Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tvöfeldni eralþekkt íumræðunni og þá einkum þeirri sem litast af stjórnmálum og afstöðu manna þar. Hitt er auð- vitað þekkt að hávær umræða verður iðulega um mál og þeir sem þar hafa farið fremstir verða ekki sakaðir um að draga í leiðinni pólitískan taum. En nái slík umræða vel inn í þjóðarsálina geta stjórn- málamenn illa setið aðgerða- lausir hjá. Ástæður þess að þeir láta þá til sín taka geta í senn verið frambærilegar og málefnalegar en þurfa ekki endilega að vera það. Á meðal gildra ástæðna eru þau rök að það sé hluti af verkefni þeirra að vera þátt- takendur á vettvangi almennr- ar umræðu og ekki síst þeirr- ar sem hæst ber og eiginlega óverjandi að taka ekki afstöðu til mála sem góður hluti al- mennings telur varða miklu, hvort sem málið tekur til afmarkaðs hagsmunamáls eða segja megi að almanna- hagsmunir séu undir. Sum mál taka umræðu yfir af svo miklum þunga og ástríðu að deilan og baráttan um þau standa lengi, jafnvel í áratugi, og skipa þjóð í fylk- ingar. Hermálin gömlu voru löngum þeirrar gerðar og all- stór hópur hélt því fram há- stöfum að heill þjóðarinnar væri undir og sú spurning hvort hún gæti horfst í augu við sjálfa sig eftir að hafa svik- ið landið í tryggðum. Öndvert stóðu þeir sem töldu miklu varða að skerast ekki úr sam- stöðu þjóða sem vildu leggja mikið af mörkum svo að al- ræðisríki sem undirokuðu sitt fólk og leppríkja næðu ekki enn lengra á þeirri braut. Baráttan gegn því að efnt yrði til vatnsfallsvirkjana sem hagstæð skilyrði stóðu til varð stundum mjög hatrömm. Iðu- lega tók hún sama blæ og brag og baráttan gegn hersetu, þótt að henni kæmu stórir hópar fólks sem innvígðist aldrei í þau mál. En nú var rætt um „hernaðinn gegn landinu“ og fast kveðið að og fullyrt að þeir sem slíkt styddu væru, eins og landsölumennirnir, óvinir þjóðarinnar og svikarar við málstað hennar. En meginþáttur í huga margra sem börðust gegn því að landinu væri spillt, svo feg- urð þess og yndi fengi áfram að njóta sín, snerist að sjónmeng- uninni, sem væri skemmdar- verk af risavöxnu tagi. Á laugardaginn var birtist stutt grein frá lesanda blaðsins og vakti athygli. Kannski var hún merkileg- ust fyrir það að þar var opnað á umræðu sem illskiljanlegt er að hafi ekki fyrr verið tekin af alvöru hér á landi. Greinarhöf- undur, Halldór S. Magnússon, fjallar um vindmyllur og bend- ir í upphafi sinnar greinar á það alkunna að „virkjun nátt- úruauðlinda hefur lengi verið eitt vinsælasta deiluefni Ís- lendinga. Annars vegar eru þeir sem telja nauðsynlegt að virkja sem allra mest til þess að efla þjóðarhag og hins veg- ar þeir sem telja brýnt að virkja alls ekki meir til þess að vernda náttúru landsins“. Greinarhöfundi þótti lítið hafa heyrst frá talsmönnum náttúruverndar um vind- mylluáform. Enda er það um- hugsunarefni að almenningur hafi ekki látið þetta mál til sín taka áður en það er um seinan. Kannski er það vegna þess ofsa sem einkennir umræðu um loftslagsmál þar sem sér- hver spurning er kaffærð falli hún ekki að „réttum sjónar- miðum“. Kannski óttast fólk að taki það á móti þeim sem vilja slá upp risavöxnum vind- myllum í náttúru landsins með óþolandi hvin og ónotum verði það sakað um að stuðla að þeim aldauða sem verði fái loftslagsmenn ekki sitt fram. Halldór S. Magnússon bendir réttilega á að þögn talsmanna náttúruverndar veki einkum furðu „þar sem þeir hafa talið það fyrst og fremst vatnsaflsvirkjunum og jarðhitavirkjunum til foráttu að þær séu óþolandi aðskota- hlutir í íslenskri náttúru, sem skemmi fyrir upplifun manna af landinu og stórkostlegri fegurð þess“. Og í tímamótagrein sinni spyr Halldór í framhaldinu: „En hvað með vindmyllur, geta þær fallið vel inn í lands- lagið?“ Og hann bætir við: „Í flestum tilvikum munu myllur vindorkuvera verða áberandi á fjöllum og hásléttum lands- ins og sjást víða að. Getur það samrýmst skoðunum um- hverfis- og náttúruverndar- sinna að reistar verði vind- myllur uppi á heiðum og fjöllum landsins í ósnortinni náttúru?“ Þetta eru gildar spurningar og tímabærar og sætir reynd- ar nokkrum ugg að dauðaþögn hafi ríkt um þessi mál þar til nú. Þeir sem hafa ekið erlendis gegnum vindmyllubreiður vilja ekki lenda í því hér} Stundum verður að berjast við vindmyllur S íðastliðinn vetur var líklega einn sá erfiðasti sem Íslendingar hafa upp- lifað lengi. Þessi vetur kenndi okk- ur þó einnig margt. Hann kenndi okkur hvað samstaða Íslendinga getur verið sterk þegar mikið liggur við, en ekki síst kenndi hann okkur hvað grunnþættir samfélagsins eru mikilvægir. Sterkir innviðir, traustar almannavarnir og öflugt heilbrigðiskerfi; skapandi menntakerfi og auðvitað mætti margt fleira fram telja. Þessi lærdómur mun vonandi sömuleiðis leiða af sér aukinn skilning á því hversu mikilvægt er að styðja og efla þær starfsstéttir sem vinna að þessum grunnþáttum samfélagsins. Mig langar að draga hér fram tvær af þess- um starfsstéttum sem nú standa í kjaradeilum við ríkið; hjúkrunarfræðinga og lögreglu- menn. Stéttir sem eiga sannarlega skilið virð- ingu og viðurkenningu á störfum sínum, ekki síst eftir þennan vetur. Þetta eru starfsstéttir sem eru samfélagi okkar sér- staklega mikilvægar og við myndum ekki vilja vera án, en einhverra hluta vegna er ríkisstjórn Katrínar Jakobs- dóttur ekki tilbúin til að viðurkenna mikilvægi þeirra við samningaborðið. Ekki nóg með það heldur hafa starfsaðstæður þessara hópa verið gerðar æ erfiðari með mikilli fjölgun verkefna á sama tíma og skorið hefur verið niður fjármagn, enda hefur verið flótti úr báðum starfsstéttum síðustu ár sem sjá má á fjölda útskrifaðra sem enn eru starfandi. Hjúkrunarfræðingar sem óhætt er að segja að séu hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu hafa að undanförnu unnið undir gríðarlegu álagi hvort sem það er við að sinna Covid-veiku fólki eða á öðrum sviðum þar sem álagið hef- ur aukist mikið vegna varúðarráðstafana. Hjúkrunarfræðingar sem hafa barist lengi fyrir viðurkenningu í launum á mikilvægi þess starfs sem þau vinna innan heilbrigðis- kerfisins en gengið erfiðlega að fá. Lögreglumenn sem starfa við aðstæður sem flestum þættu óásættanlegar. Lög- reglumenn sem hafa borið hitann og þungann af þeim almannavarnaaðgerðum sem hafa komið upp í vetur, ekki síst í Covid-19. Má þar til að mynda benda á Víði Reynisson yfir- lögregluþjón sem hefur birst okkur í lög- reglubúningnum nánast daglega síðustu mánuði sem einn af þríeykinu góða. Nú hafa lögreglumenn verið samnings- lausir í rúmt ár og í raun lengur, enda aðeins verið fram- lengingar og viðbætur frá árinu 2005. Það er því ekki óeðlileg krafa að launatafla lögreglumanna verði leiðrétt og löguð þannig að launin séu á pari við sambærilegar stéttir. Lögreglumönnum sem misstu verkfallsréttinn frá sér er þó því miður sagt að sætta sig bara við það sem að þeim er rétt. Við verðum að gera betur til að byggja réttlátt þjóð- félag. Ég hvet því ríkisstjórnina til þess að ganga um- svifalaust að samningaborðinu, þetta má ekki bíða. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir Pistill Nú skal semja Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. albertinae@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnarvið fyrsta íbúðarhúsiðsem rísa mun í Voga-byggð 1 á Gelgjutanga. Mikil uppbygging er framundan í Vogabyggðinni allri og stefnt er að því að þar verði allt að 1.300 nýjar íbúðir byggðar. Á sínum tíma voru áform um að innri leið Sundabrautar myndi koma frá Gufunesi inn á Gelgju- tanga. Reykjavíkurborg tók síðar þá ákvörðun að þarna myndi rísa íbúðabyggð en Sundabrautin myndi koma utar, þ.e. rétt við Klepp. Var þessi ákvörðun tekin í óþökk Vega- gerðarinnar, sem taldi innri leiðina þá bestu og jafnframt ódýrustu. Hefur Vegagerðin gert þá kröfu að borgin greiði þann aukna kostnað sem af þessu hlýst, mögulega um 10 milljarða króna. Borgin hefur neitað að borga aukakostnaðinn. Gelgjutangi er smánes sem skagar út í Elliðaárvog á móts við Grafarvog. Fyrsta skóflustungan að 74 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Bátavog 1 á Gelgjutanga var tekin þriðjudaginn 19. maí sl. Félagið U14-20 ehf., dótturfélag fasteignaþróunarfélags- ins Kaldalóns hf., mun byggja á lóðunum Stefnisvogur 2, 12, 24 og 36 sem eru á svæði 1 í Vogabyggð. Félagið áætlar að hefja fram- kvæmdir við Stefnisvog 2 í lok sum- ars, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Reykjavík- urborg. Heimilt verður að byggja 273 íbúðir í heildina á lóðunum á Gelgjutanga. Bjarg var stofnað af ASÍ og BSRB. Byggingarfélagið Jáverk mun sjá um byggingu fjölbýlishúss Bjargs við Bátavog, Verkfræðistofa Reykjavíkur sér um verkfræði- hönnun og arkitekt er T.ark arki- tektar. Reykjavíkurborg samþykkti í fyrra niðurrif á átta atvinnuhúsum og einni botnplötu á lóðinni númer 10 við Kjalarvog á Gelgjutanga. Samanlagt flatarmál þessara bygg- inga var 5.727 fermetrar. Bygging- arnar eru nú horfnar af tanganum. Í desember 2018 hófust fram- kvæmdir við gerð nýs sjóvarnar- garðs á Gelgjutanga. Þessar fram- kvæmdir voru í samræmi við deiliskipulag svæðisins sem gerði ráð fyrir um 3.500 fermetra land- fyllingu og að um 17.000 fermetrar lands yrðu hækkaðir. Lágmarks yfirborðshæð lands verður 5 metrar yfir sjávarmáli. Íbúðabyggðin verð- ur því vel varin komi til hækkunar á yfirborði sjávar vegna mögu- legrar hlýnunar andrúmsloftsins. Stærsti hluti verksins var upp- bygging sjóvarnargarðs og upp- röðun á grjóti í ölduvörn. Efnið kom að stærstum hluta úr grunni Nýja Landspítalans við Hringbraut. Fyrsta húsið á innri leið Sundabrautar Ljósmynd/Bjarg Á Gelgjutanga Fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu Bjargs í Bátavogi tóku Gylfi Gíslason, Guðmundur B. Gunn- arsson, Selma Unnsteinsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Árni Stefán Jónsson, Þröstur Bjarnason og Björn Traustason. Bjargi íbúðafélagi er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í lang- tímaleigu. Nú þegar er Bjarg með yfir 200 íbúðir í útleigu á þremur stöðum, í Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og í Asparskógum á Akranesi. Þá eru framkvæmdir við á þriðja hundrað nýjar íbúðir komnar vel á veg og hátt í 500 íbúðir eru í hönnunarferli. Næstu afhendingar Bjargs eru á eftirfarandi stöðum í Reykjavík seinna á þessu ári; í Silfratjörn í Úlfarsárdal, í Hraunbæ og í Hallgerðargötu við Kirkjusand. Þá verða afhent- ar á næstu mánuðum íbúðir Bjargs á Akureyri og í Þorláks- höfn. Úthlutun geta þeir einir hlot- ið sem hafa verið virkir á vinnu- markaði og fullgildir félags- menn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuði, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun. Margar íbúð- ir í byggingu BJARG ÍBÚÐAFÉLAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.