.11. 1917, d. 1.12. 2008. Börn Lárusar og Kristínar eru Sverr- ir Lárusson, f. 16.9. 1937, d. 12.9. 1998, Gréta Kristín Lárus- dóttir, f. 29.1. 1941, Indríður Hanna Lár- usdóttir, f. 14.9. 1944, Ingunn Erna Lárusdóttir, f. 11.1. 1949, d. 11.2. 2018, Sigfríður Lárusdóttir, f. 8.1. 1951, og Svanur Sigurjón Lárusson, f. 7.8. 1952. Afkom- endur Lárusar og Kristínar eru vel á annað hundrað. Lárus skilur eftir sig sambýliskonu til margra ára, Kristínu Gísladóttur. Lárus hóf búskap á Kolbeinsá í Hrútafirði árið 1937 og var grenjaskytta í Bæjarhreppi. Haustið 1946 varð hann land- póstur og gegndi því starfi til árs- ins 1956, fyrst á hestum, en síðar á bíl. Ferðirnar hans tóku í besta Elsku Lárus tengdafaðir minn hefur hafið sína hinstu ferð og fer útför hans fram í dag. Það er sárt að kveðja góðan vin, en minning hans lifir. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Með kveðju og þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Sigurborg Þ. Óskarsdóttir. Þau voru þung skrefin sem við stigum eftir að hafa kvatt afa á spítalanum, vitandi að sennilega væri þetta í síðasta sinn sem við sæjum hann í þessu lífi. Hann hafði snert hjörtu okkar systkin- anna með hlýju og kærleik og átti stóran þátt í æsku okkar og upp- eldi langt fram á fullorðinsár. Elsku Lárus afi okkar og fyr- irmynd í lífinu átti viðburðaríka og litríka ævi. Að lifa rúmlega heila öld á mesta breytingaskeiði Íslandssögunnar átti vel við hann. Hann var nýjungagjarn og ein- staklega framsýnn og tæknisinn- aður maður. Hann deildi með okkur þekkingu sinni og reynslu og sagði okkur ófáar sögur frá lífshlaupi sínu. Afi kenndi okkur að umgang- ast búpeninginn og heimilisdýrin af virðingu og nærgætni, en hann átti í einstöku sambandi við öll dýr og sérstaklega alla þá fjöl- mörgu hesta sem hann átti í gegn- um ævina. Hann var ákaflega gjafmildur maður og gaf okkur fyrsta hestinn okkar og fyrstu lömbin okkar. En það sem okkur þótti vænst um var samveran með afa. Öll sóttum við í nærveru hans sem var svo hlý og þægileg. Hjá afa fundum við frið og ró. Á fullorðinsárum okkar var afi alltaf boðinn og búinn að aðstoða og leiðbeina um lífsins veg, enda varla til lífsreyndari og réttlátari maður en hann. Dýrmætar voru samverustundirnar á heimili þeirra Kristínar þar sem alltaf var eitthvert góðgæti á borðum og öll heimsins málefni rædd yfir kaffibolla. Afi hafði nefnilega ástríðu fyrir samfélagsmálum og fylgdist vel með fréttum. Hann hafði sterkar skoðanir á stjórn- málum, bæði hérlendis sem er- lendis. Hann samdi vísur og ljóð, spilaði á píanó og hafði gaman af söng. Afi var lífsglaður maður sem hafði einstaklega gaman af því að umgangast samferðafólk sitt og ættingja alla tíð. Þau Kristín höfðu bæði afskaplega gaman af börnum og afi vildi fylgjast vel með því hvað afkomendur hans höfðust að hverju sinni. Elsku afi, við getum ekki þakk- að þér nóg fyrir alla þá birtu og hlýju sem þú gafst okkur. Þú átt svo mikið í okkur öllum. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um alla ævi. Þín barnabörn, Lárus Kristínn Svansson, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Svanur Aron Svansson, Sigrún Lóa Svansdóttir. Þó að sorgin nísti hjarta mitt, og þó söknuðurinn sé sár, er mér efst í huga þakklæti fyrir öll okkar góðu ár. Ég vil svo gjarnan þakka þér, fyrir þá sem þú hefur gert mig að. Ég var lítill kafli í þinni sögu. Í minni mun enginn taka þinn stað. Ég byggi enn á öllu því, sem þú kenndir mér þá. Þú leiddir mig um orðanna heim, töfra tungunnar fékk ég að sjá. Þú sýndir mér líka inn í dýranna sinn, augu auðmýktar hef ég frá þér. Í fylgd ferfættra vina að handan, skilaðu ástarkveðju frá mér. Ég get ekki fylgt þér síðasta spölinn, en ég kem um leið og ég get, að færa þér mína hinstu kveðju, við hvíldarinnar góða flet. Að lokum vil ég þakka þér, fyrir okkar síðustu mót. Ég man alla tíð brosið hans afa, sem hlýjar langt inn að hjartarót. Lovísa Úlfarsdóttir. Lárus Sigfússon fæddist á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði. Var hann þriðji í röðinni af fjórtán börnum hjónanna Kristínar Gróu Guðmundsdóttur og Sigfúsar Sig- fússonar. Öll náðu börnin fullorð- insaldri, utan ein stúlka, Salóme, sem lést tveggja mánaða gömul úr kíghósta. Lárus eða Lalli eins og hann var alltaf kallaður er síð- astur þeirra systkina að kveðja þennan heim. Í gegnum árin sagði hann mér eitt og annað sem á dagana hafði drifið og hef ég sett lengri útgáfu þess efnis inn á net mbl.is. Alltaf var gaman að heimsækja Lalla hvar sem hann bjó en hann skipti oft um íverustaði og eins var með bílana hans, maður vissi aldrei á hvaða bíl hann var. Síðustu árin náðum við vel saman enda báðir hættir að vinna og höfðum þess vegna nógan tíma til að spjalla. Oftast snerist umræðan um Hrútafjörð og Bæjarhrepp og fólk þaðan og þá oftast um liðna atburði enda var Lalli hafsjór af fróðleik og hafði skemmtilegan frásagnarmáta og með afbrigðum minnugur. Eitt sinn fórum við norður á Hvammstanga að heim- sækja Hönnu frá Kolbeinsá, mág- konu Lalla. Á leiðinni var margt spjallað og meðal annars kom það fram hjá Lalla að hann gekk í Framsóknarflokkinn 12 ára gam- all og sá ekki ástæðu til að skipta um flokk eftir það. En það atvik- aðist þannig að afi Sigfús, faðir Lalla, tók hann með sér á fund og þegar fundi lauk skrifuðu allir nafnið sitt í bók og Lalli líka og þar með var hann kominn í flokk- inn. Á Hvammstanga hittust þeir fermingarbræður Lalli og Þorkell Zakaríasson eða Keli Zakk eins og hann var kallaður. Það var un- un og yndisleg minning að hugsa um, þegar þessir ríflega 90 ára menn breyttust í tvítuga stráka á augabragði og umræðuefnið var fólk frá þeirra samtíð og talsverð- an áhuga höfðu þeir á „stelpun- um“ sem þeir höfðu verið samtíða um og eftir ferminguna. Í mörg ár hafa þau búið saman Lalli og Kristín Gísladóttir í Hvassaleiti 56-58 í Reykjavík. Þangað var gott að koma og tóku þau alltaf höfðinglega á móti gestum. Kristín er ættuð vestan úr Dalasýslu og við kynni er hún hlý og skemmtileg manneskja. Við hjónin höfðum fyrir sið sein- ustu árin sem við rákum fyrir- tækið Frum að bjóða þeim Lalla, Kristínu og Halla, bróður Lalla, í bollukaffi á bolludaginn og eigum góðar minningar um þær sam- verustundir enda margt spjallað og mikið hlegið. Núna þegar vorið og sólin kveikja lífið og litina í náttúrunni kveð ég Lalla föðurbróður minn og vona að litirnir hinum megin taki á móti honum enn fegurri og bjartari en hér eru. Kveð ég hann og þakka af öllu hjarta og með söknuði fyrir hverja þá stund sem við áttum saman. Við Gunnhildur vottum ástvin- um okkar dýpstu samúð. Meira: mbl.is/andlat Finnur Eiríksson. Kæri Lárus, öldungurinn sem var svo meðvitaður, góður og hlýr frá því að ég kynntist honum fyrir átta árum. Ætíð var hann prúðbúinn og þá sérstaklega á hátíðarsamkom- um, sem hann lét ekki fram hjá sér fara, sem haldnar voru í Hvassaleiti, þar sem hann bjó. Heppin var ég fyrir rúmu ári að ég bauð honum upp í dans og kunni hann sporin og höfðum við ánægju af. Hans yndislega Kristín vin- kona mín bauð mér oft í kaffi og sat Lárus ætíð í boðinu og voru þessar stundir góðar með þessum aldna manni. Það er ætíð gott og til eftirbreytni að heyra hvað svona ernir öldungar geta frætt mann um lífið og um það sem stendur upp úr, þrátt fyrir allt og allt. Þá spurði ég hann að þessu því alltaf er gaman að vita meira um gildi lífsins. Þá sagði hann þessa setningu sem ég ætla mér að muna. Svar hans var: „Kærleikur- inn.“ Ég kem því hér áleiðis. Blessuð sé minning elsku Lár- usar og ég bið góðan Guð að styrkja vinkonu mína Kristínu. Ingibjörg Leifsdóttir. Lárus Sigfússon ✝ Erla Víglunds-dóttir fæddist 4. september 1944 í Reykjavík. Hún lést 9. maí 2020 Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Víglundur Kristjánsson frá Miklaholtsseli, f. 8. nóv. 1908, d. 28. jan. 1981 í Reykjavík, verslunarmaður og fornsali í Reykjavík, og Svava Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1918 í Reykjavík, d. 30. sept. 1995 í Vestmannaeyjum. Systkini Erlu eru: Hrefna, f. 7.5. 1947 í Reykjavík, listmálari í Kópavogi; Kristín, f. 7. 8. 1948 í Reykjavík, d. 10.12. sama ár; Hafdís, f. 2.6. 1950 í Reykjavík, d. 9.3. 1952; Víg- lundur Þór, f. 5.11. 1954 í Reykjavík, leiðsögumaður í Reykjavík. Einnig átti Erla Sigurður Vignir, f. 21.3. 1964, verkamaður, sjómaður og kokkur í Reykjavík. 2) Vilborg, f. 23.11. 1965, verkakona í Vestmannaeyjum, gift Sigmari Þresti Óskarssyni, f. 24.12. 1961, sjómanni í Vestmannaeyj- um. Börn þeirra eru: Friðrik Þór, f. 30.9. 1989, maki Jenný Skagfjörð Einarsdóttir, f. 9.2. 1991, og eiga þau tvö börn, Ar- on Gauta og Helenu Vilborgu. Erla Rós, f. 2.11. 1996, maki Magnús Örn Möller, f. 17.4. 1990. Daníel Már, f. 26.4. 2000, maki Sigríður Viktorsdóttir, f. 25.10. 1998. Andri Snær, f. 23.11. 2004. Erla ólst upp í Reykjavík og lengst í Árbæjarhverfi. Árið 1964 flutti hún til Vestmanna- eyja þar sem hún bjó lengst af á Áshamri 4. Í Eyjum byrjaði Erla að vinna í Ísfélagi Vest- mannaeyja 1967 og vann þar í yfir 30 ár. Erla var einnig virk- ur félagi í Sinawik. Útför Erlu fer fram í kyrr- þey frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. hálfbróður sam- feðra sem hét Árni Lárus, f. 28.12. 1938, d. 15.8. 1998. Sam- mæðra eru Sig- urður Ingi Vignir Kristjánsson, sjó- maður í Reykja- vík, f. 3.7. 1938, d. 9.8. 1963, og Guðjónía Bjarna- dóttir, f. 15.12. 1939. Erla giftist 30. maí 1965 Friðriki Helga Ragnarssyni vörubifreiðastjóra, f. 12.2. 1941. Foreldrar hans: Ragnar Axel Helgason, f. 20.2. 1918, d. 27. jan. 1995, skipstjóri og lög- reglufulltrúi í Vestmannaeyj- um, og kona hans Vilborg Há- konardóttir húsmóðir, f. 1.6. 1917, d. 3.4. 1995, frá Nýja- Bjargi í Höfnum. Börn Erlu og Friðriks: 1) Stundum lendum við í þeirri stöðu í lífinu að veruleikinn er okkur óbærilegur. Mamma kvaddi okkur í faðmi fjölskyldunn- ar. Það var og verður dýrmætt að hafa getað verið hjá henni síðustu stundirnar. Hún fann fyrir kær- leika, umhyggju okkar til sín. Við söknum þín, elsku mamma mín. Veröld okkar hrundi þegar þú veiktist. Sá tími sem fylgdi var þrunginn kvöl, örvæntingu og sorg. Einhvers staðar, einhvern tím- ann aftur. Mamma var ekki mikið fyrir sviðsljósið, en mamma, amman, var í sínu sviðsljósi sem var fjöl- skyldan hennar. Hún var hennar sviðsljós. Hvað er ást og hvað er svar? Og hvernig geymist allt sem var? Mundu að hvar sem hjartað slær, hamingjan er oftast nær. Mamma var ekki að flækja at- vinnumálin, að minnsta kosti skipti hún ekki oft um starfsvett- vang. Stóð vaktina í Ísfélagi Vest- mannaeyja í 39 ár. En eins og allar sætar stelpur vann hún í sjoppu, pabbi hitti mömmu þar. Pabbi var alveg sjúkur í pulsur á þeim tíma, og auðvitað mömmu. Lífið heldur áfram, við verðum að líta fram á veginn, þó svo að mamma sé ekki lengur hjá okkur. En minningarnar lifa; einhvers staðar, einhvern tímann aftur. Guð gefi okkur æðruleysi til að sættast við það sem við fáum ekki breytt, kjark til að breyta því sem við getum breytt og vit til að greina þar á milli. Sjáumst, mamma. Sigurður Vignir Friðriksson. Elskulega mamma mín. Ég átti ekki von á því að kveðja þig svona snöggt, en lífið er óútreiknanlegt og við höldum áfram að trúa á lífið. Ég mun sakna, því þú varst ekki bara móðir mín, heldur einnig besta vinkona. Man öll góðu ráðin sem þú kenndir mér og mun minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman. Takk fyrir að vera elskuleg amma. Mamma, ertu vakandi mamma mín? Mamma, ég vil koma til þín. Ómamma, gaman væri að vera stór. Þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og kór. Mamma, þú ert elskuleg mamma mín, mér finnst gott að koma til þín. En mamma, áðan dreymdi mig draum um þig. En datt þá fram úr og það truflaði mig. Mamma, þú ert elskuleg mamma mín, mér finnst gott að koma til þín. En mamma, gaman væri að vera stór. Þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og kór. Þín dóttir, Vilborg. Elsku amma/langamma. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur. Þú varst svo ótrúlega góð amma og vinkona okkar allra. Það var alltaf jafn gaman að kíkja í heimsókn á Ásaveg 2 eða Ásham- ar 4 og ef það var ekki til eitthvert góðgæti var afi sendur í bakaríið eftir bakkelsi eða að ná í íspinna. Það skein svo í gegn hvað þér þótti vænt um okkur öll, við vorum allt- af í miklum samskiptum og vorum farin að nota Snapchat til að spjalla eftir að ég flutti í Kópavog- inn. Við vorum dugleg að spjalla saman og þú hafðir svo mikinn áhuga á því hvað við vorum að bralla með Aron Gauta og Helenu Vilborgu og vildir alltaf vera að fá myndir af þeim til að setja á myndavegginn. Á eftir að sakna þess að sitja með þér í brekkunni og raula gömlu eyjalögin, og tala nú ekki um að hlusta á Hjálma. Jólin og allir hátíðisdagar verða öðruvísi án þín, að koma til Vest- mannaeyja verður ekki eins. Þú og afi eruð svo falleg og góð- ar fyrirmyndir. Ég á eftir að sakna þín elsku amma mín, við vorum alltaf svo góðir vinir, takk fyrir allt. Við kveðjum þig með ást, hlýju og söknuði. Þinn Friðrik Þór og fjölskylda. Elsku tengdamamma mín, þá er komið að kveðjustund. Þá þakkar maður fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við Vilborg byrjuðum snemma að vera saman og ég fann alltaf fyrir hlýju frá þér með þann ráðahag. Þótt þú hneykslaðist oft á öllum dellunum mínum gegnum árin, Erla mín, held ég að það hafi verið skiljanlegt. Þegar við Vilborg þurftum á pössun að halda vissi maður alltaf að börnin okkar væru í öruggum höndum því ást þín á þeim var óendanleg. Þú hefðir sko viljað vera viðstödd þegar nafna þín eignast barn í sumar, en þú varst bara of veik undir það síð- asta til að ná því. En við munum finna að þú fylgist með okkur ofan frá „úr Sumarlandinu“. Erlu-nafnið er mér nátengt því báðar mömmur mínar hétu það. Þegar maður skoðar hvað Erlu- nafnið stendur fyrir þá sér maður að það á vel við ykkur: „Erla er að- laðandi, bíðlynd og afar stöðug- lynd. Hún hefur einstaklega gott minni og gleymir aldrei neinu. Heimilið er henni dýrmætt og hún leggur metnað sinn í að hafa það sem hlýlegast. Erla er gimsteinn.“ Þinn tengdasonur, Sigmar Þröstur Óskarsson. Elsku Erla, besta vinkona mín, er farin frá mér. Ég trúi ekki að ég sé í dag að kveðja mína bestu vin- konu í hinsta sinn, en eftir standa fallegar minningar um yndislega vinkonu. Erla fluttist til Eyja eftir að hún kynntist Friðriki sínum. Ég man eftir okkar fyrstu kynn- um, hún með fallega síða rauða hárið sitt, hún var eins og drottn- ing, falleg að utan sem innan. Við urðum strax góðar vinkonur, þar sem eiginmenn okkar voru vinir. Alla tíð síðan höfum við varla mátt sjá hvor af annarri. Við fórum allt saman; á kaffihús, á Sinawik-fundi og hvað sem var að gerast, þá fór- um við Erla saman. Ef við hitt- umst ekki þá að minnsta kosti töl- uðumst við við í síma og nú í seinni tíð í tölvunni. Þegar við fórum í klippingu tókum við mynd og sendum hvor annarri, til þess að ræða útkomuna. Það er erfitt að ímynda sér dagana án þess að heyra frá henni Erlu og ræða lífið og tilveruna. Hún Erla mín var verðmætust eðalsteina. Elsku Friðrik, Vilborg, Sigurð- ur og fjölskyldur, innilegar sam- úðarkveðjur. Gulli og perlum að safna sér, sumir endalaust reyna. Vita ekki að vinátta er, verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Kristrún Axelsdóttir. Erla Víglundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.